Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1984 HUGVEKJA eftir séra Guðmund óskar Ólafsson „En ef ég rek út íllu andana með fingri Guðs, þá er guðsríki komið yfir yður." Sjá Lk. 11:14-26. Það er stundum spurt í gamni eða alvöru í vissum til- vikum: Hver er eiginlega hús- bóndinn á heimilinu? Er það konan með ábúðarmiklu fasi og röggsemi, sem heldur öllum í heljargreip, eins og skop- myndirnar sýna gjarnan, eða er það eiginmaðurinn sem er svolinn á heimilinu, eða kannski börnin, sem hafa kom- ist upp á lag með að kúga for- eldrana? Allar þessar myndir fyrirfinnast býsna víða og kannski er það heldur sjald- gæfara en vera mætti að heim- ilisfriður stafi frá jafnræði og samvinnu. En þó er það nú stundum svo, að manni dettur í hug, að hvorki eiginmenn eða eiginkonur né börn séu ráð- andi aðilar heimilanna heldur blátt áfram tíðarandinn og það sem honum heyrir. Það skolar mörgu inn, sem ærir og særir og veldur óbætanlegum árekstrum og ófriði. Það er ekki óalgengt að sá andi ríki á heimili, sem þó flestir vildu án vera, sem þar búa, en fá ekki við ráðið. Eitthvað virðist hafa tekið völdin, sem enginn kann ráð til að vinna á, eitthvað sem reynist sterkara en góður ásetningur og uppbygging öll. Það þekkja margir og aðrir af afspurn togstreituna um pen- inga, vinnu, kaup á þessu eða hinu, svo ekki sé talað um sog- andi fíknina í hverskyns eit- urlindir og meðfylgjandi af- kæmi éru reiðin, illyrðin og ónotin, sem grafa undan öllu trausti og umhyggju og for- djarfa að lokum allt og alla sem í nánd eru. Það er harla sorglegt að verða vitni að því hvernig heimili hrynja í rúst, eins og varnarlaus fyrir því sem brýt- ur niður og sundrar og af- skræmir tilfinningar og tengsli sem til var stofnað í bjartri trú og elskusemi. Já, tíðarandinn og rotin lífssjón- armið eiga greiðan aðgang að sálarlífinu til þess að villa um og tæta í sundur. Og þrátt fyrir síhækkandi tölu hjóna- skilnaða og sundrunar heimila þá undrar mann margoft, hversu fólk er oft á tíðum seiglunni merkt og heldur saman þrátt fyrir sífellt sund- urlyndi og ennþá frekar undr- ar mann, hvernig börn virðast ná þroska sem eiga sér að bakgrunni æsku við endalaus andleg meiðsli sökum árekstra, rifrildis og hremm- inga heima fyrir. Er ofmælt að það sé nokkurs um vert, að eiga sér innri vörn í barmi, þegar tíðarandinn sallar hroðanum að hvers manns dyrum? Er of mikið að segja að þá velti mjög á, hvaða lífssýn eigi sér sterkast vígi innra með manneskju þegar við krossgötur er staðið sem og reyndar endranær? Það er trú- lega kátlegt í mörgu eyra að heyra talað um illa anda, eins og guðspjall þessa dags gerir, sem seilast til áhrifa í sál og sinni. Þó er það kannski ekki jafn óhæft í hugum þeirra, sem hafa i veikleikanum og jafnvel eins og andstætt vilja sínum orðið samferða gæfu- leysinu á einhvern veg eða framið einhver óhæfuverk. Ætli margur slíkur sjái sig ekki eftir á, eins og hafa verið haldinn og gengið undir stjórn máttar gönguna niður á við? Skyldi það ekki vera víðar en austur í Galíleu til forna að skjálfandi og riðandi vesal- ingar hafa stillst og hljóðnað þegar nafn hins hvíta Krists hefur verið yfir þeim nefnt? Auðvitað finnst ýmsum að það hvorki gagni eða hæfi að ljós Hans fái rekið svört illyrmin úr hugum, það er að ýmissa áliti ekki í takt við okkar mikla viskuheim. Það fær þó í engu breytt því, sem fjöldinn hefur reynt um ár og daga, að þar sem ríkir heilbrigt trú- artraust og sú ábyrgð, sem því á að fylgja, að slíkt megnar mjög að úthýsa skúminu, hvort heldur það kemur fram í því að riðandi líkami hættir að skjálfa, forhertur munnur læt- ur af að ata út í kringum sig eða hönd hættir að slá. Það býr annar og nýr andi á því heimili, þar sem Kristur hefur fengið ráðið því sem viðhaft er og stjórnun á viðbrögðum fólks við misjöfnum áreitum daganna. í guðspjalli dagsins segir: „Sumir sögðu." í þessu tilviki merkti það: Við skuium ekki heyra þetta sem Hann segir og að engu virða það sem Hann gerir. Rógtungan með álíka ummæli er ennþá á ferð- inni með ámóta sannar viðvar- anir enn þann dag í dag. Sumir segja ennþá: Enginn illur andi, enginn Guð heldur, sem hefur nokkuð að segja. Hið illa er bara vanþekking og í annan stað eymd þeirra sem falla fyrir slíku. En þeir sem þannig mæla gleyma því að eðli manneskju lýtur ætíð sömu lögmálum, hvað sem allri þekkingu líður og það er ekk- ert sem bendir til að hún hafi annað hjarta og öðruvísi en áður gerðist, sem varðveiti hana gegn því sem vanskapar líf og lífsháttu, heldur fremur hitt eins og alltaf hefur reynst vera, að mestu skiptir hvaða kraftar verka á lund og líf og hvað hún á sér til trúar og stefnu í ferðinni. Guðspjallið segir að Jesús reki út það sem illt er. Það er ekki nýlunda að kristinni hyggju, heldur staðreynd, prófuð í tímans rás. Þar sem Hann og boðskapur Hans fær rými og ráð í mannlegu brjósti, þar er rökkrið á flótta. Auðvitað þýðir þetta ekki, að hver sá, sem ber sér nafn Hans í munn verði algóður eða hvít- þveginn, of mörg dæmin vitna um hið gagnstæða, en hitt er engu að síður staðreynd að fái Hann að móta mál og verk og viðhorf þá munu ekki ávext- irnir leyna sér, sem bera Hon- um vitni, því að ávextir anda Hans eru svo sem heilög bók segir: „Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og bind- indi.“ „Það er einkennilegt að vera manneskja í herteknum bæ,“ var eitt sinn sagt. Við erum ætíð í vissum skilningi í slíku umhverfi, erum ævinlega her- tekin af illu eða góðu, einstakl- ingar, heimili og þjóð, hertek- in, fönguð af því, sem sterkast reynist og lokið er upp fyrir. Og ef við ætlum að vænta þess að tíðarandi og helgestir fái ekki að brjóta niður einstakl- inga og heimili viðnámslaust, þá ættum við að gera upp við okkur hvort mark sé á því tak- andi að Guð varðveiti, hvort við séum í fylgd sigurvegara, í nánd við Jesúm Krist og hvort Hann hafi tök á að bægja burtu ásókn úr myrkranna sveit. Sé sú afstaða tekin að játast undir vald Hans, þá er „guðsríki komið yfir yður“, svo notuð séu orð guðspjallsins. Eitt sínn þegar tónskáldið Hyden var staddur í vinahópi, þá kom fram spurning hvað menn gerðu, þegar myrkið dytti á hið innra, þegar leiði og hrelling og áttlaus veröld færðu vonleysi í barm. Svörin urðu býsna mörg: Sumir töldu vínlögg besta ráðið, aðrir gönguferð, lestur eða tónlist. En tónskáldið sagðist eiga sér heimilisaltari, sem hann gengi að, sér til lífsfriðar og styrk- leika. Og færðu þá þrótt á nýj- an leik? Nei, ekki minn, sagði Hyden, heldur er það kraftur Guðs, sem þá fyílir hjarta mitt og rekur á brott skugga og angur. Já, hvar er okkar vé og í senn uppspretta til blessunar? Hver er húsbóndinn yfir lífi og ferð, sá sem skapar andann sem ríkir með einstaklingi og á heimili? Snorri Hjartarson spyr: „Hvar er þitt friðarat- hvarf, gróðurhlé/ þíns innsta draums og hjartans vörn? Ég á ekki betra svar fyrir mig en það sem segir í hús- ganginum forna: „Hafðu til Drottins heita lyst — hvern dag sála mín. — Af því hjart- ans angrið flýr — oss alla gleðja má.“ ÐSTOÐ VERÐBRÉFA- IDSKIPTANNA Sparifjareigandi! Hefur þú íhugaö sparnaðarkostina sem eru á markaðinum í dag? Raunívöxtun m/v mismunandi verðbólguforsendur: Ávöxtun Nafn- vextir Verð- trygg- ing Veröbólga 12% 15% 20% Verötr. veöskuldabr. 4.00 Já 9,87 9,87 9,87 Eldri spariskírt. Mism. Já 5,30 5,30 5,30 Happdr.skuldabr. 0,00 Já 5,50 5,50 5,50 Ný spariskirt. 5,08 Já 5,08 5,08 5,08 Gengistr. sparisk. 9,00 7 7 7 7 Ríkisvixlar 25,72 Nei 12,25 9,32 4,77 Alm. sparisj.reikn. 15,00 Nei 2,68 0 -4,17 Sparisj.reikn. 3 mán. 17,70 Nei 5,09 2,35 -1,92 Sparisj.reikn. 12 mán. 19,90 Nei 7,05 4,26 -0,08 Vegna aukinnar eftirspurnar óskum viö eftir eftirtöldum verðbréfum á söluskrá: □ Eldri spariskírteini ríkissjóös □ Happdrættisskuldabréf ríkissjóös □ Ríkisvíxlar □ Óverötryggð veðskuldabréf, 18—20% □ Óverðtryggð veðskuldabréf, hæstu leyfil. vextir □ Verðtryggð veðskuldabréf, 2—5 ár EIGENDUR SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓOS ATHUGIÐ! Innlausnardagur flokka 1977-1 og 1978-1 er 25. marz. Þessir flokkar bera 3,7% vexti umfram verðtryggingu á ári. Nú eru á boðstólum spariskírteini sem bera 5,3% vexti umfram verötryggingu á ári fram að hagstæðasta innlausnardegi. Kynnið ykkur ávöxtunarkjörin á markaönum í dag. Starfsfólk Verðbréfamarkaðar Fjárfestingarfélags- ins er ávallt reiðubúið að aðstoða við val á hag- kvæmustu fjárfestingu eftir óskum og þörfum hvers og eins. SÖLUGENGI VERÐBRÉFA f 26. mars 1984 Spariskírteini og happdrættislán ríkissjóðs Ár-flokkur Sölugengi pr. kr. 100 Ávöxtun- arkrafa Dagafjöldi til innl.d. 1970-2 17.415,64 Innlv. í Seölab. 5.02.84 1971-1 15.393,80 5,30% 1 ár 169 d. 1972-1 13.903,00 5,30% 1 ár 299 d. 1972-2 11.451,19 5,30% 2 ár 169 d. 1973-1 8.707,51 5,30% 3 ár 169 d. 1973-2 8 281,30 5,30% 3 ár 299 d. 1974-1 5.467,95 5,30% 4 ár 169 d. 1975-1 4.002,39 Innlv. í Seölab. 10.01.84 1975-2 3.021,25 Innlv. i Seölab. 25.01.84 1976-1 2.877,97 Innlv. í Seðlab. 10.03.84 1976-2 2.273,74 Innlv. í Seölab. 25.01.84 1977-1 2.122,16 Innlv. í Seölab. 25.03.84 1977-2 1.773,41 5,30% 164 d. 1978-1 1.438,89 Innlv. i Seölab 25.03.84 1978-2 1.132,95 5,30% 164 d. 1979-1 951,45 Innlv. i Seölab. 25.02.84 1979-2 737,00 5,30% 169 d. 1980-1 609,72 5,30% 1 ár 19 d. 1980-2 471,83 5,30% 1 ár 209 d. 1981-1 403,82 5,30% 1 ár 299 d. 1981-2 298,78 5,30% 2 ár 199 d. 1982-1 281,23 5,30% 335 d. 1982-2 208,37 5,30% 1 ár 185 d. 1983-1 160,64 5,30% 1 ár 335 d. 1983-2 103.42 5,30% 2 ár 215 d. 1974-D 5,319,50 Innlv. i S sðlab. 20.03 84 1974-E 3.662,45 5,50% 245 d. 1974-F 3.662,45 5,50% 245 d 1975-G 2.385,36 5,50% 1 ár 245 d. 1976-H 2.222,10 5,50% 2 ár 4 d. 1976-1 1.722,68 5,50% 2 ár 244 d. 1977-J 1.564,42 5,50% 5 d 1981-1. fl. 321,23 5,50% 2 ar 35 d. Veðskuldabréf — verðtryggð Sölugengi m.v. 2 afb. á ári Nafnvextir (HLV) Avöxtun umtram verötr. 1 ár 95,69 ♦ ?W. 8,75% 2 ár 92,30 2'7% 8,88% 3 ár 91,66 3V,% 9,00% 4 ár 89,36 3%% 9,12% 5 ár 88,22 4% 9,25% 6 ár 86,17 4% 9,37% 7 ár 84,15 4% 9,50% 8 ár 82,18 4% 9,62% 9 ár 80,24 4% 9,75% 10 ár 78,37 4% 9,87% 11 ár 76,51 4% 10,00% 12 ár 74,75 4% 10,12% 13 ár 73,00 4% 10,25% 14 ár 71,33 4% 10,37% 15 ár 69,72 4% 10,49% 16 ár 68,12 4% 10,62% 17 ár 66,61 4% 10.74% 18 ár 65,12 4% 10,87% 19 ár 63,71 4% 10,99% !20 ár 62,31 4% 11,12% Veðskuldabréf óverðtryggð >ölug.m/v afb. á óri 14% 16% 18% 20% (Hlv> .21% 1 ár 87 88 90 91 92 2 ár 74 76 78 80 61 3 ár 63 65 67 69 70 4 ár 55 57 59 62 63 5 ár 49 51 54 :56 57 Hlutabréf Hlutabréf Eimskips hf. óskast í umboössölu. Daglegur gengisútreikningur Vcróbréfamarkaður Fjárfcstingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lönaöarbankahúsinu Simi 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.