Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1984 m/ • Tuninn hófst fyrir 50.000 árum um að verða ljóst, hve þýðingar- mikill þáttur æðasláttur væri við úrskurð læknis um heilbrigðis- ástand sjúklingsins eða á hvaða stigi sjúkdómur hans væri. Þeir tóku að nota pendúl við að telja æðaslög sjúklinga, en þessi lækn- apendúl! varð síðar grundvöllur klukkukólfsins eins og við þekkj- um hann enn þann dag í dag. Drjúgum seinna var svo farið aí taka upp miðtíma innan vissra — 15° lengdarbauga breiðra — tíma belta, sem við notum nú á dögum Greenwich-tíma, mið-evrópskai tíma o.s.frv. Á meginlandi Evrópi voru það framar öðru lestaráætl anir á langleiðum, sem ýttu mjöf undir ákvarðanir ráðamanna aí innleiða slík tímabelti, þar sem áætlunartíma mjög margra landa þurfti að samræma, svo ekki kæmi til vandræða í samgöngumálum álfunnar. Og þá víkur sögunni til nýjustu tíma, þess tímaskeiðs, sem við lif- um núna á. Við upphaf 20. aldar tók gildi einn og sami tíminn fyrir allan heiminn. Og hvernig skyldi sá tími svo vera ákvarðaður? Áður en tekið var að smíða kjarnorku- knúnar klukkur, var heimstíminn ákvarðaður með risavöxnum sjón- aukum, er þannig voru útbúnir, að örfínn þráður var strengdur þvert yfir sjónglerin. Á þennan hátt var hægt að greina á hvaða sekúndu- broti himintungl færðist yfir há- degisbaug jarðar, sem er í hásuðri frá hverjum mælingarstað. Að því er sjálfa sólina varðar, reiknast sá tími, sem það tekur hana að fara tvisvar yfir hádegisbaug einn sól- arhringur. En sökum þess, að á einum sól- arhring hefur jörðin ekki einungis snúizt um sjálfa sig einu sinni heldur einnig haldið áfram förinni á sínum sporbaug, er okkar „borg- aralegi tími“ ekki í fullu samræmi við „stjörnutímann“, sem ríkir í himinhvolfinu. Mismunurinn nemur um það bil tveimur mínút- um á dag. Hinn „opinberi“ tími hefur hins vegar alla tíð, allt fram á vora daga, miðast við stjarnhimininn. Einn snúningur jarðar verður á 24 klukkustundum og kallast einn almanaksdagur. Ein hringferð jarðar um sólu tekur 365V* daga og er eitt ár. í þessari gerð tímans felst hins vegar blekking, sem þó kann vel að hafa gagnað mönnunum við að sætta sig fremur öldum saman við forgengileika allra hluta. Tímahugtak Galileis Hvað gerist, þegar einn dagur er liðinn? Nýr dagur hefst. Hvað tek- ur við af vetrinum? Vorið. Þannig er hringrás náttúrunnar háttað. Það þurfti snilling til þess að sýna mannkyninu fram á, að gangur himintunglanna marki að vísu N Á TTÚRUVÍSINDI OG ENNINGA RSA GA M itóUi- jy -tu :! V ' m o • B sveiflukvarts; resonator; stjórnunarstraumur jöfnuö radíóbylgja; Caesium- ofn; segulsviös-spóla; segulsviðs-spóla; | Reaonatar "| L * * 74* * :.«• »■■ < •» orkustig hátt; lágt > h* * > r > orkurík atóm flokkuð frá; orkurýr atóm flokkuö frá; gangráöur klukkustundir, daga og ár, en gangur reikistjarnanna um him- inhvolfið er samt sem áður ekki tíminn. Ennþá er okkur ekki orðið að fullu ljóst hvílíku áfalli mannkyn- ið varð þar með í rauninni fyrir, varðandi skilning sinn á eðli tím- ans. í þessu sambandi ber hæst nafn hins mikla snillings: Galileos Galilei (1564—1642). Það er á allra vitorði, að Galilei er einn af þeim, sem fyrstur manna smíðaði not- hæfan sjónauka; hann uppgötvaði fylgihnetti Júpíters og var aðal- piersónan í alræmdum trúvill- ingaréttarhöldum, sem enduðu með því, að þessi snilldarhugsuður var brenndur á báli. Hitt er aftur á móti minna þekkt, að Galilei gjörbreytti skiln- ingi manna á sjálfu eðli tímans með því að koma fram með alveg nýja fræðilega vitneskju í þeim efnum. Til skýringar á þessum nýju viðhorfum sínum til tímans, notaði hann einfalda tilraun með kúlur, sem hann lét velta á ofurlít- ið skáhöllu bretti. Galilei gat sýnt fram á, að innan viss tíma rúlla kúlurnar vissa vegalengd, en það er eitt, sem þær fást aldrei til að gera — þær koma aldrei til baka;1 þær renna alltaf niður í móti. Það I er sem sagt ekki á vaidi tímans að snúa hreyfingum þeirra við. Sérfróðir menn tala nú á dögum um „þráðbeint tímahugtak". Það sem þeir eiga við með því er þetta: Hinn hringlaga tími, tími hring- rásanna og hins eilífa nýja upp- hafs var á enda. í hverju er mismunurinn á beinni línu og hringi fólginn? Hringurinn hefur engan endi, en bein lína byrjar einhvers staðar og endar líka einhvers staðar. Á nýjan leik stóð maðurinn sem sagt frammi fyrir nýrri byltingu að því er tímann varðar. Aftur færði þessi bylting honum miklar hagsbætur, en aftur varð hann líka að greiða fyrir þær með ærn- um sársauka. Með hinni nýju vitn- eskju um tímann kom fram á sjón- arsviðið í Evrópu ný manngerð, og þessi nýi Evrópumaður, sem sprottinn var upp úr jarðvegi, er hinar miklu umbreytingar fyrir fjögur eða fimm hundruð árum skópu í álfunni, tók í æ ríkari mæli að líta á sig sem einstakling. En einmitt í því felast bæði já- kvæð viðhorf óg einnig að nokkru leyti neikvæð. Einstaklingurinn og alræöi tímans Til hinna jákvæðu þátta þessara viðhorfa verður að telja: Einstakl- ingurinn er orðinn yfirbjóðandi og stjórnandi lífs síns, sem hann þá tekur sjálfur ákvarðanir um. Hann er líka orðinn einstakur sem slíkur, og af því að hann er orðinn einstakur, er hann á hinn bóginn líka — og það er hið neikvæða í þessum viðhorfum — einn og ein- angraður í tilveru sinni. Þessi ein- staklingur lifir lífinu í þröngum heimi ára, mánaða, vikna, daga, klukkustunda, mínútna, sekúnda, tíunda hluta, hundraðasta, þús- undasta hluta sekúndu. Maður þarf ekki að vera neinn sálfræðingur til þess að gera sér ljóst, að það er álagafjötur tím- ans, sem reynist vera meginuppi- staðan í lífi okkar nú á dögum. Við látum tímann ráðskast með okkur. Hann ákveður, hvenær við hefjum vinnuna og hvenær störfum okkar lýkur. Hann ákvarðar manni stund og stað. Hann mælir afköst okkar. Á ólympíuleikunum í Sar- ajevo fyrir skemmstu voru afrek íþróttafólksins mæld af slíkri nákvæmni, að nam allt að þúsund- asta hluta úr sekúndu. Þess háttar nákvæmnismæling á frammistöðu íþróttamanna var í fyrsta skipti viðhöfð á Ólympíuleikunum í Kanada árið 1972. Þá var tími sundmanna í hinum ýmsu grein- um mældur með þúsundasta hluta úr sekúndu. Síðar kom þó í ljós, að brautirnar í keppnislauginni voru bara alls ekki jafn langar. Mis- munurinn milli lengstu og stystu brautarinnar reyndist langtum meiri en sú vegalengd, sem sund- maður gat komizt á þúsundasta hluta úr sekúndu. Því styttri tímalengd, sem farið er að mæla, því harðneskjulegar sem tíminn ráðskast með líf okkar, þeim mun brýnna verður að finna svarið við spurningunni: Hvað er tími? Hann hlýtur að koma einhvers staðar að, það hlýt- Atómklukka Mestu máli skiptir þaö sem ger- ist í svonefndum resonator. Gegnum hann streyma atóm úr málminum caesium, sem látinn er gufa upp í ofninum (til vinstri). Aö ofan berast niöur í resonator- inn orkuríkar radíóbylgjur, sem myndaðar eru af sveiflukvartsi (SIO2). nákvæmni þessa tíma- mælis felst íþví, að kvartsiö sveiflist meö jafnri tíöni — 9192631770 sinnum á sekúndu. Aöeins viö þessa sveiflutíðni geta caesiumatómin tekið viö orkubylgjunum. Þau lenda við það í „uppnám". Sóu þaö mörg caesiumatóm, sem ekki taka viöbragö, verður gangráöurinn þess var: Klukkan gengur skakkt. Hann stillir þá aftur strauminn, sem stjórnar kvartssveiflunum. ur eitthvað að búa að baki honum. Rás tímans hlýtur að hafa ein- hvern skynsamlegan tilgang. Nú á dögum rekur víst fæsta kristna menn orðið minni til þess, að á fyrsta kirkjuþingi sögunnar, sem haldið var árið 325 í bænum Nizaeu í Litlu-Asíu, bar einnig all- mikið á þeim deilum, sem þá voru uppi manna á meðal um réttan skilning á tímanum. í trúar- játningu þeirri, sem samþykkt var á umræddu kirkjuþingi, er komizt svo að orði, að Jesús Kristur hafi „holdgast af Guði á undan öllum tímaskeiðum“. Af þessu sézt greinilega, að maðurinn hefur að minnsta kosti á sviði trúarlífs síns, veitt ánauð tímans verulega mótspyrnu. Þegar svo öld náttúruvísind- anna gekk í garð undir lok 18. og í byrjun 19. aldar, urðu breyttur hugsunarháttur og ný viðhorf manna, einkum á svonefndu upp- lýsingatímabili, þess valdandi, að trúarþrögðin og trúrækni skipuðu ekki lengur öndvegi í hugum alls almennings. Einnig má líta á „upþlýsingatímabilið" sem af- sprengi tímans eða öllu heldur þeirrar tímavitundar, sem plagar nú á dögum svo margt fólk. í heimi umróts og breytinga virtist aðeins vera til ein einasta óhagg- anleg stærð, eitthvað traust bjarg og algjörlega áreiðanlegt, sem enginn og ekkert megnaði að hrófla við: Einn dagur er einn dag- ur, ein klukkustund er ein klukku- stund, ein mínúta er ein mínúta, eitt ár er og blífur eitt ár. Hin jákvæða hlið þessara staðreynda var í því fólgin, að í tímanum virt- ist þó að minnsta kosti felast hið bjargfasta, óumbreytanlega. Tíminn reynist teygjanlegt hugtak Síðasta áfallið, sem vitund manna um eðli tímans hefur hingað til orðið fyrir, kom yfir mannkynið eins og. þruma úr heiðskíru lofti. Hér er átt við af- stæðiskenningu þá, sem eðlisfræð- ingurinn og stærðfræðingurinn Albert Einstein birti fyrst árið 1905. Engin einstök fræðikenning á sviði náttúruvísinda hefur hlotið jafn fjandsamlegar móttökur og verið jafn rækilega misskilin og afstæðiskenning Einsteins, en í rauninni byggist sá hugsanaferill, sem liggur á bak við fræðikenn- inguna, á mjög svo einföldum 1 grundvelli. Það var tveimur bandarískum vísindamönnum, þeim Albert Michelson og Robert Morley, sem nokkru áður hafði tekizt að sanna með þaulskipu- lagðri tilraun, að ljósið fer alltaf á sama hraða — gildir þá einu, hvort það er sent út frá jörðu með sömu stefnu og snúningsstefna jarðar eða í einhverja aðra átt. Fram að þeim tíma hafði almennt verið álitið, að Ijósgeisli hlyti, á svipaðan hátt og bolti sem er kast- að út úr bifreið á ferð, að berast á mun meiri hraða, ef hann væri sendur út í sömu átt og snún- ingsstefna jarðar, en ef hann væri sendur út í aðrar áttir, af því að snúningshraði jarðar hlyti þá að bætast við snúningshraða ljóssins sjálfs. En mælingarnar sýndu hins vegar, að þeir ljósgeislar, sem beint var í aðrar áttir, höfðu ná- kvæmlega sama hraða og þeir ljósgeislar, sem sendir voru út í snúningsstefnu jarðar. „Ráögátan tíminn“ eins og spænski málarinn Salvador Dali sýnir fyrir- brigöiö. Tíminn bráönar eins og vax á milli fingra okkar eins og vax-úrin á myndinni tákna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.