Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 36
36___________________MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1984 Menning Tíbeta beinist að g því að þroska manneskjuna 13 — segir Ole Nydahl, sem lengi dvaldi í Himalaya „MENNING Tíbeta beinist mjög að mannlegu eðli, gengur út á það að þroska manneskjuna. A ytra borðinu skuli maður lifa þannig að manneskjan hafi hag af því, og í innri tilfinningalífi sé miðað að því að þroskast að visku og hjarta- gæsku. Með hugleiðslu er reynt að sjá allt af æðra sjónarhóli. En til þess verður að leggja á sig mikla þjálfun. Markmiðið er fullkomin starfsemi hugans, svo að mann- eskjan þroskist á öllum sviðum." Þannig fórust orð danska rit- höfundinum og fyrirlesaranum Ole Nydahl, sem staddur er á ís- landi til 27. mars. Hefur hann haldið tvo fyrirlestra í Norræna húsinu um „Aðferðir og mark- mið búddatrúar Tíbeta og mun halda fyrirlestur í húsi Guð- spekifélagsins við Ingólfsstræti 22 kl. 20.30 á morgun. Og ef ein- hver íslendingur hefði áhuga á að kynnast þessu nánar, þá væru þeir velkomnir í tíbesku búdda- miðstöðina við Svanemollersvej 56 í Kaupmannahöfn, sem líka er í sambandi við fjölda slíkra miðstöðva í borgum Evrópu, Ameríku og víðar. Ole Nydahl dvaldi með tíbesk- um munkum í Himalaya-fjöllum frá 1968—1972. Var þar þrisvar sinnum. Hann fór þangað fyrst í Danski rithöfundurinn og fyrirles- arinn Ole Nydahl, sem ber titilinn lamaprestur og hefur dvalið í mörg ár við klaustur í Himalaya-fjöllum. brúðkaupsferð með konu sinni. Hafði kennt ensku og orðið fyrir áhrifum af Aldous Huxley og síðan við Háskólann í Kaup- mannahöfn, þar sem hann fékkst við sálfræði og hugvís- indi. í Himalaya-fjöllum bjuggu þau hjónin ekki inni i en við llama-klaustur í Nepal, Sikkim og Butan. Þar var Ole Nydahl við undirbúningsnám fyrir lama- presta, sem er mjög einbeitt hugleiðsluþjálfun, sem tekur mörg ár. En 1972 voru þau hjón- in send heim til Danmerkur til að kenna og stofna miðstöðvar. Byrjuðu á Norðurlöndum, en nú eru um 70 búddamiðstöðvar víða um heim. Hann hefur meðmæli og vottorð um að hann sé búdd- ískur meistari og lærisveinn hins heilagleika Karmapa, sem er æðstur af öllum hugleiðslu- lamaprestum. Eftir heimkomuna skrifaði Nydahl bókina „Læren om Sind- ens Natur“ sem fjallar um grundvöll búddafræða. Og síðan skrifaði hann bókina „Naar Jernfuglen flyver", og vísar járnfuglinn þá til gamalla spá- sagna sem segja: Þegar járnfugl- inn flýgur um allan heim, þá munu kenningar Búdda fara um öll Vesturlönd. Og járnfuglinn vísar til flugvélanna, sem nú eru komnar. „Ekki er hægt að fara inn í sjálft Tíbet, enda engin menning þar til lengur. Það er eins og safn, eftir að Kínverjar lögðu landið undir sig. Þeir eyðilögðu Austur-Tíbet 1951 og Vestur- Tíbet 1958. En Tíbetarnir fluttu menningu sína með sér þegar þeir flúðu og settust að í Nepal, Sikkim og Butan. Tóku með sér eins mikið af fornum menning- arverðmætum og þeir gátu. Þeir búa í búðum, og vonast til að komast heim aftur. Möguleik- arnir eru þó ekki miklir. En þeir halda áfram að bíða í nánd við land sitt. Um 1.000 þeirra eru komnir til Sviss og um 300 til Kanada," segir Ole Nydahl. Og þegar hann er spurður um boð Kínverja til Dalai Lama, um að hann geti snúið aftur heim, sem sagt var frá í blöðum, svaraði hann: „Það er eins og þegar ref- urinn býður gæsinni að koma inn til sín. Það gæti allt eins ver- ið lífshættulegt fyrir hann þegar hann einu sinni er kominn þang- að. Kínverjar skipta svo ört um skoðun." raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar tilboö — útboö v . ■ \ Útboð Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboðum í eftir- talin verk: Sauðárkróksbraut II Uppbygging hluta Sauöárkróksbrautar innan Sauðárkróks. Helstu magntölur: Lengd 1,4 km, fylling 4500 m3, skering 1400 m3, burðarlag 6500 m3. Verkinu skal lokiö eigi síðar en 1. júlí 1984. Noröurlandsvegur í Langadal Uppbygging hluta Norðurlandsvegar í Langa- dal. Helstu magntölur: Lengd 2,5 km, fylling 44400 m3, skering 2800 m3, burðarlag 12000 m3 Verkinu skal lokiö eigi síðar en 1. ágúst 1984. Efnisvinnsla á Noröurlandi vestra 1984 Mala skal burðarlagsefni í Reynistaðarnámu. Efnismagn er 7000 m3. Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júlí 1984. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Vega- gerðar ríkisins á Sauðárkróki og hjá aðal- gjaldkera Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 5, Reykjavík, frá og með mánudeginum 26. mars nk., gegn 1000 kr. skilatryggingu fyrir hvert verk. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og/eöa breytingar skulu berast Vegagerö ríkisins á Sauöárkróki skriflega eigi síðar en 2. apríl nk. Gera skal tilboð í samræmi viö útboðsgögn og skila í lokuðu umslagi merktu nafni út- boðs til Vegagerðar ríkisins, Borgarsíðu 8, Sauðárkróki, fyrir kl. 14.00 mánudaginn 9. apríl 1984 og kl. 14.15 sama dag verða til- boöin opnuö þar aö viöstöddum þeim bjóð- endum sem þess óska. Reykjavík í mars 1984 Vegamálastjóri. Tilboð Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðir í því ástandi sem þær eru í. Bifreiðirnar hafa skemmst í umferðaróhöppum. BMW 320 1982 Daihatsu Charade 1983 Oldsmobile Cutlas Diesel 1979 Pontiac grand Le Mans 1976 Toyota Corona MK II 1972 Subaru 1600 DL 1978 Ford Maverick 1974 Ford Escort 1975 Lada 1300 Safir 1982 Datsun 180B 1978 Toyota Carina 1977 Opel Record 1971 Dodge Swinger 1976 Bifreiðirnar verða til sýnis mánudaginn 26. mars í Skaftahlíð 24 (kjallara) frá kl. 10—12 og 13—16. Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 17.00 sama dag til bifreiðadeildar Tryggingar hf., Lauga- vegi 178, Reykjavík. Trygging hf. INGARFÉLAG ÍSLANDS" Tilboð óskast í neðangreindar bifreiöir skemmdar eftir um- ferðaróhöpp. Mazda 323 Toyota Mark 2 Toyota Carina Subaru 4WD Trabant station Simca 1100 sendibifreið Bifreiðirnar verða til sýnis 9—11, Kænuvogsmegin á mánudag. Tilboðum skal skilað eigi síðar en þriöjudag- inn 27. þ.m. Sjóvátryggingarfélag Islands hf., simi 82500. árg. 1977 árg. 1976 árg. 1980 árg. 1977 árg. 1979 árg. 1979 að Dugguvogi Útboð Tilboð óskast í að byggja 600 fm verslunar- hús fyrir Kaupfélag Vestmannaeyja. Verktaki tekur við steyptum undirstöðum með vélslíp- aðri plötu og skal skila húsinu tilbúnu undir tréverk að innan og fullfrágengnu að utan fyrir 15. október nk. Panta skal útboðsgögn hjá Teiknistofu Sam- bandsins, Lindargötu 9A, eða undirrituðum fyrir 27. mars nk. Útboðsgögnin verða afhent 29. mars gegn 2.500 kr. skilatryggingu. Til- boðunum skal skila til sömu aðila og verða opnuð á báðum stöðum þriðjudaginn 17. apríl kl. 11.00 fyrir hádegi að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Fyrir hönd Kaupfélags Vestmannaeyja, Páll Zophoníasson, byggingartæknifræðingur, Kirkjuvegi 23, Vsstm.eyjum. Sími: 98-2711. Tilboð — útboð Húsfélagið Krummahólum 2 óskar eftir til- boðum í að sprungufylla, gera við rennur og mála að utan húsið Krummahóla 2 R. Einnig að ganga frá lóð við húsið. Réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Uppl. í síma 75527 og 73718. Útboð Tilboð óskast í jarðvinnu og frárennslislagnir fyrir nýbyggingu Sláturfélags Suðurlands í Laugarnesi, Reykjavík. Útboðsgögn verða afhent á verkfræðistof- unni FERLI hf. gegn 1.000 kr. skilatryggingu frá og með miðvikudeginum 28. mars nk. Verklok eru 23. júní nk. Tilboðum skal skilað fyrir kl. 14.00 þriðjudag- inn 10. apríl nk. á skrifstofu Sláturfélags Suð- urlands, Skúlagötu 20, Reykjavík. Sláturfélag Suðurlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.