Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.02.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1984 41 fclk í fréttum Rasmine Olsen, elsti borgari í Danmörku. Á hverjum degi fær hún sér eitt glas af kirsuberjavíni og segir, að þaö geri sér gott. Jafnaldra Jennýjar aldursforseti í Danmörku + Elsti íslendingurinn, Jenný Guðmundsdóttir, sem varð 105 ára í janúar sl., á sér stöllu og jafnöldru í Danmörku, sem einnig er aldurs- forseti þar í landi. Heitir hún Rasmine Olsen og veröur 105 ára 20. febrúar nk. Rasmine er fædd á Fjóni árið 1879 og fyrir níu árum héldu þau hjónin upp á gullbrúðkaup sitt. Þá var Rasmine að verða 97 ára en maður hennar var 13 árum yngri eða 84 ára. Skömmu síðar lést hann. „Þá varð ég að fara á elliheimili og mér líkaði það nú ekki vel í fyrstu, það var svo mikið af gömlu fólki þar,“ segir Rasmine, sem alltaf hefur verið aldursforsetinn á heimilinu. „Nú er ég þó þakklát fyrir það, hér er gott að vera.“ í Danmörku eru nú 205 manneskjur komnar yfir tírætt. Steve Kanaly og Susan Howard, sem leika hjónin Ray og Donnu Krebbs í Dallas, segj- ast nú vera búin að fá nóg af Ewing-fjölskyldunni eftir rúmlega sex ára kynni. Eru þau nú í þann veginn að hrinda af stað sínum eigin sjónvarpsþætti. „Við nennum ekki lengur að vera hálfgert uppfyllingarefni fyrir hina „raunverulegu“ að- alleikara, Ewingana," segja þau Steve og Susan. Alan Alda mun áfram eiga fyrir salti í grautinn þótt MASH- þættirnir séu nú liðin tíð. Nú er hann farinn að aug- lýsa fyrir Atari-tölvufyr- irtækið og kemur fram í baðslopp og með hund í bandi. Fyrir þessa vinnu sína fær hann 120 milljónir ísl. kr. á ári næstu fimm árin. Peter Falk sem margir minnast sem leynilögreglumannsins Col- umbo, ætlar nú eftir sex ára hlé að taka upp þráðinn aftur þar sem frá var horf- ið. NBC-sjónvarpsstöðin bandaríska hyggst gera með honum tvo þætti til að byrja með og ef þeim verð- ur vel tekið munu fleiri fylgja í kjölfarið. Fötin hennar Oliviu slógu í gegn + Olivia Bass heitir ung hárgreiðslu- kona í London, sem nýlega var boðið að vera við vígslu nýs næturklúbbs í borginni. Olivia þáði að sjálfsögðu boðið með þökkum og til að vera viss um að hún mætti ekki á vígsluna í sömu fötunum og einhver önnur ákvað hún að sníða sér klæðin sjálf. Þegar í veisluna kom sló Olivia í gegn í orðsins fyllstu merkingu og átti kvöldið, a.m.k. í augum karlmann- anna, sem fengu aldrei nóg af að virða fyrir sér nýja dressið hennar. Sýj OVAKO RAFSUÐUVIR FYRIR MIG — MAG SUÐU 0,6 mm, 5 kg rúllur. 0,6 mm, 15 kg rúllur. 0,8 mm, 15 kg rúllur. 1,0 mm, 15 kg rúllur. 1,2 mm, 15 kg rúllur. 1,6 mm, 15 kg rúllur. Mjög hagstætt verð. Sölustaðir: Einkaumboð: GUÐNI GASOL GBJ JÓNSSON&CO. Bolholti 6 Reykjavik Skipagötu 13 Akureyri Rolholtí 6 Revkiavík Siml 84377 Simi 96-22171 ö neyivjavm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.