Morgunblaðið - 26.05.1984, Side 20
n ■«
2Ö
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1984
Urvals notaöir
1982 59000
1979 81000
1976 130000
1976 105000
1978 80000
1982 5000
1977 94000
1980 117000
Ch. Celebrity diesel
Ch. Malibu Classic
Ch. Chevy Van
Opel Manta
Ch. Malibu Sedan
Isuzu pick up bensín
Ch. Nova Conc. 2ja d.
Oldsm. Delta 88 diesel
Scout II beinskiptur V 8 1976 130000
Scout II4 cyl. vökvast. 1980 67000
Volvo 244 DL sjálfs. 1982 37000
Saab 900 turbo 1982 27000
Mitsubic Lancer Gsr. 1982 34000
Ford Fairmont Decor 1978 79000
Volkswagen Golf 1980 82000
Ford Fairmont station 1978 109000
Ford Granada 2ja d. 1979 65000
Lada 1300 Safir 1982 17000
BMW 315 1982 37000
Toyota Cressida 2ja d. 1979 60000
Volkswagen Golf 1982 33000
Mazda 323 station 1980 76000
Ch. Malibu Classic 2ja d. 1979 68000
Ford Cortina 1300 1979 36000
BIFRilRADEILD
SAMBANDSINS
■HOFÐABAKKA9 SÍMI 39810
OPIÐ MANUDAGA TIL FÖSTUDAGA KL. 9—18
(OPIÐ I HADEGINU) LAUGARDAGA KL. 1S—17
uiicai ui DUI Árg. U Ekinn Kr.
Opei Caravan 1982 19000 440.000
Ch. Caprice Classic 1979 70000 375.000
Buick Skylark Ltd. 1980 49000 450.000 L
Buick Skylark coupé 1980 20000 410.000 ) i
YA™/ Isizu Trooper bensín 1982 17000 550.000 öl T
BU CK Chervolet Impala 1977 195.000 OIOSMOBIIE
680.000
280.000
150.000
90.000
175.000
340.000
170.000
390.000
200.000
375.000
425.000
565.000
265.000
175.000
170.000
180.000
270.000
120.000
325.000
195.000
235.000
170.000
310.000
155.000
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir GUÐM. HALLDÓRSSON
íbúar Hong Kong
óttast framtíðina
ÍBÚAR Hong Kong, þriðju mestu fjirmálamiðstöðvar heims, hafa verið
lengi að ná sér eftir það áfall, sem þeir urðu fyrir þegar Sir Geoffrey
Howe, utanríkisráðherra Breta, lýsti því yfir eftir viðræður í Peking í
aprfllok að Kínverjar tækju við stjórn nýlendunnar 1997, þegar samning-
urinn um leigu Breta á henni rennur út.
Hong Kong, tákn kapítalista við bæjardyr kommúnista.
Howe hefur neitað ásökunum
um svik og segir að enn hafi
ekki verið gengið frá nokkrum
veigamiklum atriðum. Umræður
hafa farið fram um málið á þingi
og nefnd frammámanna í ný-
lendunni hefur verið í Lundún-
um og reynt að fá ráðamenn að
tryggja að engar breytingar
verði á lífsháttum og mannrétt-
indum Hong-Kongbúa eftir 1997.
Þeir segja að viðurkennt hafi
verið að íbúarnir verði að geta
sætt sig við væntanlegan samn-
ing Breta og Kínverja um fram-
tíð Hong Kong og lýðræði verði
að auka í nýlendunni. Nokkrir
nefndarmenn hyggja á svipaða
ferð til Peking.
Þar sem Bretar hafa gefið upp
alla von um að fá að taka þátt í
stjórn Hong Kong hafa þeir fá
tromp á hendi til að fá Kínverja
til að gera grein fyrir hvað þeir
hyggist fyrir eftir 1997. Kínverj-
ar vilja skammtíma samning, en
Bretar samning til langs tíma,
svo að Kínverjar neyðist til að
greina í smáatriðum frá tilslök-
unum, sem þeir eru fúsir að
veita.
Þegar liggja fyrir allítarlegar
upplýsingar um fyrirætlanir
Kínverja, en rúmur helmingur
Hong Kong-búa er flóttamenn
frá Kína og taka loforðum þeirra
með varúð. T.d. er lofað mál-
frelsi, en bent er á að lítið mál-
frelsi sé í Kína, þótt það sé
tryggt í stjórnarskránni. Bretar
hafa því reynt að nota þau fáu
spil, sem þeir hafa á hendi, til að
neyða Kínverja að samþykkja
ótvíræðar skuldbindingar, sem
kveðið verði á um í formlegum
samningi.
Bretar hafa stöðugt orðið að
láta í minni pokanna í hörðum
samningaviðræðum um Hong
Kong í tæp tvö ár. Síðan komm-
únistar tóku völdin hafa Kín-
verjar ekki viljað viðurkenna
þrjá gildandi samninga um
Hong Kong, þar sem þeir hafi
ekki verið gerðir á jafnréttis-
grundvelli. Samkvæmt samning-
um frá 1842 og 1860 fengu Bretar
tvo elztu hluta nýlendunnar,
Hong Kong-eyju og Kowloon-
skaga, til ævarandi eignar. Svo-
kölluð „Nýsvæði", sem eru 92 af
hundraði yfirráðasvæðis nýlend-
unnar, voru hins vegar leigð
Bretum til 99 ára. Það er sá
samningur, sem rennur út 1997,
og Hong Kong getur ekki verið
án þeirra.
Deng Xiaoping sagði land-
stjóra Hong Kong, Sir Murray
MacLehose, 1979 að fjárfest-
ingaraðilar þyrftu ekkert að
óttast eftir 1997. Árið 1982 stað-
hæfði hann að Kínverjar mundu
ná yfirráðum yfir Hong Kong
þegar leigusamningurinn rynni
út. Þangað til Thatcher forsæt-
isráðherra fór til Peking í sept-
ember 1982 höfðu Bretar haldið
því stíft fram að allir samning-
arnir væru í fullu gildi, en hún
dró í land. Stjórn hennar sam-
þykkti að sniðganga samningana
og einbeita sér að samningi er
tryggði velsæld Hong Kong.
Viðræðurnar komust í ógöng-
ur í september 1983 vegna
ágreiningsins um yfirráðarétt-
inn og áframhaldandi stjórn
Breta. Síðan höfðu Bretar hægt
um sig og Kínverjar notuðu
tækifærið til að skýra frá fyrir-
ætlunum sínum, sem eru i aðal-
atriðum þessar:
Hong Kong verður „sérstakt
stjórnsvæði" Kína í 50 ár eftir
1997. íbúarnir fá töluverða sjálf-
stjórn og eigið dómkerfi og lög-
reglu. Nokkrir brezkir embætt-
ismenn fá að vera um kyrrt, en
gegna ekki æðstu embættum.
Ríkjandi þjóðfélags- og hagkerfi
verður óbreytt. Hong Kong-
dollar á að verða öruggur gjald-
miðill og gjaldgengur hvar sem
er. Tryggt verður málfrelsi, tján-
ingarfrelsi, prentfrelsi, funda-
frelsi, ferðafrelsi og trúfrelsi.
Viðskiptum og menningarsam-
skiptum við aðrar þjóðir verður
haldið áfram. Útgáfa ferðaskil-
ríkja og vegabréfsáritana til og
frá Hong Kong verður áfram í
höndum yfirvalda þar.
Kínverjar „láku“ þessum upp-
lýsingum og skýrðu ekki frá
þeim opinberlega, en sögðu að
þeir mundu kunngera fyrirætl-
anir sínar einhliða fyrir sept-
ember 1984, með eða án sam-
þykkis Breta. í desember sögðu
Kínverjar að Bretar hefðu sætt
sig við einhvers konar tengsl
Hong Kong við Bretland eða
Samveldið. í marz færðust Bret-
ar nær sjónarmiðum Kínverja
með tillögum um óbreytt kerfi
og sjálfstjórn. Síðan virðast
Kínverjar ekki hafa verið eins
ákveðnir í að kunngera fyrirætl-
anir sínar í september, minntust
ekki á það þegar Howe var í Pek-
ing, en gáfu í skyn að samkomu-
lag gæti tekizt fyrir haustið.
Ein sterkasta röksemd Breta
er að Kínverjar hafa sjö millj-
arða dollara tekjur af nýlend-
unni á ári og hafa þar aðgang að
tækni, sem er mikilvæg fyrir
breytingar þeirra í atvinnumál-
um. Bretar benda einnig á að
samningur um Hong Kong geti
auðveldað Kínverjum að komast
að svipuðu samkomulagi um Tai-
wan.
Mikill uggur hefur ríkt i Hong
Kong síðan viðræður Breta og
Kínverja hófust. í september í
fyrra varð metlækkun á Hong
Kong-dollar, sem hafði lækkað
um 32% á einu ári, og fólk
hamstraði matvæli og keypti
gull til að hamla gegn verðbólgu.
En erfiðleikar Hong Kong-doll-
arans hafa aðallega stafað af
miklum fjárflótta, aðallega til
Ástraliu, Bandaríkjanna og
Kanada. í Ástralíu hafa margir
Hong Kongbúar t.d. fjárfest í
verzlunum, veitingahúsum og
íbúðum.
Risastórt verzlunarfyrirtæki,
Jardine Matheson, tákn velsæld-
ar og stöðugleika, hefur flutt
aðalstöðvar sínar til Bermuda.
Það þykir lýsa vantrú á framtíð
Hong Kong og hefur vakið tor-
tryggni í Peking vegna tengsla
fyrirtækisins við brezk yfirvöld.
Mikið verðfall hefur orðið í
kauphöllinni: fáir vilja kaupa og
flestir bíða átekta.
Margir hafa gert ráðstafanir
til að flytja fjölskyldur sínar
burtu. Foreldrar, sem eru tregir
til að fara, senda börn sín til
náms í Ástralíu og aðrir setjast
þar að.
Kröfur Hong Kong-búa, sem
eru um fimm milljónir, um að
þeir séu hafðir með í ráðum og
fái að hafa áhrif á framtíð sína,
hafa orðið háværari. Fæstir gera
sér grein fyrir hvað framtíðin
ber í skauti og mikið vonleysi
ríkir. Áður en Howe gaf yfirlýs-
ingu sína höfðu menn enn
nokkra von um að Bretar yrðu
um kyrrt, nú gera íbúarnir sér
grein fyrir að það er útilokað.
íbúarnir eru sammála um að
Bretum beri siðferðileg skylda
til að hjálpa fólki qþ fara, ef
Kínverjar standa ekki við loforð
sín eftir 1997. Nýlega var þess
krafizt í opnu bréfi hóps há-
skólamenntaðra Hong Kong-búa
að öll ákvæði væntanlegs samn-
ings við Kínverja yrðu skýr og
ótvíræð og fram færi þjóðar-
atkvæði um samninginn.
í umræðum Neðri málstofunn-
ar viðurkenndi Howe að staða
Breta væri veik og þeir mundu
ekki geta gegnt mikilvægu hlut-
verki eftir 1997. Hann lagði
áherzlu á mikilvægi þess að
Hong Kong-búm yrði kynntur
samningurinn fyrir september
og þeir fengju að lýsa áliti sínu á
honum.