Morgunblaðið - 26.05.1984, Page 23

Morgunblaðið - 26.05.1984, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1984 23 „Samverkandi eitrun" 155 — olli dauða David Kennedys Palm Beach, Florida, 25. maí. AP. LÆKNAR, sem skoðuðu David Kennedy látinn, hafa nú greint frá því, að banamein hans hafi verið „samverkandi eitrun af völdum nokkurra lyfja“. Er þá átt við ró- andi lyf, mjög sterkt verkjalyf og kókaín. I skýrslu læknanna segir, að dauði Kennedy hafi verið slys vegna „samverkandi eitrunar af völdum nokkurra lyfja" og að um hafi verið að ræða lyfin mep- eridine og thioridazine, sem eru róandi lyf og afar sterkt verkja- lyf, og eiturlyfið kókaín. Einnig segir, að ljóst sé, að David heit- inn hafi sprautað sig milli fóta sér og er talið, að hann hafi gert það til að fela eiturlyfjanotk- unina. Tveir fyrrum vikadrengir á hótelinu þar sem David Kennedy fannst látinn hafa verið hand- teknir og sakaðir um að hafa selt honum kókaín. David Kennedy Rauða stjarnan: 4 Bandaríkjamenn sakaðir um njósnir Metþátttaka í Los Angeles-leikunum V... YnrL « m.t .4 P ^ ^ New York, 25. maí. AP. HÁTTSKlTlR menn í íþróttahreyf- ingum kommúnistaríkjanna, sem hafa verið á fundi í Prag í Tékkó- slóvakíu, létu í gær í Ijós „ugg og óánægju“ með að Ólympíuleikarnir árið 1988 skuli eiga að fara fram í Seoul í Suður-Kóreu, en stjórnvöld þar eru mjög andsnúin kommún- isma eins og kunnugt er. Skipuleggj- endur leikanna í Los Angeles greindu svo frá því á sama tíma, að um metþátttöku yrði að ræða þar, bæði hvað varðar fjölda þjóða og keppenda. Peter Ueberroth, forseti skipu- lagsnefndar leikanna í Los Angeles, sagði í gær, að Sovétmönnum hefði orðið á í messunni þegar þeir ákváðu að hætta við þátttöku í leik- unum. Nú væri ljóst, að fleiri þjóðir og fleiri íþróttamenn en nokkru sinni fyrr myndu vera með í Los Angeles eða 123 þjóðir og 7.500 íþróttamenn á móti 122 og 7.200 í Múnchen árið 1972. „íþróttamenn um allan heim hafa með þvi sagt skoðun sína á ákvörðun Sovét- manna,“ sagði Ueberroth. Á fundinum í Prag voru fulltrúar frá 11 kommúnistaríkjum, sem öll hafa ákveðið að mæta ekki í Los Angels að Rúmenum undanskildum. í yfirlýsingu, sem fundurinn lét frá sér fara, var farið hörðum orðum um ríkisstjórn Ronalds Reagan, sem ekki hefði getað tryggt öryggi íþróttamanna frá þessum þjóðum, en hins vegar sagði í þessari sömu yfirlýsingu, að dómarar og aðrir embættismenn yrðu sendir í sam- ræmi við ákvarðanir einstakra landa. í yfirlýsingunni var látinn í ljós „uggur og áhyggjur" yfir því, að næstu Ólympíuleikar eiga að fara fram í Seoul í Suður-Kóreu. Engar nánari skýringar voru gefnar á Fargjaldastríð á Atlantshafi næsta sumar? London, frá The Oboerver News Service. HORFUR eru á, að næsta sumar hefjist nýtt verðstríð á flugleiðinni yfir Atlantshafið þegar allt að fimm þúsund farþegum verður á degi hverjum boðið upp á flugmiða, sem kosta kannski aðeins 70 dollara (jafnvirði um 2.100 ísl. króna) á leið- inni milli London og New York. Forráðamenn bandarfska flugfé- lagsins People Express eru nú að hefja viðræður við embættismenn í samgönguráðuneyti Breta og hyggj- ast þeir fara fram á, að fá að fjölga flugferðum sínum; í stað einnar ferðar á degi hverjum, eins og nú, vilja þeir fá að fara fimm ferðir og lenda þá ýmist á Gatwick, Heath- row, Stansted eða Manchester. Haft er eftir áreiðanlegum heim- ildum í London, að á þessa beiðni verði fallist ef bresk flugfélög vilji og geti flutt jafnmarga farþega og People Express og á sömu lágu far- gjöldum og flugfélagið stærir sig af. Þeir sem fljúga með People Express frá Gatwick-flugvelli í London og til Newark-flugvallar, sem er skammt frá New York, þurfa aðeins að greiða 158 dollara í fargjald (en það er jafnvirði um 4700 ísl. króna). Bandaríska flugfélagið hefur átt mjög góðu gengi að fagna og hin lágu fargjöld hafa notið mikilla vinsælda. Á dögunum þegar auglýst voru laus sæti á flugleiðinni yfir Atlantshafið á tímabilinu frá miðj- um júní og fram í miðjan júlí nk. seldust allir flugmiðarnir, 41 þús- und að tölu, upp á fimm klukku- stundum. í næsta mánuði hyggst breska þessum áhyggjum en í Suður-Kóreu eru stjórnvöld mjög andkommúnísk. MoNkvu, 25. maí. AP. RAUÐA stjarnan, málgagn sovéska hersins, sakaði í dag fjóra núverandi og fyrr- verandi starfsmenn banda- ríska sendiráðsins í Moskvu um að hafa stundað iðnað- arnjósnir í Leníngrad og sagði að fyrir þetta „óþverra- verk“ kæmi refsing. í frétt, sem birtist í blaðinu í dag undir fyrirsögninni „Staðnir að verki“ sagði, að á síðasta ári hefði sést til fjórmenninganna, sem voru nafngreindir í frétt- inni, þar sem þeir voru að taka ljósmyndir af iðnfyrirtækjum og verksmiðjum í Leníngrad. Sam- kvæmt sovéskum lögum er óheimilt að taka myndir af flest- um opinberum byggingum. Leníngrad er ein helsta iðnað- arborg Sovétríkjanna og talið er að þar séu einnig höfuðstöðvar hergagnaiðnaðar í landinu. Óeirðir í Bombay- héraði Bombay, 25. maí. AP. EKKERT lát er á óeirðunum í Bombay og nágrenni á Indlandi, sem sprottnar eru af trúarbragðadeilu hindúa og mú- hameóstrúarmanna. Eftir tvær spreng- ingar þar í nótt er tala þeirra sem látist hafa 215. Indíra Gandhi forsætisráðherra hefur varað við því, að óeirðirnar í Bombay kunni að breiðast út um landið og skapa öngþveiti. Hersveitir stjórnarinnar og lögregla hafa reynt að stilla til friðar en engu fengiö áorkað. flugfélagið Virgin Atlantic, sem er 1 eigu Richard Branson, hefja flug milli London og New York og kostar farmiðinn þar 166 dollara á virkum dögum en 180 dollara um helgar. Áhuginn á því að fljúga yfir Atl- antshafið með svo ódýrum hætti, sem flugfélögin tvö bjóða upp á, er miklu meiri en þau geta annað í sumar. Þess vegna verður allur þorri farþega að greiða hærri upp- hæð fyrir flugmiðann. Verðið hjá stóru flugfélögunum, British Air- ways, Pan American og TWA, er 376 dollarar á virkum dögum og 394 dollarar um helgar (sem er jafnvirði um 11.280 til 11.820 ísl. króna). Enda þótt stóru flugfélögin haldi því fram, að greiðslan sem þau fara fram á sé sanngjörn, er augljóst að farþegum sem ekki hafa úr of miklu að moða finnst að verið sé að hafa af þeim fé. Á hitt er að benda, að lágu fargjöldin fást ekki nema þau séu greidd með löngum fyrirvara og bókun er ekki hægt að breyta, önd- vert við það sem viðgengst hjá stóru félögunum. Flugmálayfirvöld í Bretlandi eru sögð hafa nokkrar áhyggjur af því, að í sumar verði Gatwick-flugvöllur, sem núna er eini lendingarstaður People Express í Bretlandi, yfirfull- ur af fólki, sem bíður eftir þvf að sæti losni og það hreppi ódýran far- miða. Þetta fólk gæti haft þar næt- urstað langtimum saman eins og gerðist þegar flugfélag Freddy Lak- er bauð upp á ódýrar ferðir yfir Atl- antshafið, en þá varð að reisa stórt tjald til að hýsa mannfjöldann. Bflasýning í dag frá kl. 1—4 Nýir og notaðir bílar til sýnis og sölu Tökum vel meö farna Lada upp í nýja Mest seldi bíllinn ... Sifelld þjónusta Verð við birtingu auglýsingar kr. 183.000,- Lán 93.000,- Þér greiðiö 90.000,- Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf. SUÐURLANDSBRAUT 14, SÍMI 38600 Söludeild sími 31236 Verðlisti yfir Lada-bifreíöar fyrir handhafa örorkuleyfa. Lada 1300 kr. 106.600 Lada 1200 station kr. 113.600 Lada 1500 stationkr. 124.300 Lada 1500 Safir kr. 118.100 Lada 1600 Canda kr. 128.000 Lada Lux ' kr. 135.400 Lada Sport kr. 216.600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.