Morgunblaðið - 06.06.1984, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1984
Þessar ungu dömur eiga heima vestur á Melum hér í Rvík. Þær heita Birna
Ásgeirsdóttir og Brynhiidur Thors. Þær efndu til hlutaveltu til ágóóa fyrir
Rauða kross íslands. Söfnuðu þær rúmlega 280 krónum.
Þær efndu til hlutaveltu þessar vinkonur til styrktar ferða- og skemmtisjóði
vistfólks Hrafnistu í Hafnarfirði. — Söfnuðu þær rúmlega 820 krónum. —
Þær heita Tinna Stefánsdóttir og Nanna Þ. Árnadóttir.
* i
Þessar telpur efndu fyrir nokkru til hlutaveltu til ágóða fyrir Hjálparstofnun
kirkjunnar og söfnuðu rúmlega 300 krónum. Þær heita Halla Rosenkranz og
Hugrún Harðardóttir.
Fyrir nokkru efndu þessir krakkar til hlutaveltu á Neshaga 9 hér í Rvík til
ágóða fyrir Rauða kross íslands. Þau söfnuðu 600 krónum. — Þau heita
Sólveig Halldórsdóttir og Flóki Halldórsson.
Samanburðurinn var
íslensku rokki í vil
Tónlist
Siguröur Sverrisson
Dönsku rokksveitinni Clinic Q óx mjög ásmegin er á tónleikana leið.
NORROKK tónleikarnir í Laug-
ardalshöll sl. sunnudag færðu
okkur heim sanninn um að íslensk
rokktónlist stendur annarri nor-
rænni rokktónlist fyllilega á sporöi
og jafnvel gott betur. Mér er til efs
aö nokkur sveitanna sex hafi
ógnað veldi Baraflokksins svo
nokkru nam, nema ef vera skyldi
Imperiet frá Svíþjóð. Hin íslenska
sveitin, Vonbrigði, varð fórnar-
lamb hörmuiegs hljómburðar og
naut sín ekki sem skyldi. Trommu-
leikarinn lét þó ekkert á sig fá og
barði húðirnar af slíkri snilld að
undrun sætti. Tvímælalaust „mað-
ur kvöldsins“.
Tónleikarnir á sunnudag voru
óheyrilega langir. Hófust laust
eftir kl. 21 og stóðu framundir
kl. 3 aðfaranótt mánudags. Gest-
ir Laugardalshallar, sem annars
voru skammarlega fáir, voru
enda orðnir æði framlágir marg-
ir hverjir þegar Baraflokkurinn
tók við. Nokkuð löng hlé á milli
hljómsveita, þar sem Svart og
sykurlaust gerði þó sitt til að
stytta biðina með frumlegum at-
riðum sínum sem öll enduðu á
því að hópurinn myndaði nafn
næstu sveitar með ýmsum hætti,
höfðu líka sitt að segja. í raun
voru þetta allt of margar sveitir
fyrir aðeins eitt svið. Tvö svið
hefðu þurft að vera í Höllinni.
Framtakið annars lofsvert, þ.e.
að efna til norrænna rokktón-
leika.
Norska sveitin Cirkus Modern
reið á vaðið og stóð sig bærilega.
Sannaði áþreifanlega að Norð-
menn má ekki dæma á grund-
velli þátttöku þeirra í Eurovis-
ion. Tónlistin hjá CM var reynd-
ar ekki ný af nálinni fyrir fimm
árum, en býsna góð samt. Söngv-
arinn fjörugur mjög en varla
heyrðust orðaskil hjá honum
fremur en öðrum söngvurum
þetta kvöldið. Þótt hljómurinn
væri í flestum tilvikum þokka-
legur varð söngurinn alltaf út-
undan. Frammistaðan engu að
síður bærileg.
Það sama má segja um dönsku
sveitina Clinic Q, sem sté á svið
næst á eftir Norðmönnunum.
Frammistaðan ágæt þrátt fyrir
dálítið erfiða byrjun. Fyrst hélt
ég að söngkonan ætlaði að
herma eftir Siouxie Sioux, en
það reyndist á misskilningi
byggt. Stúlkurnar þrjár, sem
ráða ferðinni í sveitinni, sýndu
að þeim er ýmislegt til lista lagt
og í samvinnu við tvo af
„sterkara kyninu" framdi sveitin
tónlist, sem varð æ skemmtilegri
eftir því sem á leið, sum laganna
fóru dálítið út í fönk en minn-
ingin um Clinic Q varð samt
jákvæð.
Vonbrigði urðu sem fyrr segir
fórnarlömb ömurlegs hljóm-
,burðar. Vart er hægt að dæma
frammistöðu sveitarinnar því
hljómurinn líktist lengstum háv-
aðavegg fremur en tónlist. Ekki
fór þó á milli mála, að trommu-
leikari flokksins er á góðri leið
með að verða sniliingur af ein-
hverju tagi, ef ekki þegar orðinn
það.
Imperiet frá Svíþjóð vakti
mesta hrifningu erlendu gest-
anna. Þetta fjögurra manna
band, sem reist var á rústum
Ebba Grön, minnir oft á Clash á
meðan sú sveit var og hét og til-
þrifin kunnu hinir annars afar
daufu gestir að meta. Lögin voru
keyrð áfram af öryggi og í þeim
var að finna það fjör, sem nauð-
synlega hafði skort á hjá hinum
þremur. Trommarinn brosti
meira að segja. Slíkt sást ekki
hjá öðrum sveitum. Er svona
leiðinlegt að vera poppari í dag?
Finnski flokkurinn Hefty
Load var næstsíðastur á svið og
var ekki nema rétt sæmilegur.
Skaut þar nokkuð skökku við því
ef marka mátti plötur norrænu
gestanna átti Hefty Load að
standa sig miklum mun betur en
raun bar vitni.
Baraflokkurinn, sem hljóp í
skarðið fyrir Þursana á elleftu
stundu, sló botninn í þessa
maraþontónleika. Reyndar var
mesta furða hvernig þeim tókst
upp í Ijósi aðstæðna. Eg fer ekki
ofan af þeirri skoðun minni, að
Baraflokkurinn stóð sig allra
sveita best þetta kvöld og getur
þó betur. Lokakafla efnisskrár
þeirra hlustaði ég á heima í
stofu fyrir tilstilli Rásar 2, og
naut enn betur en í Höllinni.
„Sándið" var nefnilega glettilega
gott í útvarpinu.
Eftir á að hyggja er ekki hægt
að segja annað en tónleikarnir
hafi verið vel heppnaðir að flestu
leyti þótt ekki næðu gestirnir
einu sinni þúsundinu. Hvort
þetta var prófsteinninn á frekari
norræna samvinnu veit ég ekki,
en lognist hún út af geta þeir,
sem teija sig í hópi íslenskra
rokkunnenda, litið í eigin barm
og spurt hvers vegna? Svarið
vita þeir hinir sömu.
Sigurbjörn stigahæstur á Suður-
landsmóti í hestaíþróttum
Ljósm. Valdimar Kristinsson.
Efstu menn f fimmgangi. Frá vinstri: Sigurbjörn á Neista, Hróðmar á Snar-
fara, Guðni á Don Camillo, Erling, og Páll á Kolbrá.
UM SÍÐUSTU helgi var haldið á
Selfossi Suðurlandsmót í hesta-
fþróttum. Voru það hestamannafé-
lögin í Árnessýslu, Sleipnir og
Smári, sem gengust fyrir þessu móti
en fyrirhugað haföi verið að halda
stórkappreiöar þessa helgi í Víðidal
en fallið frá því. Til leiks voru mætt-
ir nokkrir af snjöllustu keppnis-
mönnum landsins og var þeim veitt
hörð keppni af yngri og óreyndari
mönnum og er það gott dæmi um
hversu mikil breidd er orðin í hesta-
mennskunni hérlendis.
Flest hrossanna sem þarna voru
í keppni eru lítt kunn en þó voru
þarna tveir hestar sem verða að
teljast landsþekktir. Annar þeirra
var Snjall frá Gerðum sem Þórður
Þorgeirsson reið til sigurs í tölti á
síðasta íslandsmóti. Nú var það
Olil Amble sem var við stjórnvöl-
inn og sigraði hún 1 tölti, fjórgangi
og íslenskri tvíkeppni. Þórður
Þorgeirsson sat hinsvegar skeið-
hestinn kunna Börk frá Kvíabekk
og sigraði hann í gæðingaskeiði og
skeiðtvíkeppni.
Stigahæstur í mótinu varð Sig-
urbjörn Bárðarson en hann keppti
í öllum greinum. 1 fimmgangi,
gæðingaskeiði og hlýðniæfingum
keppti hann á Neista frá Kolkuósi
og sigraði hann í fimmgangi og
hlýðni. í fjórgangi og tölti keppti
hann á Gára frá Borðeyri og varð
þriðji í tölti og annar í fjórgangi.
Af öðrum keppendum má nefna
Guðna Jónsson sem keppti á at-
hyglisverðum hesti í fimmgangi
en sá heitir Don Camillo og er frá
Stór-Hofi. Einnig var hann í úr-
slitum í bæði fjórgangi og tölti.
Mótið stóí'yfir í tvo daga og var
veður mjög gott seinni daginn.
Milli keppnisgreina voru sýndir
stóðhestar sem Sunnlendingum
standa til boða í sumar og voru
það allt fyrstu verðlauna hestar
og má þar nefna Gáska 914 frá
Hofstöðum, óð frá Torfastöðum,
Höð frá Hvoli og Vin frá Kotlaug-
um.