Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1984 N Á TTÚRUVÍSINDI OG ENNINGARSAGA M Laus undan ónauö tímans. Þessi indverski gúrú útilokar tramtíö og fortíö við hugleiðslu sína. Feiknalega nákvæm aamræming viö tímann: í eftirlitsstööinni í Houston (til vinstri) er fylgst afgjörhygli meö Satúrnuseldflauginni. Menn veröa aö geta brugöist viö á broti úr sekúndu. Þegar þú ert búinn að lesa þessa grein, ertu að minnsta kosti orðinn hálftíma eldri en núna. Þessi ábending nægir víst örugglega til þess að gera mönnum fullkomlega ljóst, að við erum öll bandingjar tímans. En hvað er þá tíminn, þetta fyrirbrigði, sem hefur svo mikið vald yfir okkur? Hvaðan sprettur hann svo óstöðvandi? Og hvert líður hann án af- láts? Þetta eru aðeins nokkrar af þeim fjölmörgu spurning- um, sem maðurinn hefur verið að velta fyrir sér öldum saman; spurningum sem núna á okkar tímum reynist orðið unnt að veita svör við. Segðu helzt ekki, að þú hafir ekki tíma til að lesa þessa grein. Sannleikurinn er nefnilega sá, að frá fæðingu og allt til dauða hefur hver maður tíma, ekki á undan fæðingu sinni og ekki eftir dauða sinn. Að líkindum hefur mann- kynið lifað í marga tugi árþús- unda án þess að hafa hina minnstu hugmynd um tímann. Fornleifafundir hafa leitt í ljós, að Neanderdalsmenn lögðu hina dauðu í grafir fyrir um það bil eitt hundrað þúsund árum. Það getur vel verið, að þessar fyrstu siðvenj- ur varðandi hina dauðu tengist fyrstu vitneskju manna um tím- ann: Maður hefur lifað sitt ævi- skeið. Maður er dauður. Fyrr, núna, fortíð, nútíð. Sá skilningur, sem við leggjum í tímann nú á dögum, er öllu viða- meiri. Auk fortíðar og nútíðar, nær þessi skilningur til framtíðar- innar. Mánaðatöl og dagatöl eru hjálparmeðul til að halda yfirsýn yfir styttri eða lengri tímabil. Hver fann annars upp fyrsta dagatalið? Sovézkir vísindamenn grófu fyrir skemmstu bein úr jörðu í Síberíu, en á þessu beini eru athyglisverðar, oft öldulaga rispur. Aldur þessa beins er talinn vera að minnsta koti 50.000 ár. Fornleifafræðingar álíta það afar sennilegt, að veiðimenn og forða- safnarar á fyrri hluta steinaldar hafi notað þetta bein sem alman- ak. Með aðstoð þess gátu þeir frek- ar glöggvað sig á, hvernig þeir bezt gætu hagað leit sinni að fæðu: Núna koma þeir dagar, þegar skógarberin taka að þroskast. Brátt halda stóru hjarðirnar aftur hér um á leið sinni norður á bóg- inn... Ilugmyndir Forn-Egypta um tímans rás Annars vegar gætir sársauka ... sársauka vegna ástvinamissis; ust allt að því óskiljanlegan áhrifamátt. Sérhverri þessara byltinga var upphaflega hrundið af stað til þess að brjótast út úr dýflissu tímans. í hvert sinn tókst mönnum að brjótast út. En of seint varð svo strokuföngunum Ijóst, að þeir höfðu þá flúið eitt fangelsi til þess eins að hafna í öðru. Fyrsta dæmi: Forn-Egyptar. Þekking þeirra á tímanum stóð í sambandi við rennsli Nílarfljóts. Einu sinni á ári flæddi Níl yfir akurlendi Egypta og gerði það frjósamt. Hinir prestlærðu kom- ust að raun um, að unnt var að lesa af gangi himintunglanna Tími Þegar hámenning Fornegypta tók aö þróast, bjuggu þeir aár til tímatal eða kalendar — og kom- ust aö raun um aö allt á sér endi. Afleiöing þessa varö svo, aö þaö var dauörahelgin, sem réö lögum og lofum í hinu volduga ríki viö Níl. hins vegar hvatningar ... hvatn- ingar, sem felast í auknu valdi yfir hinum reglubundnu tímaskeiðum náttúrunnar — aukið vald, sem veitti mönnum hald og traust, af því að það átti sinn þátt í að vinna bug á óttanúm við hungrið. Það eru þessar tvær kenndir, sem tengjast þeirri uppgötvun, sem nefnd er tíminn. Upp frá því voru kenndirnar sársauki og hvatning alltaf til staðar, þegar maðurinn gerði nýjar uppgötvanir í sam- bandi við tímann. Ef við leitumst við að fylgja vegferð mannkynsins allt frá gröf- um Neanderdalsmannanna fram til tíma Kvartsúranna, rekumst við hvað eftir annað á byltingar- kenndar uppgötvanir, sem öðluð- Þærþjóöir, sem lifa í nánustu sambandi viö náttúruna, hafa aö- eina þann skilning á tímanum, sem felst íþví, aö nóttin kemur í kjölfar dagsins. Jafnvel árstíðirn- ar skipta þessar þjóöir ekki miklu máli: Jöröin gefur af sér ætan jaröargróða allan ársins hring. þann tíma, þegar flóðin í Níl hæf- ust. Það var hin bjarta Hunda- stjarna eða Síríus, sem boðaði ein- mitt þann tíma, þegar hún tók að skína aftur eftir langa fjarveru á himninum. Egyptar reyndu að finna skýr- ingu á hinni árvissu 70 daga fjar- veru Hundastjörnunnar. Við vit- um nú á dögum, að Hundastjarn- an heldur sig í 70 daga á ári í nálægð sólar og skín því að degi til, og því verður skin hennar ósýnilegt. Þetta vissu Egyptar þó ekki. Þeir fundu sér aðra skýringu: í 70 daga verður stjörnuguðinn að dveljast í ríki dauðans, áður en honum leyfist að rísa upp aftur frá dauðum. í kringum þessa hugmynd varð svo tii meðal Eg- ypta svo sérkennileg dauðrahelgi, að önnur eins hefur ekki þekkzt í heiminum, hvorki fyrr né síðar. Flótti. þeirra út úr fangelsi óviss- unnar leiddi þá beint inn í fangelsi vissunnar. Strax í lifanda lífi varð dauðinn Egyptum þýðingarmeiri en allt annað. Mannfórnir til við- halds sólguðinum Annað dæmi: Aztekar. Eins og allar þjóðir, sem áttu sér orðið há- þróaða menningu, tókst þeim einnig sú tilraun að „slá upp sperrum" tímans. Aztekar vissu, að unnt er að reikna út gang sólar og annarra himintungla. En hvað var svo aftur á móti boðað í trú- arbrögðum þeirra? Að sólin gengi ekki að eilífu sína braut, heldur yrðu mennirnir að færa sólguðin- um næringu og þar með nýjan kraft með ríkulegum fórnum. Tor- skilin er þessi trú, sem kostað hef- ur tugi, og þó sennilegar hundruð þúsunda stríðsfanga lífið. En erum við ekki öll haldin svo- lítið áþekkum hugarfóstrum og Aztekarnir? Myndum við ekki öll innst inni kjósa, að allir hinir ættu sér að vísu aðeins takmark- aðan fjölda æviára, en það ætti einungis ekki við um okkur? Enda. þótt ekki sé unnt að færa sönnur á það, þá er sú hugsun samt nær- tæk, að Aztekarnir hafi einmitt fært sólguðinum blóðugar mann- fórnir, af því að þeir gátu reiknað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.