Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.05.1984, Blaðsíða 40
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1984 mmim 9-11 7? J-{altu þig frd pessum -tréondum. pab munájbí minnstu áS pub vacri 5kr>tinn mbr Inc*u2inm." ást er... ... að muna eftir að veita umhyggju eins og að móttaka hana. Enn um Víkingasveitina Haraldur Sigurðsson, Akureyri, skrifar: „Árni G. Sigurðsson skrifar í Velvakanda fyrir stuttu og gerir athugasemd við grein mína um víkingasveitina. Þessi athugasemd Árna sýnir glöggt þá þröngsýni sem ríkir hjá fólki í sambandi við þá þróun af- brota, sem hefur orðið upp á síð- kastið. Vopnuð rán, bankarán, óaldaflokkar unglinga, vopnaðir hnífum o.fl. sem hefir verið í frétt- um upp á síðkastið, allt þetta bendir til að við íslendingar séum að komast á skör með öðrum „menningarþjóðfélögum". Mín skoðun er sú, að það sé röng stefna hjá þeim sem gæta laga og réttar, að setja öryggi og velferð glæpamanna upp á pallborðið hjá sér, eins og Árni talar um. Skylda þeirra er fyrst og fremst gagnvart saklausum borgurum, eða þeim áhorfendahópum sem safnast að þegar eitthvað óvenjulegt vekur athygli. Mér finnst timi til kominn að fræða almenning um tilgang skotvopna, þ.e. þau drepa og særa. Samlíkingin við SAS er ekki fjarri lagi. Isumum löndum gegna þeir svipuðu hlutverki og „vík- ingasveitinni" er ætlað hér, og þegar lögregla er farin að vopnast, þá er bilið ekki svo mikið milli hers og lögreglu. Annars er „víkingasveitin" tímabær. Ég er viss um að það á mikið eftir að reyna á hana í framtíðinni. Ég vona bara að þeir beiti áhrifaríkari aðgerðum ef til alvöru skotbardaga kemur." Það á að kjósa f haust HÖGNI HREKKVÍSI ,SVO H-ANM ER KÖ/MíNN ( FERPA&RANGANhl H.S. skrifar: Olof Palme í Svíþjóð sagði að verðbólgan mætti ekki fara yfir 4% ef Svíar ættu að halda velli á heimsmarkaðnum með útflutn- ingsvörur sínar og eitthvert vit ætti að vera í fjármálum. Hér heimtar Svavar Gestsson og með honum allur kommúnistaflokkur- inn, kennarafélagið og margið að- rir 150% verðbólgu og 50% geng- isfellingu. Almenningur verður að gera sér ljóst, raunar gera það upp við sig, hvort hann óskar eftir stórkostlegri verðbólgu enn á ný, með gengislækkun og vaxtahækk- unum í kjölfarið. Allir vitibornir menn viðurkenna að undirstaða þess að hægt sé að reka hér útgerð og annan atvinnurekstur og eitt- hvert vit sé í fjármálum er að verðbólgan minnki en aukist ekki, og að gengið sé stöðugt og útláns- vextir hækki ekki. En þó langflest fólk viðurkenni og meti að ríkis- stjórnin hefur náð miklum ár- angri í baráttunni við verðbólg- una, haldið genginu stöðugu og lækkað útlánsvexti að miklum mun, gefur það ekki ríkisstjórn- inni og þingmeirihluta hennar rétt til að gera eða láta ógert hvað sem er. Þegar hinir hófsömu og skyn- samlegu kjarasamningar höfðu verið gerðir í vetur, bæði hjá opinberum starfsmönnum og öðr- um, þurfti strax að fylgja alger verðstöðvun, bæði hvað snertir vörur og þjónustu. Sannleikurinn er nefnilega sá að margs konar þjónusta og líka ýmsar vörur hafa hækkað miklu meira en sem svar- ar þeirri kauphækkun sem varð. Og þessar hækkanir eru þegar búnar að éta upp þessa litlu kaup- hækkun og meira til. Éf að líkum lætur fer allt úr böndum í haust, Svavar Gestsson og hinn nýi vinur hans og sálufélagi, trotskýistinn Pétur Tyrfingsson, munu sjá um það, skynsamir menn eins og Ásmundur Stefánsson munu þar ráða litlu. Undanfarnar vikur og mánuði hefur ríkisstjórnin og þingmenn hennar þvælt aftur á bak og áfram um þetta svokallaða fjár- lagagat, traust stjórnarinnar og álit hefur ekki vaxið við það, en það sem nú á og þarf að gera er að samþykkja kjördæmabreytinguna og ný kosningalög, slíta síðan þingi og kveðja það aftur saman 1. september, gera þá aðeins bráð- nauðsynlegar ráðstafanir, ef þær lægju fyrir, rjúfa síðan þing og kjósa eftir hinum nýju lögum. Eft- ir þær kosningar yrði vafalaust hægt að mynda nýja ríkisstjórn með að minnsta kosti færri inn- byrðis vandamál en þessi sem nú situr á við að stríða. Örfáar athugasemdir um ríkisfjölmiðlana PJ. skrifar: Ríkisfyrirtækin útvarp og sjónvarp eru næstum eins vin- sælt umræðuefni og veðrið. Það er að vonum enda áhrifamikil tæki til mótunar hins mannlega lífs. Eins og vera ber er þarna á borð borið margt ágætt efni, svo margt og mikið að nærri lætur að um ofmötun sé að ræða, en því miður fljóta þarna með ýms- ir siðir eða ósiðir, sem áríðandi er að sníða af. Þar má geta um hinn hvimleiða grammafóns- hávaða í tíma og ótíma, jafnvel þegar verið er að flytja talað orð, eins og í morgunþættinum Á virkum degi, þegar verið er að lesa helstu fréttir úr dagblöðun- um, þá er spilað á fullum krafti á grammafón á meðan. Þetta er smekkleysa og allt að því móðgun við hlustendur. Vinsæll þáttur í útvarpinu er Kvöldgestir Jónasar Jónassonar. Komið er fram á nótt þegar sá þáttur er fluttur. Þess var oft óskað að hann hæfist fyrr að kvöldinu svo sem eðlilegt má teljast en svarið við þeirri ósk var það að tímanum var ekki breytt nema þá helst í þá átt að hann var látinn hefjast seinna en áður. Bending til hlustenda um að þeir eigi ekki að vera að skipta sér af ríkisreknu fyrir- tæki. Á sjónvarpið er mikið horft og ekki síst þess vegna þarf þar að vera gott efni, það er svo í mörg- um tilfellum. Talið er að mest sé horft á fréttirnar. En því miður líður varla sá fréttatími að ekki séu sýnd allskonar uppþot, ofbeldi, morð, rán, skotbardagar og fleira á þennan hátt, svo sem að hús séu brennd, bílum er velt og kveikt í þeim þó eitthvað af ósómanum sé talið. Það munu sem betur fer ekki margir hér á okkar ágæta Fróni, sem telja það æskilegt að svona lagað sé sýnt börnum og unglingum á ís- lenskum heimilum. Hinir eru aftur á móti margir sem vilja að fjölmiðlarnir taki upp ýmiskon- ar fræðslu í góðum námsgrein- um og hverskonar manndyggð- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.