Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 119. tbl. 71. árg. LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins íraskar þotur ráðast á skipalest á Persaflóa Bagdad, 25. m»í. AP. ÍRAKAR tilkynntu f dag að þeir hefðu ráðizt 4 skipalest á Persaflóa og orrustuþotur þeirra og herskip hefðu eytt sex skipum nilægt ír- öusku hafnarborginni Bandar Khomeini. Á sama tíma hefðu tund- urdufl laskað tvö önnur skip á Khor Moussa-skurði. f ranska fréttastofan sagði að 35 íraskir hermenn hefðu verið felld- ir á norðurvígstöðvunum og 117 neðanjarðarbyrgi eyðilogð á suð- urvígstöðvunum. Búizt er við hefndarárásum íranskra herflug- véla í grennd við landhelgi Saudi- Arabíu og Kuwait. Hundruð þúsunda islamskra byltingarvarða og sjálfboðaliða gengu um götur Teheran og fleiri borga í Iran til að sýna áhuga á að taka þátt í bardögunum. Þeir báru spjöld sem á stóð: „Við munum gera Persaflóa að grafreit árásar- mannanna ef Bandaríkjamenn gera árás" og „Við munum verja Islam til síðasta blóðdropa." Síðustu árásirnar voru gerðar í þann mund sem öryggisráð SÞ kom saman , til skyndifundar um ástandið. Fundurinn hófst með þeirri viðvörun utanríkisráðherra Kuwaits að frekari stigmögnun gæti leitt til árekstra risaveld- anna á Persaflóa. Talsmaður Ronald Reagans var minntur á loforð forsetans um að halda Hormuz-sundi opnu, en neitaði að svara þegar hann var að þvi spurður hvort Bandaríkja- stjórn teldi að Persaflói væri enn- Reykjarmökkur stígur upp fri saudi-arabísku olíufiutningaskipi á Persaflóa. þá opinn alþjóðlegum siglingum. Hann sagði að stjórnin gerði allt sem hún gæti og teldi nauðsyn- legt. Caspar Weinberger landvarna- ráðherra sagði þá hættu „mjög al- varlega" að íranir gripu til ein- hverra vanhugsaðra aðgerða, sem gætu leitt til árekstra milli peirra og Persaflóaríkjanna og Banda- ríkjanna. Spurningin væri hvort ríki eins og Saudi-Arabía gætu varizt árásum frá íran eða hvort þau vildu einhverja aðstoð. New York Times hefur eftir sér- fræðingum að íranir undirbúi árásir á olíulindir Saudi-Araba og árásir sjálfsmorðsflugvéla á olíu- flutningaskip. Vitnað var í slíkar fréttir til að styðja þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að senda 200 Stinger-loftvarnaflaugar til Saudi-Arabíu og 1.000 eldflaugar síðar að sögn blaðsins. Starfsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins sagði að íranir kynnu að hefja meiriháttar árás á íraka í föstumánuðinum Rama- dan, sem hefst 1. júní. Tryggingagjöld olíuskipa, sem sigla til Persaflóa, hækkuðu um 150% í dag. Olíuráðherra Saudi- Arabíu kvaðst óttast að Persaflói lokaðist vegna þess að trygginga- gjöld yrðu of há. The Economist áætlaði í dag að vegna Persaflóastríðsins væri olíuverð í heiminum 15—25% hærra en eðlilegt gæti talizt. Fundur Geirs og Shultz um varnarliðsflutningana í Washington í gær: „Bandaríkjamenn bera enn fyrir sig lögin frá 1904" — segir utanríkisráðherra — hittir Weinberger varnarmálaráðherra á þriðjudaginn „Bandarfkjamenn bera enn fyrir sig þau vandkvæði, sem þeir sjá i því að komast hjá lögunum frá 1904 um forréttindi bandarfskra skipa til að annast vöruflutninga fyrir Bandaríkjaher. Ég geri mér þó vonir um að þeir séu farnir að sjá kosti þess að þessir flutningar séu á jafnréttisgrundvelli," sagði Geir Hallgrímsson, utanrfkisráð- hrrra, í samtali við blaðamann Mbl. í gærkvöldi. Þi var nýlokið í Washington fundi Geirs og George Shultz, utanríkisriðherra Banda- rfkjanna. Riðherrarnir ræddust við í hartnær tvær klukkustundir. Á þriðjudaginn mun Geir Hall- grímsson eiga fund með Caspar Weinberger, varnarmilariðherra Bandaríkjanna. Þi um hidegið hefst vorfundur utanríkisriðherra Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn er í Washington í tilefni 35 ira afmælis bandalagsins. Vöruflutningarnir til varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli voru helsta umræðuefnið á fundi ráðherranna. Flutningarnir, sem hafa verið á hendi íslensku skipafélaganna í hartnær tvo áratugi, eru nú að færast að verulegu leyti til nýstofnaðs bandarísks skipafélags, Rainbow Navigation, Inc. Fyrsta skip fé- lagsins kemur með vörur til varnarliðsins hingað til lands á mánudagsmorgun. Af hálfu fs- lensku skipafélaganna, Eimskips og Hafskips, hefur því verið mótmælt að bandarfskt skipafé- lag geti yfirtekið flutningana i skjóli 80 ara gamalla einokunar- laga. Geir Hallgrimsson, utanrikisráðherra, ritaði banda- ríska utanríkisráðherranum bréf vegna þessa máls fyrir nokkrum vikum og óskaði eftir fundi þeim, er haldinn var f gær. „Við Hans G. Andersen, sendi- herra íslands í Washington, logðum á það áherslu á fundin- um með Shultz utanrfkisráð- herra og Richard Burt, aðstoðar- utanríkisráðherra um Evrópu- málefni, að í þessu máli bæri að tryggja jafnrétti og þátttöku Is- lendinga i flutningunum," sagði utanríkisráðherra. „Við ræddum einnig um samvinnu og samstarf rfkjanna almennt. Radarstöðva- máUð*var láusléga minnst á en um Bijornstoðina á Keflavíkurflug- velli, sem ég heyri frá Islandi að sé talsvert talað um, var ekkert rætt," sagði Geir. „Við fórum yfir vöruflutn- ingamálið í einstökum atriðum og logðum fyrir þá greinargerð, sem þeir kváðust myndu taka til áframhaldandi athugunar. í framhaldi af þessum fundi geri ég ráð fyrir að eiga fund með Caspar Weinberger, varnar- málaráðherra Bandarikjanna, kl. 10:30 á þriðjudagsmorgun. Ég taldi rétt að eiga fund með Weinberger varnarmálaráð- herra til að ræða flutningamálið frekar og eins munum við að sjálfsogðu ræða um tvfhliða samskipti landanna á sviði varn- armála. Hvort beinn árangur f flutningamálinu fæst á þessum fundum er of snemmt að segja á þessari stundu," sagði Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra. Gary Hart Hart vann BoLse. Idabo, 25. n»f. AP. GARY Hart öldungadeildarmaður sigraði keppinauta sína i kjörfund- um demókrata í Idaho í vesturhluta Bandaríkjanna og fær 57 % atkvæða. Úrslit eru ekki að fullu kunn, en svo virðist sem Hart fái 11 af full- trúum demókrata i Idaho á lands- fundi demókrata, Walter Mondale sjö og Jesse Jackson engan. Demó- kratar í Idaho senda auk þess fjóra óháða fulltrúa á landsfund- inn. Þar með hefur Mondale tryggt sér 1656 fulltrúa á landsfundinn, Hart 988 og Jackson 307. Ókyrrð á peninga- markaði Washington, 25. m»f. AP. RONALD Reagan forseti fékk í dag skýrslu um ókyrrð i fjirmilamark- aði, en var sagt að sögusagnir um vanda stórbanka hefðu ekki við neitt að styðjast Þær herma að fyrirtækið Manu- facturers Hanover f New York standi höllum fæti. Fjórði stærsti viðskiptabanki Bandarfkjanna er dótturfyrirtæki þess. Bankinn Continental Illinois í Chicago hefur staðið tæpt og aðrir bankar lánuðu honum einn og hálfan milljarð dala. Verð í kauphöllum færðist í eðlilegt horf í dag, en dollarinn lækkaði. Gullið hækkaði. Svíar auka herútgjöld Fri Krik l.idrn í Slokkhólmi. SÆNSKA þingið samþykkti í gær herútgjöld að upphæð 20 milljarðar s. króna. Einhugur ríkti nema hvað kommúnistar féllu frá stuðningi við rúml. tveggja milljarða króna hækkun útgjalda til 1987. Sósíaldemókratar héldu opnum möguleika á að Svíar smiði nýja herflugvélartegund í stað JAS, sem þeir höfðu sagt að yrði síðasta herflugvélartegund, sem Sviar smíðuðu sjálfir. I varnarmálafrumvarpinu er logð mikil áherzla á varnir gegn kafbátum. Umræðurnar báru vott um mikla samstöðu. Olof Palme forsætisráðherra og Ulf Adelsohn, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar, sættu gagnrýni fyrir stóryrði í kafbátamálinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.