Morgunblaðið - 26.05.1984, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ1984
Beztu kartöflur
heims eru íslenzkar
Fólkið verður að brjóta kerfið niður
— eftir Eyjólf
Konráð Jónsson
Undirritaður hefur ferðast
víða, en hvergi bragðað jafngóð-
ar kartöflur og þær, sem á ís-
landi eru unnt að rækta né held-
ur aðra garðávexti. Hvers vegna
eitrast þetta „konfekt" í með-
höndlun eða er alls ekki fram-
leitt, heldur rusl? Svarið er ofur
einfalt og allir vita það.
En núna, þegar landbúnaður-
inn á í erfiðleikum og blaðrað er
út og suður um aukabúgreinar,
dettur mér í hug að íslendingar
einbeiti sér að framleiðslu úr-
valskartaflna til útflutnings.
Lúxusvöru er nefnilega hægt að
selja á ótrúlega hagstæðu verði,
ef SÍSið kemur hvergi nærri.
En auðvitað verðum við fyrst
að koma málum þannig fyrir, að
við fáum a.m.k. sjálf að borða
ætar kartöflur allt árið, þ.e.a.s.
áður en þær eru eyðilagðar af
þeim sem telja allt gott í kj... á
okkur. Hálfkæringsinnskot: „Til
þess voru hrútarnir skotnir”, eða
eitthvað svoleiðis sagði kerlingin
í þjóðsögunni um Samfélag ýtr-
ustu sanngirni — SÝS —, þegar
hún miðlaði bændum og neyt-
endum nauðsynjum af nægta-
brunni sínum, lagðist svo niður
og dó — engum harmdauði. (Inn-
skoti lýkur).
Ekki er ég í vafa um, að ís-
lenzkar kartöflur væru nú aug-
lýstar úrvalsvara innanlands og
erlendis, ef ekkert Framleiðslu-
ráð væri til og framleiðendur
frjálsir.
Einu sinni ræktaði ég sjö
hundruð poka sælgætis við ölf-
usárósa og það rann út í lítilli
verslun föður míns. Kunni ég þó
ekkert til kartöfluræktar, nátt-
úran sá fyrir því að fólkið bein-
linis gleypti þessi grey. — Nú er
öldin önnur, kartöfluneyzlan
minnkar hér jafnt og þétt og er
orðin minni en þekkist meðal
frjálsra þjóða, sem vonlegt er.
Og íslendingar eru komnir á
fremsta hlunn með að hætta öllu
áti, sem kartöflukerfið reynir að
reka ofan í þá.
Við kartöflurækt mína
gleymdist raunar að láta flutn-
ingabíla aka einu sinni, tvisvar
eða þrisvar í gegnum Grænmet-
isverslunina til að hirða uppbæt-
ur. Samt var þetta sæmilegasti
afrakstur. Ég sé þó mest eftir
því að flytja ekki góðgætið á
Bandaríkjamarkað og verða rík-
ur, er samt sáttur við endalokin,
því að sjálfsagt hefði kerfið
fundið ráð til að hindra svo sið-
laust atferli. Enda er nú á þvl
herrans ári, 1984, ári Orwells,
reynt að koma á kerfi óætra
eggja. Kerfið er samt við sig! En
þetta er fámenniskerfi: Brjótum
það niður og lifum við frjálsræði
og velgengni, framfarir og
kjarabætur, snúum af brautu of-
stjórnaræðisins, sem kyrkt hef-
ur framfaravilja.
Eyjólfur Konríð Jónsson er alþing-
ismaður Sjilfstæðisflokks fyrir
Norðurlandskjördæmi vestra.
Bundið slitlag 60,9% í árslok 1982
BUNDIÐ slitlag gatna í þéttbýli nam
60,9% í árslok 1982 á móti 30,4%
árið 1976. Bundið slitlag gatna í
Reykjavík nam 93,1% í árslok 1982
en 87,6% 1976. Heildarlengd gatna í
Reykjavík var í árslok 256,5 km en
288,4 km í árslok 1982.
Þetta kemur fram í ársskýrslu
Framkvæmdastofnunar ríkisins
fyrir árið 1983. Segir þar, að ekki
liggi fyrir heildartölur um ástand
gatnakerfis f árslok 1983 en fyrir
liggi haldgóðar upplýsingar um
stöðuna hjá alls 72 þéttbýlissveit-
arfélögum utan Reykjavíkur í
árslok 1982.
Heildarlengd gatna í þessum
sveitarfélögum var 606,2 km í
árslok 1976 en í árslok 1982 alls
727,2 km. Af þeim voru 184,5 km
lagðir bundnu slitlagi 1976 eða
30,4% en í árslok 1982 er bundið
slitlag komið á 442,5 km eða
60,9%.
Hér fer á eftir tafla yfir stöðu
mála eftir kjördæmum hvað varð-
ar bundið slitlag:
KJordrmi
Reykjavlk
Reykjanes
Vesturland
Veatfirðir
Norðurland veatra
Norðurland eyatra
Auatfirðir
Suðurland
Alla
Bundið alitlag
Hfttaa Hgatnt
87,6 93,1
38,1 77,1
23.8 56,7
25,5 59,3
21.3 41,9
30,0 58,2
30.4 42£
24.9 53,9
30,4 60,9
Sjálfstæðisfélag Seltirninga:
Opið hús í dag
I DAG, laugardag 26. maí, verður
opið hús á vegum Sjálfstæðisfélags
Seltirninga í hinu nýja félagsheimili
sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi á
Austurströnd 3 frá kl. 15.00 til 18.00.
Hið nýja félagsheimili sjálf-
stæðismanna er ekki fullgert en I
dag gefst sjálfstæðisfólki kostur á
að skoða það og hlýða á skóla-
lúðrasveit Seltjarnarness leika
klukkan 15.00 til 15.30, en þá flyt-
ur Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, ávarp og
jafnframt verða ýmsar veitingar á
boðstólum. Sjálfstæðisfélag Sel-
tirninga hvetur félagsmenn sína
og stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokksins til þess að mæta.
Morgunblaðið/ ÓI.K.M.
Framkvœmdastjórar á erlendri grund
í tengslum við aðalfund Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna eru komnir tll
landsins framkvæmdastjórar sölufyrirtækjanna f Bandaríkjunum, Bretlandi
og Þýzkalandi tO að kynna starfsemina í þessum löndum. Hér eru þeir frá
vinstri: Gylfi Þór Magnússon, Þýzkalandi, Magnús Gústafsson, Bandaríkj-
unum og Olafur Guðmundsson, Bretlandi.
Bænadagur þjóðkirkjunnar á morgun:
Beðið um trú til þess að lækna þjóð-
ina af böli áfengis og neyslu fíkniefna
Hinn árlegi bænadagur er á
sunnudaginn og er þess vænst að
þá farí fram bænaguðsþjónustur í
öllum kirkjum landsins. Þar sem
prestar hafa svo margar kirkjur til
þjónustu að þeir komast ekki til
þeirra allra á bænadaginn, er þess
vænst að leikmenn stýri messu-
gjörð, enda hefur sérstakt form
veríð prentað til að nota á bæna-
deginum.
Hið sérstaka bænarefni dags-
ins er: Bæn um trú til þess að
lækna þjóðina af böli áfengis og
neyslu fíkniefna.
Biskup íslands, herra Pétur
Sigurgeirsson, hefur ritað söfn-
uðum og prestum landsins vegna
bænadagsins og fer bréf hans
hér á eftir:
Hinn almenni bænadagur, 5.
sunnudagur eftir páska, er að
þessu sinni 27. maí nk. Þá gefst
okkur sem fyrr kærkomið tæki-
færi til þess að íhuga gildi bæn-
arinnar. „Bænin má aldrei
bresta þig,“ kvað séra Hallgrím-
ur. Bænin er andardráttur trú-
arinnar. Á almennum bænadegi
samstillum við hug okkar og sál
í bæn til Guðs.
Þann dag er þess vænst, að
guðsþjónustur fari fram í sem
flestum kirkjum. Þar sem prest-
ur kemst ekki yfir að embætta í
kirkjum prestakallsins er þess
óskað að leikmaður stýri messu-
gjörð. Leggja skal áherslu á
virkan þátt leikmanna í bæna-
deginum.
Arið, sem nú stendur yfir,
minnir með sérstökum hætti á
Heilaga ritningu og boðskap
hennar til íslensku þjóðarinnar.
Fjögurra alda afmælisár Guð-
brandsbiblíu hvetur okkur til að
ígrunda Guðs orð og lifa i ljósi
þess, því að „helst mun það
blessun valda".
Þegar skyggnst er um á vett-
vangi íslenskra þjóðmála og
þjóðlífs, er sýnilega „ennþá
margt að meini og margur sem á
bágt“. Eitt er það böl, sem hrjáir
þjóðina í vaxandi mæli og grefur
um sig í þjóðarlíkamanum líkt
og krabbamein. Það er böl of-
drykkju og notkun fíkniefna.
Hér er um að ræða einn höfuð-
sjúkdóm þjóðarinnar, sem Guðs
orð á mátt til að lækna. Á djúpu
mannlífssárin vill kirkjan leggja
lífgrös sín.
Það er ósk mín, að sameigin-
Iegt bænarefni okkar sé: Bæn um
trú til að lækna þjóðina af böli
áfengis og neyslu fikniefna.
í greinargerð með frumvarpi
til laga á Alþingi um þetta
vandamál segir svo: „Mun ekki
ofmælt, að hver einasta fjöl-
skylda f landinu sé nú i meira
eða minna mæli tengd eða ofur-
seld erfiðleikum og hörmungum
vegna neyslu áfengis og annarra
fíkniefna.
Biblían gerir grein fyrir bar-
áttunni gegn áfengisbölinu. Þar
segir, að menn skuli ekki sækj-
ast eftir áfengum drykk, ekki
vera með flóandi vin í sam-
diykkju, þá gefi menn ekki
gjörðum Drottins gaum og sjái
ekki það, sem hann hefir með
höndum. (Jes. 5:11,12.) „Verið þvi
ekki óskynsamir heldur reynið
að skilja hver sé vilji Drottins.
Drekkið yður ekki drukkna af
vini, það leiðir aðeins til spill-
ingar. Fyllist heldur andanum.“
(Gal. 5:22.) Bindindi er einn af
ávöxtum andans (á grisku egkra-
teiga) Orðið er viðtækrar merki-
ngar. Hér er um þá dyggð að
ræða að geta haft stjórn á löng-
unum sínum og þrám i lysti-
semdir, að andi mannsins ráði
yfir þvi, hvers hann óskar sér og
hvað hann vill. Griska orðið er
notað jöfnum höndum um
fþróttamann sem agar líkama
sinn og um kristinn mann, sem
hefir taumhald á hvötum sinum
(William Barclay).
Mannshugurinn þolir ekki
tómarúm. Til þess að fæla burt
myrkrið verður hann að vera
opinn fyrir ljósinu. „Framgöng-
uis sómasamlega eins og á degi,
ekki í ofáti né ofdrykkju, ekki i
þrætu né öfund. íklæðist heldur
Drottni Jesú Kristi og alið ekki
önn fyrir holdinu, svo að það
verði til að æsa girndir." (Róm.
13:13,14.)
Trúin, sem lifir og nærist í
Guðs orði, er læknisdómur, sem
nær til allra þátta sálarlífsins.
Þeir, sem læknast hafa af böli
ofdrykkjunnar, eiga það ekki sfst
trúnni að þakka. Þann 10. janúar
sl. var öld liðin síðan fyrsta góð-
templarastúkan var stofnuð hér
á landi.
Merki bindindis höfðu Fjöln-
ismenn áður haldið á lofti til
þess að benda á skaðsemi
ofdrykkjunnar. Allar bindind-
ishreyflngar eiga sammerkt í því
að byggja baráttu sina og hug-
sjón á trúnni til hjálpar. Lestur
Guðs orðs færir manninum ljós
og kærleika.
í orði krossins skín fórn kær-
leikans, ást Guðs og miskunn-
semi. Þar er lækning við böli og
synd, sem trúin kemur til leiðar.
„Og mín sjúka sál verður hljóma
haf“ (Stefán frá Hvítadal).
Biðjum hverjum þeim hjálpar,
sem á við vandamál ofdrykkju
og fíkniefna að stríða. Biðjum
um hjálp allri þjóðinni til handa,
að hún bjargist frá því mesta
böli, sem velferðarþjóðfélag
okkar stendur nú frammi fyrir.
Þörf er á þjóðarvakningu. Hér er
mál, er varðar ekki síst heill og
hamingju yngstu kynslóðarinn-
ar, framtíð lands og þjóðar. Þvi
er hvatt til þess að þjóðin sam-
einist í bæn til Guðs um bænar-
efni þetta, sem nú er yfirskrift
Bænadagsins. Á mátt og þýðingu
bænarinnar minnti séra Jóhann-
es Pálmason með bænarorðum
sinum:
Vökum og biðjum, bænin má ein
bæta að fullu sárustu mein.
Gjðfin sú dýra Drottni er frá
dýrmætust alls, sem mannheimur á.
Pétur Sigurgeirsson