Morgunblaðið - 25.03.1984, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 25.03.1984, Qupperneq 48
SUNNUDAGUR 25. MARZ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Peninga vantar til útflutningsbóta: Útflutningur dilka- kjöts verður skorinn niður um 800 tonn ÍITLIT ER FYRIR aö á yfirstandandi verölajjsári veröi ekki hægt að flytja út allt það kindakjöt sem þó eru markaðir fyrir vegna þess aö útfiutningsbætur duga ekki fyrir nema hluta þess kjöts sem þörf er á að flytja út á árinu. I*ó að ríkissjóður greiði allar þær útflutningsbætur sem bændur telja sig eiga rétt á samkvæmt Framleiðsluráðslögunum auk eftirstöðva frá fyrra ári, alls rúmar 500 milljónir króna, þarf að skera útflutning dilkakjötsins niður um 800 tonn frá því sem æskilegt er talið, en þess ber að geta í þessu sambandi að á fjárlögum ársins eru aðeins 280 milljónir ætlaðar til útflutningsbóta þannig að útflutning- inn gæti þurft að skera enn meira niður. Þetta kom fram á síðasta fundi Framleiðsluráðs landbúnaðarins og sagði Gunnar Guðbjartsson, fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðsins, í samtali við blm. að samþykkt hefði verið að óska eftir því við ríkis- stjórnina að fá fullar útflutnings- bætur greiddar á verðlagsárinu sem miðast við 1. sept. Ríkisstjórnin hefði fjallað um þetta mál en ákvörðun hefði ekki verið tekin. Sagði Gunnar að mjög erfitt væri að fara að skera útflutninginn meira niður og velta kindakjötsbirgðunum þannig á undan sér, en ekki væri annað að gera ef útflutningsbætur fengjust ekki því ekki væri fært, miðað við núverandi aðstæður, fyrir bændur að taka verðskerðinguna á sig. Sagði hann að verðskerðing, sem bændur þyrftu að taka á sig ef flutt yrðu út 800 tonn umfram útflutn- ingsbótarétt, yrði svo dæmi væri tekið um 100 milljónir. (Jtflutningsþörf verðlagsársins, Reykjavík: 21 tekinn grun- adur um ölv- un viö akstur LÖGREGLAN í Reykjavík tók 21 ökumann í fyrrinótt grunaðan um ölvun vió akstur. Er þetta mun meira en venja er til, og þó mun lögreglan ekki hafa haft neinn sérstakan viðbúnað til að athuga ástand ökumanna. Erilsamt var hjá lögreglunni, en þó munu engin slys hafa orðið vegna ölvunarakst- urs. þ.e. fram að næstu sláturtíð, miðað við að þá verði eðlilegar birgðir, 1000—1100 tonn, er áætluð 4350 tonn af dilkjakjöti og 400 tonn af ærkjöti. begar er búið að flytja út allt ær- kjötið og búið að samþykkja útflutn- ing um 3000 tonna af dilkakjöti. Það verð sem fengist hefur fyrir kjötið hefur að sögn Gunnars verið á bilinu 30—45% af óniðurgreiddu heildsölu- verði. Aðspurður um útflutnings- leyfi til Selness hf. sem gert hefur samning við bandarískan aðila um stórsölu á dilkakjöti sagði Gunnar að fyrirtækið hefði sótt um útflutn- ingsleyfi en erindið hefði ekki verið afgreitt þar sem mikil óvissa væri með útflutningsbæturnar. Ekki væri útlit fyrir því að úr þessari sölu gæti orðið miðað við núverandi aðstæður. Sagöi Gunnar að það verð sem Sel- nes skilaði fyrir kjötið væri innan við 30% af óniðurgreiddu heildsölu- verði og væri það með því lægsta sem fengist hefði. Á sama Framleiðsluráðsfundi var að sögn Gunnars einnig rætt mikið um hugsanlegar skerðingar á niður- greiðslum. Sagði Gunnar að sam- þykkt hefði verið að mótmæla harð- lega niðurskurði niðurgreiðslna við núverandi aðstæður þar sem skerð- ing þeirra myndi enn auka á þann vanda sem við er að etja við sölu dilkakjöts. Tvö hús flutt af Laugaveginum Fyrirhugað er að flytja tvö hús við Laugaveg og staðsetja þau syðst á Framnesveginum. Þetta eru húsin nr. 61 og 63 við Laugaveginn. Fyrra húsið og það minna átti að flytja klukkan fimm í nótt, en ekki var endanlega ákveðið hvenær hitt húsið yrði flutt. Ljósmyndari Morgunblaðsins, Kristján Örn Einarsson, tók þessa mynd af húsinu sem flytja átti í nótt. Hvolsvöllur: Sovézka sendiráðið með verð- launagetraun í grunnskólanum í SÍÐUSTU viku gekkst sovézka sendiráðið á íslandi og MÍR fyrir kynningu á Sovétríkjunum í Gagn- fræðaskólanum á Hvolsvelli og í framhaldi þess, getraun um Sovét- rfkin með ferðaverðlaun þangað i vinning. Sovézk-íslenzka vinafélag- ið mun kosta ferðina. Skóla- stjórinn leitaði álits fræðslustjóra Suðurlands á því hvort rétt væri að hann tæki þessu boði Sovétmanna og taldi fræðslustjórinn það ekki í verkahring sínum að skera úr um það, en taldi þó ekkert því til fyrir- stöðu að boðinu yrði tekið. Ragn- híldur Helgadóttir, menntamálaráð- herra, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að þetta væru sér nýjar fréttir, en hún myndi kannað málið nánar. Guðjón Árnason, skólastjóri, Verðlaunin ferð fyrir 1 til 2 til Sovétríkjanna sagði í samtali við Morgunblaðið, að rétt væri að umrædd kynning hefði farið fram í skólanum í síð- ustu viku. Kynningin væri í fram- haldi sýningar Sovétmanna í Héraðsbókasafninu, sem væri í tengslum við skólann. f gegn um það hefði verið boðið upp á get- raun um Sovétríkin í skólanum, sem væri ósköp einföld að hans mati. f framhaldi þess yrðu svo veitt verðlaun, átta daga ferð fyrir einn eða tvo til Sovétrrkj- anna auk fylgdarmanns. Alls hefðu vegna þessa komið 7 menn austur. bæði frá sendiráðinu, MlR og tveir listamenn sovézkir. Hann teldi að þarna hefði ekki verið um pólitískan áróður að ræða, en hefði til öryggis leitað álits fræðslustjórans, sem hefði ekkert talið því til fyrirstöðu að þiggja þetta boð. Jón R. Hjálmarsson, fræðslu- stjóri Suðurlands, sagði í samtali við Mbl. að hann hefði ekkert með það að gera, að skera úr um hvort boðum sem þessu skyldi tekið eða ekki. Þetta væri framtak sem ekki félli undir embætti hans. Skólastjórinn hefði leitað álits síns og hefði hann sagt honum að gera það, sem honum sýndist. Þetta félli ekki undir skólastarf- ið. Sér þætti ólíklegt að þarna hefði verið um pólitískan áróður að ræða. Eftir upplýsingum skólastjórans hefði þarna aðeins verið um almennar upplýsingar að ræða og getraun í tengslum við landafræðikennsluna. Hann hefði ennfremur sagt skólastjóranum, að kæmi sambærilegt boð frá öðru landi, gilti auðvitað það sama um það. Menntamálaráðherra, Ragn- hildur Helgadóttir, sagði í sam- tali við Mbl. að þetta væru nýjar fréttir fyrir sig og á þessu stigi gæti hún því ekki tjáð sig um málið. Hún myndi hins vegar láta kanna það nánar. * Ungar mæður sóla sig og börn sín í góða veðrinu í gær. Morgunblaöiö/ KÖE. Vogar: Kettir ónáða fólk Vogum, 23. mar«. AÐ UNDANFÖRNU hefur þess orðið vart í óvenju mörgum tilfell- ura að kettir hafi valdið fólki ónæði í Vogum. Jafnvel hefur svo langt gengið að kettir hafa truflað svefnfrið fólks og valdið verulegu ónæði við matborð. Það virðist mikið um að kettir séu á ferðinni heimilislausir, eða séu a.m.k. mikið að heiman. Oft eru á ferðinni hópar, sem safnast saman þar sem einhvers matar er von og valda ýmsu ónæði. Um nætur er svo mikið kattamjálm að mörgum verður erfitt með svefn. Ef gluggar eru opnir eiga kettirnir það til að stökkva inn og éta mat ef einhver er á borðum, meira að segja kom nýlega köttur inn um glugga á kjallaraíbúð. í eldhúsinu sat húsbóndinn að há- degisverði, sem var fiskur. Gerði kötturinn sig heimakominn og át af bestu lyst af diski húsbóndans. Þá hefur Mbl. borist fréttir af því að fimm kettir gangi lausir í Hvassahrauni, en þar er enginn sem hefur fasta búsetu. Hafast kettirnir þar að matarlitlir og er margra km vegalengd í manna- bústaði. f Hvassahrauni er ein- hver búseta að sumri í sumarhús- um sem þar eru. Ástandið óeðlilegt „Það er m.a. í okkar verkahring að sjá um að kisum fjölgi ekki. Þeim getur fjölgað mjög ört sé ekkert að gert og safnast sam- an í leit að æti,“ sagði Jóhann Sveinsson, heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja, í samtali við Morg- unblaðið. „Okkar fyrstu viðbrögð eru að leita uppi eigendur og benda þeim á að það sé óeðlilegt ástand, þeg- ar á heimili eru margir kettir. Okkur hefur t.d. verið bent á um tuttugu ketti frá sama heimili, sem er ekki eðlilegt. Síðan höfum við ýmsar aðferðir við að ná til dýranna í samvinnu við fólk, en það er ekki hægt öðruvísi," sagði Jóhann. Aðspurður sagði Jóhann Sveinsson ástandið ekki verra í einu byggðarlagi en öðru, heldur gæti vandinn oft færst til milli ára, þar sem kannski meiri áhersla hefði verið í einu byggð- arlagi sem þá bitnaði á öðru. E.G.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.