Morgunblaðið - 22.05.1984, Page 46

Morgunblaðið - 22.05.1984, Page 46
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 22. MAl 1984 Stuttgart komið með aðra höndina á titilinn: Glæsimark Asgeirs lagði grunninn að sigri Stuttgart Bremen, 19. maí. Frá Jóhanni Inga Gunnaraeyni, Iróttamanni Morgunblaðsina. EFTIR LEIK STUTT6ART gegn Frankfurt um sídustu helgi þar sem Stuttgart tapaöi dýrmætu stigi voru margir þeirrar skoöunar aö Hamburger SV myndi þola þaö mikla álag sem fylgir því aö leika um meistara- titilinn. Aö minnsta kosti einn var annarrar skoöunar, Benthaus, þjálfari Stuttgart, hann sagði við mig rétt fyrir leikinn gegn Werder Bremen: „Viö komum ekki til Bremen til þess aö leika varnarleik, þaö er staðreynd Bremen hefur skoraö mark í öllum sínum heimaleikjum síöastliöin tvö ár og dagskipun mín er sú aö viö veröum að skora. Að öðrum kosti eigum viö enga möguleika Þarna hafði Benthaus á réttu aö standa og á upphafsmínútum í leík Bremen og Stuttgart í dag mátti sjá að hann haföi eflt sjálfstraust leikmanna sinna. Það var engu líkara í upphafi leiksins en aö Stuttgart léki á heimavelli. Hver sóknarlotan af annarri skall á Bremen og þaö er sjaldgœf sjón á heimavelli Bremen því að liöið hefur ekki tapað leik á heimavellí sínum í tvö ár. Til marks um yfirburöi Stuttgart fyrstu 10 mínútur leiksins þá fékk Stuttgart fjórar hornspyrnur en leikmenn Bremen komust varla fram fyrir miöju. Roleder markvöröur hafði það náðugt. Enda kom þaö á daginn aö hinir mjög svo ákveönu leikmenn Stuttgart stóðu uppi sem sigurvegarar aö leik loknum. Stuttgart sigraöi 2—1, í hörkugóöum leik. En þaö er í annað sinn á tveimur árum sem Bremen tapar á heimavelli í deildinni. Strax á þriðju mínútu leiksins var Ásgeir næstum búinn að skora úr hornspyrnu. Hann spyrnti meö miklum snúning háum bolta sem sveif inn að markinu og stefndi í markið en einn varnarmanna Bremen tókst aö spyrna frá á síð- ustu stundu. Næstu mínútur leiks- ins sótti Stuttgart stíft en vörn Bremen var föst fyrir, og Burd- enski markvörður Bremen varði vel. Hinir 40 þúsund áhangendur Bremen voru ekki ánægðir meö þessa þróun mála og hófu aö hvetja sína menn og árangurinn lét ekki á sér standa. Bremen snéri leiknum sér í hag. Á 11. mínútu á landsliösmaöurinn Mayer skot af 30 metra færi. Boltinn stefndi efst í markhorniö en á síðustu stundu varöi Roleder á ævintýralegan hátt. Tveimur mínútum síöar komst landsliðsmaðurinn Rudi Wöller inn fyrir vörn Stuttgart. og Staðan STADAN í „ Bundesligunni" er þessi þegar ein umferö er eftir: Stuttgart 33 19 10 4 79:32 48 Hamburger 33 20 6 7 74:36 46 Mönchengladb.33 20 6 7 78:48 46 Bayern 33 19 7 7 81:39 45 Bremen 33 18 7 8 77:45 43 1. FC. Köln 33 15 6 12 68:57 36 Leverkusen 33 13 8 12 50:48 34 Bieleteld 33 12 9 12 40:46 33 Braunschweig 33 13 6 14 53*7 32 Uerdingen 33 12 7 14 64:76 31 Kaiserslauiern 33 12 6 15 68:66 30 DUsseldorf 33 11 7 15 62.-69 29 Mannheim 33 9 11 13 39:57 29 Dortmund 33 10 8 15 52*5 28 VFL Bochum 33 9 8 16 52*9 26 Frankfurt 33 6 13 14 42*1 25 Offenbach 33 7 5 21 47:100 19 FC NUrnberg 33 6 2 25 38:83 14 lyfti knettinum yfir markvöröinn en skot hans fór í þverslánna, Wöller náði að skalla en Roleder sem kominn var á marklínuna varði ofsalega. Bremen hafði frumkvæö- iö út allan fyrri hálfleik ef frá eru skildar skyndisóknir Stuttgart, sem voru þó alltaf hættulegar. Á 28. mínútu lagði Corneliusson boltann vel fyrir Ásgeir sem var kominn í gott færi inni í vítateign- um en Burdenski varöi vel skot Ásgeirs. Mikill hraði var í fyrri hálf- leiknum og þega flautaö var til leikhlés klöppuöu áhorfendur báö- um liöum lof í lófa fyrir góða knattspyrnu. Yfirburðir Stuttgart í síðari hálfleik Ekki var eins mikill hraöi í byrjun síðari hálfleiksins eins og í upphafi leiksins. En greinilegt var að leik- menn Stuttgart voru búnir aö jafna sig á stórsókn Bremen í fyrri hálf- leik, og tókst að ná svo góðum tökum á leiknum aö þeir réöu lög- um og lofum á vellinum allan síðari hálfleikinn. Þáttaskil urðu líka við þaö að Bremen missti landsliösmanninn Meyer út á 48. mínútu leiksins vegna meiösla. Hann hafði leikiö vel á miöjunni og Bremen mátti ekki við því að hann færi útaf. Sókn Stuttgart þyngdist sífellt en skapaði sér ekki marktækifæri sem eru umtalsverð. Þaö voru því margir sem voru farnir aö búa sig undir markalaust jafntefli. Á 62. mínútu fær Ásgeir boltann óvænt fyrir utan vítateig eftir varn- armistök hjá Bremen. Hann var ekkert að tvínóna viö hlutina lék áfram meö boltann þrjá metra og skaut síöan firnaföstu skot af 20 metra færi upp í bláhorn marksins gjörsamlega óverjandi fyrir Burd- enski markvörö Bremen. Sannkall- aö glæsimark og víst er aö Zico veröur aö gera sig ánægöan meö aö vera kallaður „Brasiliu-Ásgeir“ ef svo heldur sem horfir. Á 65. mínútu átti Corneliusson aö gera út um leikinn. Hann komst einn innfyrir vörn Bremen, skaut góöu skoti aö markinu og boltinn stefndi i bláhorniö en á síðustu stundu snérist boltinn og fór á innanverða markstöngina og á einhvern óskilj- anlegan hátt út á völlinn aftur. Þrátt fyrir aö Stuttgart heföi náö forystu geröi liöiö þaö eina rétta, þaö hélt áfram að sækja og berj- ast af krafti. Fátt benti til aö Brem- en rétti úr kútnum. En Rudi Wöller, hinn stórhættulegi sóknarmaöur Bremen var á ööru máli. Á 72. mín- útu geröi hann sér lítið fyrir og lék á fimm varnarmenn Stuttgart og féll viö þegar hann fór framhjá þeim síöasta rétt utan vítateigs. Dómari leiksins dæmdi auka- • Asgeir Sigurvinsson hefur skorað 12 mörk í deildinni í vetur. En fallegasta mark hans var án efa markiö sem hann skoraöi á móti Bremen um síöustu helgi. Hvílíkt mark. Þrumuskot meö vinstra fæti af 20 metra færi beint í vinkilinn. Draumamark hvers einasta knattspyrnumanns. Úrslit leikja í „Bundesligunni" spyrnu á Stuttgart. Upp úr auka- spyrnunni náði Bremen aö jafna leikinn. Eftir góöa fyrirgjöf náöi Möllmann aö skalla boltann t netiö. Staöan því jöfn, 1 — 1, á 72. mínútu og allt virtist geta gerst. Þá sýndi Stuttgart hvaö í því bjó og lét markiö ekkert á sig fá en hélt frumkvæði í leiknum og þaö var aöeins spurning hvenær Stuttgart skoraöi sitt annaö mark. Slíkur var sóknarþungi liðsins. Á 78. mínútu var Buchwald, einum besta leikmanni Stuttgart, brugöiö innan vítateigs en annars góöur dómari þessa leiks var sá eini sem áleit aö ekki væri um vítaspyrnu aö ræöa. Á 83. mínútu er dæmd auka- Úrslit leikja um síöustu helgi uröu þessi. Hálfleikstölur innan sviga. Bayer Uerdingen — 1. FC Köln Bayer Leverkusen— Bor. Mönchengladbach Borussia Dortmund — Bayern MUnchen Arminia Bielefeld — VFL Bochum Hamburger SV — Eintracht Frankfurt Fortuna DUsseldorf — SV W. Mannheim Kickers Offenbach — Eintracht Braunschweig Werder Bremen — VFB Stuttgart 1. FC Kaiserslautern — 1. FC NUrnberg 4—6(0—3) 1—2(0—1) 1—1(0—0) 2—1(0—0) 0—2(0—1) 1— 2(1—0) 1—2(0—1) 1—2(0—0) 4—2(2—1) spyrna á Bremen rétt utan viö víta teigshornið hægra megin. Ásgeii og Bernd Förster stóöu báöir fyrir framan boltann. Flestir i varnar- vegg Bremen áttu von á skoti frá Ásgeir en Bernd skaut lúmsku skoti framhjá varnarveggnum. Burdenski náöi aö verja stórkost- lega fast skotiö en hélt ekki bolt- anum. Og hinn sókndjarfi Ohlicher fylgdi vel á eftir og skoraöi af stuttu færi og tryggöi Stuttgart sigurinn meö þessu marki og hugsanlega titilinn i ár. Bestu menn Stuttgart í leiknum voru Buchwald, Roleder mark- vöröur og síöast en ekki síst Ásg- eir Sigurvinsson. í liöi Bremen var Burdenski sterkur i markinu og sóknarmaöurinn Rudi Wöller best- ir. En Wöller er álitinn besti sókn- armaöurinn í v-þýsku knattspyrn- unni í dag. — ÞR. Hvað segja þjálfararnir? ÞEIR hafa veriö mikiö í sviðsljósinu aö undanförnu, þessir fjórir þjélfarar. Liðin þeirra hafa öll haft mikla möguleika á meistaratitlinum í ár. Nú er nokkuö Ijóst að lið Stuttgart hefur sigrað í deildinni. En hvað segja þjálfararnir. Happel, HSV: Við höfum heiöur að verja og munum því sigra Stuttgart á laugar- daginn. En hvort sigurinn veröur nógu stór þaö skal ég ekki segja um. Heynckes, Gladbach: Stuttgart er verö- ugur meístari. Við vinnum ekki síðasta leik okkar með 10 mörkum, svo meistara- titillinn verður ekki okkar. Lattek, Bayern: Viö vinnum bikarinn. Við gátum gert betur í deíldarkeppninni. Benthaus, Stuttgart: Það er stórkost- legt ef viö vinnum deildarkeppnina eins og allt útlit er fyrir. Hvílíkur heiður. Happel, HSV \ '% \ Heynckes, Gladbach Udo Lattek, Bayern

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.