Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1984
23
Horft um öxl í hljómsveitargryfjunni.
„Dýrin mín stór og smá.“
Ingibjörg Stefinsdóttir gerir flest
annað en að fljúga í hlutverki dúf-
unnar.
hlutverkin sín, en Arnar leikur
frosk og Guðmundur Hrafn. Arn-
ar sagði félagsskapinn vera það
skemmtilegasta við það að vera
með í svona sýningu, en Guð-
mundur var á því, að aðalpúðrið
væri í því að fá að koma fram.
Meðan við spjölluðum saman,
skutu feimnar, litlar mýslur upp
kollinum við og við og úti í horni
mátti sjá önd og lunda taka sjó-
mann og varð ekki séð hvort hefði
betur. Aldur þátttakenda er frá
fjögurra ára og upp í sextán og
næst varð einmitt fyrir svörum
ein af „aldursforsetunum," Marta
Halldórsdóttir. „Ég er í einkatím-
um í söng hjá Sieglinde Kahman
núna, en mest hef ég sungið með
skólakór Garðabæjar," sagði
Marta, sem syngur eina af fjórum
skrafskjóðum í verkinu. „Þau
minnstu eru stillt — það er helst
að „millistærðin" sé svolítið fyrir-
ferðarmikil," sagði hún, þegar hún
var spurð að því hvort alltaf gengi
svona mikið á fyrir sýningu. Stalla
hennar, Ingibjörg Stefánsdóttir,
bætti því reyndar við, að mýslurn-
ar væru prúðastar allra dýra í
þessari sýningu. En Marta er eng-
inn nýgræðingur á óperusviðinu,
hún hefur tvisvar sungið götu-
krakka og svo var hún fín stelpa í
Litla sótaranum.
Ingibjörg heldur sig hins vegar
við dýraríkið, hún er dúfa og segir
þann leik mest
TEXTI: H-H.S.
LJÓSM. KÖE
Auður Loftsdóttir er því vanari að
sitja við píanóið en að hrista bjöllur
en það var víst ekki rúm fyrir mörg
píanó í hljómsveitargryfjunni í
Gamla Bíói.
bragði og svo auðvitað söng. „En
ég flýg ekki,“ bætir hún við. Ingi-
björg er ellefu ára, hún er í Voga-
skóla og líkt og flest hinna, syngur
hún í skólakórnum og var valin úr
honum til þess að taka þátt í Nóa-
flóðinu. „Mér finnst þetta mjög
spennandi," segir hún. „Ég vildi
Eflaust kannast margir við manninn
með gjallarhornið, en hlutverki hans
í sýningunni veröur ekki upp Ijóstrað
hér.
gjarnan syngja í nokkrum óperum
í viðbót. Mér finnst ég hafa lært
svo mikið af þessu, að syngja og
beita röddinni og svo held ég að ég
hafi lært að hlýða," segir hún og
bætir við: „Sigríður er líka svo
góður leikstjóri." En því hafði ein-
mitt verið hvíslað að blm. annars
staðar í húsinu, að Sigríður Þor-
valdsdóttir hefði einstakt lag á
hópnum. Og varla hefur veitt af
því.
Þegar örkin fór í sundur
Ingibjörg sagðist ekki vera
haldin miklum sviðsótta. „Ef ég
væri í aðalhlutverkinu, kviði ég nú
samt fyrir," bætti hún við.“ „En
það var nú ekki gaman, þegar örk-
in fór í sundur þegar við vorum að
rugga henni og einmitt á sýning-
unni, sem pabbi kom á.“ Því var
nú bjargað fyrir horn — Nói gerði
bara við örkina á sviðinu, eins og
ekkert væri eðlilegra, enda vill svo
vel til, að hann er lærður trésmið-
ur í alvörunni.
Auður Loftsdóttir heldur til í
hljómsveitargryfjunni. Hún er
þrettán ára og er að læra á píanó í
Tónskóla Sigursveins. Auður er þó
ekki með pianóið með sér í óper-
unni, heldur er hún í bjöllukórn-
um og sér þar um að framleiða
næsthæstu tónana. „Nemendur í
píanóleik fá svo sjaldan tækifæri
til þess að spila í hljómsveit," seg-
ir hún. „Þess vegna vorum við val-
in í bjöllukórinn. Ég hef aldrei
tekið þátt í leiksýningu fyrr og sé
ekki eftir að hafa gert það núna.
Það er til dæmis gaman og fróð-
legt að kynnast því hvernig svona
verk er æft. Þetta er heldur ekki
eins tímafrekt og ég hefði haldið.
Ég þurfti aðeins að hliðra píanó-
tímunum til — annars engu,“
sagði Auður og hraðaði sér því
næst í hljómsveitargryfjuna, þar
sem komið var að henni að gefa
tóninn.
Lokaatriðið í Nóaflóðinu var að
sjálfsögðu afar tilþrifamikið og
þegar ljósin höfðu verið kveikt í
salnum, varð ekki annað séð, en að
það væru ánægðir sýningargestir,
sem þyrptust út.
„Við héldum að þetta yrði öm-
urlegt,“ sögðu fjórir strákar úr
Kársnesskóla, sem kváðust heita
Finnur, Gummi, Hafsteinn og
Ólafur Elfar og voru greinilega
mjög kaldir kallar. „En svo var
alveg stórgaman," bættu þeir við,
„ ... bara of stutt."
★ MYNDLISTAR 1984 KOMNIR
★ PANTIÐ STRAX FYRIR SUMARIÐ
E. TH. MATHIESEN H.F.
DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐI — SÍMI 51888
Aðalfundur
Aöalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavík-
ur veröur haldinn mánudaginn 26. marz. nk.,
aö Hótel Sögu, Átthagasal, kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Tillaga aö reglugeröarbreytingum fyrir
fræöslu- og menningarsjóö V.R.
Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til aö fjöl-
menna á fundinn.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
Finnskir
keppnisbúningar
fyrir gönguskíöamenn
Barnastærðir 150—160—170 cm.
Kr. 1.613,-
Fullorðinsstæröir 36—54.
kr. 1.702,-
ÚTILÍF
Glæsibæ, simi 82922.