Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1984
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö.
Sátta- og friðarviðræðum
hinna stríðandi afla í
Líbanon lauk án árangurs í
Lausanne í Sviss á miðviku-
dag. Enn er barist á götum
Beirút og hinar ýmsu trú-
arfylkingar eru gráar fyrir
járnum hver í sínum hluta
þessa litla en fagra lands.
Trúardeilur, ættametnaður,
íhlutun erlendra ríkja og
venjulegt valdabrölt koma í
veg fyrir að Líbanir geti bú-
ið í friði. „Fallin hús má
endurbyggja og rétta við
hrunið efnahagskerfi, en ég
óttast að þau sár sem átökin
í Líbanon hafa sært sálir
landsmanna grói seint, ef
nokkurn tíma. Hjálpar-
stofnanir megna ekki, frek-
ar en aðrir, að bæta þá
svörtu framtíðarsýn sem
blasir við íbúum Líbanon,
þar þarf að koma til eitt-
hvað miklu stærra og mátt-
ugra. Margir eru hættir að
líta á ástandið pólitískum
augum, friður er það sem
allir þrá og mönnum er orð-
ið nokkuð sama um hvaðan
og hver kemur honum á,“
sagði Michel Abs, yfirmaður
neyðarhjálpar samkirkju-
ráðs Mið-Austurlanda í Líb-
anon, í Morgunblaðsviðtali á
þriðjudag, en hann sat hér á
landi árlegan fund kirkju-
legra hjálparstofnana.
Þetta er ömurleg lýsing á
dugmikilli þjóð sem átt hef-
ur í innbyrðis átökum og'
stríði við innrásarlið í 9 ár.
Michel Abs sagði: „Frá því
við hófum hjálparstarf í
Líbanon 1976 hefur ástandið
aldrei verið svona óskaplegt
og ef ég á að vera hreinskil-
inn þá eygi ég enga von fyrir
mitt land, sérstaklega ekki
þær kynslóðir sem nú eru að
alast upp. f Líbanon eigum
við börn og ungmenni sem
þekkja ekki annað en vopn-
uð átök. Mörg eru munað-
arlaus og vita ekki hvað
eðlilegt fjölskyldulíf er. Beri
framtíðin frið í skauti sér
veit ég ekki hvort þessi
kynslóð getur aðlagast þeim
aðstæðum."
Hér og nú verður ekki allt
það rifjað upp sem yfir Líb-
ani hefur dunið undanfarin
ár. í raun eru þær hörmung-
ar með ólíkindum. Þar hefur
það jafnframt gerst að frið-
arsveitir Sameinuðu þjóð-
anna á landamærum Líban-
ons og ísraels hafa reynst
gagnslausar af því að þeim
var bannað að verja friðinn
með því hervaldi sem dugar
til að halda hinum stríðandi
fylkingum í skefjum.
Gæsluliðið frá Bandaríkjun-
um, Bretlandi, Frakklandi
og Ítalíu sem sent var á
vettvang til að stilla til frið-
ar eftir að PLO-menn, her-
sveitir Palestínumanna,
voru reknar úr landinu,
reyndist gagnslaust. Líban-
on hefur verið vettvangur
uppreisnar gegn Yassir
Arafat, foringja PLO. Og
þannig mætti áfram telja.
Nú eru Sýrlendingar hinn
erlendi aðili sem reynir að
skikka Líbani til að sættast
innbyrðis, þeir sendu herlið
inn í landið fyrir 9 árum til
að stilla til friðar í borgara-
stríðinu. ísraelsmenn ráða
yfir stærri hluta Líbanons
nú en þá, hins vegar eru þeir
ekki með opinber afskipti af
stjórn landsins og áttu ekki
fulltrúa á sáttafundinum í
Lausanne. Á þeim fundi rif-
ust kristnir menn við drúsa
og múhameðstrúarmenn.
Innan þessara fylkinga deila
ættarhöfðingjar og trúar-
leiðtogar. Utanríkisráð-
herra Sýrlands mistókst
sáttastarfið.
Gibran Kahlil Gibran
skáld og spámaður frá Líb-
anon sem uppi var á fyrri
hluta þessarar aldar er
kunnasti rithöfundur á
arabíska tungu. Þessi
kristni maróníti sagði um
ættland sitt:
„Líbanon ykkar eru
skákreitir milli trúarlegra
leiðtoga og herforingja, en
mitt er helgidómur. Þangað
fer ég í anda mínum þegar
ég þreytist á því að verða
vottur að yfirborðsmennsku
vaxandi menningar.
Ykkar Líbanon eru tveir
menn þar sem annar borgar
skattinn og hinn tekur á
móti honum.
Mitt Líbanon er ein per-
sóna sem hallar höfði að
armi og er fjarri öllu nema
Guði og sólarljósinu.
Ykkar Líbanon eru sendi-
nefndir og nefndir, en mitt
Líbanon er samvera kring-
um arin á nóttum sem er
hulin fegurð stormsins og
hreinleik mjallarinnar.
En Líbanon ykkar eru
sértrúarflokkar og pólitískir
flokkar, mitt Líbanon er
æskufólk sem klifrar upp
um kletta, hleypur meðfram
lækjunum og er í boltaleik á
bersvæði.
Ykkar Líbanon er tal,
fyrirlestrar, kappræður,
mitt Líbanon er söngur
svartþrastarins, snerting
bjarkar- og eikigreina hver
við aðra og bergmál flaut-
unnar frá hellinum þar sem
hirðirinn leitar skjóls.
Líbanon ykkar er stund-
um aðskilið frá Sýrlandi, og
öðrum tímum tengt því og á
milli háð eða óháð.
Mitt Líbanon bindur sig
hvorki né leysir, það er
hvorki ofar öðrum eða undir
aðra gefið."
Hvert er okkar Líbanon
nú? Beirút, þessi glæsta
heimsborg, er sundurskotin
og hafnarborgirnar Tyrus.
Sídon og Trípólí einnig. I
fjöllunum eru herbúðir, fall-
byssur og skriðdrekar. Hið
alþjóðlega stjórnmálakerfi
getur hvorki leyst vandann
með pólitískum né hernað-
arlegum aðferðum, friðar-
hreyfingarnar eru auðvitað
með hugann við annað en
þetta stríð og forstöðumenn
kirkjulegra hjálparstofnana
geta aðeins vonað að „eitt-
hvað miklu máttugra og
stærra" komi til bjargar.
Okkar Líbanon er áminning
um það hve dýrmætt er að
slíta ekki í sundur lögin og
að sjá til þess að spenna
milli þjóðfélagshópa veiki
ekki landstjórnina og kveiki
ófriðarbál sem ofþeldisölf
orna sér við í miskunnar-
lausri valdabaráttu.
Vonleysi í Líbanon
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1984
25
í liðinni viku var jafndægur á
vori. Dagurinn jafnlangur nótt-
unni. Merki um að við íslend-
ingar séum skriðnir úr vetrar-
híðinu, þótt á því fáist ekkert
garantí að suðrið sæla sé farið
að anda vindum þýðum, svo
maður hrúgi nógu mörgum til-
vitnunum í eina setningu að
sumraskálda sið. Þótt hreta sé
enn von, breytir bjartur dagur
miklu, ekki síst þegar hvít jörð
endurkastar birtunni og magnar
hana. í snjó og vorbirtu er ein-
mitt árstíminn til iðkana, sem
Sveinbjörn Beinteinsson lýsir
svo að þjóðlegum hætti:
Skíða menn í hraðferð hjá,
hríðar fenniköfum.
Skíðum renna röskir á,
Ríða tvennum stöfum.
Páskar hafa löngum verið til
þess vel nýttir. Núna eru þeir
ekki fyrr en seint í apríl. Svo
seint að ferðaskrifstofur hafa
gripið til hins ágæta ráðs þeirra
Jónasar og Jóns Múla Árnasona
í Deleríum búbonis að flytja til
jólin til hagræðingar. Fara
páskaferðirnar mánuði fyrr til
að missa ekki skíðasnjóinn í ölp-
unum í sólbráðina. Við sem
norðar búum á hnettinum eigum
okkar snjó ónýttan fram eftir
vori. Okkar páskamat óétinn.
Getum enn átt von á hretum.
Jafnvel lent í villum. Ekki langt
síðan skíðakona ein lenti á
stuttri leið í villum í Bláfjöllum.
Átti alla mína samúð. Enginn
maður veit í raun fyrr en í hefur
komist á fjöllum á íslandi hve
skyndilega getur skollið á og hve
gjörsamlega allt lokast. Allt í
einu er eins og að hafa dottið
ofan í mjólkurfötu, slóðin út-
þurrkast á augabragði af skaf-
renningnum og allt verður hvítt
fyrir augum af ofanmuggunni.
Undirrituð, sem hefur löngum
treyst nokkuð á áttaskyn sitt,
jafnvel akandi í ókunnum borg-
um, missti undir þessari sömu
hlíð sjálfstraustið hvað þetta
snerti við að rekja sig eftir veif-
unum við göngubrautina við
svipaðar aðstæður, þegar þurfti
að sleppa einni merkisstöng áður
en maður sá næstu. Var allt í
einu snúin við í öfuga átt eftir
sömu braut án þess að vita af
því.
Ekki löngu áður en konunnar
var leitað, höfðu göngumenn
kvartað yfir því að á sunnudegi
væri ekki troðin lengri göngu-
braut en 2,5 km. Við eftir-
grennslan kom í ljós að þann dag
hafði verið niðaþoka fram um
hádegi og illa sést út úr augum.
Þorsteinn Hjaltason, staðar-
ráðsmaður Bláfjalla, kvaðst ein-
faldlega ekki af vondri reynslu
troða lengri göngubraut í þeim
umhleypingum sem verið hafa
fyrr en betur birti í marsmán-
uði. Enda hafði ekki þurft að
leita að manni í vetur fyrr en
þetta. En þar sem upplýsta
brautin er einmitt þessir 2,5 km,
þá hefur fólkið þó rafstrenginn
fyrir ofan sig til að rekja sig eft-
ir, þegar hríð skellur á. Vitan-
lega skynsamlegt þegar veður
eru sem í vetur. Þeir sam ganga
vilja lengra, geta þá farið fleiri
hringi. Nú eftir sólstöður er
ratljóst lengur og heiðin opnast
skíðafólkinu.
Fyrrnefnd kona sem týndist
var vel klædd og hegðaði sér
skynsamlega. Hafði gefið upp
tíma þegar hún yrði komin til
baka og reisti skíði sín í kross er
hún stansaði. Hefði hún þó
stansað heldur fyrr, nú eða
seinna, þá hefði hún ekki verið
stödd í lægð og átt að sjá til
Bláfjalla eða austur af á Suður-
landsundirlendið þegar upp
stytti eftir hálfan annan tíma.
En hvernig átti hún að vita það í
iðandi hvítri muggunni. Ekki eru
upplýsingar um hvernig galli
hennar var á litinn. Ég veit þó af
reynslu á jökli hve miklu betur
maður sést tilsýndar í hvítunni
sé maður í rauðu en til dæmis
bláu. Þó ekki sé nema með rauða
húfu. Tala nú ekki um ef maður
er í þessum andstyggilegu gul-
rauðu göllum, sem skynsamleg-
ast er og björgunarmenn nota.
Læt mig hafa það að klæðast
slíkum regngalla, því oftast er
maður í óveðrum í honum. Aldr-
ei tek ég þó með áttavitann, sem
góður maður hengdi eitt sinn um
háls mér með loforði um að þar
yrði hann á gönguferðum á fjöll-
um. Og ekki hefi ég svo mikið
sem keypt eina af þessum penna-
byssum, sem liggja ættu í vasa
ferðafatnaðar og nýtast til að
gera vart við sig. Hvað þá stung-
ið í vasa flautu, sem gagnleg yrði
til að láta í sér heyra ef maður
fótbryti sig og þyrfti að bíða
liggjandi hjálpar. Röddin dugar
þá ekki lengi ein, hvað þá hún
hafi við vélargný leitarsleða.
Skammast mín raunar fyrir að
játa svo litla forsjálni á prenti.
Ekki kostar það svo lítið ann-
að fólk að fara að leita að manni,
ef maður týnist af glannaskap
eða fávisku um íslenskar að-
stæður. Allt þetta væna og
ósérhlífna hjálparsveitafólk,
sem alltaf er boðið og búið og
kallað út seint og snemma til al-
vöruverkefna, eyðir ófáum
stundum, kröftum og eigin fé í
að leita að fávísum eða kæru-
lausum líka. Aldrei hefur víst
verið tekinn saman allur sá
óskapa kostnaður, sem þetta fólk
leggur fram á hverju ári. Sumir
árum saman. Ekki aðeins í töp-
uðum vinnustundum og orku,
heldur líka i beinhörðum útlögð-
um peningum fyrir bensini, sliti
á farartækjum sínum og nesti í
löngum leitum. Og svo týnast
menn næstum viljandi, eins og
rjúpnaskyttan sem skildi við fé-
laga sinn og átti stefnumót við
hann á ákveðnum stað og stundu
— en var ekki einu sinni með
klukku. Nógu margir sem leita
þarf að af óviðráðaniegum
ástæðum, þótt svona sé ekki að
farið. Hjálparsveitunum er
maklega mikið þakkað í orðum.
Og fyrir kemur að fólk sem
hjálparinnar nýtur, sýnir lit á að
greiða upp i kostnaö með því að
leggja fé til hjálparsveitanna.
En slík rausn mun heldur
sjaldgæf. Hjálparsveitafólkið
þarf sjálft að reyna að létta á
með sölu merkja, happdrættis-
miða og jólatráa. í rauninni ætti
að koma fyrir einhver greiðsla,
eða jafnvel sekt þegar leit er sett
í gang vegna trasssis hins
„týnda“. Nógu oft að þörfin kem-
ur af óviðráðanlegum ástæðum
eða slysum. Ómetanlegt að hafa
slíkt fólk sem hjálparsveitirnar í
landi eins og okkar, þótt bein
fjárútlát séu einstaklingunum
að einhverju bætt. Þetta fólk
ætti eiginlega að fá sérstakt ský
að sitja á með hörpu sína, sé rétt
að umbun fyrir óeigingjörn góð-
verk fáist á slíkum stað að loknu
jarðlífi.
Varla verður sagt um nútíma
skíðagöngufólk í vatteruðum
stælskíðagöllum sínum, eins og
Bólu-Hjálmari varð að orði um
annan og verr klæddan göngu-
mann, Sölva Helgason, sem ekki
hefði veitt af obbolítið meiri um-
hyggju samborgaranna:
Heimspekingur hér kom einn
i húsgangs klæðum.
Með gleraugu hann gekk á skíðum,
gæfuíeysið féll að síðum.
»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Rey kj avíkurbréf
►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Laugardagur 24. marz
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Afmæli
Varins lands
Þess var minnst nú í vikunni að
10 ár voru liðin frá því að undir-
skriftalistar með nöfnum 55.522
atkvæðisbærra íslendinga voru
afhentir í alþingishúsinu. Þar með
lauk söfnun undirskrifta á vegum
Varins lands sem miðaði að því að
fá þáverandi vinstri stjórn undir
forsæti Ólafs Jóhannessonar til að
leggja á hilluna ótímabær áform
um uppsögn varnarsamningsins
við Bandaríkin og brottvísun
varnarliðsins. í Morgunblaðsvið-
tali vegna afmælisins sagði ólafur
Jóhannesson meðal annars: „Ég
vildi kanna það, en ég get sagt það
nú að þegar áður en þessir undir-
skriftalistar voru afhentir mér
var ég búinn að gera mér grein
fyrir, að við ríkjandi aðstæður var
ekki forsvaranlegt að hafa landið
varnarlaust."
Ekki er unnt að vefengja þessi
orð Ólafs Jóhannessonar og sem
forsætisráðherra að nýju 1978 til
1979 og síðan utanríkisráðherra
frá 1980 til 1983 lét hann aldrei
nokkur orð falla á þann veg að
hann vildi aftur láta undan kröf-
um þeirra innan Framsóknar-
flokksins og í Alþýðubandalaginu
sem heimta varnarleysi íslands.
En hitt er staðreynd að Einar Ág-
ústsson, utanríkisráðherra í
stjórn Ólafs Jóhannessonar, lagði
fyrir Bandaríkjastjórn eftir að
listum Varins lands var skilað til-
lögur um það hvernig því mark-
miði sáttmála stjórnarinnar að
bandaríski herinn hyrfi af landi
brott í áföngum skyldi náð.
Stjórnarflokkarnir fengu hins
vegar eftirminnilega ráðningu
bæði í sveitarstjórnakosningum
og þingkosningum sumarið 1974.
Eftir það gengu framsóknarmenn
til samstarfs við sjálfstæðismenn
í ríkisstjórn undir forsæti Geirs
Hallgrímssonar. Einar Ágústsson
sat áfram sem utanríkisráðherra
en fylgdi nú allt annarri stefnu en
áður með Alþýðubandalaginu og í
október 1974 var bundinn endi á
óvissuna sem skapaðist með varn-
arleysisstefnu vinstri stjórnarinn-
ar. Síðan hefur Alþýðubandalagið
ekki sett það sem skilyrði fyrir
setu í ríkisstjórn að herinn yrði
rekinn úr landi. Þetta eru hin
miklu sögulegu áhrif af söfnun-
inni undir kjörorðinu Varið land:
Það liggur ljóst fyrir að meirihluti
íslensku þjóðarinnar viil skipa sér
í sveit með friðsömum og vinveitt-
um nágrönnum til að tryggja ör-
yggi sitt og sjálfstæði. Kommún-
istar verða að kyngja því!
Sífelld barátta
f Morgunblaðsviðtali vegna 10
ára afmælis Varins lands komst
Hörður Einarsson hæstaréttarlög-
maður meðal annars svo að orði:
„Vissulega er sá mikli stjórn-
málasigur, sem íslenskir lýðræð-
issinnar fengu með undirtektum
við undirskriftasöfnunina, eftir-
minnilegur. En það hefur litla
þýðingu að orna sér við eld minn-
inganna um fengna sigra. Slíkt
ástand getur verið hættulegt og
valdið andvaraleysi. Andstæð-
ingar Varins lands hafa nú náð að
safna vopnum á nýjan leik og hafa
klæðst enn nýju dulargervi, sem of
margir lýðræðissinnar virðast lát-
ast blekkjast af. Baráttu íslend-
inga og annarra lýðræðisþjóða
fyrir öryggi sínu er aldrei lokið.
Því ríður á mestu, að þjóðin haldi
vöku sinni."
Um leið og undir þessi orð er
tekið má rifja það upp sem fram
kemur í riti Hafsteins Karlssonar
á vegum Sagnfræðistofnunar Há-
skóla Islands um samtök gegn
bandaríska hernum á íslandi.
Höfundur telur að fjórar hreyf-
ingar hafi verið stofnaðar hér á
landi til að berjast gegn aðild ís-
lands að Atlantshafsbandalaginu
og varnarsamstarfinu við Banda-
ríkin: Andspyrnuhreyfingin gegn
her í landi, samtökin Friðlýst
land, Samtök hernámsandstæð-
inga og síðast Samtök herstöðva-
andstæðinga. Hafsteinn Karlsson
bendir á, að starf herstöðvaand-
stæðinga taki mið af því hvort Al-
þýðubandalagið eigi ráðherra í
ríkisstjórn eða ekki, en samtök
þeirra hafi aldrei verið sterkari en
þegar „hægri" stjórnir hafi verið
nýteknar við völdum.
Nú er „hægri" stjórn nýtekin við
völdum en þó fer ekki mikið fyrir
Samtökum herstöðvaandstæðinga.
Hver er ástæðan? Jú, þeir sem
vinna að því að gera ísland opið og
varnarlaust telja sér fyrir bestu
eins og málum er komið að vera í
dulargervi, eins og Hörður Ein-
arsson orðar það. Það eru frið-
arhreyfingarnar sem á þessu stigi
eru aðalatriðið og fyrir tilstilli
þeirra vilja andstæðingar aðildar
fslands að Atlantshafsbandalag-
inu nú ná vopnum sínum að nýju.
Þeir vilja geta talað í nafni
kvenna, kirkjunnar, listamanna,
lækna, eðlisfræðinga, einstæðra
foreldra o.s.frv. fyrst um friðinn
almennt og síðan um að forsenda
hans sé óvarið ísland.
Stefán Skarphéðinsson, sýslu-
maður, komst réttilega að orði er
hann sagði: „Nýjasta áróðurs-
bragð vinstri manna er í nafni
friðarhreyfinga. Ég leyfi mér að
fullyrða að íslenska þjóðin vill
frið, en að því takmarki er ekki
unnið með því að slíta sig út úr
vestrænu varnarsamstarfi.“
Upplausn í frid-
arhreyfingunum
Frá Vestur-Þýskalandi þar sem
friðarhreyfingin hefur verið öflug
berast þær fregnir að þar gæti
vaxandi upplausnar innan hreyf-
ingarinnar vegna þess að menn
geti ekki komið sér saman um eina
stefnu eða leið að markmiðinu.
Þegar litið er til þess losaralega
orðalags sem notað er hér á landi
til að sameina fólk í nafni friðar á
nýjum forsendum er ekki að undra
þótt í útlöndum þar sem mönnum
er mun tamara en hér á landi að
fjalla um öryggismál út frá hern-
aðarlegum og herfræðilegum sjón-
arhóli komi fljótt til árekstra ef
festa á markmið og stefnu á blað.
I Vestur-Þýskalandi er það
kommúnistaflokkurinn sem skap-
ar einna mest vandræði innan
friðarhreyfingarinnar, hann færir
sig sífellt meira upp á skaftið og
hikar nú ekki við að krefjast þess
að stefna sín um einhliða afvopn-
un Vesturlanda ráði ferðinni inn-
an hreyfingarinnar. Til að mót-
mæla þessum yfirgangi hafa þau
Bastian hershöfðingi og Petra
Kelly, sem bæði náðu kosningu til
þýska sambandsþingsins á liðnu
ári á lista græningja og hafa bæði
verið í hópi vinsælustu forystu-
manna friðarhreyfinganna, dregið
undirskrift sína undir Krefeld-
ávarpið til baka. En Krefeld-
ávarpið er fyrsta mikla samein-
ingarskjal vestur-þýsku friðar-
Hrafninn — saga um hefndina. Jakob Þór Einarsson í hlutverki Gests.
hreyfingarinnar frá 1980. Nú þyk-
ir það hins vegar túlkað alltof ein-
hliða og gegn þeirri túlkun risu
þau Bastian og Kelly. Hershöfð-
inginn hefur raunar líka sagt sig
úr þingflokki græningja til að
mótmæla „einræði hæfileika-
skortsins" eins og hann orðaði
það.
Þróunin er svipuð í friðarhreyf-
ingum annars staðar á Vestur-
löndum. Eftir að baráttan verður
hversdagsleg kemur betur í ljós
hverjir hafa undirtökin og þá
komast andstæðingar kommún-
ista að því að þeir eiga ekki heima
í þessum hópi, hann berst ekki
fyrir sönnum friði heldur reynir
að nota kjarnorkuvopnin og ótta
almennings við þau sér til fram-
dráttar. Það er ekki nýtt að
ógnarvopn séu notuð með þessum
hætti og það er ekki heldur nýtt að
margir falli fyrir þessari notkun
ógnarvopna. Mestu skiptir að
greina kjarnann frá hisminu og
sjá í gegnum hræðsluáróðurinn.
„Fámenn
ofbeldisklíka“
Jónatan Þórmundsson lagapró-
fessor einn af forgöngumönnum
Varins lands, sagði I Morgun-
blaðsviðtali í vikunni:
„Þegar rætt er um viðbrögð við
skoðunum annarra, má ég til með
að minnasi á það, sem kom mér
kannski mest á óvart í allri bar-
áttunni. Ég uppgötvaði sem sé, að
umburðarlyndi og virðing íslend-
inga fyrir skoðunum annarra er
miklu takmarkaðri en ég hafði tal-
ið í takmarkalausri aðdáun minni
á íslensku frjálslyndi, jafnrétti og
lýðræðisást. Stundum fannst mér
gæta hjá stuðningsmönnum okkar
óþarflega mikillar virðingar og
jafnvel hræðslu við fámenna
ofbeldisklíku andstæðinganna.
Menn hafa líka átt það til að gefa
upp á bátinn hina svokölluðu um-
deildu menn, sem þora að hafa
skoðanir, fylgja þeim eftir og fara
sínar leiðir."
Ástæða er til að vekja athygli á
þessum orðum. Þau eru umhugs-
unarverð meðal annars í því sögu-
lega ljósi að vinstrisinnar hér á
landi vilja ekki aðeins „vera með í
umræðunni", þeir vilja ráða henni
og útiloka alla þá sem ekki „tolla í
tískunni", ef svo má að orði kveða.
Hin „fámenna ofbeldisklíka" sem
Jónatan Þórmundsson nefnir er
ekki eins áhrifamikil nú og hún
var áður. Fyrir því eru margar
orsakir en þó líklega sú helst að
engir hafa haft jafn rangt fyrir
sér um þróun þjóðfélagsmála,
gang heimsmála og sögulega
framvindu og kommúnistar ásamt
meðreiðarsveinum hér á landi.
ótti kommúnista um að hinar
sögulegu ranghugmyndir þeirra
og firrur verði á allra vitorði er
mikill. Þeir gera sér grein fyrir
því að fortíðin er versti óvinur
þeirra.
Aö láta nota sig
Þeir eru margir sem hafa fallið
fyrir andlegu og sálrænu ofbeldi
þessarar fámennu klíku. Henni
hefur verið einkar lagið að sækja
á þau mið þar sem menn standa
berskjaldaðir og drjúgt hefur ver-
ið róið inn í raðir listamanna. I
útlöndum hefur á fleiri stöðum en
einum verið gerð úttekt á viðhorfi
þeirra sem aðhylltust heims-
kommúnismann fyrir síðari
heimsstyrjöldina, sáu ekki glæpi
Stalíns fyrir „birtunni" sem af
honum sló og gerðu ekki upp við
ógnarstjórn og æskuhugsjónir
fyrr en nokkrum áratugum síðar.
Slík úttekt hefur ekki verið gerð
hér á landi og er tímabært að
sagnfræðingar og bókmennta-
fræðingar taki höndum saman um
hana til að höfuðdrættir menning-
arlegrar hugmyndabaráttu síð-
ustu áratuga liggi fyrir ekki síður
en atvinnu- og stjórnmálasagan.
I fáum vestrænum löndum er
meiri hiti í menningarlífinu en í
Frakklandi. Þar hefur löngum
verið tekist á milli borgaralegra
afla og vinstrisinna. Enginn vafi
er á því hver hefur betur í þeim
átökum um þessar mundir á tím-
um sósíalskrar ríkisstjórnar með
þátttöku kommúnista, það eru
borgaralegu öflin. Og ekki nóg
með það, margir landsfrægir og
jafnframt heimsþekktir franskir
menntamenn sem áður aðhylltust
kommúnisma eða annars konar
vinstrimennsku hafa tekið til máls
í fjölmiðlum og lýst því yfir að
þeir hafi verið á villigötum, eng-
um skynsömum, reynsluríkum
manni geti til lengdar þótt við
hæfi að mæla þeim stjórnmálaöfl-
um bót sem starfi í þágu heims-
kommúnismans.
Frægastur í hópi Frakka sem
orðinn er fráhverfur vinstri vill-
unni er Yves Montand, kvik-
myndaleikari og söngvari með
meiru. Hann hefur ekki dregið dul
á að hann hafi látið nota sig í þágu
forkastanlegs málstaðar. Á því er
enginn vafi að í stjórnmálabár-
áttu og áróðursstríði undanfar-
inna áratuga hefur Yves Montand
verið ómetanleg beita fyrir
franska kommúnista. Þar eins og
annars staðar skiptir miklu fyrir
stjórnmálamenn og stefnur að
hafa listamenn og andans menn,
hvort heldur menntamenn eða
kirkjunnar menn, sér hliðholla.
Það eru einföld sannindi sem eng-
um baráttumanni koma á óvart.
Hitt hefur einnig enn einu sinni
sannast á Yves Montand, að þá
fyrst verða listamenn vinsælir á
stjórnmálavettvangi þegar þeir
snúa óhikað baki við ófrelsisöflun-
um og skýra frá villu síns vegar.
Hrafninn flýgur
I kvikmynd Hrafns Gunnlaugs-
sonar, Hrafninn flýgur, sem feng-
ið hefur einstaklega góða dóma, er
tekist á við efni sem er nátengt
umræðum um stríð og frið og það
fært í búning fornsagna. Óðinn
tekur sér bólfestu í kristnum, írsk-
um dreng sem eftir það verður
leiksoppur hefndarinnar. Hefur
ekki einmitt svipað gerst í þeim
löndum þar sem kommúnisma
hefur verið troðið upp á kristin
þjóðfélög? Ofbeldi innan þessara
ríkja magnast og þau verða árás-
argjörn í samskiptum við ná-
grannaríki. Andstaða hins al-
menna borgara er brotin á bak
aftur, hann er barinn til hlýðni
með öryggislögreglu og hervaldi.
Ógnin verður aðal valdhafanna og
þeir lifa í stöðugri hræðslu við
hefndina.
Hrafn Gunnlaugsson tekst í
kvikmynd sinni á við viðfangsefni
sem allt frá örófi alda hefur sett
svip sinn á sögu mannkyns. Hon-
um tekst mejfctaralega vel að færa
það í spen’índi kvikmyndabúning
með að=ioð prýðilegra leikara og
annarpá listamanna. Með því að
ala & tortryggni milli fóstbræðra
tekst Gesti að skapa þá sundrungu
sem er forsendan fyrir því að
hann ráði við þá báða. Unnt er að
líta á tilraunir Kremlverja til að
spilla samskiptum milli Vestur-
Evrópu og Atlantshafsbandalags-
ins í þessu ljósi. Þeir vita sem er
að gegn sameinuðu afli lýðræðis-
þjóðanna mega þeir sín einskis.
Hvað svo sem nýjum vopnakerf-
um líður, eru það mennirnir sem
eigast við og það er undir þeim
komið hvort vopnum er beitt eða
ekki. Það er því miður of mikil
einföldun að festa hugann við
kjarnorkuvopnin og segja sem svo,
að með því að útrýma þeim verði
„friður um vora daga“. Á þessari
öld voru háðar tvær heimsstyrj-
aldir áður en kjarnorkuvopn komu
til sögunnar. Hitt skiptir mestu að
halda hinum árásargjörnu ofbeld-
isöflum í skefjum, falla ekki fyrir
fagurgala þeirra og reyna að út-
rýma tortryggni milli þjóða með
virðinguna fyrir frelsi og mann-
réttindum að leiðarljósi.