Morgunblaðið - 07.02.1984, Page 37

Morgunblaðið - 07.02.1984, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984 37 Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja í friðarskaut. (Sb. 1886 - V. Briem.) F.h. starfsfólks O.N. Olsen, Kolbrún Sverrisdóttir. Árið 1934 hófst merkt tímabil í atvinnusögu íslendinga. Ungur Norðmaður, Símon Olsen, hafði árið 1927 komið með norskum bát til ísafjarðar og verið hér vélstjóri hjá fiskibátum um nokkurra ára skeið. Örlögin réðu því að hér hitti hann sinn lífsförunaut, Magnús- ínu Richter, og giftu þau sig árið 1931. Hinn ungi Norðmaður hafði stundað rækjuveiðar í Noregi og eftir að hann hafði kynnst stað- háttum hér var hann sannfærður um að hér fyndist rækja. Hann fékk leigðan bát og reyndi fyrst fyrir sér í Jökulfjörðum, fann rækju, en ekki mikið magn. Ekki höfðu heimamenn mikla trú á þessu brölti og fannst hann smá- skrítinn þessi Norðmaður, sem ætlaði að fara að veiða marflær. En Símon Olsen var ekki á því að gefast upp. Hann reyndi nú fyrir sér í Djúpinu og leist best á Hestfjörð. Árangurinn varð mjög góður miðað við aðstæður, svo góður að bæjaryfirvöld settu á stofn rækjuverksmiðju og fleiri bátar bættust í hópinn. Fyrsti kapítulinn í sögu rækjuveiða og rækjuvinnslu á lslandi var hafinn. í dag kveðjum við nú með sökn- uði son þessa brautryðjanda, góð- an dreng, sem fallinn er frá langt um aldur fram. Ole N. Olsen markaði djúp spor í atvinnusögu ísfirðinga, engu síð- ur en faðir á árum áður. Eftir að hafa verið með föður sínum á rækjuveiðum fór hann kornungur til Noregs að kynna sér niðursuðu og síðar til Frakklands og Þýska- lands í sama tilgangi. Eftir að hann kom heim gerðist hann verk- stjóri í rækjuverksmiðjunni Pólar hf. uns hann stofnsetti sitt eigið fyrirtæki, Niðursuðuverksmiðju O.N. Olsen. Árið eftir réðst hann í að láta reisa 1. hæðina í núverandi verksmiðjuhúsi, sem nú telur 3 hæðir ásamt myndarlegri nýbygg- ingu. Óli var duglegur, stórhuga og vakandi fyrir öllum nýjungum, sem horfðu til framfara í rekstrin- um. Hann sá fljótlega að með vax- andi rækjuveiði átti handpillun litla framtíð fyrir sér og keypti því ameríska rækjupillunarvél frá Christian Bjelland í Noregi. Með tilkomu vélarinnar varð bylting í atvinnurekstrinum og varð hann því fljótlega stærsti og umsvifamesti rækjuframleiðandi bæjarins. Kynni okkar Óla hófust ekki að ráði fyrr en árið 1974 en þá var ég, við breytingu á rekstrarfyrir- komulagi, ráðinn framkvæmda- stjóri fyrirtækisins. Óli varð þá stjórnarformaður og með okkur tókst fljótlega góð samvinna. Fjölmargra samverustunda okkar er mér ljúft að minnast, yfir kaffibolla heima hjá honum og mömmu hans, á stjórnarfundum þar sem málin voru reifuð og stefnan mörkuð eða á ótal rabb- fundum, sem við áttum á skrif- stofu minni, þar sem við ræddum saman í bróðerni ýmis málefni fyrirtækisins. Mér þótti oft gott að leita til óla um ráðleggingar um ýmis málefni, sem voru að brjótast í mér og stóð þá ekki á góðum ráðum sem byggð voru á hans miklu reynslu sem fyrrver- andi stjórnanda fyrirtækisins. Oftar en ekki átti hann líka til að koma til mín ótilkvaddur og gefa mér vinsamlegar ábendingar um ýmis atriði, sem honum þótti mið- ur fara í fyrirtækinu í það og það skiptið. Ekki vorum við þó alltaf sammála, en við tókum tillit hvor til annars og ágreiningsmálin þá alltaf leyst í bróðerni með hag fyrirtækisins að leiðarljósi. Árið 1959 stofnaði Oli heimili með Finnu Bottelet og eignuðust þau tvær dætur, Kristbjörgu og Selmu. Þau slitu samvistir árið 1%2 og fluttist hún til Reykjavík- ur með dætrum sínum. Samband Óla við dæturnar var alltaf mjög gott og náið og dvöldu þær oft hjá pabba sínum og ömmu á ísafirði. Ekki er hér meiningin að rekja æviferil Ole N. Olsen í þessari stuttu minningargrein, en þó verð ég að geta hér tveggja hörmulegra áfalla sem hann og fjölskylda hans urðu fyrir. 25. september 1961 fórust faðir hans og yngri bróðir í rækjuróðri með vélbátn- um Karmoy. Þá var Óli 26 ára gamall og hefur þetta verið mjög sár og erfið reynsla fyrir hann, móður hans og systkini. Hinn 4. maí 1973 veiktist yngsti bróðir hans skyndilega og lést aðeins 28 ára gamall. Þessi mikli og sári ástvinamissir hefur haft þungbær .og djúpstæð áhrif á Óla, en hann var dulur persónuleiki og flíkaði ekki tilfinningum sínum, bar frek- ar harm sinn í hljóði. Síðustu árin gekk Óli ekki heill til skógar, en þótt ljóst væri að kraftar hans og mótstaða væru að þrotum komin, bjóst enginn við því að endalokin væru svo skammt undan. Hann. fékk hægt andlát laugardaginn 28. janúar sl. Löngu og erfiðu stríði var lokið, stríði við fjandmann, sem lagt hefur marg- an góðan drenginn að velli og þótt ein og ein orrusta vinnist kannski, sleppur enginn ósár úr þeim hild- arleik. Við komum hér á kveðjustund að kistu þinni bróðir að hafa við þig hinzta fund og horfa á gengnar slóðir. Og ógn oss vekja örlög hörð, en ennþá koma í hópinn skörð, og barn sitt faðmi byrgir jörð, vor bleika, trygga móðir. En minning þin er mjúk og hlý og um oss standa nærri. Með hverju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. Ef lífsins gáta á lausnir til, þær ljóma bak við dauðans þil. Og því er gröfin þeim í vil, sem þráðu útsýn stærri. (M. Ásg.) Elsku Magga mín, Inga Rut, Selma og Kristbjörg, þið sjáið nú á eftir ástkærum syni, bróður og föður. Við Inga vottum ykkur og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sárum harmi. Að leiðarlokum kveð ég góðan vin og samstarfsmann með virð- ingu og þökk. Blessuð sé minning Ole N. Olsen. Theodór Norðkvist Minning: Brynjólfur Helgi Þorsteinsson Fæddur 22. mars 1900 Dáinn 30. janúar 1984 Rétt í þann mund er vinur minn, Brynjólfur Helgi, var að hverfa úr þessum heimi, vorum við nokkrir vinir hans að minnast Halaveð- ursins í þorralok ársins 1925. Þá stóð Brynjólfur Helgi í stríðu sem kyndari á togaranum Ara, þegar allir eldar voru kulnaðir og skipið maraði á hliðinni í hálfu kafi. Fáir eygðu þá nokkra lífsvon. Á Brynj- ólfi mátti ekki merkja nokkurn bilbug frekar en endranær í ólgu- sjóum lífsins — samkvæmt frá- sögninni. Brynjólfur Helgi var fæddur 22. mars árið 1900 í Garðhúsum í Höfnum. Foreldrar hans voru Þorsteinn útvegsbóndi Árnason í Kirkjuvogi og kona hans, Gíslína Gísladóttir. Allt frá fermingaraldri reri Brynjólfur í útvegi föður síns og sautján ára var hann þegar hann réðst á útilegubáta á sumrin. Árið 1922 fluttist hann til Reykjavíkur og síðan átti hann heima hér í staðnum, um sextíu ára skeið. Hann var skráður á togarann Ara árið 1923, fyrst sem háseti, síðar gerðist hann kyndari. í janú- armánuði árið 1926 var hann ráð- inn á þetta sama skip sem annar vélstjóri og stóð þar uns skipið var selt til Patreksfjarðar nokkrum árum síðar. Fyrir réttum fjórum áratugum fékk hann réttindi sem vélstjóri og sigldi sem slíkur á ýmsum skipum fram til ársins 1941. Þá hóf hann að vinna að vélaviðgerðum í Vélsmiðjunni Hamri og vann hann því fyrirtæki gott og dyggilegt starf. Hann lét þar af störfum rúmum þremur áratugum síðar, seint á sólmánuði árið 1972. Brynjólfur Helgi var kvæntur móðursystur undirritaðs, Ólafíu Árnadóttur, og var þeirra sambúð með eindæmum alúðleg og náin. Ólafía dó 16. september síðastlið- inn og er það ekki ósatt að síðan hafi Brynjólfur, ljúflingur minn, ekki litið glaðan dag. Hann lést að morgni 30. janúar svo sannarlega saddur lífdaga. Fylgja honum góð- ar óskir og þakklæti þeirra er best vissu hve ljúfur vinur hann var þeim er mest þurftu á hlýju og alúð að halda. Gleymist seint, hve eindæma ósporlatur hann var í þágu þeirra sem ekki töldust fylgja okkur hinum í geðheilsu og góðri eftirbreytni. Guð blessi minningu Brynjólfs Helga. Brynjólfur verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag þriðjudag kl. 15.30. Hjálmar Ólafsson BV Hand- lyfti- vognar Eigum ávalltfyrirliggjandi hina velþekktu BV-handlyfti- vagna með 2500 og 1500 kílóa lyftigetu. Útvegum einnig allt sem viðkemur flutningstækni. m ÉjgÍjÍP^ •l— LÁGMÚU5, 105 REYKJA V/K S/MI: 91- 85222 PÓSTHÓLF: 887, 121REYKJA VÍK Vegg- og loftklæðning í glæsilegu úrvali úr eik, aski, beiki, gullálmi, furu, antikeik, mahogany, palesander og 10 tegundir til viöbótar. Verö frá aöeins kr. 75 pr m\ BJÖRNINN HF Skulatuni 4 - Simi 25150 - Reykjavik

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.