Morgunblaðið - 26.05.1984, Síða 8

Morgunblaðið - 26.05.1984, Síða 8
s MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1984 feosfeö máD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 244. þáttur Sverrir Ragnars á Akureyri er einn þeirra manna sem ég hitti aldrei, svo að hann ræði ekki við mig um íslenskt mál. Sigurður Guðmundsson skóla- meistari hefur ekki sáð í ófrjóan akur, þegar hann kenndi honum. Síðast þegar við hittumst, kenndi Sverrir mér nýtt orðasamband sem hann hafði lært af konu sinni, Maríu Matthíasdóttur: að dansa eins og fýkur = að dansa fislétt og fjörlega. Eins og fyrri daginn er sjaldgæfum orðasamböndum hætt að af- bakast. Sverrir hafði heyrt af- bökunina að dansa eins og fíkja! Ekki er von á góðu, þeg- ar menn tala án þess að hugsa. Hver þekkir fíkju sem kann að dansa? Haraldur Ágústsson í Reykjavík segir mér að í sögu, sem lesin var í útvarpið í vet- ur, hafi verið sagt frá því að stúlka fór með höfuðið í gegn- um hurðina. Hvað gerðist? Rak stúlkan höfuðið raunveru- lega gegnum hurð, eða er rugl- ingurinn á orðunum hurð og dyr orðinn svona geigvænleg- ur? Sennilega. Ég býst við að stúlkan hafi farið með höfuðið í gegnum dyrnar. ★ Þá hefur Haraldur Ágústs- son beðið mig fyrir eftirfar- andi upplýsingar til viðbótar því sem áður hefur komið hér í þættinum nýlega, sbr. mynd í næstsíðasta þætti: „Á myndina í Morgunbiað- inu í dag (12. maí) vantar eitt orð ... Orðið er viðhaldsbaugur, sem ég þurfti að búa til, þegar ég fór að taka saman lýsingu á því hvað skeður, þegar læsing fer í baklás. Baklás (d. baglás, e. to jam). Að hlaupa í baklás nefnist það, þegar ekki er hægt að opna læsingu með tilheyranai lykli, og getur það stafað af því, að viðhöldin og læsingar- járnið vinni ekki saman. Ástæðan getur verið sú, að lykillinn sé orðinn slitinn eða að viðhaldsbaugurinn sé brot- inn, en þá getur lykillinn ekki lyft viðhaldsgikknum upp úr viðhaldshakinu.“ ★ Ég stilli mig ekki enn að kvarta, þegar málfar ríkisfjöl- miðlanna er ekki til fyrir- myndar, sjá t.d. siðasta þátt. Nú um sauðburðinn mátti heyra samtal í útvarpinu, þar sem engin athugasemd var gerð við það tal, er sagt var lambár í staðinn fyrir lambær. Til þess verður að ætlast, að menn kunni að beygja jafnal- gengt orð og ær. Að vísu eru til lambár á Islandi. En það orð er fleirtölumynd orðsins Lam- bá sem er sérheiti á vatnsfalli. Myndin verður hins vegar heldur en ekki ósjáleg, þegar sagt er að sjá megi margar tvílembdar lambár á túni. Þjóðrekur þaðan kvað: Mér brá, þegar Brandsstaða-Húni, sem á ból sitt úr æðarfuglsdúni, upphóf berserkjalof, klæddist bússum í klof og óð tuttugu lambár í túni. ★ Eitthvað var minnst á hugs- unarleysi hér að framan og því ekki vandaðar kveðjurnar. Einmitt, ef maður hugsar og gaumgæfir orðin, þá upplýkst margt skemmtilegt sem áður duldist honum. Tökum t.d. al- geng og látlaus orð eins og svona, núna, hérna og þarna. Ef við rýnum í þau, sjáum við brátt að þau eru öll mynduð af samsvarandi orðum: svo (áður svá), nú, þar og hér með við- skeytinu -na. Þetta viðskeyti höfðu menn til frekari áherslu. Svona (svá-na) merkti ná- kvæmlega svo, og notar Ófeig- ur karl það skemmtilega þann- ig í Bandamannasögu. Hann spyr höfðingjana hvort þeir hafi ekki svarið eiðinn svá-na = nákvæmlcga svo. Núna merkti nákvæmlega nú, á þessari mín- útu, o.s.frv. Alkunna er að hvaðeina, sem til áherslu er haft í málum, slitnar og dofnar. Svo er um áhersluviðskeytið -na. Brátt var merking þess fölnuð og farin á fjúk. Brugðu þá sumir á það ráð að bæta öðru -na aft- an á, og verða þá til orðmyndir eins og hérnana og núnana. Við skulum ekki hlæja of mikið að þeim sem svo hafa talað eða gera jafnvel enn. ★ Víkur talinu að nýyrðum og er árétting og ítrekun þess sem áður hefur sagt verið. Ég held við ættum nú að hefja lokasóknina á hendur út- lenda orðinu video (latína = ég sé). Ég veit ekki í bili betra orð í staðinn en myndband, og hafa þó margir spreytt sig á þessu. Ef lesendur telja sig geta smíðað betra orð, verður því tekið fegins hendi. Maður er fíkinn í eitthvað. Kennd hans heitir fíkn, og hún má vera feikileg. í Sólarljóðum er talað um þá menn sem fíkj- ast á fé. Þeir voru afar fégráð- ugir. Má ekki fíkniefnaneyt- andi, dópisti, heita fíkill? Sá sem er harður af sér (eða læst vera það) er herkinn, skylt harka að sjálfsögðu, og herkja er sama sem harka. Má ekki töffari (e. tough) líka, og ekki síður, heita herkill? Herkillinn ætti að geta harkaó af sér. Fólk talar um að fíla eitthvað í botn = njóta þess fullkomlega. Má ekki búa til nýtt orðtak á líkingamáli og segjast njóta ofan í neglu? Hvað viljum við annars ganga langt í innleiðslu nýyrða og andófi gegn tökuorðum? Viljum við ekki stundum eiga bæði tökuorð og nýyrði, svo sem bíll og bifreið? Viljum við ekki bæði eiga orðin rab(b)ar- bari og tröllasúra, kartafla og jarðepli, melóna og tröllaldin, sítróna og gulaldin, appelsína og glóaldin? Danskur maður á Akureyri um aldamótin 1800, Hans Vilhelm Lever, var svo íslensk- ur að hann notaði orðið jarð- eplaræktun í bæklingi sem hann gaf út á eigin kostnað um kartöflurækt, handa almúgan- um á íslandi. ★ Spurður hef ég verið um orð- ið hauður og hvernig ætti að beygja það, þegar gert hefur verið að kvenmannsnafni. Ég þekki orðið aðeins í merking- unni land, jörð, og er hvorug- kyns og beygist eins og hreiður: hauður, hauður, hauðri, hauð- urs. Ég kannast við það sem kvenheiti en þykir það ekki eftirsóknarvert, og virðist þá þrautalendingin að beygja það eins og Auður. Hitt þykir mér einsýnt að kvenmannsnöfn skuli vera kvenkyns. En ljúk- um þessu hauðurtali með vísu og mega nú lesendur feðra hana mér til fróðleiks: Sólin gyllir haf og hauður heldur svona myndarlega. Ekki er drottinn alveg dauður, og ekkert gerir hann kindarlega. 43307 Opið laugardag og sunnudag kl. 1—4 Vallartröö 2ja herb. ca. 60 fm íbúö í kjall- ara. Allt sér. Verö 1290 þús. Valshólar Góö 2ja herb. íbúö á 1. hæö. Verð 1250 þús. Holtsgata — vesturb. 2ja herb. íbúö á 4. hæö. Suöur svalir. Laus eftir mánuö. Verö 1350 þús. Lundarbrekka Góö 3ja herb. ca. 90 fm íbúð á efstu hæö. Gott útsýni. Verö 1700 þús. Hamraborg Mjög góö 3ja herb. íbúö á 4. hæö. Suöursvalir. Bílskýli. Verö 1700 þús. Furugrund Góö 3ja herb. íbúö í lyftuhúsi. Suöursvalir. Verö 1650 þús. Ásbraut 4ra herb. ca. 100 fm íbúö á 1. hæö ásamt bílskúr. Verö 2,1 millj. Fískakvísl 4ra herb. ca. 130 fm endaíbúö ásamt 29 fm bílskúr. Arinn í stofu. Góð teikning. Afhent fokhelt strax. Mögul. að taka íbúö uppí. Fellsmúli Góð 4ra—5 herb. 125 fm enda- íbúö. Verö 2380 þús. Grenigrund Mjög góö sérhæö 4ra—5 herb. ca. 130 fm. Verö 2,6 millj. Goöheimar Stór 6 herb. ca. 155 fm hæö ásamt 30 fm bílskúr. Akv. sala. Mávahlíð Mjög góö 130 fm 5 herb. sér- hæð ásamt 36 fm bílskúr. íbúð- in endurn. aö öllu leyti. Fæst í skiptum fyrir einbýli í Kópavogi. Digranesvegur Góð ca. 130 fm 5 herb. sórhæö. Gott útsýni. Verö tilboö. Reynihvammur 160 fm einbýlishús á einni hæö. Verö 3,3 millj. Vallartröð 190 fm einbýli hæð og ris, 7—8 herb. ásamt 49 fm bílskúr. Gróöurhús. Fallegur garöur og stór lóö. Holtageröi — Hlíöar- vegur — Reynihvammur Höfum góöar sérhæöir á ofangreindum stööum í skiptum fyrir einbýli í Kópavogi. Vantar góöar 4ra herb. íbúðir í KJÖRBYLI FASTEIGNASALA Nýbýlavegi22 III hæó (Dalbrekkumegin) Sími 43307 Sölum.: Sveinbjörn Guðmundsson. Rafn H. Skulason, lögfr. 83000 Einbýlishús við Álfhólsveg Kóp. EL Vandaö einbýlishús um 270 ferm. samliggjandi stofur — nýbyggö setustofa meö arni og þar útaf garöhús úr gleri, stór hitapottur í garöinum, eldhús, baöherb., meö sturtu- klefa, 5 svefnherb., bílskúr, ákveöin sala. (Einkasala). Teikn- ing á skrifstofunni. FASTEIGNAÚRVALIÐ Silfurteigh Sölustjóri: Auðunn Hermannsson, Kristján Eiriksson hæstaréttarlögmaöur. Opiö frá 1—5 * Allar augl. eignir eru í ákv. sölu BÓLSTA DARHLÍD — RIS Góð 2ja herb. í steinhúsi. Verð til- boö. LAUGAVEGUR Mikiö endurn. 2ja herb. íbúö á jaröhæö með bílskúr. Þarf að aelj- ast strax. öll tilboð skoðuö. Verö 1150 þús. ÁSBÚD — GARDABÆ Falleg ca. 75 fm 2ja herb. íbúð á jaröhæö. Verö 1450 þús. VÍDIMELUR Endurnýjuö 2ja herb. ca. 50 fm kjallaraíbúö. Nýtt eldhús. Verö 1200 þús. GRANASKJÓL Mjög góö 3ja herb. ca. 80 fm kjall- araíbúö. Verö 1400 þús. ENGIHJALLI Falleg 4ra—5 herb. ca. 117 fm ibúö á 7. hæö í lyftuhúsi. Verö 1950—2000 þús. BLIKAHÓLAR Góð 4ra—5 herb. ca. 117 fm ibúö á 4. hæö. Verð 1900—1950 þús. EFSTASUND K 3ja herb. ca. 70 fm ibúö á hæö í forsköluðu timburhúsi Verð 1350 þús. HERJÓLFSGATA — HF. Björt 4ra herb. ca. 100 fm jaröhæð. Ný hitalögn. Verð 1700 þús. FOSSVOGUR Höfum fengiö til sölu nýja glæsiiega 4ra herb. ibúö á 3. hæð. (buðin er á 2 hæöum meö 2 svölum og neöri hæö. Verö 2,5—2,6 millj. VESTURBERG Til sölu góö 4ra—5 herb. ca. 117 fm ibúö á 1. hæö. Verð 1850 þús. GUNNARSSUND — HAFN. Góð 4ra herb. ca. 110 fm ibúö á 1. hæö t þríbýlishúsi. Allt sér. Dan- foss. Verð 1600 þús. LANGHOLTSVEGUR Fallegt ca. 220 fm raðhús á 3 hæö- um. Eigninni er vel viöhaldið, með rúmgóðum bílskúr. Verð 3,5 millj. FOSSVOGUR — RAOHÚS Höfum fengiö tll sölu glæsilegt 230 fm 5—6 herb. raöhús á fal- legum staö. 30 fm bílskúr. Verð 4,4 millj. LAUGATEIGUR Falleg 150 fm hæö í þríbýli. Verö 2,9 millj. SUOURGATA — HF. Snoturt 2ja herb. einbýli ca. 50 fm. Verð 1250 þús. HEIDNABERG - ENDA- RADHÚS - HORNLÓD Höfum nýlega fengið í sölu fal- legt endaraöhús 4ra—5 herb. ca. 170 fm meö bílskúr. Afh. fullklaraö aö utan en fokhelt aö innan. Verð 2,2 millj. ESKIHOLT — GB. Stórt fallegt einbýlishús. Til afh. á byggingarstigi. Stórkostlegt útsýni. Verö tilboð. LANGHOLTSVEGUR Fallegt og haganlega innréttaö eldra einbýlishús ca. 160 fm ásamt 80 fm bílskúr og hobbýpiássl. Arinn í holi. Vönduö eign. Verð 3,9 miltj. VID SKÓLA VÖRDUHOL T Eldra parhús ca. 150 fm á 3 hæö- um með séríb. í kjallara. Stórum garði, miklu geymslurými, ásamt bilskúr. Verð tilboö. byggingarréttur Höfum til sölu byggingarrétt fyrir ca. 3ja hæða ca. 400 fm að grunnfl. iönaöar og verslunarhúsnæði. Verð tilboö. ■k Skoöum og verömetum eignir samdægurs. * Höfum fjölda annarra eigna á skrá. FASTEIGNASALA Skólavörðuslíg 18 2h Sölumenn Pétur Gunnlaugsson logfr Árm Jensson húsasmióur mn \flóLv<hdusti(j ^ 2 8511

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.