Morgunblaðið - 08.04.1984, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 08.04.1984, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984 Symr og elskhugar — sjálfsævisaga höfundar Skáldsagan Synir og elskhugar, sem íslenskir sjónvarps- áhorfendur fá nú að sjá í leikbúningi í stað Dallasþátt- anna á skerminum á miðvikudagskvöldum, er talin meðal merkustu bókmenntaverka Breta í byrjun 20. aldar og hafa margar bækur verið skrifaðar um söguna og höfundinn, D.H. Lawrence. Þetta er í raun lítt dulbúin og margræð æfisaga þessa merka rithöfundar frá því hann fæðist og fram að 25 ára aldri, þegar hann er farinn að heiman og væntanlega að losna undan áhrifum og ást á móður sinni, sem dó úr krabbameini á mjög svipaðan hátt og Gertrude Morel í sögunni. Hún hafði þá rétt náð því að fá fyrstu skáldsögu sonarins, „Hvíti páfuglinn“, í hendurnar. Árið 1910 var afdrifaríkt í lífi Lawrence. Hann byrjaði á sögunni Synir og elskhugar í október, sleit trúlofun sinni við Jessie Chamers í nóvember, móðir hans dó 10. des- ember og hann tók aftur til við söguna, sem hann nefndi í fyrstu einfaldlega Paul Morel, í ársbyrj- un 1912. Bókin kom svo út endur- skrifuð 1913. Þetta voru mikil tímamót í lífi D.H. Lawrence. Veikindi þvinguðu hann til að hætta kennslu í janúar 1912. Hann kom oft heim til Nottingham. Það tók hann langan tíma að slíta böndin við heimkynnin, sem eru undirstaðan í Synir og elskhugar. Þótt móðir hans væri dáin hélt hann allt til 1912 persónulegu sambandi við Jessie Chambers, sem er Miriam í bókinni. Aðrar vinkonur átti hann þar og í Lond- on, sem renna saman í persónuna Klöru Dawes, Það var því ekki fyrr en 1912 að losnaði um böndin. Það ár hitti hann Friedu, þýska konu sem gift var enskum prófessor í Nottingham. Hann tók saman við hana og hélt til útlanda, þar sem þau dvöldu lengst af æfi hans. Því er bókin skrifuð og endurskrifuð undir áhrifum þessara þriggja kvenna, móður hans, unnustunnar og ástkonunnar. Lawrence lauk bókinni erlendis með hjálp Friedu og gekk frá henni til útgáfu 1913. Skáldsagan Synir og elskhugar er enn mikið lesin og telst til klass- ískra bókmennta 20. aldar. Og eng- inn stúderar enskar bókmenntir án þess að þekkja hana og greina. Sjónvarpsþættirnir sjö Kvikmyndir hafa verið gerðar úr þessari eins og raunar fleiri skáldsögum þessa höfundar. Ein kvikmyndanna, The Lost Girl, var sýnd hér ekki alls fyrir löngu. Og sjónvarpsþættir hafa verið gerðir eftir smásögum hans. En sjö þátta sjónvarpsgerðin, sem um þessar mundir er sýnd á íslandi, er fyrsta meiri háttar kvikmyndin eftir sög- unni Synir og elskhugar. Vel hefur verið til vandað, eins og Breta er háttur, og leikaraval ekki af verri endanum. Eileen Atkins leikur hina áhrifaríku móður, Gertrude Morel, og Tom Bell föðurinn, Walt- er Morel, en sjálfan Paul Morel uppkominn leikur Karl Johnson. Fyrstu ástina hans Miriam leikur Leonie Milling og seinni ástkonuna Klöru leikur Lynn Darth, en báðar eru raunverulegar persónur úr lífi höfundar. Það var Trevor Griff- iths, sem er einn af þekktustu leik- ritahöfundum Breta, sem vann n Samband hans við móðurina hindraði líka að hann gœti mynd- að eðlilegt ástar- samband fyrr en að henni látinni sjónvarpshandritið upp úr skáld- sögunni. Uppgjör við umhverfi og uppruna í Sonum og elskhugum er D.H. Lawrence að gera upp við uppruna sinn og umhverfi og þau djúp- stæðu áhrif sem það hafði á hann. Fyrri hlutinn lýsir umhverfi því sem Paul Morel elst upp í, þar sem Breski rithöfundurinn D.H. Lawrence, sem skrifaði söguna Synir og elskhugar. Myndin er máluð árið 1920. faðir hans, móðir og systkini skipa mikilvægan sess, en drengurinn er aðeins hluti af sögunni. En síðari helmingurinn snýst um hann fyrst og fremst og umhverfið og fjöl- skyldan í bakgrunni. Móðir hans kemur þó fyrir í hverjum kafla. Synir og elskhugar er skáldsaga, sem fylgir barnæsku og unglings- árum Lawrence sjálfs mjög náið. Fjölskylda David Herbert Law- rence bjó í stóru þorpi nálægt Nottingham, Eastwood, þar sem hann fæddist 1885, einn af yngri systkinunum. Lydia móðir hans var stolt kona, allvel menntuð og siðfáguð. Hún kom því að vissu leyti úr samfélagi sem stóð nokkru ofar í þjóðfélagsstiganum en sam- félag námumanna sem hún kom inn í við giftingu. Hún var ekki hamingjusöm í hjónabandinu og þegar ólgandi fjör og kraftur eiginmannsins hafa ekki lengur aðdráttarafl fyrir hana, þá virðist henni hafa fundist lífið lítils virði og alls ófuilnægjandi. Faðir David H. Lawrence var að öllum líkindum ekki alveg eins grófur og Morel í Synir og elskhug- ar. Seinna á æfinni áttaði rithöf- undurinn sig á því að hann hefði e.t.v. verið ósanngjarn í dómum sínum um föður sinn í skáldsög- unni. Enda var ein af grundvall- arskoðunum hans alla æfi að betri væri hlýja og líf en kuldi og dauði og faðir hans var vissulega líflegur og aðlaðandi maður, sem virðist hafa verið hrókur alls fagnaðar yf- ir bjórglasi og á dansgólfinu. Samt sem áður er enginn vafi á því að Lydia Lawrence hafði orðið fyrir vonbrigðum með mann sir.n og há- vaðasöm rifrildi þeirra skutu börnunum skelk í bringu. D.H. varð fyrir miklum áhrifum frá móður sinni. Hún ýtti undir and- lega og listræna hæfileika hans og hjálpaði honum til að komast í gagnfræðaskólann í Nottingham, þar sem hann var við nám til 16 ára aldurs. Það ár kynntist hann unglingsstúlku að nafni Jessie Chambers, sem greinilega er und- irstaðan að Miriam. Jessie bjó með foreldrum sínum og bræðrum á bóndabæ, lá í rómantískum skáld- sögum, var mjög trúuð og stofnaði til upphafins, andlegs ástarsam- bands við David H. Lawrence, sem sennilega hefur ekki leitt til þess líkamlega ástarsambands sem tíertrude Eileen Atkins í hlutverki móðurinnar Gertrud Morel ásamt syni sínum sem leikinn er af Ian Kirby. verður milli Pauls og Miriams í skáldsögunni. Miriam bíður lægri hlut fyrir móður hans í togstreit- unni um „sál“ Pauls og missir hann til Klöru, sem hefur fremur kynferðislegt aðdráttarafl og ógnar því ekki á sama hátt sam- bandinu við móðurina. Eftir að skólanámi lauk vann Lawrence stuttan tíma í skurð- læknatækjaverksmiðju Hayworths og ákvað svo að verða kennari. Frá 1902 til 1906 var hann í kennara- þjálfun og síðan í 2 ár, eða til 1908, í kennaraháskólanum í Notting- ham, þar sem hann aflaði sér fullra kennsluréttinda. Á kennslu- árunum hélt hann áfram að stunda áhugamál sín, teikningu, tónlist, sem móðir hans hafði hvatt hann mjög til, grasafræði og frönsku, en áhugi hans á blómum og stolt móð- ur hans yfir garðinum sínum kem- ur vel fram í Sonum og elskhugum. Og þar lesa Paul og Miriam líka saman franskar bókmenntir. 1908 fékk Lawrence kennslustarf í London og fór því í fyrsta sinn að heiman. Svo mikil og langvinn tengsl drengsins við móður sína, heimilið og samfélag námumanna í Eastwood hafði fdrifarík áhrif á þroskaferil rithöfundarins. Þótt hann héldi áfram að skrifa skáld- sögur um alls konar fólk og marg- víslega staði, svo sem Ástralíu og Mexíkó, þá voru bestu verk hans og áhrifaríkustu án efa þau sem ræt- ur áttu og baksvið í miðhéruðum Englands. Og skáldsagan ber hæst þar sem hún Iiggur næst eigin reynslu höfundarins. Bókin endar þar sem Paul ákveður að halda að heiman og gefið í skyn að loksins séu uppvaxtarárin á enda. Upp frá því tók lífshlaup hans á sig aðra mynd. í staðinn fyrir þá mynd sem hann gefur í Sonum og elskhugum kemur samband hans við Friedu og sjálfvalin útlegð frá Bretlandi og hann er upp frá því rithöfundur í fullu starfi. Æfi hans markast líka upp frá því af heilsuleysi og stundum fátækt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.