Morgunblaðið - 25.03.1984, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1984
. . . Vinni Liverpool leíkinn í dag
og þar með mjólkurbikarinn
þriðja árið hefur verið ákveðið
að félagið vinni bikarinn til
eignar. Liverpool hefur reyndar
unnið þessa keppni fjögur síö-
astliðin ár — liöiö vann deild-
arbikarinn fyrir fjórum árum, og
mjólkurbikarinn þrjú síöustu
árin eftir aö nafni keppninnar
var breytt. . .
. . . Ef liöin skilja jöfn á Wembl-
ey í dag og annar leikur þarf að
fara fram verður hann á miö-
vikudaginn á Maine Road, velli
Manchester City í Manchest-
er...
. . Leikmenn Everton fylgdust
með leik Coventry og Totten-
ham í 1. deildinni í gær á leið
sinni við London . . .
,. Joe Fagan og Howard
Kendall, framkvæmdastjórar
liðanna, verða í dag fyrstu
framkvæmdastjórar í sögu
keppninnar sem fá verölauna-
peninga — gull og silfur. Þeir
munu einnig ganga upp hin
frægu 39 þrep á Wembley og
taka á móti gripunum þar.
Framkvæmdastjórar úrslitalið-
anna hafa aldrei gert það áöur
— utan einu sinni — Bob Paisl-
ey tók við mjólkurbikarnum í
fyrra, í síöasta sinn er Liverpool
lék á Wembley undir hans
stjórn . ..
. Drottningarmóöirin breska
mun afhenda mjólkurbikarinn á
Wembley í dag ...
. Aðeins er tæpur kílómetri
milli Anfield Road og Goddison
Park, leikvanga úrslitaliöanna i
Liverpool — en á milli þeirra er
Stanley Park, lítið útivistar-
svæöi. Liöin og stuðningsmenn
þeirra þurfa aö feröast rúmar
200 mílur til London vegna
leiksins í dag ...
. Kevin Sheedy og Ronnie
Whelan bjuggu hjá sömu kon-
unni, frú Edwards, fyrst eftir aö
þeir komu til Liverpool-liðsins.
Þeir voru vanir að fara saman í
sumarfrí til Mallorca — en í dag
veröa þeir andstæðingar á vell-
inum. Sheedy fór til Everton
eftir 4 ára dvöl hjá Liverpool og
aðeins 3 leiki meö aöalliðinu.
• * . V w *• ,
► “ fV 1 W j ,?»
• Leikmenn Liverpool fagna aigri í mjólkurbikarnum i fyrra (t.v.) — endurtaka þeir það í dag, eða tekat leikmönnum að hampa bikarnum?
Everton hefur ekki unniö mót síöan 1970 er þeir uröu Englandsmeistarar. Myndin t.h. ar af leikmönnum liðsins þaö ér aö fagna meistaratitlinum.
Howard Kendall, núverandi stjóri liösins, er lengst til vinstri á myndinni.
Vinnur Liverpool mjólkurbikarinn fjórða árið í röð?:
..Einstakur dagur fyrir
fólkið á Merseyside“
ÞAÐ YRDI AÐ BERA í bakkafullan aö ætla sér aö kynna leikmenn
Liverpool og Everton fyrir íslenskum knattspyrnuéhugamönnum. Hinir
blé- og rauðklæddu leikmenn risanna fré hafnarborginni frægu við
Mersey-éna eru vel þekktir hér é landi — enda tíöir gestir é íslenskum
heimilum é sjónvarpsskjénum. Ekki er langt síðan íslendingar éttu
þess kost aö fylgjast meö deildarleik liöanna í beinni útsendingu fré
Goodison Park, en þeim leik lauk með jafntefli.
Liðin tvö frá Liverpool hafa aldr-
ei áður mæst i úrslitaleik á
Wembley-leikvanginum i London
þannig aö þetta er stór dagur fyrir
aðdáendur þeirra. Varla hefur ver-
iö rætt um annað en bikarúrslita-
leikinn í borginni undanfariö — og
búist er við aö stemmningin á vell-
inum í dag veröi engu öðru lík. Ev-
erton hefur staöiö í skugganum af
Liverpool í mörg ár, en aö undan-
förnu hefur hiö fyrrnefnda leikið
með afbrigöum vel, og meistararn-
ir aftur á móti veriö í öldudal. f
vikunni náö Liverpool aö vísu frá-
bærum árangri í Evrópukeppninni
með því aö sigra Benfica 4:1 á úti-
velli þannig að liðið er líklega á
uppleið aftur. Ekki er því gott aö
spá um úrslit leiksins í dag, ekki
frekar en í öörum bikarúrslitaleikj-
um.
Liverpool hefur unnið fjölda bik-
ara á undanförnum árum — en
ekki undir stjórn Joe Fagan, sem
tók viö framkvæmdastjórastöö-
unni i sumar af Bob Paisley. Fagan
hefur veriö tíöur gestur á Wembley
meö Liverpool sem einn af aöstoö-
armönnum Paisley — en sumir
spekingar hafa viljaö halda því
fram aö þaö setti pressu á leik-
THE
PFA
JzK
n
u
• Kenny Dalglish, knattspyrnumaöur érsins í fyrra og lan Rush, bosti ungi leikmaöurinn, sjást hér eftir
aö hafa tekið við verðlaunum í hófi félags atvinnuknattspyrnumanna é Englandi síöasliðiö vor, ésamt
fyrrum framkvæmdastjóra Liverpool, Bob Paisley, sem var sérstaklega heiöraóur. Rush er nú talinn
líklegastur til að hljóta titilinn „Knattspyrnumaöur érsins“ í ér.
menn Liverpool aö sigra i fyrsta
„alvöruleiknum“ á Wembley undir
stjórn Fagan
Howard Kendall, framkvæmda-
stjóri Everton, telur þó aö Liv-
erpool-liöið sé sigurstranglegra.
„Við mætum þeim á þeirra heima-
velli,“ sagöi hann í gríni á dögunum
— og átti þá viö aö Wembley væri
nánast annar heimavöllur Liver-
pool, svo oft heföi liðiö leikiö þar á
undanförnum árum. „Þaö hefði
veriö sanngjarnt aö láta úrslitaleik-
inn fara fram á hlutlausum velli!“
sagöi Kendall.
Fyrir sex mánuöum munaöi
minnstu aö Kendall yrði rekinn frá
Everton vegna lélegs gengi liösins.
i dag er Kendall hetja Everton-
áhangenda — hann hefur stýrt lið-
inu til Wembley, og svo gæti fariö
aö liöiö léki þar einnig til úrslita í
FA-bikarnum í maí, en liöiö er
komiö í undanúrslit í þeirri keppni.
„Allir fylgjandi Everton hafa beðiö
lengi eftir þessu augnabliki. Viö
förum ekki á Wembley í skemmti-
ferö — viö förum til aö sigra,“
sagöi Kendall. Mjólkurbikarkeppn-
in er ekki talin eins merkileg og
FA-bikarkeppnin — en í ár er
þessu ööru vísi fariö aö mati Kend-
all. „Þessi leikur brýtur blað í sög-
unni. Þúsundir manna munu flykkj-
ast frá Liverpool til London — og
ég er viss um aö stemmningin á
Wembley veröur meiri og betri en
nokkru sinni fyrr.“
Joe Fagan, framkvæmdastjóri
Liverpool, sagöi: „Þaö veröur sér-
stakt bæöi fyrir mig og Howard aö
ganga út á völlinn fyrir leikinn.
Þetta veröur einstakur og frábær
dagur fyrir allt fólk á Merseyside."
Ekki er vitaö hvernig liðin verða
skipuö í dag. Liverpool keypti í vik-
unni skoska landsliösmanninn
John Wark frá Ipswich, en hann
má ekki leika í dag, þar sem hann
haföi leikið meö Ipswich í mjólk-
urbikarnum fyrr í vetur. Allt bendir
til þess aö Liverpool-liöiö veröi
óbreytt frá Evrópuleiknum í Portú-
gal á miövikudaginn: Bruce
Grobbelar veröur í markinu, bak-
veröir Phil Neal (no 2) og Alan
Kennedy (no 3), miöveröir Mark
Lawrenson (no 4) og Alan Hansen
(no 6), miðvallarleikmenn Graeme
IAN Rush, markakóngurinn
mikli hjá Liverpool, hefur skor-
aö 35 mörk fyrir liö sitt í vetur.
Hann veröur einn þeirra leik-
manna sem veröa meö í úrslita-
leiknum á Wembley i dag, sem
veröa eftir i London eftir leik-
inn. Árlegt hóf félags enskra at-
vinnuknattspyrnumanna veröur
á Ritz-hótelinu í London í kvöld,
en lan Rush er talinn langlíkleg-
astur til aö veröa kjörinn
knattspyrnumaður ársins af
leikmönnum ensku liöanna . . .
„Fílamaðurinn snýr aftur"
„Fílamaóurinn snýr aftur“
sagói eitt ensku blaöanna í vik-
unni í umfjöllum sinni um leikinn
í dag.
„Fílamaöurinn“ í þessu tilviki er
skoski landsliösmaöurinn Kenny
Dalglish, en hann meiddist sem
kunnugt er mjög illa í leik gegn
Manchester United skömmu eftir
áramót. Hann er nýlega farinn aö
leika aftur eftir meiöslin.
Dalglish kinnbeinsbrotnaöi f
leiknum — bóignaöi strax mikið í
andliti og varö nær óþekkjanlegur.
Eitt ensku blaöanna sagöi frá því í
vikunni aö samherji Dalglish hjá
Liverool — ekki var tekiö fram
hvaöa leikmaöur þaö var — heföi
fariö á sjúkrahús aö heimsækja
Kenny, en honum heföi oröiö mikið
um er hann sá framan í félaga sinn
í rúminu. Leiöa þurfti gestinn fram
og inn í annað herbergi — þar var
honum gefinn tebolli til hressingar
og síöan var hann lagður á eitt
sjúkrarúmanna meöan hann var
aö jafna sig!
Souness (no 11), Sammy Lee (no
8), Craig Johnston (no 10) og
Ronnie Whelan (no 5) og í fremstu
víglínu leikur Kenny Dalglish (no 7)
og lan Rush (no 9). Steve Nichol
veröur aö öllum likindum vara-
maöur.
Neville Southall veröur í mark-
inu hjá Everton, bakveröir Gary
Stevens (no 2) og John Bailey (no
3), miðverðir Derek Mountfield (no
5) og Kevin Ratcliffe (no 4), miö-
vallarleikmenn Peter Reid (no 6),
Kevin Sheedy (no 11), Adrian
Heath (no 8) og Kevin Richardson
(no 7) og í framlínunni Andy Gray
(no 10) og Graeme Sharp (no 9).
• Howard Kendall í leik með
Everton é érum éóur.
. . . FA-bikarkeppnin hefur ætíö
veriö talin sú vinsælasta á
Englandi en nú sækir Mjólkur-
bikarinn á hvaö vinsældir
snertir. Aögangseyrir á alla leiki
FA-bikarkeppninnar á síðasta
keppnistímabili var 5.300.000
pund en 4.700.000 á Mjólkur-
bikarkeppnina. Áhugi liöa á
keppninni jókst einnig til muna
fyrir fáeinum árum er sigur í
henni fór aö tryggja liöum sæti
í Evrópukeppninni — UEFA-
keppninni. Áöur var ekki litiö á
deildarbikarkeppnina (eins og
hún hét þá) sem „alvöru-
keppni“...
. . . lan Rush markaskorari hjá
Liverpool var Everton-áhang-
andi er hann var yngri...
... Howard Kendall, fram-
kvæmdastjóri Everton, varö
yngsti leikmaöur til aö spila í
úrslitaleik FA-bikarsins á
Wembley áriö 1963 er hann lék
meö Preston gegn West Ham.
Hann var þá 17 ára og 345
daga gamall. Paul Allen hjá
West Ham sló metiö svo áriö
1980 er liö hans vann Arsenal
1—0. Allen var þá 17 ára og
245 daga gamall...