Morgunblaðið - 25.03.1984, Side 22

Morgunblaðið - 25.03.1984, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1984 ► ► ► ión Stefánsson, hljómsveitarstjóri sýningarinnar, „hitar upp“. hans Nóa ríki sannkölluð barna- og unglingahátíð. „Þetta er mikið mál fyrir börnin og þau eru mjög áhugasöm — það mættu 200 í áheyrn fyrir ein- söngshlutverkin tólf,“ sagði María og bætti því við, að tónmenntar- kennarar væru mjög ánægðir með þetta framtak Islensku óperunnar, því börn í tónlistarnámi fá alla jafna ekki mörg tækifæri til þess að koma fram. Önd og lundi í sjómanni Það var ys og þys uppi á lofti, þegar okkur bar þar að, enda vart við öðru að búast þar sem öll dýrin í örkinni voru saman komin, stutt í sýningu og Jón Stefánsson að hita hópinn upp. Tveir tólf ára strákar, Arnar og Guðmundur, sögðust vera afar ánægðir með 8««§§s§5ls5£ Bömin syiKja um syndaflóðið Skroppið um borð í Örkina hans Nóa með ungu tónlistarfólki Það verður ekki sagt að börnin séu afskipt hjá íslensku óperunni. Óperan um örkina hans Nóa, Nóaflóðið eftir Benja- min Britten, er önnur barnaóper- an, sem tekin er til sýningar hjá þeim í Gamla bíói á aðeins tveim- ur árum. Sú fyrri, Búum til óperu, eða Litli sótarinn, var reyndar líka eftir Britten enda hafði hann sérstakt dálæti á barnaröddum og kunni að nota þær á skemmtilegan hátt. Þegar Benjamin Britten samdi barnasöngleikinn Nóaflóðið, þá notaði hann nánast óbreyttan texta ensks undraleiks frá miðöld- um, Noye’s Fludde, sem varðveist hafði í handritum frá 16. öld. Að því er segir í fróðlegri leikskrá og öllum dýrunum sýningarinnar, hafði ekki verið samin tónlist við verkið áður og ekki mun það upphaflega hafa verið flutt af börnum. Með örfáum undantekningum, hafði það raun- ar ekki verið leikið síðan um alda- mótin 1600, þar til Britten tók það upp á arma sína og gerði úr því barnaóperu, árið 1957. Óperan var fyrst sýnd á Aldeburgh hátíðinni í Oxford árið eftir, en hefur síðan farið víða um heiminn og nú er hún komin hingað, í íslenskri þýð- ingu Jóns Hjörleifs Jónssonar. Leikstjóri Nóaflóðsins er Sigríður Þorvaldsdóttir, leikkona, Jón Stef- ánsson stjórnar hljómsveitinni, leikmyndina gerði Gunnar Bjarnason og búningana Hulda Kristín Magnúsdóttir. „Vorum með 300 börn þegar mest var“ Það er ekki í lítið ráðist að setja upp Nóaflóðið, því um 140 manns taka þátt í sýningunni sjálfri, auk allra hinna, sem verða að koma við sögu áður en hægt er að draga tjaldið frá og hefja skemmtunina. „Við vorum með 300 börn hérna þegar mest var um að vera á æf- ingum," sagði María Sigurðardótt- ir, rekstrarstjóri íslensku óper- unnar, sem leiddi blm. um rangala Gamla bíós fyrir og eftir sýningu og reyndar líka meðan á henni stóð. Rangalar eru réttnefni fyrir þann hluta húsakynna Óperunnar sem að starfsfólkinu snýr og eig- inlega með ólíkindum, að hægt skuli vera að halda þar uppi jafn viðamiklum sýningum og gert hef- ur verið. í barnahljómsveit óper- unnar eru 63 ungir tónlistarmenn, auk níu fullorðinna. Kórinn telur 56 söngvara, verðuga fulltrúa hinna ýmsu dýrategunda, ein- söngvararnir eru tólf, en með hlutverk Nóa og konu hans fara þau Halldór Vilhelmsson og Hrönn Hafliðadóttir. Það þarf víst ekki að taka það fram, að Nói og frú eru fullorðin, en annars verður ekki annað sagt en að í örkinni . Vlt sæ(- Andrúmsloftið í búningsherberg- inu er með besta móti — þrátt fyrir þrengslin. eitt Þaö má vart á milli sjá hvort er stærra, hún Ólöf Sigursveinsdóttir, 9 ára, eða scllóið henn- ar. Ólöf sagðist hafa farið að spila á selló þegar hún var fimm ára. En þá kom pabbi hennar heim með slíkt. „Ég fór að fikta við að spila á það og fannst það svo gaman, þó að það væri gam- alt og bara tveir strengir á því, að ég bað um að fá aö læra á það,“ sagði Ólöf og bætti því við, að uppáhaldsdýrin sín í örkinni væru gíraffarnir „af því að þeir eru svo langir og skrýtnir“ og mýslurn- ar, „af því að þær eru • m

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.