Morgunblaðið - 26.05.1984, Page 18

Morgunblaðið - 26.05.1984, Page 18
T \ \Z O I t rta A r'vT F A T AT,1 A (U7/1 J/~\Q f MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1984 Karpov er reiðubú- inn að mæta Kasparov Skák Margeir Pétursson Heirasmeistarinn f skák, Ana- toly Karpov, hlýtur að vera harð- ánægður eftir stórmót Philips & Drew { London um daginn. Hann sannaði enn einu sinni yfirburði sína yfir beztu skíkmenn Vestur- landa, sýndi Kasparov að hann er reiðubúinn til að verja heimsmeist- aratitil sinn með kjafti og klóm f Moskvu í haust og að auki veittist honum fremur létt verk að yfir- buga erkióvin sinn, Viktor Korchnoi. Yfirburðir hans hefðu getað orðið enn meiri ef hann hefði ekki vanmetið Fiiippseying- inn Torre í 11. umferð og látið króa inni hjá sér hrók. Nú bíða menn spenntir eftir einvígi risanna tveggja f haust. Sennilega hafa aldrei tveir skákmenn verið jafn örugglega langbeztir og þeir Karpov og Kasparov eru nú. Fischer var (er?) gifurlega sterkur á sfnum tíma og það er sorglegra en tár- um taki að hann skuli hafa mætt hvorugum þessara tveggja snill- inga, þvf þegar hann stóð á há- tindinum átti hann engan jafn verðugan keppinaut og þeir Karpov og Kasparov eiga nú hvor í öðrum. Það kom auðvitað engum á óvart að Karpov skyldi sigra, svo stjarna mótsins varð 23ja ára gamall Englendingur, fæddur i Nýja-Sjálandi, Murray Chandler að nafni. Hann tekur skákina geysilega alvarlega, hefur verið atvinnumaður frá 15 ára aldri og gengið brösuglega á köflum en uppskar nú loks árangur erfiðis síns. Þátttaka hans í mótinu var reyndar mjög umdeild og hann var sá síðasti sem var boðið, þvf sumir töldu að gefa ætti undra- barninu Nigel Short enn eitt tækifæri, en hann varð neðstur á Philips & Drew mótunum 1980 og 1982. Að Chandler undanskildum biðu enskir skákmenn miklar hrakfarir þó þeir væru á heima- velli. John Nunn, sá frægi fléttu- og sóknarskákmaður, komst t.d. varla á blað fyrr en hann bjarg- aði andlitinu með þvf að vinna þrjár af fjórum sfðustu skákun- um. Það háir honum og fleiri skákmönnum Englendinga hversu uppteknir þeir eru við að skrifa skákbækur, taka þátt f skákþrautakeppnum og fleira f þeim dúr. Viktor Korchnoi brást einnig vonum manna, en hann hefur væntanlega verið orðinn þreytt- ur eftir stanslaust úthald allt frá áramótum. Mótið var í heildina mjög skemmtilega teflt og einkenndist af miklum baráttuvilja. Það seg- ir sína sögu að enginn slapp tap- laus og mótshaldararnir gættu þess lika að engin af frægustu jafnteflisvélunum fengi að vera með. Um nánari úrslit vísast til meðfylgjandi töflu. Hvítt: Chandler (Englandi) Svart: Torre (Filippseyjum) Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — d6, 6. Bg5 — e6, 7. Dd2 — Be7, 8. 0-0-0 — 0-0, 9. Rb3 — h6?I Að svara Richter-Rauzer árás- inni á þennan hátt er talið frem- ur hæpið. Sfna sögu segir að Tal lék þessum leik gegn lftt þekkt- um landa sfnum á móti f Rúss- landi f fyrra og tapaði. 10. Bxf6 — Bxf6, 11. Dxd6 — Bxc3, 12. bxc3 — Dh4, 13. g3 — Df6,14. Dc5 — e5,15. Bc4 — Be6, 16. Bxe6 — Dxe6,17. Hd6 — Dh3, 18. De3 - Hfd8,19. Hd5! Chandler hefur stundum verið lfkt við teórfubók fklædda holdi og blóði. Þessum öfluga leik lék Karpov Klovan gegn Tal í áðurnefndri skák á móti í Jurmala í fyrra. Framhaldið þar varð: 19. — Dg2, 20. Hhdl - Dxh2, 21. Rc5 - b6, 22. Rd7 - Dh3, 23. Rxe5 - Hdc8,24. Rxc6 — Hxc6,25. Hd8+ með vinningsstöðu á hvftt. 19. — Hdc8, 20. Hhdl — Hc7, 21. f4 — exf4, 22. Dxf4 — He7, 23. Rc5 — b6? Betra var 23. — Hae8 með pressu á reitina e5 og e4. 24. Rd7 - Hae8, 25. e5! - Dh5, LONVON 1988 STI& 1 2 3 H S <o 7 g 9 10 11 1i /3 19 vm. RÖB> 1 KARPOV (Soyétrílíj) 2 700 y/Á W/ 1 •/l 1 •A •A / •A 'A 1 1 1 •A O 9 /. 2 CHhNDLER. C&ilaoJi) ZS1S 0 Y/W % •A 1 •A 0 1 / O 1 •A / / 8 Z'3. 3 ?OLU&fiTEVSKi(Switr) ZtfS 'fz 'A //// •A •A 1 •A 'A 1 •A O •A 1 / 8 2-3. H TIMMRN (Holla*ái) 2.1(0 O •k •A w/ •A •A •A 1 / •A 'A / •A •A ?'A 9. 5 RKSLI (Un<fvtrjalanái) 26(0 •A O 'A •A y/// /// •A •A 1 •A / •A •A •A 'A ? 5-6 <c SEIRftWfiN ('Banáar) 2S2S 'A •A 0 'A •A i / / O •A / / O •A 7 5-6. 7 KORCHNOI (Sviss) 2605 0 1 •A •A •A O V/7/ Y//( •A 'A •A •A •A / •A U/t 7-g. % VAG-fíNJfiN (SovíU) 2610 'A O 'A O O O •A yy/. v// •A / •A / / / 6A 7-8. ANLCRSSON 2610 'A O O O •A 1 •A •A /// m 'A •A A •A 'A S'A 9-11. 10 MILES (Enghnái) 2610 O 1 ‘A •A O •A •k O •A m/ 'A O / •A S'A 8-11 11 S PEELMfiN (Enakndi) 2WS o 0 / •A •A O •A A •A 'A /// W/ 'A 'A •A 5A 9-11. 12 MESTEL (E*iM) 25V0 0 •A •A O •A O •A O 'A / •A VA'/ 'A •A s 1i-N. /3 NUNN (Eng /omcli) 2600 Ví 0 O •A •A / O 0 •A O 'A •A /// Y// / 5 12-11 1H TORRE (Fi/ippstyju**) 2S6S 1 0 0 •A •A •A •A 0 •A •A •A •A O s 12-/1. Chandler 26. Hel — Dxh2, 27. Dg4 — He6. Hótar Hg6 og virðist hindra 28. Rf6+ 27. — Kh8 hefði verið svarað með 28. Hd2! og svarta drottningin er fönguð. 28. Rf6+U - Hxf6, 29. exf6 - Hxel+, 30. Kb2 — g5, 31. Dc8+ — Kh7, 32. Df8 — Kg6, 33. g4 og svartur gafst upp. Hvítt- Polugajevsky (Sovétr.) Svart Torre (Filippseyjum) Slavnesk vörn 1. d4 — d5, 2. c4 — c6, 3. Rf3 — Rf6,4. Rc3 — dxc4, 5. a4 — Bf5, 6. e3 — e6, 7. Bxc4 — Bb4, 8. 00 — 00, 9. De2 Það var einmitt með þessu af- brigði sem Torre sló Polugaj- evsky út úr sfðustu heimsmeist- arakeppni á millisvæðamótinu f spurt og svarad Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS BYGGINGARMÁL Hér birtast spurn- ingar lesenda um byggingarmál og svör Hákons Ólafssonar yrirverkfræðings og Péturs H. Blöndals pÉTUR H. HÁKON framkvæmdastjóra. BLÖNDAL ÓLAFSSON Skuldlaus 73 fermetra íbúð upp í einingahús Rósa Ingólfsdóttir spyr: Hvar stendur sá maður fjárhagslega, sem á um 73 fm þriggja herbergja skuldlausa íbúð, sem er með nýj- um teppum, er nýmáluð og nýupp- gerð, ef hann vill kaupa eininga- hús? Hversu mikið fjármagn þarf hann að hafa á milli handanna? Getur svona íbúð verið stór hluti útborgunar í slfkt hús? Svar: Svona dæmi er alltaf mjög einstaklingsbundið. Hér á eftir mun ég gefa mér nokkrar forsend- ur og reikna út hvernig dæmið gæti gengið upp. Inn f þetta dæmi kemur 1) Verð núverandi íbúðar, 2) lánamöguleikar, 3) eigið fé núna, 4) Greiðslugeta næstu mán- uði og ár, 4, verð einingahússins. 1) Lýsing Rósu á íbúðinni bend- ir til þess að fyrir hana megi fá um kr. 1.500.000, miðað við stað- greiðslu. Verðið er þó háð mörgum atriðum svo sem staðsetningu, sameign, aldri o.s.frv. Frá þessu verði verður að draga kostnað vegna sölu ca. kr. 30.000. 2) Húsnæðisstjórnarlán er háð fjölskyldustærð og nemur um þessar mundir kr. 650.000 fyrir 4-manna fjölskyldu. Lffeyris- sjóðslán eru mjög mishá og geta numið um 150.000 til 300.000 hjá hvoru hjóna. Hér á eftir er reikn- að með heildarláni kr. 350.000 eða alls kr. 1.000.000. 3) Eigið fé er mjög mismikið en hér á eftir er reiknað með að það fé sé kr. 100.000. 4) Reiknað er með að heimilið geti séð af kr. 20.000 á mánuði fyrsta árið á núgildandi verðlagi eða kr. 240.000 fyrsta árið. Eftir það þurfi að greiða af milljón króna láninu og til þess þurfi um 60.000 á ári miðað við að hækkun launa hafi í við hækkun lánskjara- vísitölu úr þessu eða um kr. 4.000 til 5.000 á mánuði næstu 25 árin. 5) Á markaðnum eru núna ein- ingahús bæði frá innlendum og erlendum aðilum. Nokkrir inn- lendir aðilar hafa tekið íbúðir uppí þegar þeir selja sín hús. Verð einingahúsa er mjög breytilegt eftir stærð og gæðum. Þó má reikna með að hægt sé að fá 150 fm hús með lóð og grunni fyrir um 3.000.000. Þegar allt dæmið er lagt saman; (1500 - 30 + 1000 + 100 + 240 - 3000 = - 190), kemur í ljós að það vantar kr. 190.000. Þá er nauðsynlegt að gera ráð fyrir óvæntum útgjöldum með ca. 100.000. Þessara 290.000 verður að afla á næsta ári með skammtímalánum hjá bönkum og vinum og vandamönnum. í sam- ræmi við forsendu 4) má greiða þessi lán niður á öðru og þriðja ári með mismun á sparnaðargetu (kr. 240.000) og afborgunum af lang- tímalánum (kr. 60.000). Eins og við allar aðrar fjárfestingar ber nauðsyn til að menn geri áætlun um greiðslur sínar helst mánuð fyrir mánuð langt fram í tímann. Alkalískemmdir ólíklegar Hafsteinn Guðmundsson spyr: Hvaða steypuefni notaði Steypustöðin Verk á árunum 1966—67? Á þeim tíma steypti þessi steypustöð fyrir mig hús og mig langar að vita hvort ég geti átt von á alkalfskemmdum. Eg hef ekki orðið var við neinar skemmd- ir ennþá, en get ég átt von á þeim? Svan Steypustöðin Verk mun hafa notað fífuhvammsefni (tekið í Fífuhvammi, Kópavogi) á þess- um tíma. Efnið er lítið alkalívirkt, raunar á mörkum þess, að flokk- ast sem óvirkt skv. núgildandi skilgreiningu. Miðað við reynslu af mismunandi mikið virkum steypuefnum víða um landið tel ég ólfklegt að alkalískemmdir komi fram í þínu húsi. Ábyrgð pípulagningameistara Þorgeir Sigurðsson spyr: 1. Er hægt að kalla pípulagningameist- ara til ábyrgðar, virki vatnslásar ekki í lögnum í nýjum húsum? 2. Er völ á annarri útloftun frá lögn- um en með stútum upp úr þaki? Svar: í byggingareglugerð frá 1979 segir um ábyrgð pípulagn- ingameistara: „Pípulagninga- meistari, sem áritað hefur upp- drátt, ber m.a. ábyrgð á öllum frárennslislögnum ... á lögnum varðandi hitakerfi, heitt og kalt vatn ... á uppsetningu hreinlæt- istækja og tengingu þeirra ..." Samkvæmt þessu ber pípulagn- ingameistari ábyrgð á tengingu vatnslása og að þeir gegni sínu hlutverki. í húsum þar sem nauðsynlegt er talið að lofta út frárennslislagnir hefur verið algengast að gera það með ventlum upp úr þaki. Á seinni árum hefur færst í vöxt að nota svokallaðan loftvent- il. Þessi ventill gerir það mögulegt að lofta lagnir í þakrýminu. Hann sogar loft inn í lagnakerfið en hleypir ekki lofti út í þakrýmið. Fyrir hefur komið að láðst hef- ur að setja slíkan ventil upp, og veldur það rakaskemmdum í þaki og ólykt. Málning getur aukiö alkalívanda Magnús Sigurðsson spyr: Hvers vegna er ekki lögð áhersla á málun húsa með alkalískemmdir? Ég veit að þau hús sem hafa slíkar skemmdir og eru vel máluð, þá meina ég af fagmönnum, eru miklu betur varin gegn alkalí- skemmdum. í allri umræðunni um alkalí- skemmdir og viðhald húsa finnst mér allt of lítið tillit vera tekið til utanhússmálunar, því hún er ekki eingöngu fegrun, heldur einnig vörn gegn leka og skemmdum, hvort heldur er á steini eða timbri og/eða járni. Málningin auðveldar ennfremur hreingerningu á hús- um og ég vil benda fólki á að láta faglærða húsamálara mála húsin sfn, því það margborgar sig. Svar: Málningar eru mjög mikið notaðar á íslandi á steypt hús. Til eru margar gerðir málninga með mismunandi eiginleika. Algeng- asta aðgerð húseigenda, sem vilja halda húsum sínum vel við er að mála og gjarnan þá með sterkum þykkum málningum, sem hylja vel fíngerðar sprungur. Með þessu hafa þeir, sem eiga við alkalf- vandamál að stríða verið að auka sinn vanda. Vandinn stafar nefni- lega af háu rakastigi í steypunni og þennan raka loka slfkar máln- ingar inni. Notkun málningar er ein af þeim aðgerðum, sem rannsakaðar hafa verið í sambandi við stöðvun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.