Morgunblaðið - 06.06.1984, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984
Stúdentahópur Menntaskólans að Laugarvatni 1984.
i • váPk m'V u íkMð
Laugarvatn:
Skólaslit menntaskólans
Menntaskólanum á Laugarvatni
var slitið í 31. sinn sunnudaginn 3.
júní. Brautskráðust að þessu sinni
32 stúdentar frá skólanum, af
máladeild, nátturfræðideild og eðl-
isfræðideild.
Hæstu einkunn á stúdents-
prófi hlaut Sigríður Jónsdóttir
nátturufræðideild, 8,60. Hæstu
meðaleinkunn í skólanum hlaut
að þessu sinni Sigurður Karls-
son, þriðja bekk eðlisfræðideild,
9,40.
f skólaslitaræðu sinni minnt-
ist Kristinn Kristmundsson,
skólameistari, Jóhanns S. Hann-
essonar, sem lést á síðasta ári,
en Jóhann var skólameistari
Menntaskólans á Laugarvatni
árin 1960 til 1970.
Kristinn Kristmundsson, skólameistari, óskar Sigríði Jónsdóttur til ham-
ingju með árangurinn, en hún hlaut hæstu einkunn á stúdentsprófi í vor.
Iðnskólinn braut-
skráir 170
IÐNSKÓLANUM í Reykjavík var
slitið í áttugasta skipti 30. maí síð-
astliðinn og voru þá brautskráðir
170 nemendur. Ingvar Ásmunds-
son flutti skólaslitaræðu, afhenti
nemendum prófskírteini og verð-
laun til nemenda sem sköruðu
fram úr í námi.
Brautskráðir nemendur skipt-
ust þannig eftir deildum: úr fram-
haldsdeild bifreiðasmiða braut-
skráðust fjórir, af frh.deild bif-
vélavirkja 11, úr frh.deild fataiðna
tólf, úr frh.deild í hárgreiðslu 23,
frh.deild í hárskurði átta, úr
frh.deild í húsasmíði 12, úr
frh.deild húsgagnasmíði fimm, úr
frh.deild í rafeindavirkjun tíu, úr
frh.deild í vélvirkjun 16 og úr
framhaldsdeild í rafvélavirkjun og
rafvirkjun voru brautskráðir fjór-
ir nemendur.
Auk þessa útskrifuðust 36
samningsbundnir iðnnemar og 30
nemendur
tækniteiknarar. Föstudaginn 1.
júni voru svo brautskráðir 24
nemendur með meistarapróf, 22
húsasmiðir og tveir pípulagn-
ingamenn.
Eftirtaldir nemendur fengu
verðlaun fyrir góðan námsárang-
ur: Guðmundur Hannesson nem-
andi í húsgagnasmíði, Kristinn
Ingi Kristinsson í bakaraiðn,
Kristbjörn Guðmundsson í húsa-
smíði, Ólafur Guðlaugsson í vél-
virkjun, Steinunn Steingrímsdótt-
ir í tækniteiknun, Ólafur E. Als í
tækniteiknun, Elísabet Halldóra
Einarsdóttir í tækniteiknun,
Guðni R. Björnsson í tækniteikn-
un, Jóhannes Magnússon í mál-
áraiðn, Rannveig Árnadóttir í
tækniteiknun, Sigrún Ágústsdótt-
ir í tækniteiknun, Sigrún L. Kvar-
an í fataiðn, Vilhjálmur Grímsson
í vélvirkjun og Jóhann Heiðar Ár-
sælsson í rafeindavirkjun.
Ingvar Ásmundsson skólastjóri
flutti ræðu við skólaslitin og lagði
Ljósm. Mbl. KEE.
Ingvar Ásmundsson afhendir Guðmundi Hannessyni, nemanda í húsgagna-
smíði, prófskírteini.
Skólaslit Fjölbrauta-
skólans á Akranesi
Laugarvatn:
Skólaslit
Hérads-
skólans
Héraðsskólanum á Laug-
arvatni var slitið laugardag-
inn 19. maí. Nemendur á ný-
liðnu skólaári voru 67 alls, í
tveimur grunnskólabekkjum,
fornámsdeild og á íþrótta- og
félagsmálabraut fyrsta og
annars árs framhaldsnáms.
Hæstu einkunnir á prófi
fyrsta árs íþróttabrautar hlaut
Halldór Leifsson frá Patreks-
firði og hlaut hann verðlauna-
bók bæði frá skólanum og frá
þýska sendiráðinu í Reykjavík
fyrir góðan árangur í þýsku.
Á prófi annars árs sömu
brautar varð hæstur skólafé-
lagsformaðurinn Arnar Már
Snorrason frá Völlum í Svarfað-
ardal og hlaut hann verðlauna-
bók frá skólanum.
Áróra Gústafsdóttir frá fsa-
firði, á öðru ári íþróttabrautar,
hlaut verðlaunabók frá danska
sendiráðinu í Reykjavík fyrir
góðan árangur í dönsku.
í lok haustannar sl. janúar
luku nemendur fornámsdeildar
prófum sínum en í þeim bekk
náði bestum árangri Hildur
Harðardóttir frá Raufarhöfn.
Hæstu einkunn á grunnskóla-
prófi hlaut Kristrún Sigurfinns-
dóttir frá Efstadal og hlaut hún
fyrir það verðlaunabók frá skól-
anum.
SKOLANLIT Fjölbrauta.skólans á
Akranesj fóru fram sunnudaginn 20.
maí sl. og lauk l»ar með sjöunda
starfsári skólans. Ntúdentsprófi frá
skólanum luku að þessu sinni 26 nem-
endur af sjö námsbrautum, og bestum
árangri náði Áslaug Rafnsdóttir, stúd-
ent af félagsfræðabraut.
Af tveggja ára bóknámsbrautum
brautskráðust sjö nemendur og af
tæknisviði luku 14 nemendur próf-
um, þar af sjö af verknámsbrautum.
Meistaranámi í byggingagreinum
luku átta nemendur og eru þeir
fyrstu nemendurnir sem ljúki því
námi frá Fjölbrautaskólanum á
Akranesi. Grunnskólaprófi luku 88
nemendur en þeir tóku þátt í tilraun
sem gerð var með nýskipan kennslu-
hátta í níunda bekk. í stað sam-
ræmdra prófa í febrúar tóku nem-
endur próf í desember í dönsku,
ensku, íslensku og stærðfræði.
Hlutu að jafnaði 30 nemendur í
hverri grein rétt til þess að hefja
nám á framhaldsskólastigi eftir
áramót.
Aðsókn utanbæjarnemenda að
skólanum hefur farið stöðugt vax-
andi á undanförnum árum, að því er
segir í fréttatilkynningu skólans, og
hefur á síðustu önnum orðið að vísa
fjölda nemenda frá vegna skorts á
heimavistarrými. Af þeim sökum er
nú í byggingu heimavist við skólann
sem mun rúma 64 nemendur I 32
herbergjum og verður helmingur
herbergjanna tilbúinn í haust.
Segir ennfremur að nú fari fram
viðræður á milli fulltrúa sveitarfé-
laga á Vesturlandi um stofnun Fjöl-
brautaskóla Vesturlands. Ef úr
stofnun verður munu sveitarfélög á
Vesturlandi standa sameiginlega að
rekstri framhaldsskóla ásamt ríkis-
sjóði, og verður meginaðsetur skól-
ans á Akranesi.
áherslu á nauðsyn þess að efla
samkeppnishæfni íslensks iðnað-
ar, en í því skyni eru fyrirhugaðar
nokkrar breytingar á skólanum af
hálfu skólanefndar. Stefnt er að
því að treysta námið í undirstöðu-
greinum skólans og efla tengslin
við Tækniskólann með viðbótar-
námi í tækniskólagreinum og
ennfremur er fyrirhugað að setja
á stofn starfsnám í tölvufræðum í
Iðnskólanum í Reykjavík.
Húsmæðraskólinn
Ósk, ísafirði:
Vetrarstarf-
inu lokið
VETRARSTARFI Húsmæðraskól-
ans Ósk á ísafiröi er nú lokið, en
250 nemendur sóttu námskeið
skólans sl. vetur. Námskeið í al-
mennri matreiðslu, vefnaði,
myndvefnaði, fatasaum, postu-
línsmálningu, leirmunagerð og
bótasaumi sóttu 149 nemendur og
í gerbakstri, smáréttum, haust-
matargerð, grænmetisréttum og
laufabrauðsgerð 101 nemandi.
Sú nýbreytni varð á skólastarf-
inu í vetur, að vefnaðarkennari
skólans, Guðrún Vigfúsdóttir, fór
til Suðureyrar i Súgandafirði og
kenndi myndvefnað.
Á fundi Nemendasambands
skólans 20. maí skýrði skólastjóri
frá því að áformað væri að halda
þriggja mánaða hússtjórnarnám-
skeið fyrir áramót og annað fjög-
urra mánaða eftir áramót. Auk
þess verða haldin styttri námskeið
í ýmsum greinum, en öll þessi
námskeið verða auglýst með góð-
um fyrirvara, að því er segir í
fréttatilkynningu skólans.
Stúdentahópur Fjölbrautaskólans á Akranesi 1984.