Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 12
r »* 60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1984 WAGNER Sígildar skifur Konráö S. Konráðsson Richard Wagner: Der Ring des Nibelungen — Kxcerpts. Wiener Phiiharmoniker Stjórnandi: Sir Georg Solti DECCA SXDL 7612 Til samanburðar: Berliner Philharmoniker, Klaus IVnn.st.-dt, EMI ASD 3985 Enda þótt þeir postular teit- istónlistar The Police og Michael Jackson hafi hlotið meiri náð fyrir augum fjölmiðla en margir aðrir verðlaunahafar við úthlut- un viðurkenninga þeirra, sem út- hlutað er af fulltrúum ameriska hljómplötuiðnaðarins, þá var samt þeirra á meðal einn, er fékk nú í febrúarlok fimm slík Grammy-verðlaun og hefur þar með hlotið flestar slíkar viður- kenningar allra fyrr og síðar. Þetta var hljómsveitarstjór- inn Sir Georg Solti, sem að þessu sinni hlaut þrenn verðlaun fyrir níundu symfóníu Mahlers og sín verðlaunin fyrir hvort, Sköpun Haydns og óperu Mozarts: Brúð- kaup Fígarós. Sir Georg er fæddur í Ung- verjalandi 1912 og hlaut þar menntun sína hjá m.a. Bartók og Kodály. Hann flúði frá Búdapest til Sviss um það leyti, sem síðari heimsstyrjöldin braust út. 1961 hóf hann að stýra óperunni í Co- vent Garden í Lundúnum, en hafði áður stýrt ýmsum óperu- húsum í Vestur-Þýskalandi. 1969 varð hann aðalstjórnandi sym- fóníunnar í Chicago og samtím- is, á árunum 1372—1975, stýrði hann Orchestre de Paris. Auk þess hefir hann verið á flandri víða um lönd og stýrt þá mörg- um af frægustu hljómsveitum heims við mikinn orðstír. Enda þótt Solti hafi einkum verið afkastamikill við hljóðrit- anir og plötuútgáfu hefir honum einnig tekist vel upp við óperu- uppfærslur, enda býr hann þar að gamalli reynslu. Hefir hann einkum þótt gera vel við stjórn verka Richards Wagner og má þar nefna víðfrægar hljóðritanir á borð við Die Meistersinger, Decca D13D5 og Tannháuser (Parísarútgáfan), Decca SET 506-9. Það vakti því að vonum athygli og eftirvæntingu er þeir kappar Sir Peter Hall og Sir Georg sneru bökum saman og tóku að sér að færa upp Hring- inn Niflungsins, þá tröllauknu óperukeðju Wagners, í Valhöll meistarans sjálfs, Bayreuth. Sagan segir, að þegar á árinu 1848 hafi Wagner lokið við að semja texta við óperu, sem hann SOLTI í heild sinni í óperuhúsi Wagn- ers sjálfs í Bayreuth. Það var svo vorið 1965 að Sir Georg Solti lauk hljóðritun á Hringnum Niflungsins í heild: Decca D100D19 (19LP). Hafði hann í uppfærslu sinni stjörnur á borð við Birgit Nilsson sem Brúnnhilde og Wolfgang Windg- assen sem Siegfried. Var því verki að vonum tekið með kost- um og kynjum og á sínum tíma talið hið mikilfenglegasta afrek Sir Georg Solti stjórnar vildi nefna Dauða Siegfried. Að þeirri samningu lokinni fannst honum nauðsynlegt að segja sögu Siegfried og síðan greina frá tilurð hans og svo koll af kolli. Önnur atvik sögunnar þurftu einnig nánari skýringar við, svo verkið þandist út og að lokum eða um þremur áratugum síðar hafði Wagner samið fjórar óperur um Æsi og Niflunga, sem samt eiga lítt skylt við þá er við þekkjum úr ritum Snorra, Gylfaginningu og Skáldskap- armálum. Óperutextana hafði Wagner lokið við 1853, en þá hóf hann að semja tónlistina. Það tók hann langan tíma og fyrst vorið 1878 var óperuflokkurinn færður upp i. KEE. hljómplötuiðnaðarins á þeim tíma og stendur verkið vel fyrir sínu, enda þótt síðan hafi fram komið aðrar útgáfur, s.s. von Karajan, DG 2720 051 (19) og Boulez, Philips 6769 074 (16). Það vakti því að vonum at- hygli er á síðasta ári kom út hjá Decca skífa þar sem Vínarfíl- harmónían leikur undir stjórn Solti kafla úr Hringnum Nifl- ungsins. Stendur þar tónlist Wagners óstudd, án texta og söngs. Hefir slíkt, að velja kafla úr Hringnum til hljómsveitar- flutnings, orðið nokkur íþrótt meðal frægra stjórnenda og má í því sambandi nefna útgáfu Klaus Tennstedt með Berlínar- fílharmóníunni, sem gefin var út Plötuumslagið af EMI 1981. Báðir byrja þeir skífur sínar á Valkyrjureiðinni úr samnefndri óperu, sem er önnur í röðinni. Fer Solti rösk- lega af stað, en ómstríður sam- hljómur hornablásaranna setur nokkurn blett á. Finnst mér einnig sem nokkurn kraft vanti og stendur Solti þar höllum fæti, ef samjafnað er við túlkun Tennstedt, sem áður er að vikið. Á snilldarlegan hátt er síðan farið aftur á bak og leikinn loka- kafli fyrstu óperunnar, Rínar- gullið: Innganga Ásanna í Val- höll. Síðast á fyrri hlið er svo tónlistin um Kveðju Wotans og Vafurlogann. Má segja að þar upphefji hvert annað tónlist Wagners, túlkun og stjórn Solti og einstakur leikur Vínarfíl- harmóníunnar. Á siðari hlið skífunnar er byrjað á Skógarklið úr þriðju óperunni, Siegfried, en þar næst er Útför Siegfried. Má telja að þar nái Solt.i lengst í áhrifamikilli túlkun sinni á stór- fenglegri tónlist, og er ég illa svikinn ef Solti lætur hér ekki jafnvel hinum hörðustu Wagn- er-andstæðingum renna kalt vatn milli skinns og hörunds. Síðustu óperuna nefndi Wagner Ragnarökur, og er það lokatón- list hennar sem Solti lýkur skíf- unni með. Vefur Wagner þar saman nokkrum fegurstu af stefjum þeim, sem fram hafa komið fyrr, en að lokum svífur efst og eitt þema, sem kennt hef- ur verið við endurlausn og hefir Solti þannig sömu lokaorð á þessu úrvali sínu og Wagner sjálfur. { slíku samvali tónlistar án texta, sem hér er, munu að sjálfsögðu margir sakna söngs- ins og er því ýmislegt til stuðn- ings, en samt sem áður er hér um einstaklega áheyrilegt úrval að ræða, og á það raunar við um útgáfur beggja, Solti og Tennstedt. Einnig má á það benda, að fyrir þá sem eftir slíku slægjast, þá er hér auðveldara að þekkja stef þau sem Wagner vinnur úr. Upptakan er „digital", en stenst ekki snúning upptöku EMI, sem bæði er bjartari og hljómmeiri. Pressun og frágangur er sem venjast skal. Að ollu samanlögðu einkar. áheyrileg og eiguleg skífa, sem án efa vekur þá, sem lítt til Wagner þekkja, til frekari um- hugsunar. Afmælisþing Sjálfsbjargar :SE^Q LANDSSAMBAND F":HMF xxii Þr/, M I \1 hvítasunnuna er haldið 22. þing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra í Sjálfsbjargarhúsinu við Há- tún 12. Slík þing eru haldin annað hvert ár. Hinn 4. júní voru liðin 25 ár frá stofnun landssambandsins en það var stofnað árið 1959 af fimm fé- lagsdeildum: félaginu á Siglufirði, sem jafnframt er elsta félagið og félögunum í Reykjavík, á Akureyri, á ísafirði og í Árnessýslu. Á þessum 25 árum hefur félagsdeildum fjölg- að í fjórtán. Þær starfa á Akranesi, Stykkishólmi, Bolungarvík, ísafirði, Blönduósi, Sauðárkróki, Siglufirði, Akureyri, Húsavík, Neskaupstað, Vestmannaeyjum, Árnessýslu, Suð- urnesjum og í Reykjavík. Sjálfsbjörg telur það hlutverk sitt að hafa forustu í baráttu fatl- aðs fólks fyrir auknum réttindum og bættri aðstöðu í þjóðfélaginu. Að sogn forráðamanna bera þar hæst eftirtalin mál: Atvinnumál, endur- hæfing, menntun, samgöngumál og lífeyrismál. „Tryggja verður ávallt, að fatlað fólk njóti sem bestrar endurhæfingar og menntunar, svo það eigi möguleika á því að taka þátt í atvinnulífinu til jafns við ófatlaða. Af þessu leiðir, að taka verður tillit til þarfa fatlaðra, t.d. í hjólastólum, við byggingu atvinnu- og íbúðarhúsnæðis og í sambandi við skipulagningu þjóðfélagsins yf- irleitt. Þeim, sem ekki geta unnið launað starf, verður að tryggja líf- vænlegan lífeyri. Lífeyririnn, þar með talin tekjutrygging, nemur nú 8.106 krónum á mánuði. Það er hverjum ljóst að þær tekjur nægja engan veginn til framfærslu ein- staklings, hvað þá fjölskyldu." Við setningu afmælisþingsins flutti Theódór A. Jónsson, formað- Theódór A. Jónsson, formaður Sjílfsbjargar, flytur ivarp á afma-li.sþinginu. I.jóamyndir: Óli K. Hljómsveitin Hrím lék og sóng fyrir fundargesti við setningu þingsins. ur Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra, ávarp og flutt var tónlist. Aðalmálin sem rædd verða eru trygginga- og lífeyrismál og Ingólf- ur Ingólfsson, félagsfræðingur, og Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Sambands almennra lífeyr- issjóða, flytja erindi um þessi mál. Eins og fyrr er greint fer þingið fram í Sjálfsbjargarhúsinu en þar er víðtæk starfsemi. M.a. er þar fullkomin endurhæfingarstöð með sundlaug, vinnu- og dvalarheimili, dagvist, íbúðir fyrir fatlaða, skrifstofur landssambandsins og Reykjavíkurfélags, ferðaþjónusta fatlaðra og margt fleira mætti nefna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.