Morgunblaðið - 08.04.1984, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. APRÍL 1984
Fl ugeldam úsík Hiin dels
Sígildar
skífur
Konráö S. Konráösson
Philip Jones Brass Ensamble.
Stjórnandi: Elgar Howarth.
DECCA SXDL 7564.
Tvímælalaust má telja þá
tónlist Hándels, sem kennd er
við flugelda til merkustu verka
barokktímans. Smíð verksins og
flutningur þess var á sínum tíma
þáttur í hátíðahöldum enskra
vegna hagstæðra friðarsamn-
inga í Aachen haustið áður. Var
þar bundinn endi á austurríska
erfðastríðið, sem reyndist ensk-
um jafn tilgangslaust og öll önn-
ur stríð, auk þess sem þar var
kveikja að þeim átökum, sem
leiddu til þess að enskir glötuðu
um síðir nýlendum sínum í Am-
eríku norðanverðri, þar sem nú
eru Bandaríki N-Ameríku aust-
anverð en það er önnur saga.
Hátíð skyldi halda og hámark
hennar verða flugeldasýning
meistarans Servandini og
manna hans, en til fyllingar
skyldi Hándel semja tónlist.
Kvað konungur hans, Georg II,
svo á um, að þar skyldu fremst
lúðrar blásnir og bumbur barð-
ar. Ekki segir sagan Hándel hafa
tekið því með þögninni að
strengjahljóðfærunum skyldi
svo ýtt til hliðar, en allt um það.
Að loknu 101 fallbyssuskoti,
og þó flugeldasýningin mis-
heppnaðist, samhljómuðu 9
trompetar, 9 horn, 24 óbó, 12
fagott og 3 trumbur, auk fjölda
strengja í vornóttinni 27. apríl
1749. Þó að tónlistin væri dýrð-
leg og tónleikarnir hápunktur
hátíðahaldanna var Hándel
samt ekki ánægður. Nokkru síð-
ar boðaði hann til útitónleika til
velgjörðar einu af sjúkrahúsum
Lundúna, þar sem endurflutt
skyldi Flugeldatónlistin. Þar
hafði hann fækkað blásturs-
hljóðfærum verulega, en í stað
þeirra aukið hlut strengjanna.
Þannig hafði hann fært verk sitt
nær höfuðformi barokktímans:
„concerto grosso" (samanber
Brandenburgarkonserta JS
Bach). Það er einmitt í þessari
síðari útgáfu sem tónlistin er
þekkt í dag. Oftast er hin kon-
unglega Flugeldatónlist þannig
flutt af strengjasveit, en við auk-
ið nokkrum trompet-, horn- og
óbóleikurum. Svo er þó ekki í
þeirri útgáfu sem hér um ræðir
með hornaflokki Philip Jones.
Þar er Flugeldatónlistin um-
skrifuð fyrir 3 trompeta, 3 horn,
kornett, 3 búsúnur auk tenór- og
bassatúbu og páka. Strengja-
hljóðfærum er þannig sleppt.
í flutningi hornaflokks Philip
Jones, undir stjórn Elgar How-
arth hljómar hin Konunglega
Flugeldatónlist snjallt og e.t.v.
nær uppruna sínum en áður er
að venjast. Einkum nýtur hljóð-
færaskipun þessi sér vel í kafl-
anum sem kenndur er við fögn-
uðinn — La Réjouissance, sem
og í forleiknum, en nokkru síður
í rólegri og ómþýðari köflum
verksins, s.s. La Paix.
Fleiri verk Hándels eru á þess-
ari ágætu skífu en Flugeldatón-
listin. Á hinni hlið hennar er
samtíningur tónlistar, sem feng-
in er úr ýmsum stærri verka
hans og hlýtur að teljast misfall-
in til umskriftar fyrir horna-
flokk. Best hljóma „Koma
drottningarinnar af Saba“ úr
HANDEL
Fnvw'irt'k.s >1ii>k •tviM.'rwvrkstmuúk
VVator Mush' •W'.issomiuíúk-Saitc
FJtiar Him'.irth
l’IIIIJPJONES BR ASS ENSEMBLE
l’MII.IPJONES KI.ASERENSEMBLE
óratóríuminu Salómon, sem
Hándel samdi 6 árum síðar en
Messías, og kaflar úr Lagartón-
listinni (Water music), sem
stjórnandinn hefir sjálfur út-
sett. Menúett úr nú lítt þekktri
óperu Hándels, „Berenice",
hljómar skýrt og fallega, sem
verður ekki sagt um kaflann úr
„Járnsmiðnum samhljómandi“
(The Harmonious Blacksmith),
enda þótt tækni túbuleikarans sé
aðdáunarverð.
Upptaka þessa.ra verka var
1981, en skífan ekki gefin út fyrr
en á afliðnu ári. Hvað hljóðritun
snertir er hljómurinn mjúkur og
áferðarfallegur, en hljómmyndin
því miður fjarlæg og nokkuð
óskýr. Virðist sem hornaflokkur-
inn standi í hnapp og fjarri
áheyrandanum og er betri upp-
tökum að venjast hjá tækni-
mönnum DECCA. Hljóðritunin
er „digital". Pressun skífunnar
er ekki af hæsta gæðaflokki og í
mínu eintaki spillir lágvært
snarkið hljóðum köflum óþarf-
lega.
Ekki skal þó ágöllum ofgert á
annars áhugaverðri og eigulegri
hljómplötu.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
| nauöungaruppboö
Nauðungaruppboð
Annað og síðasta sem auglýst var í 126., 128.
og 130. tbl. Lögbirtingablaösins 1983, á jörð-
inni Miklaholti, Hraunhreppi, Mýrasýslu,
þinglýstri eign Gunnars Fjeldsted, fer fram
að kröfu Jóhannesar Jóhannessen hdl.,
Kristjáns Eiríkssonar hrl. og Einars Viðars
hrl., á eigninni sjálfri, föstudaginn 13. apríl
nk. kl. 14.00.
Sýslumaður Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu
húsnæöi öskast
íbúðaskipti —
Kaupmannahöfn
íbúð eða einbýlishús í Kaupmannahöfn
óskast í skiptum fyrir 140 fm sérhæð í Hafn-
arfirði. Tímabil frá sumri 1984 til eins árs.
Nánari upplýsingar í síma 52909.
Húsnæði óskast
Stórt iðnfyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að
taka á leigu ca. 200 fm húsnæði undir bif-
reiðaverkstæði í austurhluta borgarinnar.
Einnig kemur austurhliti Kópavogs til greina.
Uppl. sendist augl.deild Mbl. merkt: „Hús-
næði — 960“.
Vantar til leigu
50—100 fm lagerhúsnæði í Reykjavík eða
nágrenni á 1. hæð eða götuhæð. Bílskúrs-
hurð nauðsynleg.
Tilboð sendist auglýsingadeild Morgunblaðs-
ins merkt: „D — 1860“.
Iðnaðarhúsnæði
óskast til leigu um 200 fm til matvælafram-
leiðslu á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Tilboð sendist Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt: „lön-
aðarhúsnæði — 229“.
Miðbærinn
Óskum eftir 40 til 100 fm húsnæði fyrir kaffi-
hús í miðborginni.
Vinsamlegast leggið inn tilboð á augl.deild
Mbl. fyrir 14. apríl nk. merkt: „K — 226“.
húsnæöi i boöi
Einbýlishús til leigu
Til leigu er nýtt einbýlishús í Reykjavík. Til-
boö er greini fjölskyldustærð, fyrirfram-
greiðslu og hugsanlega leigufjárhæö, sendist
Mbl. merkt: „Seláshverfi — 1165“.
Þórshöfn
Til sölu er íbúöarhús aö Langanesvegi 8,
Þórshöfn. Húsiö er kjallari og hæð, ca. 135
fm, stórt óinnréttað geymsluris.
Nánari uppl. í síma 96-81168 eða 81132,
Skrifstofuhúsnæði
til leigu í Hafnarstræti, 270 fm á 3. hæð
(lyfta). Fyrir skrifstofu eða aðra þjónustu.
Uppl. í síma 18060 eða 84352.
Verslunarpláss
— Laugavegur
Til leigu glæsilegt verslunarhúsnæði í nýju
húsi á besta stað við Laugaveg. Möguleikar á
ýmsum stærðum frá 40 m2. Tilbúið til afhend-
ingar ca. september 1984.
Lysthafendur leggi inn nafn og símanúmer til
afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: „Verslun
— Laugavegur“.
kennsla
Enska í Englandi
í Concorde International málaskólanum.
Námskeið fyrir 10—25 ára júlí—ág. Verð frá
£226 fyrir 2 vikur. (Gisting, fæði, nám og
skemmtanir.)
Almenn námskeiö allt árið frá £75 á viku.
Uppl. í s. 36016.
Frá skóla ísaks Jónssonar
Innritað verður í 5 og 6 ára deildir, 9.—13.
apríl, milli kl. 12 og 15 í síma 32590.
Skólastjóri.