Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 1
96 SIÐUR STOFNAÐ 1913 71. tbl. 71. árg._____________________________________SUNNUDAGUR 25. MARZ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Friðarsinni dæmdur í Moskvu Moskva, 24. mars. AP. OLGA Medvedkova, sem er fé- lagi í einu óháðu friðarsamtök- unum sem vitað er um í Moskvu, var í gær dæmd í tveggja og hálfs árs skilorðs- bundið fangelsi fyrir að hafa sýnt mótþróa þegar taka átti hana höndum í fyrrahaust fyrir utan dómshús í borginni þar sem hún var að mótmæla hand- töku og réttarhöldum yfir félaga hennar í friðarsamtökunum. Olga er 34 ára gömul og kona ekki einsömul, komin fimm mánuði á leið, og að sögn TASS-fréttastofunnar var hún ekki dæmd til þyngri refsingar vegna þess að hún væri ung og ófrísk og að auki væri þetta fyrsta „afbrot" hennar. Duarte D’Aubuisson Forsetakosníngar í E1 Salvador: D’Aubuisson og Duarte takast á San Salvador, 24. mars. AP. FORSETAKOSNINGAR verða í El Salvador á morgun, sunnudag, og er búist við mikilli kjörsókn. Á kjörskrá eru 2,5 milljónir manna en íbúarnir eru 4,7 milljónir. Átta menn bjóða sig fram til forseta en baráttan stendur þó fyrst og fremst á milli tveggja manna. Sá þriðji gæti þó sett strik í reikninginn og annarri umferð. Kosningabaráttunni lauk formlega aðfaranótt fimmtu- dags og á miðnætti sl. var veit- ingahúsum og áfengisútsölum lokað og verður svo fram yfir kosningar. Búist er við, að allt að 1,8 milljónir manna muni neyta kosningaréttarins, sem er skylda, og hafa kjósendur vin- samlegast verið beðnir um að skilja byssurnar eftir heima. Aðalbaráttan stendur á milli Jose Napoleon Duarte, leiðtoga kristilegra demókrata, sem er maður hófsamur, og Roberto D’Aubuisson, leiðtoga Arena- hugsanlega ráðið miklu um úrslit í flokksins og öfgafulls hægri- manns. Þriðji frambjóðandinn, sem líklegur er til nokkurs fylgis, er Francisco Jose Guerrero, leið- togi Þjóðarsáttarflokksins, og ef svo fer, að hvorugur hinna tveggja fái meirihluta, mun það geta ráðið úrslitum í seinni um- ferð með hvorum Guerrero leggst á sveif. Vegna kosninga- fyrirkomulagsins getur dregist í þrjá sólarhringa að endanleg úrslit verði kunn. 300 erlendir fréttamenn frá 28 þjóðum munu fylgjast með kosningunum. Franska gæsluliðið á brott firá Beirut París, Beirut. 24. mars. AP. FRANSKA gæsluliðið í Beirut verður flutt þaöan um aðra helgi að því er franski varnarmálaráðherrann til- kynnti í dag. Drúsar ráða nú lögum og lofum í Vestur-Beirut, sem byggð er múhameðstrúarmönnum af sunni- meiðnum, og þykir vinátta þcssara fyrrum samherja heldur tekin aö kólna. Charles Hernu, varnarmálaráð- herra Frakklands, tilkynnti í dag, að franska gæsluliðið yrði flutt burt frá Beirut laugardaginn 31. mars og verður þá ekkert eftir af gæsluliði fjögurra þjóða í borginni. Hernu lagði áherslu á, að ekki væri um „uppgjöf og undanhald" að ræða heldur „verkaskipti". Sérstakar sveitir Líbanonstjórnar myndu taka við störfum Frakkanna. Hersveitir drúsa ráða nú öllu í Vestur-Beirut eftir að þær yfirbug- uðu Mourabitoun-skæruliða, sem notið hafa stuðnings Khadafys, Líbýuleiðtoga. Eru þeir af trúflokki sunna, annarri helstu grein íslams, eins og flestir aðrir íbúar í Vestur- Beirut en drúsar eru sér um sína trú þótt þeir sæki margt til Múh- ameðs. Er kominn upp kurr meðal sunna og una þeir illa ofríki drúsa ! borginni. Óttast sumir, að til átaka kunni að koma milli trúflokkanna, sem hingað til hafa verið sameinað- i ir i baráttunni við kristna menn. Áköf skothríð og miklar spreng- ingar voru á miðjum morgni í dag svo undir tók i allri borginni. Héldu þá íbúarnir, að helgin væri að ganga í garð með nýjum mannvíg- um. Svo var þó ekki, heldur voru drúsar bara að kveðja fallna félaga sína. Klukkunni flýtt í Vestur-Evrópu I ‘»4 4 ■> ™ London, 24. mars. AP. KLDKKUNNl í flestum ríkjum Evr- ópu er flýtt um eina stund nú um helgina. Klukkunni í Sovétríkjunum verður flýtt eftir viku og í Bandaríkj- unum um mánaðamótin. Má þá heita að sumar sé formlega gengið í garð, hvað sem lýður duttlungum veðurguðanna. Breytingin verður kl. 13 á sunnudag í nær öllum ríkjum Vestur-Evrópu. í Ástralíu er klukkunni hins vegar seinkað um eina stund, enda vetur að ganga þar í garð. Klukkunni verður ekki flýtt i Austurlöndum fjær, i löndum hitabeltisins og við miðbaug og heldur ekki á íslandi. ORRUSTUIKJTUR og herskip íraka grönduðu í nótt fjórum skipum, þ.á m. einu olíuflutningaskipi, fyrir sunnan Kharg-cyju í Persaflóa, að því er útvarp ið í Bagdað fullyrðir. I Ekki var nánar greint frá árás- inni í útvarpinu og ekki kom held- ur fram hverrar þjóðar skipin voru. Tvö dagblöð í Frakklandi, Le Monde og France-Soir, kváðust í dag hafá heimildir fyrir því að hermenn þeir sem íranir hafa sent á sjúkrahús í Vestur-Evrópu og sagt hafa fórnarlömb efnahernað- ar íraka séu í raun starfsmenn olíuefnaverksmiðju í Marc-Dacht í íran, þar sem sprenging varð 19. febrúar sl. í fréttum blaðanna seg- ir að 35 íranir og 10 útlendingar hafi látist í sprengingunni og 50 manns slasast. Irakar hafa þrásinnis neitað staðhæfingum írana um að þeir noti efnavopn í stríði þjóðanna, sem nú hefur staðið í hálft fjórða ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.