Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1984 Minning: Matthías Guðjóns- son Vestmannaeyjum Fæddur 14. ágúst 1938. Dáinn 19. mars 1984. Vinur minn Matthías Guðjóns- son varð bráðkvaddur að morgni mánudagsins 19. mars síðastlið- inn, þar sem hann var að störfum um borð í mb. Valdimari Sveins- syni VE. Föstudagskvöldið áður áttum við notalega stund saman á heimili hans, eins og svo oft áður og var hann þá kátur og léttur í lund eins og hann átti vanda til. Þar sem enginn vissi annað en að hann væri heilsuhraustur, kom fregnin um fráfall hans mér og öðrum ákaflega á óvart. Vinátta okkar og heimila okkar hefur varað um langt árabil, enda vorum við æskufélagar og Matti, „eins og hann var nefndur“, var ákaflega tryggur vinur, sem lét sér annt um velferð vina og kunn- ingja. Matti var fæddur 14. ágúst 1938 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Guðjón Kristinsson frá Miðhúsum, kunnur skipstjóri og aflamaður, sem látinn er fyrir nokkrum árum og Þuríður Olsen frá Sandfelli, en hún lést þegar Matti var á öðru ári. Tii 7 ára aldurs ólst hann upp hjá afa sínum og ömmu í Miðhús- um, þeim Kristni Ástgeirssyni og Jensínu Nielsen. Þá fór hann til föður síns og stjúpmóður, Kristín- ar Ólafsdóttur frá Siglufi rði. Eignaðist hann þar 6 hálfsystkini og eru 5 þeirra á lífi. 19. september 1959 kvæntist Matti eftirlifandi eiginkonu sinni, Lilju Alexandersdóttur frá Siglu- firði, og var fyrsta heimili þeirra að Fagurlyst hér í bæ, síðan bjuggu þau um tíma að Boðaslóð 6, en eignuðust síðan húseignina Minni-Núp við Brekastíg. Þar bjuggu þau svo til ársins 1969, er þau keyptu Miðhús, sem varð hraunstrauminum að bráð í eld- gosinu 1973. Eftir það hefur heim- ili þeirra verið að Heiðarvegi 28. Þau eignuðust fjögur börn, Al- exander, sem hefur stofnað eigið heimili með unnustu sinni, Guð- nýju Guðmundsdóttur, og eiga þau einn son, en í heimahúsum eru Guðjón, Þuríður og Lilja. Matti og Lilja voru alla tíð mjög samhent um allt er laut að velferð fjölskyldunnar og á heimili þeirra ríkti glaðværð og bjartsýni á til- veruna og voru þau ákaflega góð heim að sækja. Matti hóf ungur sjómennsku með föður sínum og hefur hún verið starf hans nær óslitið síðan. Hann lauk prófi frá Stýrimanna- skólanum í Vestmannaeyjum árið 1968 og nýtti hann sér í starfi þau réttindi er hann hlaut þar. Hann var samviskusamur og traustur í starfi og skipti ógjarnan um skiprúm og hefur hann nú í mörg ár verið með Sveini Valdimarssyni skipstjóra og aflamanni á mb. Valdimari Sveinssyni VE og var samstarf þeirra mjög gott. Matti var sannur Vestmanneyingur og þekkti mjög vel sögu Eyjanna og var minnugur á örnefni. Á sumrin þegar stundir gáfust frá sjómennskunni, fór Matti oft í lundaveiði og var þá ekki veiðin aðalatriðið, þótt alltaf drægi hann björg í bú. Hann naut útiverunnar og náttúrufegurðar Eyjanna, sem voru honum mjög kærar. Matti var drengur góður í bestu merkingu þeirra orða. Hann var ákaflega hjálpsamur og þegar við 'hjónin byggðum hús okkar, þá bauð hann ósjaldan fram aðstoð sína og eru ófá handtök hans þar og veit ég að margir vina hans hafa sömu sögu að segja. Honum þótti mjög vænt um Kristin afa sinn og seinustu ár gamla mannsins þegar hann var vistmaður í Hraunbúðum, átti Matti ófá sporin til hans til að stytta honum stundir á ævikvöld- inu. Vegna græskulausrar glettni sinnar og einlægni varð Matta vel til vina og hændust börn sérstak- lega að honum. Ég og fjölskylda mín og aðrir vinir munum sakna þessa hreinskipta drengskapar- manns, en um leið erum við þakk- lát fyrir að hafa fengið að vera honum samferða í lífsgöngu hans, sem okkur finnst nú lokið allt of fljótt. Við vitum að hjá honum, sem yfir öllu vakir, mun þessi vin- ur okkar eiga góða heimvon. Elsku Lilja, við biðjum algóðan Guð að styrkja þig og börnin þín í ykkar sáru sorg. Ólafur Sveinbjörnsson Þrátt fyrir að daglega sé verið að minna mann á nálægð dauðans tekur maður naurpast eftir því nema þegar höggvið er nærri manni sjálfum, þ.e. ef ættingi eða kær vinur fellur fyrirvaralaust frá. Þá bregður manni svo um munar. Þannig var um mig farið mánudagsmorguninn 19. mars sl. þegar mér var tilkynnt lát vinar míns, Matthíasar Guðjónssonar frá Miðhúsum, Vestmannaeyjum. Ég varð harmi lostinn. Hann hafði látist skyndilega í hafi, þá um morguninn, við skyldustörf um borð í vélbátnum Valdimar Sveinssyni VE, tæplega 46 ára gamall. Vinátta okkar Matta Guðjóns var gömul og rótgróin. Við vorum bekkjarbræður í barnaskóla og eyddum áhyggjulausir æskuárun- um jafnt utanskóla sem innan við leik og störf. Sem fermingarbræð- ur gengum við inn í unglingsárin og enn treystust vináttuböndin, sem héldust alla tíð svo ekki bar skugga á. Við vorum fjórir galgop- ar sem gengum í takt út unglings- árin; Addi Bald, Óli Sveinbjörns, Matti Guðjóns og sá er þetta ritar. Fullorðinsárin og alvara lífsins tók við, framtíðarstörf og lífsföru- ^nautar fylgdu í kjölfarið. Árið 1959 giftist Matti eftirlif- andi eiginkonu sinni, Lilju Alex- andersdóttur frá Siglufirði og hófu þau búskap í Vestmannaeyj- um. Keyptu þau húsið Minna-Núp við Brekastíg en um það bil tveim- ur árum fyrir gosið á Heimaey 1973 keyptu þau Miðhús af afa Matta, Kristni Ástgeirssyni, sem varð þekktur frístundamálari eft- ir að hann náði 60 ára aldri. Sjó- mennskan var Matta í blóð borin, faðir hans Guðjón Kristinsson var skipstjóri og hjá honum hlaut hann eldskírn sjómennskunnar. Sjálfur lauk Matti prófi frá Stýri- mannaskólanum í Eyjum árið 1968. Mikil röskun varð á högum þeirra Matta og Lilju við gosið í Heimaey en þá misstu þau hús sitt, Miðhús, undir hraun. Hlýtur mikill söknuður að hafa orðið því samfara þar sem um æskuheimili Matta var að ræða. Var hann al- inn upp í Miðhúsum hjá afa sín- um, Kristni og ömmu, Jensínu Nielsen, en ungur missti Matti móður sína, Þuríði Olsen frá Sandfelli. Um tíma eftir gosið bjuggu þau á Akranesi, en fluttu aftur út í Eyjar því að annars staðar undi Matti ekki hag sínum. Festu þau kaup á Heiðarvegi 28, þar sem þau bjuggu síðan. Margar ánægjustundir áttum við hjónin á heimili þeirra Matta og Lilju en þar sat ávallt bros og hlýtt viðmót í fyrirrúmi. Þau eignuðust fjögur börn, Al- exander, Guðjón, Þuríði og Lilju. Alexander hefur stofnað eigið heimili með unnustu sinni, Guð- nýju Guðmundsdóttur og eiga þau einn son, hin eru enn í foreldra- húsum. Um leið og við hjónin kveðjum traustan og tryggan vin, sendum við Lilju, börnunum svo og öðrum ástvinum, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi Guð gefa þeim styrk. + Útför SIGURÐAR SIGFINNSSONAR fró Noröfiröi fer fram í Fossvogskirkju þriöjudaginn 27. mars kl. 13.30. Sigurbjörg og Jóhanna Sigfinnsdætur, Guöný Valtýsdóttir, Paul R. Smith, Valgeröur Eiríksdóttir, Þór Eiríksson. t Maöurinn minn, faöir og stjupfaöir, GUNNLAUGUR MARTEINSSON, pípulagningamaöur, Reykjamörk 10, Hverageröi, veröur jarösunginn frá Hjallakirkju í Ölfusi þriöjudaginn 27. mars kl. 14.00. Sigurrós Líkafrónsdóttir Hrafnfjörð, Hafsteinn Gunnlaugsson, Bjarney Ólafsdóttir. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, GÍSLI ÓLAFSSON, læknir, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 27. mars kl. 13.30. Erla Haraldsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, fósturfaöir og afi, HALLDÓR ÍSLEIFSSON, Meistaravöllum 21, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 27. mars kl. 15.00 Magnea Tómasdóttir, ísleifur Halldórsson, Esther Halldórsdóttir, Birgir Sigurösson, Halldór Bragason, Traustí Bragason. + Hjartans þakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengda- fööur og afa, HALLDÓRS BENEDIKTSSONAR, Langholtsvegi 52. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Landakotsspítala er annaöist hann. Þórunn Sigurbergsdóttir, Oddný Halldórsdóttir, Baldur Guðmundsson, Halldóra Halldórsdóttir, Davíö Guönason, Hreinn Halldórsson, Katrín Ólafsdóttir, Bragi Halldórsson, Kristín Þorvaldsdóttir og barnabörn. + Eiginmaöur minn, JÓNATAN BRYNJÚLFSSON, rafvirki, Fögrukinn 14, Hafnarfiröi, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. mars kl. Heiöa Kristjánsdóttir. 13.30. + Hjartans þakkir færum viö öllum þeim, er sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför manns míns, fööur okkar og fósturfööur, ÚLFARSKJARTANSSONAR, Austurbergi 36, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum viö séra Ólafi Oddi Jónssyni. Fyrir hönd aöstandenda, „ , Guöriöur Sveinbjörnsdóttir og börn. + Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og útför systur okkar, DAGMAR ÁRNADÓTTUR, meinatæknis, Vesturgötu 50. Sérstakar þakkir færum viö samstarfsfólki hennar og öllum þeim er önnuðust hana í Borgarspítalanum í veikindum hennar. Karen Árnadóttir, Guöný Árnadóttir, Skúli Árnason, Guömundur Árnason. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför sonar okkar, sambýlismanns, föður, bróöur og mágs, BJÖRNS KRISTJÁNS JÓNSSONAR, Flyörugranda 2. Ingibjörg Björnsdóttir, Margét Rós Björnsdóttir, Elsa Ásdís Siguröardóttir, Jóhann Einar Björnsson, Ólöf Jónsdóttir, Siguröur Jónsson, Helgi Jónsson. Jón Sigurösson, Anna Björg Björnsdóttir, Þórarinn Friöjónsson, Gunnhildur Gunnarsdóttir, + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, SOFFÍU JÓHANNSDÓTTUR, Seljavegi 3. Fyrir hönd vandamanna. . _ „ Jóhann Eggert Jóhannsson, Valdimar Jóhannsson. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöföa 4 — Sími 81960 Sævar Þ. Jóhannes.son

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.