Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1984 41 regluríki, sem héldi eigin þegnum í skoðanalegum fjötrum, ná- grannaþjóðum í herkví (ríki A-Evrópu) eða beitti þá hernaðar- ofbeldi (Afganistan). Hann kvað náið samstarf þjóða innan NATO, sem fyrrum hefðu barist hver gegn annarri, „mesta framlag til friðar í veröldinni". Árni Johnsen, alþingismaður, kvað kristindóminn hinn eina rétta tón í friðarfræðslu. Krist- indómur væri kenndur í kirkjum, skólum og væntanlega á heimil- um, sem bæru ábyrgð á upp- fræðslu barna og unglinga. í starfi sem kennari og vegna kynna af kennurum get ég fullyrt, sagði Árni, að friðarþátturinn er í önd- vegi slíkrar fræðslu. Hinsvegar á að forðast að vekja ótta barna, eða halda fremur að þeim því illa en fagra í veröldinni; við skulum gefa þeim frið til að lifa bernsku sína, án þess að rugla þau í ríminu. Jón Baldvin Hannibalsson, al- þingismaður, sagði sovétþjóðfé- lagið byggjast á algerri valdaein- okun fámenns „úrvalshóps". Allt vald, efnahagslegt, pólitískt, menningarlegt og siðferðilegt, væri í höndum þessa hóps og beitt af skefja- og hamslausri óbilgirni. Tugir milljóna lægjú í val þessa kerfis og þjóðabrot væru flutt nauðungarflutningum. „Hugsjón- in um alþjóðlegt bræðralag verka- lýðsins hefur snúizt upp í þá öm- urlegu martröð að verða að al- þjóðatugthúsi utan um öreiga heimsins." Ýmsir fleiri létu ljós sitt skína, þó birta þeirra falli ekki á þetta bréf. Hver hefji frið í heimaranni Bréfritara þótti á skorta, er friðarmálin vóru rædd, að gera skarpari skil á milli raunhæfrar friðarkröfu, sem byggir á gagn- kvæmri stöðvun vígbúnaðarkapp- hlaups og gagnkvæmri afvopnun. Einhliða afvopnun Vesturvelda, meðan Sovétblökkin herðir vopna- róðurinn, eyðir ekki ófriðarhættu heldur eykur hana. Sagan frá fjórða áratugnum má ekki endur- taka sig. Vítin eru til að varast þau. Og talandi um frið mætti máske minna „háttvirta alþingismenn" á viðvarandi átök og ófrið á þeirra starfsvettvangi, Alþingi; brýna nauðsyn friðar og samstarfs í vandamálum lítillar þjóðar, sem eru ærin á líðandi stund. Hvernig væri að þingmenn gæfu friðarfor- dæmi í lausn vandamála, sem þeir sitja sjálfir á; vandamála, sem þeir vóru kjörnir til að leysa, ef rétt er munað? Þeir þurfa sann- arlega ekki að fara yfir vanda- málalækinn í hlaðvarpa þings og þjóðar til að sækja vatnið eða við- fangsefnin. Þegar þeir hafa tekið til á eigin vettvangi kann að vera tímabært að fínpússa fjarlægðina. Hefja skal frið í heimaranni! prófi í gítarleik frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík 1983 þar sem hann stundaði jafnframt nám í tónfræðum. Tónsmíðakennarar hans hafa verið þeir Þorkell Sig- urbjörnsson og Atli Heimir Sveinsson. Atli Ingólfsson hefur samið fáein kammerverk sem flutt hafa verið á skólatónleikum, en verkið Negg er lokaverkefni hans í tónsmíðum frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík. Páll P. Pálsson sagði aðspurður um hið nýja verk sitt fyrr í vetur: „Á tyllidögum rekst maður á litla áhugaspilara vítt og breytt um Austurríki, í þorpum og bæjum, blásandi í lúðra og berjandi á trumbur. Líkt og búningarnir sem þessa hópa prýða, á tónlist þeirra sér djúpar rætur í æva- gamalli hefð. Hver sýsla landsins á sér sérstakan búning og tónlist- arstíl. Ekki er það ætlun mín að flytja þessa kúnst upp á ísland en sennilegra er að ég hafi hana bakvið eyrað við samningu þessa verks.““ Tónleikarnir verða sem fyrr segir á þriðjudagskvöld klukkan 20.30. Umsvif Slysavarnadeild- arinnar Ingólfs hafa aukist Slysavarnadeildin Ingólfur l' Reykjavík hélt aðalfund 1. mars sl. Umsvif deildarinnar hafa aukist ár frá ári, einkum þó björgunar- deildarinnar, sem var kölluð út 40 sinnum á árinu. Þar af voru 14 leitir vegna Sandeyjarslyssins á Viðeyjar- sundi, en sjóflokkur björgunarsveit- arinnar var kallaður út 30 sinnum á starfsárinu. Félagar í Slysavarnadeild Ing- ólfs eru á öðru þúsundi, en í björg- unarsveitinni eru 90 manns fyrir utan varamenn og nýliða. Á síð- asta ári fóru þrír sjóflokksmenn til þjálfunar í Skotlandi ásamt björgunarsveitarmönnum frá öðr- um deildum Slysavarnafélags ís- lands undir stjórn Hannesar Haf- stein, formanns SVFÍ. Þrír land- flokksmenn fóru einnig til Skot- lands til þjálfunar í fjall- amennsku og snjóflóðaleit, og hafa þeir síðan farið víða um land á vegum SVFÍ og þjálfað aðrar björgunarsveitir. Hluti af störfum björgunarsveitarmanna er einnig fólgið í viðgerðum og viðhaldi á tækjum og búnaði deildarinnar. Starfsemi björgunarsveitarinn- ar er skipt í fimm aðalflokka, en þeir eru bílaflokkur, flokksstjóri Þorvaldur Þorvaldsson, radíó- Bókmenntadagar í Hásselbyhöll í TILEFNI af norrænu bókmennta- ári efna deildir norrænu félaganna í höfuðborgum Norðurlanda til „bókmenntadaga“, þar sem dag- skrárefnið verður sígildar norrænar bókmenntir, þar á meðal fslend- ingasögur. Bókmenntadagar þessir verða í Hásselbyhöll í Svíþjóð dagana 6.—10. ágúst í sumar. Hefur fé- lagsdeildin í Stokkhólmi tekið að sér að annast skipulag allt og framkvæmd. Geta þátttakendur orðið allt að 10 af íslands hálfu. Þeir félagsmenn Norræna fé- lagsins á íslandi, sem hug hafa á að sækja bókmenntakynningu þessa, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu Nor- ræna félagsins í Norræna húsinu eigi síðar en 15. maí nk. Þá eru þeir félagsmenn Reykja- víkurdeildar Norræna félagsins, sem hug hafa á að sækja höfuð- borgaráðstefnuna í Helsingfors dagana 18.—20. maí nk., beðnir að láta skrifstofuna vita sem fyrst. flokkur, flokksstjóri Ómar Magn- ússon, landflokkur, flokksstjóri Björn Gíslason, sjóflokkur, flokks- stjóri Þórður Kristjánsson og leit- arhundaflokkur, flokksstjóri Skúli Ólafsson. Stjórn björgunarsveitarinnar skipa þrír menn.Formaður er Engelhardt Björnsson, en varafor- menn eru Böðvar Ásgeirsson og Erlingur B. Thoroddsen. Allt starf í íngólfi er sjáfboða- liðastarf og hefur deildin fjár- magnað starf sitt með sölu merkja, jólatrjáa og happdrættis- miða. Á síðasta ári færði Kvenna- deild SVFÍ Ingólfi kr. 160.000 að gjöf til tækjakaupa. Reykjavíkur- borg veitti deildinni kr. 40.000 til starfsins á árinu. Þá færðu for- eldrar drengja, sem sveitin leitaði að, sveitinni talstöð að gjöf. Slysavarnasveitin Ingólfur hef- ur annars vegar húsnæði til um- ráða í Gróubúð á Grandagarði, þar sem bíla- land- og radíó- flokkur eru til húsa, og hins vegar á fyrstu hæð SVFÍ-hússins þar sem sjóflokkurinn hefur aðstöðu. Stjórn Ingólfs og SVFÍ hafa leitað leiða til að vinna bug á húsnæðis- vanda Ingólfs og hefur verið sótt um leyfi til hafnarstjórnar og Reykjavíkurborgar um að fá að byggja við Gróubúð og breyta SVFI-húsinu og fá bryggju fyrir framan það þar sem björgunar- báturinn Gísli J. Johnsen yrði hafður. Nú er báturinn geymdur á fyrstu hæð hússins, en yrði hann fluttur úr húsinu mundi skapast aðstaða fyrir sjóflokkinn sem og aðra starfsemi í húsinu, og má þar sérstaklega nefna tilkynninga- skyldu íslenskra skipa. Á aðalfundinn kom fyrsti for- maður björgunarsveitar Ingólfs, Ársæll Jónasson, kafari, og flutti erindi um stöðugleika skipa. í stjórn deildarinnar voru kjörnir fyrir starfsárið 1984—1985 Örlygur Hálfdanarson, formaður, Brynjólfur Þór Brynjólfsson, varaformaður, Björn Vernharðs- son, gjaldkeri, Gunnar Karl Guðjónsson, ritari, og meðstjórn- endur Stefán Bragi Bjarnason, Páll Fransson, Þorvaldur Þor- valdsson, Skúli Ólafsson og Sig- urður Guðmarsson. Endurskoðendur voru kjörnir Pálmi Arason og Böðvar Ásgeirs- son. í stjórn sjóðs Tómasar Hjalta- sonar var kjörinn Logi Runólfs- son. Sjónarhorn Vilhjálmur G. Vilhjálmsson í Listasafni ASÍ „SJÓNARHORN" er yfirskrift sýn ingar Vilhjálms G. Vilhjálmssonar, formanns félags heyrnarlausra. sem opnuð var í Listasafni ASI við Grensásveg í gær. Á sýningunni eru vatnslitamyndir og myndir sem Vil- hjálmur hefur unnið með pastel- litum. Stendur sýningin fram til 8. apríl. Vilhjálmur er auglýsingateikn- afi að mennt. Hann útskrifaðist frá auglýsingadeild Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1977. Frá því hefur Vilhjálmur unnið sem auglýsingateiknari, auk þess sem hann hefur sótt myndlistar- námskeið hjá Ragnari Kjartans- syni, Hring Jóhannessyni, Hann- esi Flosasyni og í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Steingrímur Hermannsson, forsæt- Björn Þórhallsson, varaforseti ASÍ. - isráðherra. Jön Börkur Ákason, verkstjóri og Ragnhildur Vilhjálmsdóttir, varaform. FEF. skrifstm. og meðstjórnandi FEF. „Hvað var einstæð- um foreldrum boð- ið, tekjuhækkun eða talnaleikur? Almennur fundur FEF á miðvikudag ALMENNUR félagsfundur verður hjá Félagi einstæðra foreldra í Skeljahelli, Skeljanesi 6, miðviku- dagskvöldið 28. marz og hefst hann stundvíslega kl. 21. Yfirskrift fund- arins er „Hvað var einstæðum for- eldrum boðið — tekjuhækkun eða talnalcikur?". Málshefjendur eru Steingrímur Hermannsson, forsætis- ráðherra, Björn Þórhallsson, vara- forseti ASÍ, Jón Börkur Ákason, verkstjóri og varaformaður FEF, og Ragnhildur Vilhjálmsdóttir, skrif- stofumaður og meðstjórnandi í stjórn FEF. Síðan verða frjálsar um- ræður og fyrirspurnir. Eins og alkunna er hafa orðið mjög miklar umræður um hag og stöðu einstæðra foreldra og barna þeirra hina síðustu mánuði alveg sérstaklega. Framfærslukönnun á kostnaði barna, sem Félag ein- stæðra foreldra stóð fyrir á haust- nóttum vakti mikla athygli og síð- an kom til könnun Kjararann- sóknanefndar, sem var gerð að til- stuðlan forsætisráðuneytisins. I niðurstöðum hennar kom greini- lega fram mjög afleit staða ein- stæðra foreldra. I kjarasamning- um nýgerðum var að mati ýmissa gerð umtalsverð leiðrétting, sem skyldi koma einstæðum foreldrum og börnum þeirra til góða. Það hefur einnig komið skýrt fram, að stjórn Félags einstæðra foreldra hefur gagnrýnt þær aðgerðir og talið, að ekki sé rétt að staðið. Stjórn FEF ritaði forsætisráð- herra bréf eftir að könnun Kjara- rannsóknanefndar var birt og síð- an áttu fulltrúar hennar fund með ráðherra. Mikill áhugi hefur komið fram hjá félagsmönnum um að þessi mál verði rædd á félagsfundi og hafa Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, og Björn Þór- hallsson, varaforseti ASÍ, góðfús- lega fallizt á að koma og reifa málin. Tekið skal fram að ófélagsbund- ið fólk svo og aðrir gestir eru vel- komnir. Kaffiveitingar eru á boð- stólum. Menn eru hvattir til að mæta stundvíslega. Fréttatilkynning frá FEF Kvöldmessur á föstu í Dómkirkjunni Á undanrörnum árum hafa Töstu- messur í Dómkirkjunni verið á sunnudögum kl. 14.00. Af ýmsum ástæðum hefur stundum reynst erf- itt að hafa þcssar messur reglubund- ið og hefur svo verið nú á röstunni. Því hefur nú verið ákveðið að hafa föstumessur í Dómkirkjunni næstu þriðjudagskvöld kl. 20.30. Verður þar notað hið gamla föstu- messuform og lesnir kaflar úr píslarsögu frelsarans, flutt stutt hugleiðing, sungin Litanía sr. Bjarna Þorsteinssonar og Passíu- sálmar, sem er að finna í sálma- bókinni. Föstumessuna nk. þriðju- dagskvöld mun sr. Hjalti Guð- mundsson annast og sr. Þórir Stephensen messuna viku seinna. Ýmsir hafa saknað þessara kyrrlátu kvöldstunda á föstunni, og '’onast forráðamenn Dómkirkj- unnar eftir því, að safnaðarfólk taki vel þessari breytingu á föstu- messum og fjölntenni til kirkju og eigi þar hljóða kvöldstund í minn- ingu pínu og dauða frelsarans. (I'rá IKimkirkjiinni.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.