Morgunblaðið - 08.04.1984, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984
færi til þess að vinna mikið í leir
og síðan ég kom að því að vinna í
leir fyrir mína sýningu þurfti ég
eiginlega ekkert að hita mig upp.
Að loknu starfi með Ragnari
bauðst mér aðstaða hjá Glit á
gestaverkstæði fyrirtækisins í
Listasmiðjunni, og því tækifæri
var ekki hægt að sleppa. Skilyrðið
var að halda sýningu og ég hefði
aldri farið út í slíkt að sinni ef
þetta stórkostlega boð hefði ekki
komið til, ég hefði ekki iagt út í
það og svo var það mér mikill
styrkur að fá stuðning Brunabóta-
félags Íslands, sem tryggði mér
starfslaun í þrjá mánuði. Það hef-
ur verið skemmtilegt hvernig
Orri, framkvæmdastjóri Glits, og
annað starfsfólk hafa hvatt mig.
Satt best að segja veit ég ekki
hvenær ég fékk áhugann fyrir
höggmyndalist, en fyrsta skúlp-
túrinn bjó ég til í I. bekk í mennta-
skóla, pínulítinn skúlptúr úr vaxi,
puttastærð, par í faðmlögum. Lík-
lega flokkast það undir 15 ára
rómantík.
f forskólanum í MH máttum við
velja annir, grafík eða mótun. Ég
greip það fegins hendi svo segja
má að áhuginn á höggmyndalist-
inni hafi vaxið upp hægt og ró-
lega, en samt var það ekki fyrr en
alveg nýlega að ég varð 100% viss
um hvað ég vil og ég vil fást við
mótunina. Ég hef einnig mjög
gaman af að teikna, en það er
eitthvað sérstakt við mótunina.
AÐFARA VEL
MEÐUFIÐ
Rœtt við Ragnhildi
Stefánsdóttur myndhöggvara
GREIN: ÁRNI JOHNSEN. MYNDIR: ÁRNI JOHNSEN
Oí; RAGNAR AXELSSON.
Hún teiknar og mótar, teiknar og mótar og þannig vex hún af
vinnu sinni út úr teikningunni yfir í sjálfstærta höggmynd, því
höggmynd er eitt og teikning annart eins og hún segir. Ragn-
hildur myndhöggvari er árærtin í starfi sínu, kvik og dugleg
og eins og einfari á fjöllum leitar hún átta í sköpun sinni, ung
kona sem veit hvart hún vill starfa art í listsköpuninni. í haust
sem leirt þegar ég leit inn til hennar á leikverkstærti Glits, var
hún að hefjast handa, skapa fyrir höggmyndasýningu. Nú
stendur höggmynd virt höggmynd, mikiö verk art baki.
essar högg-
myndir eru hug-
leiðingar um líf-
ið og dauðann,
hvernig maður-
inn lifir lífinu og
hvað verður um
hann þegar til-
veru þessa lífs lýkur, hugleiðingar
um frelsið, hvort maðurinn verði
nokkurn tíma frjáls í lífinu, hvort
hann verði ekki ávailt að setja sér
einhver takmörk til þess að öðlast
frelsið, hefta sjálfan sig til þess að
geta öðlast það frelsi sem hægt er
að ná í lífinu og ætti ekki að ná
lengra en að rétti næsta manns
eða hvort frelsið komi ef til vill
samfara dauðanum, segir Ragn-
hildur Stefánsdóttir, mynd-
höggvari, þar sem hún benti á lið-
lega 20 höggmyndir sem hún hefur
unnið á undanförnum mánuðum á
gestaverkstæði Glits, en þar vinn-
ur Ragnhildur að sýningu sem hún
hyggst halda á Kjarvalsstöðum í
apríl.
„En það eru örugglega miklar
mótsagnir í þessu hjá mér, til
dæmis hvort líf er eftir dauðann,
eða hvort allt er búið að loknu
jarðlífinu, en sjálf reyni ég að
ríma við líf eftir dauðann. Þessi
verk eru mínar vangaveltur, en
ekki eftir neinum kenningum.
Þetta er einnig spurning um það
hvort sálin fylgi efninu eða losni
frá því. Mér finnst stundum eins
og það hljóti að vera þannig þegar
líkaminn deyr, að þá sameinist
hann jörðinni og ef sálin fylgir
efninu þá fer sálin út í allt með
Fallvölt veröld, jörðin er undir, en ofan á dansa menn eða bein. Formið getur einnig virkað sem skógur, angarnir
leita upp í Ijósið en formið er bjrjun á lærlegg. Þannig má túlka höggmyndina sem frumskóg eða borg og allt miðast
við það að halda jafnvægi á jörðunni þar sem það má svo litlu muna að hlutirnir fari ekki úrskeiðis.
efninu og auðvitað getum við
endalaust haldið áfram að velta
vöngum um það hvar lífið heldur
áfram."
Jú, ég er Reykvíkingur, varð
stúdent úr Menntaskólanum í
Hamrahlíð 1977, en var þá byrjuð
í Myndlista- og handíðaskólanum,
en þar útskrifaðist ég fjórum ár-
um síðar úr myndhöggvaradeild-
inni og var síðan eitt aukaár í
viðbót, en ég var í hópi fyrstu
nemendanna í deildinni. Þá var ég
eitt sumar í Bandaríkjunum við
nám í myndhöggvaralist og það er
ef til vill rétt að geta þess að ég
stundaði einnig nám í skúlptúr í
Myndlistaskólanum í Reykjavík.
Að loknu þessu úthaldi hóf ég
síðan vinnu hjá Ragnari Kjart-
anssyni sem aðstoðarmaður hans
og fyrstu fjórir mánuðirnir fóru í
vinnu við beljuna stóru og síðan
vann ég í níu mánuði sem aðstoð-
armaður Ragnars fyrir sýningu
hans. Þesi vinna með Ragnari var
geysilega góður skóli og um það er
allt gott að segja. Ég fékk tæki-
Mér finnst skemmtilegt að vinna í
leir, en það eru svo ótal mörg efni
sem koma til greina að fást við. í
Bandaríkjunum vann ég við alls
konar gerfiefni, það var óhugnan-
legt að finna þau, en útkoman var
skemmtileg. Ég held að maður
hljóti að vinna sig best í einhverju
ákveðnu efni, en ég veit ekki hvort
ég er búin að finna það efni sem
hentar mér best. Það er mjög
þægilegt að vinna í leir og leirinn
gefur mikla möguleika. Svo er
leirinn einnig hættulaus, náttúru-