Morgunblaðið - 25.03.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MARZ 1984
37
Misskilningur leiðréttur
Um skattamál samvinnufélaga, hlutafélaga og Miklagarðs
eftir Erlend
Einarsson
Um skattamál samvinnufélaga,
hlutafélaga og Miklagarðs
Málefni samvinnuhreyfingar-
innar eru nú einu sinni sem oftar
til umræðu á síðum Morgunblaðs-
ins.
Að venju andar köldu í garð
samvinnumanna í skrifum þess-
um, líkt og verið hefur í Morgun-
blaðinu áratugum saman. Sýnist
samvinnuhreyfingin fá svipaða
meðferð í þessu ágæta blaði og at-
vinnurekendur fá almennt í Þjóð-
viljanum. Er það fróðlegt til íhug-
unar fyrir fordómalítið fólk.
Ekki verður ljóslega ráðið hver
sé orsök þeirrar skæðadrífu sem
nú stendur yfir, en ýmislegt bend-
ir til þess að ný og glæsileg versl-
unarmiðstöð við Sund sem reist
var áf samvinnumönnum til þjón-
ustu fyrir reykvíska neytendur
valdi þar nokkru um. í þeirri um-
ræðu ber lítið á umhyggju fyrir
hag neytenda, en Mikligarður hef-
ur sannarlega orðið til að lækka
verulega vöruverð á Reykjavík-
ursvæðinu. í stað þess er gerð til-
raun til að gera rekstrarfyrir-
komulag Miklagarðs tortryggilegt.
Tel ég nauðsynlegt að fara um
það mál nokkrum orðum jafn-
framt því að gera að umtalsefni
annan langvarandi misskilning
um skattfríðindi samvinnufélag-
anna sem blandast hefur inn í þá
umræðu.
Um Miklagarð
Kaupfélögin sem stóðu að stofn-
un Miklagarðs hafa nú þegar um-
fangsmikinn verslunarrekstur á
sinni könnu. Mikligarður var
hugsaður sem viðbót við mark-
aðshlut félaganna en einnig og
ekki síður sem tækifæri fyrir um
21.000 félagsmenn viðkomandi
kaupfélaga til þess að gera enn
hagkvæmari innkaup en áður. Það
þótti því betur við hæfi að kaup-
félögin stæðu beint og með ótak-
markaðri ábyrgð að rekstri Mikla-
garðs, í stað þess að gera það að
hlutafélagi með takmarkaðri
ábyrgð. Að forminu til var því
ákveðið að Mikligarður yrði sam-
eignarfélag viðkomandi kaupfé-
laga og Sambandsins og er hlutur
Sambandsins 30%.
Samkvæmt lagaákvæðum um
sameignarfélög geta eigendur
ákveðið sjálfir í félagssamningi
hvort félagið sé sjálfstæður skattað-
ili eða ekki og gildir sú heimild um
öll sameignarfélög. Meginreglan er
sú að sameignarfélög eru ekki
sjálfstæðir skattaðilar, en hins veg-
ar ef þau æskja hins gagnstæða
skal það tilkynnt sérstaklega. Nýj-
ustu dæmin um sameignarfélög
auk Miklagarðs, sem ekki eru
sjálfstæðir skattaðilar, eru Kred-
itkort sf. sem eru í eigu Útvegs-
banka íslands, Verslunarbankans
og þriðja fyrirtækis og VISA-
Island sem er í eigu 5 banka, þar
af tveggja ríkisbanka.
f ljósi þess hvernig til rekstrar
Miklagarðs var stofnað og fyrr
hefur verið lýst þótti ekki ástæða
til að víkja frá meginreglu laga
um þetta efni. Það er hins vegar
rangt að slíkt þýði að fyrirtækið
borgi ekki skatta til jafns við aðra.
Sú ákvörðun að félagið sé ekki
sjálfstæður skattaðili þýðir ein-
faldlega að tekju- og eignaskattar
þess eru lagðir á eignaraðila.
ÖIl önnur gjöld eru greidd beint
af félaginu sjálfu, þar á meðal að-
stöðugjald sem vegur langþyngst í
sköttum verslunarfyrirtækja og
rennur til viðkomandi sveitarfé-
lags sem í þessu tilviki er Reykja-
víkurborg. Hvort slíkt gjald sé
hins vegar í samræmi við þá þjón-
ustu sem Reykjavíkurborg veitir
fyrirtækinu skal ósagt látið en
ekki verður sagt að borgaryfirvöld
hafi beinlínis lagt sig fram um
þjónustu við fyrirtækið, samanber
lokun útkeyrslu frá lóð þess. Um
það mál mætti hafa fleiri orð þó
það verði ekki gert hér.
Hins vegar er ljóst að jafnvel
þótt tekju- og eignaskattar væru
lagðir í framtíðinni á fyrirtækið
sjálft myndu slíkir skattar vart
nema stórum fjárhæðum. í fyrsta
lagi vegna þess að almennt eru
tekjuskattar fyrirtækja óveru-
legur hluti skattheimtu hér á
landi eins og ég vík nánar að síðar.
í öðru lagi vegna þess að Mikli-
garður er ekki hugsaður sem
gróðafyrirtæki heldur mun verða
lögð áhersla á að selja vörur til
neytenda á sem lægstu verði og í
þriðja lagi hvað varðar skatta á
eignir fyrirtækisins þá er fyrir-
tækið í leiguhúsnæði og eignir
þess fyrst og fremst í lausafé eins
og innréttingum. Er ekki fyrir-
sjáanlegt að nettóeign þess sem
myndar eignarskattstofn muni á
næstu árum nema neinum þeim
fjárhæðum sem skipta máli í
þessu sambandi.
Fyrrgreindar vangaveltur eru
hins vegar í mínum huga þarf-
lausar. Mergurinn málsins er sá
að til Miklagarðs er stofnað sam-
kvæmt ákvæðum laga um sam-
eignarfélög og fylgt meginreglu
þeirra laga um skattalega stöðu
þess félagsforms. Tilraunir til að
gera slíkt tortryggilegt eru byggð-
ar á vanþekkingu eða misskilningi
nema hvort tveggja sé og hljóta að
dæma sig sjálfar.
Um skattamál sam-
vinnufyrirtækja almennt
Andstæðingar samvinnuhreyf-
ingarinnar mikla mjög fyrir sér
„Sýnist mér að Alþingi
þurfi að huga gaumgæfi-
lega að því, hvort umrædd-
ar breytingar muni ekki
ívilna hlutafélögum óeðli-
lega mikið í samanburði
við önnur félagsform,
þ.á m. samvinnufélög,
verði frumvörp þessi að
lögum.“
það hagræði sem samvinnufélöjjin
hafi af því að mega endurgreiðá
félagsmönnum sínum hluta af
tekjuafgangi í formi afsláttar af
viðskiptum áður en tekjuskattur
er á lagður. Sérstaklega blæðir
þeim það í augum að samþykkja
megi að leggja veittan viðskipta-
afslátt til félagsmanna sem sér-
eign hvers og eins á stofnsjóðs-
reikninga þeirra.
Nú er það svo að réttlæti næst
ekki alltaf með því að láta ná-
kvæmlega sömu reglur gilda um
alla hluti án tillits til aðstæðna.
Mismunandi skattaákvæði um
hlutafélög og samvinnufélög
endurspegla fyrst og fremst eðlis-
mun á þessum tveimur félags-
formum sem gera ókleift að beitt
sé sömu skattareglum. í því sam-
bandi er rétt að undirstrika að í
samvinnufélögunum er ekki um
neitt innborgað áhættufjármagn
(hlutafé) að ræða. Af því leiðir að
samvinnufélögin geta ekki nýtt
sér skattívilnanir hlutafélaga
varðandi arð og jöfnunarhluta-
bréf. Sama má segja um afsláttar-
heimildir samvinnufélaganna,
þær henta ekki hlutafélögunum
þar sem félagsréttindi í hlutafé-
lögum eru bundin við fjármagnið,
áhættufé eigendanna, en ekki
þátttöku í starfseminni, þ.e. um-
fang viðskipta líkt og í samvinnu-
félögum. Þrátt fyrir þennan mis-
mun og mismunandi skattákvæði
er að sjálfsögðu sanngirnismál að
þegar upp er staðið greiði mis-
munandi félagsform sambærilega
skatta. Við teljum að svo sé enda
hefur aldrei verið sýnt fram á það
með rökum að samvinnufélög
greiði minni skatta en hlutafélög.
Samanburður á sköttum þess-
ara tveggja félagsforma er hins
vegar nokkuð flókinn og engin tök
á að gera grein fyrir slíku í stuttri
blaðagrein. Því mun ég ekki
þreyta lesendur með löngum skýr-
ingum þar að lútandi. Óþarft ætti
hins vegar að taka fram að hvað
aðra skatta varðar en tekjuskatt-
inn gilda nákvæmlega sömu
ákvæði um samvinnufélög og
hlutafélög og einnig að skattstigar
tekjuskatta eru að sjálfsögðu þeir
sömu. Á því er hins vegar rétt að
vekja sérstaka athygli að á næst-
unni kann að verða umtalsverð
breyting á skattalegri stöðu hluta-
félaga en þar á ég við þau frum-
vörp sem nú liggja fyrir Alþingi,
sem fyrirsjáanlega munu stór-
bæta hag hlutafélaga og eigenda
þeirra, verði þau að lögum.
Frumvörp þessi gera ráð fyrir
að hlutafélög geti dregið frá tekj-
um sínum 10% arð án tillits til
afkomu ársins, þ.e.a.s myndaö
skattalegt tap ef tekjuafgangur við-
komandi árs nægir ekki fyrir
arðgreiðslum. Jafnframt verður
x allur arður skattfrjáls hjá ein-
staklingunum sem félögin eiga, þó
að hámarki 50 þúsund krónur hjá
hjónum. Hlutafjáreign að fjárhæð
500 þúsund krónur hjá hjónum
verður eignarskattfrjáls en með
útgáfu jöfnunarhlutabréfa má í
flestum tilfellum þannig til haga
að félögin verði einnig eigna-
skattfrjáls. Er þó ótalið það ákvæði
að innleiða skattfrádrátt fyrir það
fé sem varið er af einstaklingum
til hlutabréfakaupa eða lagt til
stofnfjárreikninga einstaklings-
fyrirtækja.
Sýnist mér að Alþingi þurfi að
huga gaumgæfilega að því hvort
umræddar breytingar muni ekki
ívilna hlutafélögum óeðlilega mik-
ið í samanburði við önnur félags-
form þ.á m. samvinnufélög, verði
frumvörp þessi að lögum.
Um tekjuskatta félaga
í umræðum um tekjuskatt fé-
laga og samanburð milli einstakra
félagsforma gleymist oft að tekju-
skattar eru aðeins lítill hluti allr-
ar skattheimtu í landinu.
Ef til vill gefa eftirfarandi tölur
innsýn inn í stærð þess deiluefnis
sem hér er á ferðinni.
Samkvæmt fjárlögum ársins
1984 nema tekjuskattar einstakl-
inga og félaga aðeins 13% af allri
skattheimtu ríkisins eða ca. 2,4
milljarðar kr. af 18,3 milljörðum.
Þar af eru hins vegar tekjuskattur
félaga aðeins 335 m.kr. eða 1,8% af
heildarsköttum ríkisins.
Til samanburðar má geta þess
að gert er ráð fyrir að söluskattur
nemi 7,3 milljörðum kr. eða 40'.?
af tekjum ríkissjóðs á þessu ári.
Er almennt viðurkennt, þar á
meðal af Þjóðhagsstofnun, að sá
skattur innheimtist illa og e.t.v. er
sú fjárhæð sem ríkissjóður fer þar
á mis mun hærri en allur tekju-
skattur félaga í landinu. Sam-
kvæmt yfirlýsingum forsætisráð-
herra í vikunni stendur til að stór-
herða eftirlit með innheimtu þess
skatts. Er það vel og verður fróð-
legt að fylgjast með hvernig til
tekst.
Samkvæmt reikningum kaupfé-
laganna fyrir árið 1982 (1983 ligg-
ur ekki fyrir) námu innstæður á
stofnsjóðsreikningum félags-
manna um 1% af heildarefnahag
allra félaganna eða innan við 30
m.kr.
Til samanburðar væri fróðlegt
að vita hvað uppsafnaður frá-
dráttarbær arður allra hlutafé-
laga í landinu t.d. síðustu 10 ár, og
þá eftir útgáfu jöfnunarhluta-
bréfa og áður en tekjuskattur væri
á lagður, hefði numið háum fjár-
hæðum. í framhaldi af því geta
menn svo dundað sér við að reikna
og gera samanburð á skattaíviln-
unum hlutafélaga og samvinnufé-
laga.
Lokaorð
Samvinnufélög og einkafyrir-
tæki eiga víða í samkeppni og er
það vel enda þótt samkeppnin sé
víða meiri milli einkafyrirtækj-
anna sjálfra. Einkaframtaksmenn
sjá nú miklum ofsjónum yfir
framgangi samvinnufélaganna.
Það er miður. Verra er þó þegar
leitað er skýringa á framgangi
samvinnufélaganna í heilaspuna
sem ekki á við nein rök að styðjast
og forsvarsmenn kaupmanna bera
síðan gagnrýnislaust á borð í
opinberri umræðu. Slíkt hjálpar
hvorki kaupmönnum né öðrum, en
veldur hins vegar óþarfa deilum
sem best er að forðast í okkar litla
samfélagi.
Eg vil í fullri vinsemd benda
mönnum á, að framgangur sam-
vinnuhreyfingarinnar liggur ekki í
einhverju ímynduðu skattahag-
ræði samvinnufélaga heldur fyrst
og fremst í eðli samvinnunnar
sjálfrar, í grundvelli samvinnu-
stefnunnar þar sem einstaklingar
og félög leysa með samvinnu og
sameiginlegu átaki verkefni líð-
andi stundar. Gerðu menn sér það
ljóst þarf ekki að leita langt yfir
skammt til skýringa á stöðu sam-
vinnuhreyfingarinnar á íslandi í
dag.
23. mars 1984.
Erlendur Einarsson er forstjóri
Sambands ísl. samvinnufélaga.
tilboö — útboö
01ÚTBOÐ
Tilboð óskast í eftirfarandi fyrir Hitaveitu
Reykjavíkur:
1. Lögn hitaveitu í Eiösgranda, 3. áfanga.
Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 3. apríl
1984 kl. 11.00 f.h.
2. Forsteypt stokklok á hitaveitustokka. Til-
boðin verða opnuð miðvikudaginn 4. apríl
1984 kl. 11.00 f.h.
Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frí-
kirkjuvegi 3, gegn 1500 kr. skilatryggingu
fyrir hvert verk fyrir sig.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirk)uvegi 3 — Simi 25800
>Si
Bifreiðaeftirlit á Selfossi
Tilboð óskast í innanhússfrágang á hluta
stálgrindarhúss að Gagnheiði 20 á Selfossi
fyrir bifreiðaeftirlitiö.
Húshlutinn er um 110 m2 að flatarmáli. Verk-
taki skal m.a. setja nýjar dyr og glugga í
húsið, setja milliloft og innveggi, mála, ganga
frá gólfum og smíða innréttingu. Auk þess
skal hann leggja vatns-, skolp-, hita- og raf-
lagnir í húshlutann.
Verkinu skal að fullu lokið 30. júní 1984.
Útboðsgög'n verða afhent á skrifstofu vorri,
Borgartúni 7, Reykjavík gegn 1500 kr. skila-
tryggingu.
Tilboöin verða opnuð á sama stað föstudag-
inn 6. apríl 1984 kl. 11.30.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
Borgartúni 7, simi 26844.
(2 ThlENIST«rAN lÍIILIi
'48*' ARMÚLA 36 - 105 REYKJAVlK - SlMI 27790
Útboð
Verkamannabústaðir, Hellu Rang.
Tilboð óskast í eftirfarandi fyrir stjórn Verka-
mannabústaða Rangárvallahreppi.
1. Breytingar og nýsmíði á húsinu nr. 31 við
Þrúðvang, Hellu.
2. Fullnaðarfrágang á 4 íbúðum á efri hæð
og allri sameign utan og innan.
Útboðsgögn verða afhent gegn 3.000 kr.
skilatryggingu frá og með þriöjudegi 27.
mars að Þrúðvangi 18, Hellu og Teiknistof-
unni Rööli, Ármúla 36, Reykjavík. Tilboðin
verða opnuð þriöjudaginn 10. apríl kl. 18 á
báðum stöðum samtímis.
F.h. stjórnar
Verkamannabústaöa
Rangárvallahreppi.