Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1984 29 t „Four Jets“ í Reykjavík NORSKA popp- og danshljóm.sveilin „Four Jets“ kemur til Reykjavfkur um mánaóamótin og lcikur tvö kvöld í Broadway. Hljómsveitin skemmti gestum í Broadway fyrir réttu ári viö góðar undirtektir en einmitt um það leyti átti hún tuttugu ára starfsafmæli. Föstudagskvöldið 1. júní fara fram í Broadway úrslit í keppn- inni um „Ungfrú Hollywood" og leikur norska hljómsveitin þá fyrir dansi og aftur kvöldið eftir, laugardagskvöldið 2. júní. „Four Jets“ hefur um langt árabil verið ein vinsælasta danshljómsveit Norðmanna. Fjórtánda hljóm- plata sveitarinnar kom út fyrir fáum vikum og gerir útgáfufyrir- tækið sér vonir um að sú plata verði metsöluplata í Noregi í ár — ein af fyrri plötum „Four Jets“ seldist í 500 þúsund eintökum. Námsstefna um náttúru- hamfarir DAGANA 22. til 25. maí nk. verður haldin í Reykjavík námsstefna á vegum almannavarnanefndar Atl- antshafsbandalagsins (NATO). Almannavarnir ríkisins eru að- ilar nefndarinnar af íslands hálfu og skipuleggja námsstefnuna. Verður fjallað um málefnið: „Hlutverk almannavarna f nátt- úruhamförum og annarri vá á friðartímum." Námsstefnuna sækja u.þ.b. 30 þátttakendur frá 10 aðildarríkjum NATO. Fjallað verður um náttúru- hamfarir, umfang þeirra og afleið- ingar, hamfaramat og ráðgjöf vís- indastofnana við almannavarna- yfirvöld. Einnig verður fjallað um skipulag og viðbúnað vegna nátt- úruhamfara og fyrirbyggjandi ráðstafanir og langtímavarnir. HANDBÓK ALÞINGIS 1984 fc Fyrsta hand- bók Alþingis komin út KOMIN er út „Handbók AI- þingis“. Efni þcssarar fyrstu handbókar er í öllum megin- dráttum sniðið eftir handbókum frændþjóðanna, en henni þó skorinn þrengri stakkur. Bókina tók saman Lárus H. Blöndal fyrrverandi bókavörður Alþingis og Helgi Bernódusson deildar- stjóri á skrifstofu Alþingis. Efni bókarinnar er m.a. auk æviskrár núverandi alþing- ismanna: skipan þingsins, alþing- iskosningarnar 23. apríl 1983; skrár um forseta Alþingis og tölu þinga, ráðherrar og ráðuneyti 1904—1984. Þá er gerð grein fyrir starfsháttum skrifstofu Alþingis og birtar eru teikningar af sæta- skipan þingmanna í deildum og sameinuðu þingi. Bókin er sett, prentuð og unnin í bókbandi hjá Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg. Ljósmyndir vann Kristján Ingi Einarsson, að und- anskilinni kápumynd. Dregið í Renault-getraun DREGIÐ hefur verið í Renault- verölaunagetrauninni, sem var á Myndin er tekin hjá Kristni Guðnasyni hf. þegar Ólafur Krist- insson framkvæmdastjóri og Ey- vindur Albertsson sölustjóri af- hentu vinningana. Auto 84, og tók mikill fjöldi sýn- ingargesta þátt í getrauninni. Vinningshafar eru: 1. verðlaun, vikuferð til Parísar: Hrafnkell Gunnarsson. 2. verðlaun, kvöld- verður á Hótel Holti: Anna Guð- rún Birgisdóttir. 3. verðlaun, bókaverðlaun: Ingólfur Einarsson. 4. verðlaun, bókaverðlaun: Einar Sveinsson. 5. verðlaun, bókaverð- laun: Hafsteinn Rósinkransson. -engaráhyggtur Kynntu þér kjörin sem Iðnaðar-1' bankinn býöur sparendum. Beröu þau saman viö þaö sem aðrir bank- ar bjóöa núna. Viö bjóöum 21,6% ársávöxtun á BANKAREIKNINGI MEÐ BÓNUS. Bú getur valiö milli þess aö hafa slíka reikninga verötn/ggöa eöa óverðtryggða. Rú mátt einnig færa á milli þessara reikninga, án þess aö þaö skeröi bónus eöa lengi 6 mánaöa bindi- tíma. v í þessu fellst mikiö öryggi - ef verðbólgan vex. ktnadarbankinn Fer eigin leiöir -fyrir sparendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.