Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1984 ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Tekizt á um friðarfræðslu: Hefja skal frið í heimaranni „Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að hefja undirbún- ing að frekari fræðslu um friðarmál á dagvistarstofnunum, í grunnskólum og framhaldsskólum landsins. Markmið fræðslunnar verði að glæða skilning á þýðingu og hlutverki friðar og rækta hæfileika til þess að leysa vandamál án ofbeldis og leita friðar í samskiptum einstaklinga og þjóða.“ Þannig hijóðar tillaga, flutt af þingmönnum úr öllum þingflokk- um, sem rædd var á Alþingi 20. og 22. marz sl. Kennsla í alþjóða- stjórnmálum „Mér virðist sem svo að í þessari þingsályktun sé í rauninni verið að fara fram á það, að grundvall- aratriði alþjóðastjórnmála verði kennd í skólum. Það er talað um að auka fræðslu um friðarmál, eins og það er orðað, en það er alveg ljóst, að friðarmál verða ekki skilin úr samhengi við orsak- ir átaka, þannig að um er að ræða þessar hefðbundnu spurningar í alþjóðastjórnmálum um stríð og frið, þ.e.a.s. hverjar eru orsakir vopnaðara átaka og í framhaldi af því, hvaða leiðir eru vænlegastar til að koma í veg fyrir þau.“ Það er Gunnar Gunnarsson, kennari í alþjóðastjórnmálum við Háskóla íslands og starfsmaður öryggismálanefndar, sem þannig komst að orði, er hann var spurð- ur um framangreinda tillögu. Hann sagði áfram: „í sjálfu sér hafa þessar spurn- ingar alla tíð verið miðpunktur rannsókna í alþjóðastjórnmálum. Komið hafa fram ýmsar kenning- ar og menn hafa mjög mismun- andi afstöðu og viðhorf til þeirra. Jafnframt er ljóst að hverskonar fræðsla um þessi mál hlýtur að krefjast þess, að grundvallaratrið- um í alþjóðastjórnmálum séu gerð skil. Það er að segja, að hún yrði að fela í sér, að grein yrði gerð fyrir uppbyggingu og eðli hins al- þjóðlega samfélags og hreyfiöflum milliríkjasamskipta almennt. Mér þykir góðra gjalda vert að efla fræðslu í alþjóðastjórnmálum, þó ég verði að segja eins og er, að ég er ekki viss um að sú fræðsla eigi heima í dagvistarstofnunum og í grunnskólum, eins og það er orðað í þingsályktunartillögunni...“ Þessi orð eru íhugunar verð. Friður, frelsi og mannréttindi Minnihluti þjóða og mannkyns býr að lýðræði, þingræði og mannréttindum, eins og við Vest- urlandabúar skiljum þessi hugtök Það er frumskylda hverrar sjálfstæðrar þjóðar að tryggja fullveldi sitt og öryggi út á við, í viðsjálum heimi, og almenn þegnréttindi inn á við. Varnar- bandalag lýðræðisþjóða, Atlants- hafsbandalagið, er samátak til að gegna þessari frumskyldu. Þetta varnarbandalag hefur tryggt frið í okkar heimshluta frá lyktum síð- ari heimsstyrjaldar, eða í fjóra áratugi. Á sama tíma hafa hátt i tvö hundruð styrjaldir, af mis- munandi stærðargráðum, verið háðar í öðrum heimshlutum. Tvær heimsstyrjaldir hafa gengið yfir mannkyn á þessari öld. Þeir hildarleikir vóru ekki sízt háðir í Evrópu. Segja má, hvort sem mönnum þykja þær stað- reyndir ljúfar eða leiðar, að Bandaríkin hafi jafnoft bjargað lýðræðinu í Evrópu, og raunar á plánetunni Jörð. Þessar sögulegu staðreyndir eru baksviðið að stofnun NATO. Það samátak var tilraun til að bregðast rétt við í ljósi dýrkeyptrar reynslu. Friðarhreyfingar, sem börðust fyrir einhliða afvopnun á fjórða áratugnum, ólu á værukærð og varnarleysi lýðræðisþjóða. Vissan um þessa værukærð og þennan veikleika var helzta kveikjan að stðari heimsstyrjöldinni, en hún kostaði tugi milljóna mannslífa. Ef varnarbandalag, hliðstætt NATO, hefði verið þá til staðar, standa líkur til, að síðari heim- styrjöldin hefði ekki verið háð. Hlutleysi var táknorð öryggis í munni margra stjórnmálamanna á fjórða áratugnum. Danmörk, Noregur og Island völdu þessa „ör- yggisleið". Hún leiddi til hernáms þeirra allra. Reynslunni ríkari gerðust þessi ríki stofnaðilar Atl- antshafsbandalagsins. Þjóðfélagsgerð þingræðis og lýðræðis er síður en svo fullkomin. Þrátt fyrir það er hún bezti kost- urinn. Lýðræðið er í eðli sínu leið til að leysa ágreining á friðsam- legan hátt, án ofbeldis. Það felur jafnframt í sér möguleika til að þróast friðsamlega, frá annmörk- um sínum, fyrir meirihlutaáhrif fólks í frjálsum, leynilegum kosn- ingum. Hvort sem litið er til al- mennra lífskjara eða almennra mannréttinda ber það höfuð og herðar yfir þjóðfélagsgerð sósial- isma og hagkerfi marxisma. Það felur í sér verðmæti, sem eru hluti af menningararfleifð Vesturlanda, og verð varðveizlu, já, og kynn- ingar þeim er erfa landið. Friðarfræðsla á dagheimilum og í grunnskólum Guðrún Agnarsdóttir, þingmað- ur Samtaka um kvennalista, mælti fyrir tillögu þeirri, sem tí- unduð er í upphafi bréfs. Henni fórst framsagan vel — og engin ástæða er til að efast um velvilja hennar né annarra flutnings- manna. Rökin vóru hefðbundin: Þrjú NorAurlönd, Danmörk, Noregur og ísland, sem öll höfðu valið leið hlutleysis til „öryggis“, vóru hernumin; Danmörk og Noregur af Þjóðverjum, ísland af Bretum. Þau gerðust öll stofnaðilar Atlantshafsbandalags upp úr síðari heimsstyrjöldinni. í þeirri styrjöld, eins og hinni fyrri, björguðu Banda- ríkin lýðræðinu í Evrópu. Frá stofnun NATO hefur ríkt friður í okkar heimshluta, í fjóra átatugi. Myndir þær, sem hér fylgja, eru teknar úr bókinni „The Lion and the White Falcon/ Britain and Iceland in the World War II Era“, eftir Donald F. Bittner. Efri myndin sýnir W. Churchill í Reykjavík 1944, sú neðri yfirmenn brezks hernámsliðs á Islandi 1940. 1) Vígbúnaður stórveldanna verð- ur hættulegri frá ári til árs. 2) Hann nærist af óttanum og óvinaímyndinni. 3) Ráðamenn heims eru læstir inn í vítahring vígbúnaðar. 4) Þjóðir heims verja risafjárhæðum til hermála, sem betur væru komnar í baráttu gegn fátækt og sjúkdómum. 5) Breyta þarf hugsunarhætti og viðhorfum; friðarfræðsla til barna og ungl- inga er þáttur þess. Allt hljómar þetta vel, en hvert mál hefur minnst tvær hliðar. f fyrsta lagi er ríkari þörf frið- arfræðslu, þar sem hergagnaiðn- aður er helzt atvinnugreina og vígtólum er pukrunarlaust beitt, heldur en í vopnlausu þjóðfélagi, sem aldrei hefur stigið á strá ann- arra þjóða, hernaðarlega séð. í annan stað hefur óvíða náðst meiri árangur í baráttu gegn fá- tækt og sjúkdómum en í þeim ríkj- um V-Evrópu og N-Ameríku, sem mynda Atlantshafsbandalagið. Fátækt og sjúkdómar þriðja heimsins, sem fyrst og fremst eiga rætur í fáfræði og vanþróuðum at- vinnuvegum, kalla vissulega á hjálp, einkum á sviði menntunar, tæknivæðingar og heilsugæzlu. Því kalli þarf vissulega að sinna. Mörg þessara vanþróuðu ríkja þriðja heimsins hafa tekið um marxíska stjórnarhætti, sem fært hefur þeim her og herforingja- stjórnir, en hvorki brauð né mannréttindi, því miður. Halldór Blöndal, alþingismaður, gagnrýndi frummælanda fyrir að leggja Bandaríkin og Sovétríkin að jöfnu, Atlantshafsbandalagið og Varsjárbandalagið. Annarsveg- ar bandalag til varnar lýðræði, þingræði, almennum mannrétt- indum og vestrænni menningar- hefð; hinsvegar flokksstýrt lög- íslenska hljómsveitin: „Tónlist á tyllidögum“ Tvö íslensk verk frumflutt íslenska hljómsveitin heldur tónleika í Gamla bíói þriðjudaginn 27.mars, kl. 20.30. Bera þeir yfir- skriftina „Tónlist á tyllidögum". Sérstakur gestur tónleikanna verður Svíinn Bo Maniette og mun hann flytja tónverkið Hr.Frankenstein eftir austur- ríska tónskáldið H.K.Gruber. Þá verða frumflutt tvö íslensk tón- verk sem bæði voru samin að til- hlutan hljómsveitarinnar í vetur. Hið fyrra er eftir Atla Ingólfsson og heitir Negg, en hið síðara er Hinn ungi tónsmiður Atli Ingólfs- son. eftir Pál P. Pálsson og kallar hann verk sitt Tónlist á tyllidög- Páll P. Pálsson um. Auk ofangreindra verka leik- ur hljómsveitin Dansa frá Vín- arborg eftir Strohmayer og Jo- hann og Josef Schrammel og Keisaravals Johanns Strauss yngri í útsetningu Arnold Schön- bergs. Stjórnandi á þessum tón- leikum verður Guðmundur Em- ilsson. í frétt frá hljómsveitinni um tónleikana segir m.a: „Sænski háðfuglinn Bo Maniette starfar við óperuhúsið í Gautaborg bæði sem leikari og söngvari og hefur hann sérstaklega lagt sig eftir flutningi á verkum í trúbadorstíl. Tónverkið Hr. Frankenstein, sem þykir í fyndnara lagi, hefur farið sigurför um tónlistarheiminn að undanförnu og verður flutt í alls níu borgum í Evrópu í þessum mánuði. Höfundur verksins H.K, Grubner er fæddur í Vínarborg 1943. Tónlistarhæfileikana fékk hann í vöggugjöf frá forföður sín- um, Franz Xaver Gruber, þess er samdi hið hugljúfa jólalag Heims um ból. Hæfileikarnir tryggðu honum snemma þátttöku í Vínar- drengjakórnum, en síðan hóf hann nám í hljóðfæraleik, tón- smíðum og dansi við tónlistarhá- skóla borgarinnar. Hann er nú í framvarðarsveit austurrískra tónskálda. Atli Ingólfsson er aðeins rúm- lega tvítugur að aldri. Hann hóf tónlistarnám sitt í Tónlistarskóla Njarðvíkur en lauk burtfarar- Gestur tónleikanna á þriðjudag er Svíinn Bo Maniette, hér í gervi Dracula, en hann mun flytja tón- verkið „Hr. Frankenstein".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.