Morgunblaðið - 26.05.1984, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 26.05.1984, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1984 5 Sjálfstæðisflokkurinn 55 ára: Félög sjálfstæð- ismanna víða um land hafa opið hús Næstkomandi þriðjudag, 29. maí, eru liðin 55 ár frá stofnun Sjálfstæðis- flokksins. í tilefni þess gangast félög sjálfstæðismanna víða um land fyrir fagnaði og hafa opið hús. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti og eru stuðningsmenn og fjölskyldur þeirra velkomin. Sjálfstæðisflokkurinn á Sel- tjarnarnesi heldur upp á afmælið í dag, laugardag, í nýjum húsa- kynnum við Austurströnd kl. 15.00—18.00. Á Höfn í Hornafirði verður opið hús kl. 15.00—18.00 á sunnudag í Sjálfstæðishúsinu. Önnur félög minnast afmælisins á þriðjudag, sem hér segir: Reykjavík, Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 16.00—18.00. Þar verður einnig barnagæsla. Akranes í Sjálfstæðishúsinu kl. 16.00-19.00. Borgarnes í Sjálfstæðishúsinu kl. 20.00-22.00. Sauðárkrókur í Sæborg kl. 20.30- 22.00. Siglufjörður á Hótel Höfn kl. 20.00-22.00. Akureyri í Kaupangi við Mýrarveg kl. 16.00-19.00. Vestmannaeyjum í Hallarlundi kl. 20.30- 23.00. Keflavík i Sjálfstæðishúsinu kl. 20.00-23.00. Njarðvík í Sjálfstæðishúsífiu kl. 16.00-19.00. Vonast er til að sem flestir sjái sér fært að koma og ræða málefni flokksins yfir kaffibolla. Ályktanir Félags áhugamanna um jafnan kosningarétt; Lýsa vanþóknun sinni á samþykkt Alþingis MORGUNBLAÐINU hafa borizt tvær athugasemdir frá Félagi áhugamanna um jafnan kosningarétt og eru báðar undirritaðar af formanni félagsins, Valdimar Kristinssyni. Önnur athugasemdin er um samþykkt Alþingis, en hin um skoðanakönnun Hagvangs. Athugasemdirnar fara hér á eftir: „Félag áhugamanna um jafnan kosningarétt lýsir vanþóknun sinni á samþykkt Alþingis um stjórnarskrárbreytingu og fjölgun alþingismanna. Félagið telur, að samþykktin muni verða til þess eins að tefja endanlega jöfnun at- kvæðisréttar, sem sé nauðsynleg- ur grundvöllur lýðræðis. Einnig telur félagið ámælisvert, að þetta litla skref, sem stigið er í réttlæt- isátt, skuli framkvæmt með þeim hætti að fjölga þingmönnum, al- gjörlega í trássi við þjóðarvilja. Félag áhugamanna um jafnan kosningarétt telur einsýnt, að bar- áttunni fyrir jöfnum kosninga- rétti verði haldið áfram og ítrekar þá kröfu, að þjóðaratkvæða- greiðslan verði látin ráða í þessu mikilvæga máli.“ „f tilefni af skoðanakönnun Hagvangs, sem kynnt var í dag- blöðum um helgina, vill félagið Afmælishappdrætti Sjálfstæðisflokksins Opið um helgina Afmælishappdrætti Sjálfstæð- isflokksins er nú í fullum gangi. Mióar hafa verið sendir stuðn- ingsmönnum hér í Reykjavík og út um land. Er fólk hvatt til að auðvelda innheimtustarfið og gera skil sem fyrst, en dregið verður 9. júní næstkomandi. Hægt er að láta sækja andvirði miða heim, ef þess er óskað. Skrifstofa happdrættisins er í Valhöll, Háaleitisbraut 1, og verður hún opin i dag kl. 10—18 og á morgun kl. 14—18, og síminn er 82900. (Frétutilk/nniag) ......I ■ I I gera þá athugasemd, að niður- staða könnunarinnar virðist vera í ósamræmi við niðurstöður fyrri kannanna um sama efni. f því sambandi kann að skipta máli, að spurning Hagvangs er sett fram á hlutdrægan hátt. í fyrsta lagi er smáorðinu „aðeins" skotið inn á stað, þar sem það getur haft leið- andi merkingu. f öðru lagi er full- yrt að samkvæmt gildandi lögum þurfi hlutfallslega séð 4 atkvæði til að fá mann kjörinn í Reykjavík á móti 1 atkvæði á Vestfjörðum. Þetta er rangt, því að hlutfallið fer mjög eftir því, hve margir flokkar bjóða fram. Miðað við niðurstöður síðustu alþingiskosn- inga er ávinningurinn af nýsam- þykktri stjórnarskrárbreytingu miklu minni en spurning Hag- vangs gefur í skyn. Ástæða er til að spyrja, hver hafi átt frum- kvæðið að þessari könnun Hag- vangs og ráðið orðalagi spurn- ingarinnar. Félag áhugamanna um jafnan kosningarétt telur ein- sýnt, að skoðanakönnun af þessu tagi þurfi að vera skrifleg, þannig að fólki gefist tækifæri til að lesa spurninguna vandlega og ihuga svarið. Með því móti er jafnframt hægt að útiloka að framsetning og áherslur spyrjanda geti haft áhrif á svörin.“ fERTUB0INNs\ AÐ SK0ÐA fAUÐWAÐ, £Ar> HEFUR ÞO KEW k HANN? J W, írairLhjóladiiflnn FIAT gœöingur aana RESflTfl ER RÉTTA hann er — aíburöa sparneytinn — rúmgóöur meö „risaskott" — frábcer í akstri — á mjög góöuveröi Sex ára ryövarnarábyrgö KYNNINGARVERÐ - OG KJÖR Á þessari fyrstu sendingu bjóðum við sérstakt kynningarverð og reynum að haía hátíðaryfirbragð á kjörunum Útborun í REGATA getur verið allt oían í ÍOO.OOO,- krónur og verðið er hreint ótrúlegt fyrir rúmgóðan, framhjóladrifinn glœsivagn. kr. 329.000.- (gengi 2/5 '84) vuÍálmssonhrJF/7/AJt Smidjuvegi 4 Kópavogi. Simar 77200 - 77202. Vörumarkaðurinnhf. Armúla 1A Eióistorgi 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.