Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1984 39 vinna við „Miðjarðarför" á sínum tíma. Þar fékk hugarflugið að leika lausum hala. Það er einmitt hægt að segja svo margt með hin- um einföldustu meðulum. Sem dæmi gegndi gömul steypuhræri- vél mörgum hlutverkum í „Mið- jarðarför". Hún var til dæmis bar, þvottavél, hárþurrka og fleira. Þá dettur mér í hug það sem Kundera ekki vænt um leiklistina. Hlutverk gagnrýnandans er ekki að rífa og tæta niður, heldur að byggja upp. Og frumskilyrði er að gagnrýn- andinn hafi jákvætt hugarfar til að bera og hlýju í garð leiklistar- innar. Umfjöllun og umræða er leiklistinni nauðsyn. En ranglátir og jafnvel yfirlætislegir dómar, þar sem úir og grúir af staðleysum og vanþekkingin skin í gegn, eru verri en engir." Þú segir að hlutverk gagnrýn- andans sé að byggja upp. En hvert er hlutverk þitt sem leikari? „Jah, hlutverk mitt sem leikari ... ? Hmm ... Mér þætti vænt um ef mér tækist með mínu starfi sem leikari að fá fólk til að tjá tilfinn- ingar sínar, — fá það til að opna sig eins og sagt er. I gleði og í sorg. í leikhúsinu er það manneskjan sem alltaf er númer eitt og verður. Þar er hún og hennar umhverfi brotin til mergjar, — sálarlífið allt rannsakað. Og kannski kynn- Leiklistarskólanum: Mig langar til að verða leikari, sem er jafnvígur á klassískt leiksvið og að leika á götu úti eða útí garði á meðal fólks. Leiklistin byggist ekki upp á texta eingöngu. Tilfinningar manna og heilu sögurnar er hægt að tjá með líkamanum. Ballett. Látbragðsleikur. Abstrakt form leiklistar hrífur mig. Að leita að nýjum formum. Kannski er þar komin þráin eftir hinu óþekkta." Við erum farin að tygja okkur til heimferðar. Spyrjum á þrösk- uldinum hvað sé á döfinni hjá Helga? „Nú það eru sýningar hjá Al- þýðuleikhúsinu á Hótel Loftleið- um. Að öllum líkindum munum við í „Grafík" troða upp í Tjarn- arbæ þann 31. mars á vegum Stúd- entaleikhússins með einhvers kon- ar uppákomu. Með vorinu byrjar svo fyrir alvöru vinnan við plötu- upptöku. En hvað næsta leikár varðar er Hljómsveitin Grafík í Safari. Úr Atómstöðinni. Úr Prestsfólkinu lætur Jakob segja til áhorfenda í „Jakob og meistarinn": „Þetta fólk! Það er hægt að telja því trú um hvað sem er.“ Helgi er þagnaður. Og næsta spurning lætur örlítið á sér standa, enda ekki ýkja frumleg: Hvað segir leikarinn um gagnrýni og gagnrýnendur? „Það er heilmikil „kúnst" að vera krítikker. En mér finnst mönnum hætta til að sjá ekki það, sem vel er gert, og stór orð eru notuð. Ég hef það stundum á til- finningunni, að verið sé að skapa sér nafn með stórum orðum og neikvæðum, — og það er eins og þeim, sem stunda þá aðferð, þyki umst við hvort öðru og okkur sjálfum hvergi jafn náið og í spegli leiksviðsins. Þegar við lítum í kring um okkur þá er svo áberandi hve fólk er heft og þvingað og svo ótrúlega hrætt við að finna til og hrífast. Það er eins og svo margir séu að bíða eftir því að einhver segi þeim hvernig eigi að finnast. Þetta er hræðilegt! Svo óhugnanlega ein- ktnnandi fyrir nútímafólk. Það er svo fast í einhvers konar „kúdó- glerískum" samskiptum, og þorir tæpast að opna gluggann sinn." Við erum hugsi — en drögum djúpt andann og spyrjum: Líst þér illa á framtíðina? „Nei, alls ekki. Þvert á móti. Ég er bjartsýnn. Bjartsýnn i dag, svartsýnn á morgun. Þannig er líf- ið. Hvað mig sjálfan varðar þá langar mig til að rifja upp yfirlýs- ingu, sem ég gaf á fyrsta ári í allt í óvissu. Einhvern veginn lifir maður með þessari óvissu og sætt- ir sig við hana. Ég gríp í húsamál- un í sumar ef vel viðrar.“ Við vonum svo sannarlega að vel viðri. Ekki aðeins til málunar húsa heldur ekki síður á leiksvið- inu. Dyrnar lokast vingjarnlega á milli okkar. Helgi innandyra og við útifyrir. Stefnan er tekin niðurá Hlemm og ennþá er ögn af rokki í skrokknum og göngulagið í samræmi við það. Á meðan beðið er eftir strætó suða Rollíngarnir Ijúft í höfðinu: „You Better Move On“. Kannski verða það þeir í „Grafík“ sem tek- ið hafa við hlutverki Rollínganna þegar líða tekur á sumarið og nýja platan komin út: „ ... Hvað átt þú þá að gera? Segðu mér hvað átt þú þá að gera?“ Litli liósálfurinn hefur sannað ágæti sitt á íslandi. Litli Ijósálfurinn gefur þér góöa birtu við bóklestur án þess að trufla aðra, frábær i öll ferðalög og sumarbústað- inn. Kjörm gjöf. Litli Ijósálfurlnn er léttur og handhægur, getur jafnt notað rafhlöður og 220 volta rafstraum. Honum fylgir aukapera, hylki fyrir rafhlöður og straumbreytir. Einnig fást geymslutöskur. ____ Litll IJósálfurinn fæst I næstu bóka- og gjafavöruverslun og í Borgartúm 22. HILDA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.