Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1984 Reyndar er Helgi Björnsson ekki einn þeirra, sem ekkert hafa að starfa í leik- listinni. f vetur hefur hann. bæði leikið hjá Alþýðuleik- húsinu í „Tilbrigði við önd“ eftir David Mamet og eins í Stúdenta- leikhúsinu. Þar lék hann Jakob í „Jakob og meistarinn" eftir Milan Kundera. Síðan er hann með lítið hlutverk í „La Traviata" í fslensku óperunni. Hann leikur í Atómstöð- inni, nýju íslenzku kvikmyndinni, sem frumsýnd var fyrir skemmstu. Auk þess (og það kem- ur kannski mörgum dálítið á óvart) syngur hann í hljómsveit, — framsækinni rokksveit. „Graf- ík“. Vitanlega getum við ekki setið á okkur og spyrjum Helga nánar útí hljómsveitarferilinn. „Ég byrjaði raunar fyrir vestan, heima á fsafirði, þegar ég var unglingur á gagnfræðaskólastig- inu. En í „Grafík" byrjaði ég fyrir um það bil einu ári og nú er ætlun- in að taka upp plötu innan skamms. Það verður töluverð vinna því svona upptökur eru seinlegar og miklar spekúlasjónir geta verið í sambandi við hvert smáatriði." Helgi smellir snældu í „græj- urnar“ því okkur langar að heyra: Dúndrandi rokkið flæðir hreint um allt og smýgur jafnvel inní okkur. Spyrjandinn, barn Rollínga (og Bítla), vogar sér ekki útí lík- amlegar tjáningar í takt við „Grafík“. (Hann hefur reyndar aldrei verið beint sleipur á því sviði. Að því er sagt er), heldur sperrir eyrun og hlustar á text- ann, sem Helgi ryður svo kunn- áttusamlega útúr sér:“ Þú ert að bögglast við að vera einhver eða eitthvað En þaö er stigið ofaná þig og þér er ýtt til hliðar og hent eins og rusli Hvað átt þú þá að gera? Segðu mér hvað átt þú þá að gera? Segðu mér hvað átt þú þá að gera? í kjölfarið rifjar aðdáandi Roll- ínga upp gömlu lögin: „Everybody Needs Somebody to Love“ og áður en varir er hann sokkinn í dún- mjúkan sófa nostalgíunnar: „You Can’t Always Get What You Want“. Og svo koma öll hin, hvert á fætur öðru. Helgi er farinn að gjóa varfærnislega augunum á gestinn, sem rífur sig uppí að spyrja: Eru þetta ekki ólík vinnubrögð, leikhús og rokkhljómsveit, jafnvel þótt hún sé „prógressíf"? Helgi samsinnir því. „Hver æfing í rokkinu skilar ekki eins miklu, stundum er þetta býsna mikið hjakk. Vinnan er kannski meira háð mómentum og hraða í sjálfu sköpunarstarfinu. Eitt lag getur jafnvel orðið til á þremur mínútum. Sköpun persónu í leiklistinni nær yfir lengra tíma- bil. Það er algengt að maður sé einar sex til átta vikur að smíða persónuna, sem maður ætlar að , túlka.“ En Helgi, Giuseppi Verdi og rokk!! „Já sennilega er hæpið að til séu meiri andstæður í tónlist en „La Travíata" og „Grafíska" rokk- ið. Hrikalegar andstæður. En þörfin fyrir að kynnast andstæð- um er óendanleg og ég lít á þær sem aflgjafa listamannsins. Mér finnst það ómetanlegt að hafa kynnst þessu hvoru tveggja. Ann- ars er maður alltaf að læra, hvað svo sem maður tekur sér fyrir hendur." Spyrjandann langar til að láta Ijóstýruna sína skína og reynir að grafa upp í huganum einhverjar þessara nútímarokkhljómvseita. Eftir nokkra umhugsun er ákveðið að hætta sér ekki útí þá sálma. Hann getur þó ekki setið á sér og Það er hægt að telja því trú um hvað sem er“ Samtal við Helga Björnsson leikara Texti: Hafliði Arngrímsson Ungur leikari í dag. Hvaða augum lítur hann framtíðina? Hvað hefur sá leikari fyrir stafni, sem hvorki leikur á fjölum Iðnó né Þjóðleikhússins? Sennilega höfum við ís- lendingar aldrei átt jafn marga og jafn efni- lega unga leikara og í dag, — og líklega aldrei jafn marga atvinnulausa leikara. Því ekki að hitta einn þessara ungu og kynnast honum örlítið. slær sér upp (að því er hann sjálf- ur heldur) á því að nefna „Spliff". Rokksveit útí heimi, — fræg og þýzk: „Alles Lúge, alles falsch, all- es Schweinerei./Wohin? Wohin?/ Nach Mexico"!! Auðvitað þekkir helgi „Spliff". Snúum okkur að leiklistinni: Við munum fyrst eftir Helga á sviði Nemendaleikhússins þegar hann lék Freder í „Sjúk æska“. Leið- indagaur, hálfgerður fasisti, sem gerði tilraunir með lifandi fólk. Verkið lýsir ráðvilltri æsku milli- stríðsáranna, andlega aðþrengdu ungu fólki. Við munum einnig eft- ir Helga í „Prestsfólkinu" og í „Miðjarðarför" Sigurðar Pálsson- ar. Við tökum eftir glampa í aug- unum á Helga þegar minnst er á „Miðjarðarför" enda kemur í ljós að það var einmitt eitt skemmti- legasta verkefni, sem hann hefur Þeir verða þannig betur undirbún- ir til að geta tekist á við sjálfstætt starf, haft eigið frumkvæði til að vinna. Sköpunarþránni, sem býr í hverju ungu leikaraefni, er ekki nægilega mikill gaumur gefinn, held ég. Þá á ég ekki við sköpun leikpersóna, heldur þörfina fyrir að koma einhverju frá eigin brjósti á framfæri. Þó má ekki gleyma að á þriðja ári fær hver nemandi sjálfstætt einstaklingsverkefni. Hann velur sér verkefni eftir eigin höfði. Það má vera hvað sem er: Upplestur, einþáttungur eða kafli úr leikriti." Hvað valdir þú? „Ég þýddi lokasenuna úr „The Hairy Ape“ eftir O’Neill. Þar er fjallað um einangrun manns í því umhverfi, sem hann lifir í. Um það þegar mannleg samskipti rofna og menn lenda í sjálfheldu, — jafn tekið þátt í, — lifandi og á ýmsan hátt nýstárlegum vinnubrögðum beitt. En voru þessi fjögur ár í leik- listarskólanum ekki frjór og skemmtilegur tími? „Mikil lifandis ósköp. Skólinn er alltaf að breytast frá ári til árs. Það er ef til vill einmitt það besta við hann hversu ört hann þróast. En fyrst ég er farinn að tala um Leiklistarskólann okkar þá hef ég velt því stundum fyrir mér hvort ekki sé lögð of rík áhersla á að framleiða leikara fyrir atvinnu- leikhúsin eingöngu, án þess að velta því fyrir sér að þeir nemend- ur, sem útskrifast úr Leiklistar- skóla íslands, ganga ekki allir beint inní atvinnuleikhús. Þess vegna mætti vera meira gert af því að þjálfa og hvetja nemendur til sjálfstæðrar vinnu í skólanum. útilokað er að halda áfram á sömu braut og að snúa við. Og það reyn- ir einmitt á manns eigin listræna þroska, þegar fengist er við svona verkefni. Þarna fá nemendur virkilega tækifæri til að reyna í sér þolrifin og virkja hugmynda- flugið." Spyrjandinn grípur orðið hug- myndaflug á lofti og smíðar spurningu: Er ekki eitt aðalhlut- verk leikhússins að virkja hug- myndaflugið? „Jú það má kannski segja það og satt að segja þá sakna ég þess þáttar í leikhúsum. Tíðarandinn er þannig í dag að bókstaflega allt er lagt uppí hendurnar á fólki, til- búið til neyslu. Þess vegna er það ennþá brýnna að leikhúsið sinni þessu hlutverki, að þroska og þjálfa ímyndunarafl fólks. Mér þótti einmitt svo upplífgandi að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.