Morgunblaðið - 26.05.1984, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1984
Hvað er á seyði
í Réttarholti?
— eftir Markús Örn
Antonsson
Fræðsluráð samþykkti á fundi
sínum sl. mánudag, að starfsemi f
Réttarholtsskóla yrði óbreytt
næsta vetur. Á fundi ráðsins hinn
30. apríl sl. var lagt fram bréf
menntamálaráðherra, þar sem
þess var óskað að kannaðir yrðu
möguleikar á því að menntamála-
ráðuneytið fengi til afnota aukið
húsnæði vegna sérskóla, svo sem
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands og Leiklistarskóla íslands.
„Er hér sérstaklega haft f huga
húsnæði Réttarholtsskóla," segir f
bréfi ráðherra. og ennfremur:
„Ráðuneytið fer þess á leit að hluti
þess húsnæðis a.m.k. verði til
ráðstöfunar á hausti komanda."
Athugun nauðsynleg
Þessu bréfi ráðuneytisins taldi
fræðsluráð ekki unnt að svara án
undangenginnar athugunar á
nemendafjölda í Réttarholtsskóla,
Breiðagerðisskóla og Fossvogs-
skóla og aðstæðum þeirra að öðru
leyti. Svo háttar til í umræddu
skólahverfi, að Breiðagerðisskóli
og Fossvogsskóli hafa nemendur
upp f 6. bekk en sfðan hafa þeir
stundað nám í 7., 8. og 9. bekk í
Réttarholtsskóla og lokið þaðan
grunnskólaprófi. Auk þess tekur
Réttarholtsskóli nemendur í svon-
efnt fornám, — nemendur, sem
ekki hafa náð tilskildum árangri
til að fara f framhaldsskóla. Er
hér um að ræða nemendur sem
koma vfða að úr borginni og mætti
leysa þeirra mál í öðrum skóla, ef
henta þætti.
Vissulega geta slfkar athuganir,
sem unnar hafa verið á stöðu
Réttarholtsskóla síðustu vikurnar,
verið starfsfólki skólans til ein-
hvers ama. En eins og málið bar
að var fræðsluráði ekki stætt á
öðru en að gefa svar af eða á að
undangenginni einhverri umfjöll-
un. Svarið hefur verið gefið og
verður fornám f Réttarholtsskóla
næsta vetur og einnig 7., 8. og 9.
bekkur. Sem sagt óbreytt ástand.
Ekki spurt um
afstöðu fræðsluráðs
Skólastjóri Réttarholtsskóla
hefur að undanförnu haft sig
nokkuð í frammi í blöðum og gert
mál þetta allt hið tortryggi-
legasta, m.a. látið f veðri vaka að
formaður fræðsluráðs lægi á ein-
hverjum mikilsverðum upplýsing-
um. í skólanum hefur verið boðað
til foreldrafundar til að ræða
stöðu mála og að honum loknum
var spurt hvort Réttarholtsskól-
inn hefði virkilega verið lagður
niður. Enginn hefur haft fyrir því
að krefja formann fræðsluráðs
skýringa á hvað væri að gerast,
hver sjónarmið meirihluta
fræðsluráðs eða allra fræðslu-
ráðsmanna væru í þessu máli. Svo
virðist sem starfslið Réttar-
holtsskóla hafi talað sig upp í ein-
hverja geðshræringu, sem hafi
jafnframt truflað ró foreldra og
nemenda án þess að nokkur gerði
tilraun til að fá skýr svör við þvf,
hvað raunverulega væri á seyði.
Þegar ég tók sæti f fræðsluráði
sumarið 1982 hafði sérstök nefnd
unnið að athugunum á skólaskip-
an í suðausturhluta borgarinnar,
þar sem Réttarholtsskóli, Breiða-
gerðisskóli og Fossvogsskóli komu
til sérstakrar athugunar og var að
því hugað, hvort fækka mætti
skólunum. Þetta var á sfðasta
kjörtímabili. Ekki var ráðizt f
neinar breytingar.
Raddir fólksins
í hverfinu
Meðal fyrstu verka fræðsluráðs
eftir að ég tók þar við formennsku
var umræða um erindi frá for-
eldrafélagi Breiðagerðisskóla og
einnig skólastjóra Fossvogsskóla.
Á fundi fræðsluráðs 14. júnf 1982
voru mættir tveir fulltrúar for-
eldrafélags Breiðagerðisskóla
ásamt skólastjóranum. 1 fram-
lögðu bréfi þeirra sagði orðrétt:
„Með þessu erindi vill Foreldra-
félag Breiðagerðisskóla beina
þeirri eindregnu tillögu til
Fræðsluráðs að hafin verði við
skólann kennsla 7. bekkjar
grunnskóla næsta haust.
í mai síðastliðnum gekkst for-
eldrafélagið fyrir skoðanakönnun
á afstöðu foreldra til kennslu 7., 8.
og 9. bekkjar grunnskólastigs við
Breiðagerðisskóla. Var könnun
Markús Öm Antonsson
„Málefni Réttarholts-
skóla verða til áfram-
haldandi meðferðar hjá
fræðsluyfirvöldum. Erf-
itt er að sjá það fyrir nú,
hvort nokkur grundvöll-
ur verður fyrir því í
næstu framtíð að af-
henda hann í heilu lagi
undir rekstur sérskóla.“
þessi gerð að beiðni nokkurra for-
eldra 12 ára barna f skólanum.
Eins og eftirfarandi niðurstöður
sýna er það ótvíræður vilji meiri-
hluta foreldra að hafin verði
kennsla í 7. bekk strax næsta
haust. Margir létu þá ósk f ljós að
Réttarholtsskóli verði gerður að
fjölbrautaskóla fyrir unglinga í
Suðausturbæ."
í bréfi þessu kemur eftirfarandi
ennfremur fram:
„Síðastliðinn vetur sendu skóla-
stjóri og kennarar Breiðagerðis-
skóla fræðsluráði greinargerð, þar
sem lýst er yfír að þeir telji ekkert
að vanbúnaði að taka við öllum
bekkjum grunnskólans hvað hús-
næði snertir.
Á það skal bent að Breiðagerð-
isskóli er einn af best útbúnu skól-
um Reykjavíkur."
Þetta eru raddir fólks „heima í
héraði“ og ekki gætir þar ýkja
mikils stuðnings við áframhald-
andi grunnskólahald í Réttar-
holtsskóla.
Rödd skólastjórans
í Fossvogi
Þennan sama dag, 14. júnf 1982,
barst einnig bréf frá Kára Arn-
órssyni skólastjóra Fossvogsskóla,
þar sem segir m.a.:
„Vorið 1981 var gerð könnun á
því meðal foreldra í Fossvogs-
hverfí, hvort þeir óskuðu þess að
nemendur lykju grunnskólanum f
Fossvogsskóla. Það er ótvfrætt
vilji mikils meiri hluta foreldra að
Fossvogsskóli spannaði grunn-
skólann allan."
Ennfremur:
„Eftir þeim tölum, sem fyrir
liggja, er sjáanlegt að f Réttar-
holtsskóla koma eftir 4 ár aðeins
þrjár deildir f árgangi. Útlit er
fyrir að þeir nemendur, sem nú
innritast í Fossvogs- og Breiða-
gerðisskóla, verði samtals innan
við 70. í Réttarholtsskóla voru í
vetur leið 408 nemendur og sýni-
legt er að þeir verða komnir eftir
fá ár f 200 til 250.“
Skólastjóri Fossvogsskóla tekur
fram að byggingu skólans sé ekki
lokið en henni verði að ljúka, ef
ákvörðun yrði tekin um að 7.-9.
bekkur yrðu í skólanum. Hann
rifjar upp fyrri hugmynd sína um
að Reykjavíkurborg seldi ríkinu
Réttarholtsskólann og andvirðið
yrði notað til þess að ljúka bygg-
ingu Fossvogsskóla. *
Vegna fyrirsjáanlegrar fækkun-
ar nemenda í þessu umrædda
skólahverfi og annarra brýnna
framkvæmda f skólamálum er
Hekla af-
hendir 500.
Caterpillar-
vinnuvélina
FRA árinu 1947, að Hekla hf.
geröist umboösaöili fyrir Cater-
pillar á íslandi, befur fyrirtækið
flutt inn og afgreitt 500 vinnuvéi-
ar af ýmsum stærðum og gerðum
frá þessum heimsþekkta fram-
leiðanda.
Það er verktakafyrirtækið
Ellert Skúlason hf., sem kaupir
500. vélina og er hér um að
ræða jarðýtu af gerðinni D9L,
en hún er önnur af tveim sömu
gerðar, sem Hekla hf. hefur
selt, og eru afkastamestu jarð-
ýtur hérlendis.
Jarðýtan vegur 60 tonn, er
með 12 strokka, 460 hestafla
dfsilhreyfli og togkrafturinn er
76 tonn.
Þessa risatækis bfða nú ýmis
stórverkefni úti á landi á veg-
um Ellerts Skúlasonar hf., en
það fyrirtæki hefur til umráða
allmargar Caterpillar-vinnu-
vélar og hefur verið í viðskipt-
um við Heklu hf. sl. 30 ár.
(FrétUtilkymting)
Meðferð kartöflumáls
— eftir Eiö Guönason
Vegna greinar f Morgunblaðinu
miðvikudaginn 23. maf um með-
ferð kartöflumáls i landbúnaðar-
nefnd efri deildar kemst ég ekki
hjá því að gera nokkrar athuga-
semdir, er varða veigamikla þætti
þessa máls.
Þannig var, að á haustdögum
flutti ég ásamt fleirum frumvarp
til laga til breytinga á lögum um
Framleiðsluráð landbúnaðarins.
Meginefni frumvarpsins var að af-
nema einokun Grænmetisverslun-
ar landbúnaðarins á kartöflu-
innflutningi, þó aðeins þann tfma,
er innlend framleiðsla fullnægir
ekki eftirspurn. Frumvörp sama
eða svipaðs efnis hafa verið flutt á
mörgum undanförnum þingum af
ýmsum þingmönnum, en ekki náð
fram að ganga. Meðflutningsmenn
þessa frumvarps voru Karl Stein-
ar Guðnason, Kolbrún Jónsdóttir
og Stefán Benediktsson.
Til þess að lesendur Morgun-
blaðsins fái rétta mynd af af-
greiðslu þessa máls á Alþingi er
nauðsynlegt að eftirfarandi stað-
reyndir komi fram:
Þann 24. nóvember var haldinn
fundur í landbúnaðarnefnd þar
sem þetta frumvarp var tekið
fyrir og samþykkt að senda það til
umsagnar m.a. til Búnaðarfélags-
ins, Stéttarsambands bænda,
Framleiðsluráðs landbúnaðarins,
Verzlunarráðsins, Neytendasam-
takanna og Alþýðusambands ís-
lands. Á þessum fundi nefndar-
innar var umsagnarfrestur ákveð-
inn til 15. janúar.
9. febrúar var haldinn fundur í
landbúnaðarnefnd. Málið var ekki
tekið fyrir.
16. febrúar var haldinn fundur i
landbúnaðarnefnd. Málið var ekki
tekið fyrir.
8. marz var haldinn fundur í
landbúnaðarnefnd. Málið var ekki
tekið fyrir.
28. marz var haldinn fundur í
landbúnaðarnefnd. Málið var ekki
tekið fyrir.
29. marz var haldinn fundur í
landbúnaðarnefnd. Málið var ekki
tekið fyrir.
2. aþríl var haldinn fundur í
landbúnaðarnefnd. Málið var ekki
tekið fyrir.
5. aprfl var haldinn fundur í
landbúnaðarnefnd. Málið var ekki
tekið fyrir.
9. aprfl var haldinn fundur í
landbúnaðarnefnd. Málið var ekki
tekið fyrir.
10. aprfl var haldinn fundur 1
landbúnaðarnefnd. Málið var ekki
tekið fyrir, en rætt um afgreiðslu
tveggja nýfluttra frumvarpa um
Framleiðsluráð.
12. aprfl var haldinn fundur í
landbúnaðarnefnd. Málið var tek-
ið fyrir, afgreiðslu þess frestað.
26. aprfl var haldinn fundur 1
landbúnaðarnefnd. Málið var ekki
tekið fyrir.
4. maí var haldinn fundur f land-
búnaðarnefnd. Málið var ekki tek-
ið fyrir.
10. maí var haldinn fundur í
landbúnaðarnefnd, þar sem Eyj-
ólfur Konráð Jónsson óskaði eftir,
að þetta mál, ásamt öðru, yrði tek-
ið til umræðu. Formaður nefndar-
innar, Egill Jónsson, kvaðst þá
bíða eftir niðurstöðu þingflokks-
fundar Sjálfstæðisflokksins.
11. maí var haldinn fundur í
landbúnaðarnefnd. Málið var ekki
tekið fyrir.
12. maí var haldinn fundur í
landbúnaðarnefnd. Málið var ekki
tekið fyrir.
15. maí var haldinn fundur í
landbúnaðarnefnd. Málið tekið
fyrir. ítrekaði formaður nefndar-
innar þá tillögu sína, að málinu
yrði vísað til ríkisstjórnarinnar
með jákvæðri umsögn um endur-
skoðun Framleiðsluráðslaganna.
17. maí var haldinn fundur í
landbúnaðarnefnd. Málið tekið
Eiður Guðnason
„Þessu máli er ekki
lokið. Landbúnaðarráð-
herra hefur nú ákveðið
að slaka lítillega á ein-
okunarkló Grænmetis-
verslunar landbúnaðar-
ins. Það er þó hvergi
nærri nóg. Nú er ætlun-
in, eins og innflytjendur
segja, að koma upp nýju
„hálfgildings einokun-
arfyrirkomulagi“ við
hlið þess gamla“.
fyrir. Bókað, að meirihluti nefnd-
arinnar leggi til að málinu verði
vísað til ríkisstjórnarinnar með
sérstökum rökstuðningi. Minni-
hluti leggur til, að frumvarpið
verði samþykkt.
19. maí, á laugardaginn var, var
enn haldinn fundur i landbúnað-
arnefnd og málið tekið fyrir og
þar greindi formaður frá því að
komið hefði á daginn, að mat hans
á því hverjir mundu skipa meiri-
hluta nefndarinnar hefði ekki
reynst rétt.
Á fundum landbúnaðarnefndar
eftir að kartöflufrumvarpið kom
til nefndarinnar var tólf sinnum
rætt um sölu fjögurra ríkisjarða
og einnar kristfjárjarðar, sex
sinnum rætt um frumvarp til laga
um lífeyrissjóð bænda, fjórum
sinnum um frumvarp til skógr-
æktarlaga, fimm sinnum breyt-
ingar á jarða- og ábúðarlögum, og
þrisvar um frumvarp til laga um
að breyta lausaskuldum bænda í
föst lán. Þetta er skv. lauslegri
samantekt úr fundargerðarbók
nefndarinnar.
Sitthvað fleira mætti segja um
meðferð þessa máls, en hér verður
látið staðar numið að sinni, nema
frekara tilefni gefist.
Lyktir þessa máls eru síðan öll-
um kunnar, því var vísað til ríkis-
sjórnarinnar með atkvæðum allra
þingmanna Framsóknarmanna f
efri deild og Sjálfstæðismanna,
nema atkvæði Eyjólfs Konráðs
Jónssonar, sem vildi samþykkja
frumvarpið og hafði alla tíð
hreina afstöðu í málinu. Með þess-
um hætti var unnið að meðferð
þessa máls í landbúnaðarnefnd
efri deildar Alþingis, undir for-
ustu formanns hennar, Egils
Jónssonar, alþingismanns. Ef
mönnum þykja þetta góð vinnu-
brögð og eðlileg, þá verða þeir
auðvitað að hafa þá skoðun. — Ég
er hins vegar þeirrar skoðunar, að
þetta séu í hæsta máta óeðlileg
vinnubrögð og að vinnubrögð af
þessu tagi séu Alþingi til vansa.
Ýmislegt annað í grein Morgun-
blaðsins í gær um þetta mál sé ég
ástæðu til að gera athugasemdir
við. Fyrst er þar til að taka, að
Egill Jónsson, formaður landbún-
aðarnefndar efri deildar, ræddi
aldrei við mig um framgang þessa
máls í nefndinni. Það gerði Eyjólf-