Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1984 Embætti ríkisbókara og ríkislögmanns auglýst FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur ný lega auglýst lausar til umsóknar tv*r veigamiklar stöður innan fjár- málaráðuneytisins, stöðu ríkisbók- ara og ríkislögmanns. Umsóknar- frestur er til 25. apríl nk. Grétar Áss Sigurðsson hefur gegnt stöðu ríkisbókara um all- langt skeið en hefur sagt starfi sínu lausu. Embætti ríkislög- manns er nýtt, en sambærileg embætti ríkislögmanna eru til í flestum nálægum löndum, svo sem Noregi og Svíþjóð. Stöðumælar nú tæmdir daglega NÚ HEFUR verið gripið til þess ráðs, að óeinkennisklæddir lögreglumenn vakta stöðumæla í Reykjavík til þess að koma í veg fyrir skemmdarverk á mælunum. Auk þessa eru mælarnir tæmdir daglega á kvöldin. Jafnframt hafa verið pantaðir sterkari lásar og hlífar á mælana til þess að erfiðara sé að ná peningum úr þeim og er verið að setja þannan búnað á stöðumæla þessa dagana. Til þessara ráða hefur verið gripið til þess að freista þess að koma í veg fyrir skemmdarverk á stöðumæl- um í borginni. Undanfarna mánuði hafa verið unnin mikil skemmdarverk á stöðu- mælum. Lögreglu og eftirlits- mönnum mælanna hefur tekist að standa allmarga unglinga að verki og hefur komið á daginn að ungl- ingar hafa notað peningana, sem þeir hafa stolið úr mælunum, til þess að fjármagna leiki í fjölmörgum leiktækjasölum borgarinnar. Laus- lega er áætlað að tjón, sem unnið hefur verið á stöðumælum á undan- förnum mánuðum, nemi um 5 millj- ónum króna og er þá rekstrartap vegna skemmdra mæla ekki meðtal- ið. n Frá útskipun loðnumjölsins í Keflavík. Morgunbladid/E.G. Loönuútskipun í Keflavfk Vogum, 23. mars. ÚTSKIPUN rúmlega 800 tonna af loðnuafurðum hefur staðið yfir undanfarna daga í japanska flutn- ingaskipið Matsushina Maru í Keflavíkurhöfn. Gert var ráð fyrir að útskipun lyki á fnstudagskvöld. Mest var flutt út af loðnu- hrognum, eða 550 tonn, síðan um 250 tonn af frystri loðnu. Auk þess fóru í skipið um 20 tonn af karfa. Þær afurðir sem skipað var út í Keflavík komu frá fyrir- tækjum á Suðurnesjum og höf- uðborgarsvæðinu. E.G. Strætisvagnar Reykjavíkur: Annar liðvagn til reynslu 10% aukning mjólkur í janúar og febrúar: Stefnir í 11 millj. lítra umframframleiðslu MJÓLKURFRAMLEIÐSLAN á landinu öllu í janúar og fehrúar var 10% meiri en fyrstu tvo mánuði síðasta árs, en tæpum 4% meiri í september til febrúar en var sömu mánuði í fyrra. STRÆTISVAGNAR Reykjavíkur fá nú um helgina liðvagn af Volvo-gerð til reynslu en þeir hafa verið með slíkan vagn af gerðinni Mercedez Bens til reynslu síðastliðna tvo mánuði og fer nú að líða að því að honum verði skil- að. „Við fáum Volvo-vagninn lánaðan hjá Velti hf. í tvær vikur en hann er nokkuð frábrugðinn Bens-bílnum,“ sagði Sveinn Björnsson, forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur í samtali við Mbl. fyrir helgi. „Á þessum vögn- um báðum eru þrír öxlar. Bensinn er með drifið á öftustu hásingunni en Volvoinn er með drifið á miðhásing- unni og afturhjólin á honum beygja með framhjólunum. Bensinn er rúmlega 17 metra langur og tekur 124 farþega. Volvoinn er 18 metrar á lengd og tekur 117 farþega. En til viðmiðunnar er venjulegur vagn um 12 metrar á lengd og tekur 90 far- þega. Við höfum prófað Bensinn á ýms- um leiðum og í alla vega færð og hefur hann reynst með ágætum. Það hefur komið í ljós, eins og við bjugg- umst við, að hann hentar best á löngum, beinum leiðum þar sem flytja þarf marga farþega því á tæknilega erfiðari leiðum er hann seinni í förum. Ástæðan fyrir þess- um tilraunum hjá okkur er fyrst og fremst sú, að taka á upp nýtt leiða- kerfi á næstunni. Dæmið hefur ekki verið gert upp ennþá. Fjárhagsleg hagkvæmni ræður úrslitum og því mikilvægt að athuga hvaða mögu- leika þessir vagnar gefa.“ Að sögn Gunnars Guðbjartsson- ar, framkvæmdastjóra Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins, mun mjólkurframleiðslan fara í 111 SÍÐASTA sex mánaða tímabil hefur slátrun svína og nautgripa aukist um 30%, en sala svína- og nautakjöts ekki aukist að sama skapi. Sala nautakjöts hefur reyndar minnkað, en sala svínakjöts aukist lítillega á þessu sex mánaða tímabili. milljónir lítra á árinu, ef aukning- in verður jafn mikil út árið og hún var í janúar og febrúar, en neysla landsmanna á mjólk og mjólkur- Birgðir nautakjöts voru þann 1. þessa mánaðar 788 tonn, en voru 340 tonn á sama tíma í fyrra. Samsvara þessar birgðir nærri hálfs árs neyslu á nautakjöti sam- kvæmt söluskýrslum. Birgðir svínakjöts voru 162 tonn á sama vörum er aðeins um 100 milljónir. Sagði Gunnar, að þessi aukning væri óheillaþróun, því umfram- magnið þyrfti að flytja út í formi osta sem afar lágt verð fengist fyrir, það lágt, að það dygði aðeins fyrir kostnaði og fengju bændur ekkert af útflutningsverðinu. tíma en voru 78 tonn þann 1. sept- ember. Sala svinakjöts jókst um 13,6% á tímabilinu miðað við sömu mánuði í fyrra, en slátrun var það miklu meiri að birgða- söfnun varð. Ekki er vitað hvort salan hefur aukist mikið í mars, en eins og kunnugt er varð mikil verðlækkun á svínakjöti þann 1. mars. Kristján Ragnarsson: „Ráðuneytið hefur Jónas í gæzlu“ „RÁÐUNEYTIÐ hefur Jónas Bjarnason í gæzlu núna og þeirri gæzlu treysti ég. Því hef ég ekki frekari áhyggjur af honum,“ sagði Kristján Kagnarsson, er athugasemd Jónasar Bjarnason- ar var borin undir hann. „Allir hagsmunaaðilar, út- gerðarmenn, sjómenn og fisk- verkendur, munu fylgjast grannt með gerðum Jónasar á næstunni og gæta þess, að við það verði staðið, sem ákveðið var í upphafi núverandi verðtímabils. Hins vegar er unnið að þvi af sjávar- útvegsráðuneytinu í samráði við Verðlagsráð sjávarútvegsins, að framkvæmt verði tilraunamat það, sem stefnt var að,“ sagði Kristján Ragnarsson. Vel heppnað mót í Neskaupstað «MBa« vsm nrfj Benóný Benediktsson hefur tapað öllum slnum skákum, en hefur engu að síður sett skemmtilegan svip á mótið með frumlegri taflmennsku — ef til VÍll of frumlegri á köflum. Morgunblaóið/ Karl Hjelm. Skák Margeir Pétursson ÞAÐ HEFUR verið hart barist hér á alþjóðlega skákmótinu í Nes- kaupstað sem hófst á mánudaginn var. Fram að þessu hefur íslend- ingunum vegnað mjög vel. Þeir Helgi, Margeir, Jóhann og Guð- mundur eru enn allir taplausir. Benóný hefur sýnt góða takta þrátt fyrir töpin þrjú og hefur að venju skemmt áhorfendum með óvenju- legri taflmennsku sinni en sumir leikir hans hafa þó verið fram úr hófi frumlegir. Hér fer á eftir skák frá mót- inu, skák Margeirs Péturssonar og McCambridge, Bandaríkj- unum. 1. umferð: Hvítt: Margeir Pétursson SvaTt: McCambridge (Banda- ríkjunum) Katalónsk byrjun 1. d4 — Rffi, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — d5, 4. g3 - Be7, 5. Bg2 — (M), 6. (V0 — dxc4, 7. I)c2 — Rc6?! Upphafið á erfiðleikum svarts. Þarna á riddarinn lítið erindi enda er 7. — a6 mun algengari leikur í stöðunni. 8. Dxc4 — Dd5, 9. Dxd5 — exd5, 10. Rc3 — Bf5, 11. Bf4 — Hac8, 12. Hfdl — Ra5 Þessi riddari á eftir að lenda í miklum erfiðleikum þarna út á kantinum, en hvítur hótaði 13. Re5 óþyrmilega. 12. — Rd8 var slæmur vegna 13. Rb5! — c6, 14. Bd6! 13. Re5 - c6, 14. Hacl — Hfd8, 15. Ka4 - Re4, 16. f3 — Rd6, 17. g4! — Bg6, 18. b3 — He8, 19. Bd2 — Bd8, 20. e3 — f6, 21. Rxg6 — hxg6, 22. Kf2 — f5? Með þessu nær svartur engu mótspili en veikir e5-reitinn. 23. h3 - Kf7, 24. Rc5 — Bf6, 25. Rd3 — Kf6 Þannig hagnýtir hvítur sér slæma staðsetningu svörtu ridd- aranna. Svartur tapar nú biskup og riddara fyrir hrók og peð. Ur- vinnslan er síðan fremur einföld fyrir hvítan. 26. — Bxc5, 27. dxc5 — Rdc4, 28. Bc3+ - KI7, 29. bxc4 — Rxc4, 30. Bd4 — b6, 31. Bfl — Hb8, 32. Be2 - Hb7, 33. f4 — Hbe7, 34. Hcl! Ef nú 34. - Rxe3? þá 35. Re5+ og vinnur skiptamun til viðbót- ar. 34. — Hh8, 35. Kg3 — b5, 36. Re5+ — Rxe7, 37. Bxe5 — a5, 38. Bd3 - Ke6, 39. h4 - Hf7, 40. h5 — gxh5, 41. Bxf5+ og svartur gafst upp. Mikil birgðasöfiiun á nauta- og svínakjöti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.