Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1984 43 Guðmundur V. Sigurðs- son — Kveðjuorð Fæddur 30. desember 1912 Dáinn 3. mars 1984 Sjá tíminn hann er fugl, sem flýgur hratt. Hann flýgur máske á burt frá þér í kveld. Þessar Ijóðlínur komu mér í hug á laugardaginn, þegar ég frétti lát góðs og ógleymanlegs vinar og samstarfsmanns um skeið. Þessi fregn kom að vísu ekki svo mjög á óvart. Guðmundur Sigurðsson hefur háð hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm síðustu misseri. Einlægt verður mér minnissöm stund, sem ég átti við rúm hans á sjúkrahúsi Akraness síðastliðið sumar. Hann þáði þá blóðgjöf til hressingar líkamanum, því upp- skurður var ákveðinn. Sú aðgerð bar þann árangur, að hann komst heim og var við sæmilega líðan nokkra mánuði. Guðmundur var þá mjög hress andlega og glaður að sjá mig. Einlægni hans, hlýja og elskusemi var söm við sig, þetta var honum allt svo eðlilegt. Við ræddum drjúga stund um gamla góða daga og hugðarmál okkar beggja. Hann talaði líka hispurs- laust og án allrar sjálfsvorkunn- semi um sjúkleik sinn. Hann vissi glöggt að hverju dró „en það er sjálfsagt að reyna að bæta stund- irnar meðan þær vara", sagði hann um væntanlega aðgerð. Ég átti mér eina ósk þegar ég gekk niður stigann, þá að ég tæki hin- um dökka sendiboða með slíkri reisn og jafnaðargeði þegar hann vitjaði mín. Eftir að hann hresst- ist heimsótti hann okkur og við hjónin áttum með honum góða kveldstund. Þær stundir verða ekki fleiri, en gott er að eiga minn- ingar um hreinskiftinn og traust- an mann. Guðmundur Valgeir Sigurðsson var Álfthreppingur að uppeldi, fæddur á Smiðjuhólsveggjum, býli í Smiðjuhólslandi, sem nú er löngu komið í eyði. Þar bjuggu foreldrar hans, Sigurður Otúelsson og kona hans Erlendína, við mikla fátækt og síðar í Sigguseli í landi Áifta- ness. Þessara býla sér nú ekki lengur stað að öðru en því, að á sumrum sést þar, ef vel er að gáð, grænka nokkur, sem sker sig úr umhverfinu. Fyrrum voru mörg slík býli í landi hinna stærri jarða á Mýrum og björguðust við gras- nyt mjög litla og nokkurt sjávar- gagn eftir því sem menn náðu að afla. Voru stundum lítil föng til bús á hjáleigum þessum, en oft marga að metta. Við þau fæddist þó margur upp, sem staðið hefur sig hið besta í lífsbaráttunni. Mýrarnar eru mjög fagrar hið efra með fjöllum. Með sjónum eru töfrar landins annars háttar. Miðbik byggðarinnar er allvíða blautar mýrar með klapparásum, gjarnan kjarrivöxnum. Slíkt land má telja nokkuð tilbreytingarlítið, þó er útsýn af háum ásum í björtu veðri stórkostleg. Sjóndeildar- hringurinn nær frá Snæfellsjökli til Reykjanesskaga og ber sum- staðar svo við, að Faxaflói sýnist sund eitt milli Snæfellsjökuls og Garðskaga. Sú sýn síðdegis í góðu skyggni á fögrum sumardegi hlýt- ur að vera áhrifarík þeim, sem hennar nýtur opnum augum. Við þetta umhverfi ólst Guðmundur upp að ógleymdum þeim anda aldamótaáranna, er svo hafa verið nefnd, sem einkenndist af bjart- sýni, ættjarðarást og þeim glaða félagsanda, sem leitaði ekki fyrst og síðast síns eigin, heldur vann af fórnfýsi að því, er var hagur heild- arinnar. Eftir að fjölskyldan fluttist að Leirulækjarseli og bræður þrír uxu upp bættist nokkuð hagurinn. Þeir bræður Sólmundur, Guð- mundur og Gunnar þóttu skipa vel sitt rúm og voru menn dugmiklir, félagslyndir, glaðir og góðviljaðir. Býr Gunnar, sá yngsti, enn í Leirulækjarseli. Guðmundur átti lítt menntunar kost í æsku sinni og saknaöi þess. Hann var þó maður þeirrar gerð- ar, að hann óx með viðfangsefnum sínum og hlaut um leið heilsteypt- Jónatan Brynjúlfs- son - Minningarorð Fæddur 11. mars 1954 Dáinn 17. mars 1984 Þau hörmulegu tíðindi bárust okkur á laugardagsmorguninn 17. mars sl., að mágur og svili okkar, Jónatan Brynjúlfsson, hefði látist af völdum umferðarslyss. Fyrstu viðbrögð við slíkum fregnum eru ólýsanleg. Upp í hugann koma síð- an ýmsar efasemdir um tilgang lífsins og tilverunnar. Hvers vegna er ungur maður, þrítugur að aldri, hrifinn á brott svo skyndi- lega? Við spurningum sem þessari fást eðlilega engin svör. Hvern gat grunað 11. mars sl., að við sæjum hann ekki oftar í lifanda lífi. Þann dag varð hann þrítugur og bauð vinum og vanda- mönnum á heimili sitt til að gleðj- ast yfir þeim áfanga sem þá var náð. Enginn veit ævina fyrr en öll er. Jónatan Brynjúlfsson fæddist í Vestmannaeyjum þann 11. mars 1954. Hann var sonur hjónanna Brynjúlfs Jónatanssonar og Lilju Þorleifsdóttur. Hann var fjórði í röðinni af sjö systkinum. Hann ólst upp í Vestmannaeyjum og lærði þar rafvirkjun hjá föður sín- Sterkurog hagkvæmur auglýsingamiöill! um og starfaði við þá iðn til dauðadags. Jónatan var tvígiftur, fyrri konu sína missti hann frá tveimur ungum börnum þeirra, en svo er fyrir að þakka, að hann átti góða að, og foreldrar hans, systir og mágur gengu börnum hans í for- eldrastað. Nú hafa þau einnig misst föður sinn. Hvílíkt áfall svo ungum börnum. Á gamlársdag síðstliðinn gekk hann svo að eiga systur mína og mágkonu, Heiðu Th. Kristjáns- dóttur, og höfðu þau því aðeins verið gift á þriðja mánuð er sorgin dundi yfir. Jónatan og Heiða höfðu nýverið flutt í Hafnarfjörð og komið sér upp hlýlegu heimili þar sem gleðin og bjartsýnin réðu ríkjum. Áður höfðu þau búið hjá föðursystur Jónatans, Sigrúnu Jónatansdóttur, sem reynst hafði honum sem önnur móðir. Kynni okkar við Jónatan urðu ekki löng. Við minnumst hans fyrir þær sakir hversu góður drengur hann var, hjálpsamur, glaðlyndur og fórnfús. Einlægni var honum í blóð borin og hann var einn af þeim mönnum sem gott var að umgangast. Hann var tilfinninganæmur og sannur vinur vina sinna. Hann var mjög bók- hneigður og las hvaða fróðleik sem hann komst yfir, og þá sérstaklega í sambandi við eðlisfræði og tækni ýmiss konar. Hann var mikill áhugamaður um ljósmyndun og hafði komið sér upp góðum búnaði í því sambandi. Mjög náið sam- ari og hagnýtari sjálfsmenntun en honum sjálfum var ljóst, að ég held. Einn vetur var hann þó við nám í íþróttaskólanum í Hauka- dal og minntist þeirrar dvalar ætíð með þakklæti. Eftir að Guðmundur fór að heiman stundaði hann hverja þá vinnu sem bauðst, m.a. vegavinnu og sjósókn. Hann var á vertið á Suðurnesjum og í Grindavík kynntist hann ungri og dugmikilli stúlku, Ingvarínu Einarsdóttur, sem varð lífsförunautur hans. Þau settust að hér i Borgarnesi. Guð- mundur gerðist bifreiðastjóri hjá Kaupfélagi Borgarfjarðar og varð það hans ævistarf. Þau hjónin byggðu sér lítið hús á góðum stað í kauptúninu við Þórólfsgötu. Síð- ar var það stækkað, þegar efni voru til. Þar bjuggu þau heimili þar sem öllum þótti gott að koma og dvelja. Þar ríkti gestrisni og glatt viðmót. Tvö börn misstu þau Inga og Guðmundur, en þrjú lifa: Erla er elst, gift dönskum manni og búsett í Danmörku. Þangað fór Guðmundur í fríum sínum meðan hann gat því við komið. Tvö eru gift og búsett hér í Borgarnesi, Þorgeir og Eydís, og eru öll systk- inin hugþekkt og drengilegt fólk svo sem þau eiga kyn til. Andi heimilisins var slíkur, að naumast get ég hugsað mér, að nokkur ungmenni hafi að heiman farið með bjartari æskuminningar að veganesti. Inga og Guðmundur voru um allt samhent og ekki síst það, að búa börn sín sem best að heiman og styðja þau svo sem auð- ið var. Mikill harmur var kveðinn að heimilinu á Þórólfsgötu 8 þegar Inga varð bráðkvödd í nóvember 1972. Hafði brúðkaup yngri dótt- urinnar staðið með rausn tveim dögum áður. Var þar sem oftar stutt milli gleði og sorgar. Hjóna- bandið var fágætlega ástríkt og tregaði Guðmundur konu sína ákaflega, svo tilfinningaríkur maður. Ekki löngu síðar varð maður Eydísar fyrir alvarlegu band var milli Jónatans og Heiðu, þau voru samrýnd, skilningsrík hvort við annað og báru virðingu fyrir skoðunum hvors annars. Þau voru hvort öðru mikils virði sem einstaklingar og mjög góðir vinir. Það er erfitt að sætta sig við að fá Jónatan ekki oftar i heimsókn, geta ekki franiar tekið í spil, sleg- ið á létta strengi og notið þeirrar hlýju sem einkenndi hann. Elsku Heiða og Sigrún, börn, foreldrar, systkini og aðrir að- standendur, við vottum ykkur öll- um okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur á þessari erfiðu stundu. Æ, vertu sæll. Þú sefur vel og rótt. Hér sit ég einn og minningunni fagna, og ég skal brosa og bjóða góða nótt, uns brosin dvína og mínar kveðjur þagna. Stephan G. Stephansson. Þóra og Ragnar slysi og var faðir hennar þá hjálp- legur með öllu móti. Raunar var eins og sorg hans sjálfs missti þar við sárasta broddinn. Snemma , fékk Guðmundur áhuga á þjóðmálum, skipaði sér i raðir alþýðubandalagsmanna og var þar ætið trúr liðsmaður og áhugasamur. Sat hann í hrepps- nefnd fyrir þann flokk á seinni hluta sjöunda áratugarins. Á þeim árum voru aðrir hreppsnefndar- menn flestir skrifstofumenn og stilltu svo til að halda fundi um leið og þeir komu af skrifstofunni. Vinnu bilstjórans var svo háttað, að hann var þá sjaldnast kominn heim úr ferð. Mæltist hann til þess, að fundartíma væri hagað þann veg að honum hentaði betur. Sú tillaga fékk ekki undirtektir og sárnaði Guðmundi það að vonum, ekki aðeins sjálfs sín vegna heldur miklu framar vegna alþýðu Borg- arness, sem hann taldi sig með réttu fulltrúa fyrir. Þá var hann um stund formaður í Bílstjórafélagi Borgarness, sem síðar var sameinað Verkalýðsfé- laginu. í framhaldi af því varð hann formaður Verkalýðsfélags- ins. Því starfi gegndi hann 1960—1973 og lagði grunn að styrkri stöðu þess. Guðmundur var virtur og ást- sæll formaður. Þegar hann tók við félaginu var aleiga þess skáp- garmur með sundurleitum plögg- um í. Enginn samastaður nema heimili formanns, enginn sími. í fyrstu var saumakassanum deilt með konunni til geymslu á nauð- synlegum plöggum. En félagið óx fljótlega í höndum hins nýja formanns. í fyrstu var lögð áhersla á að fá fólk til starfa í forystu félagsins úr röðum ólíkra stjórnmálaflokka. Þetta varð til þess að meiri eining skapaðist inn- an félagsstarfsins en áður hafði verið og var því góð byrjun. Þegar Guðmundur lét af formennsku hafi verið komið upp sæmilegu sjóðakerfi og fest kaup á húsi í félagi við önnur félagasamtök og því tryggt gott aðsetur. Fljótlega eftir að Guðmundur tók við stjórn félagsins voru hér tekin upp á þess vegum hátíðahöld 1. maí. Hann fékk þá í Borgarnes góða sóngvara eða aðra listamenn svo að þessar samkomur voru með hinum mesta menningarbrag. Guðmundur kom því á, að árs- hátið Verkalýðsfélagsins var hald- in árlega og þótti góður mann- fagnaður. Þá ber enn að nefna, að i hans formannstíð komst sá siður á að efna i 1. viku júlí ár hvert til ferðalags Verkalýðsfélagsins. Ferðalögin voru ætið styrkt af ferðasjóði félagsins. Var þar með unnt að stilla kostnaði í hóf. Hefur í ferðunum rikt hinn besti félags- andi enda eiga margir frá þeim góðar minningar. Mest er um vert, að með þessum ferðum hafa marg- ir komist, sem ella hefðu ekki haft tækifæri til slíkrar skemmtunar. Þá voru oft farnar hinar ágætustu leikhúsferðir. Allt var þetta til að auka kynn- ingu og samhug félagsmanna og var félaginu til sóma. Líka það, að um árabil var logð ár hvert nokkur upphæð frá félag- inu til nokkurs þarfs málefnis hér á staðnum. Aðalviðfangsefni félagsins voru þó að sjálfsögðu kjaramálin, sem fylgdi oft tímafrekt sýsl og á stundum þreytandi þjark. Að sjálfsögðu lögðu ýmsir lið við þessa sýslan alla, með því líka, að formanninum var lagið að laða fólk til starfa. Mest hvíldi þó á hans herðum. Geta þeir, sem eitthvað hafa sinnt félagsmálum í tómstundum, skilið, hve tímafrekt var að halda uppi slíku starfi, enda fann Guðmundur oft til þess, að suma mánuði urðu stundirnar helst til fáar með fjölskyldunni. Þegar ég nú lít til baka til þess- ara missera verður mér kannske tvennt minnissamast. Það nota- lega andrúmsloft, sem alltaf skap- aðist á trúnaðarráðsfundum þar sem Guðmundur Sigurðsson sat í fundarstjórasæti. í öðru lagi, hve einlæga samúð hann hafði með þeim, sem minnst máttu sín og áhuga á að koma þar til liðs, sem þörfin var brýnust. Hann kenndi samstarfsfólki sínu þessa lexíu: „Jæja piltar, okkar verk er einmitt að rétta hlut þeirra, sem óhægast eiga með það sjálfir." Á þessum árum var for- mannsstarfið ólaunað. Þegar Guð- mundur varð sextugur þótti við hæfi, að verkalýðsfélagar færðu honum gjöf og varð vandaður hvíldarstóll fyrir valinu. Sá háttur var á hafður, að nokkrir gengu milli félaga með smábók, sem gef- endur rituðu nöfn sín í, alls 170 manns. Minnissamt er mér, hve gefendum var ljúft að láta af mörkum og hver hlýhugur til af- mælisbarnsins fylgdi með. Sá hlý- hugur og þakklæti er sá fjársjóð- ur, sem mölur og ryð fá ekki grandað og nú hið besta farnesti. Ykkur, sem nú horfið á eftir ástríkum föður og afa, vottum við Þiðrik samúð okkar og biðjum ykkur allrar blessunar. Ég kveð vin minn og þakka hon- um allt, sem hann kenndi mér. Ingibjörg Magnúsdóttir Kveðjuorð: Ingólfur Steinar Kristinsson Fa-ddur 28. janúar 1963. Dáinn 31. október 1983. Kallið er komið komin er nú stundin; vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur héi' hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem) Nú á þessari skilnaðarstund viljum við þakka allar þær góðu samverustundir, sem við áttum á liðnum árum. Minnings Ingólfs lifir björt í hjörtum vina hans um ókomin ár. Við biðjurn Guð að styrkja Ingu vinkonu okkar, for- eldra hins látna og aðra aðstand- endur í sorg þeirra. Drottinn blessi minningu Ingólfs Steinars Kristinssonar. Teitur og María

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.