Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.06.1984, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1984 NENA ný vestur-þýsk útflutningsvara I>að eni ekki bara íslendingar sem verða uppveðraðir af því þegar landar þeirra gera það gott í út- landinu. I>jóðverjar eru ekki síður hreyknir af Nenu sinni og Rumm- enigge en íslendingar af Mezzo- forte og Asgeiri Sigurvinssyni. Nena er ein vinsælasta hljómsveit- in í Vestur-I>ýskalandi um þessar mundir og vann það afrek fyrir skömmu að komast upp í efstu sæti vinsældalistanna í Banda- ríkjum, Bretlandi og Japan. I>að er ekki á hverjum degi sem það gerist og Nena hefur orðið enn þekktari á heimaslóðum fyrir bragðið. Hún höfðar aðallega til krakka á aldrin- um 10—16 ára, lesendahóps poppblaðsins Bravo, en vikutíma- ritið Spiegel lét ekki eftir sér liggja að birta um hana grein þegar boðsmaðurinn Jim Rakete hana. Fimm manna hljómsveit var sett saman, Nena söng „Nur ge- tráumt" í sjónvarpsþætti og varð vinsæl á svipstundu. Lagið „99 Luftballons" var lengi á vinsældalista þýskumæl- andi útvarpsstöðva í fyrra. Það er gripandi lag, sem allir geta raulað, og plötusnúður í Kali- forníu, þar sem þýsk lög eru fá- heyrð, ákvað að spila það í út- varpið þótt hlustendur skildu ekki textann. Lagið varð strax vinsælt og komst í efstu sæti vinsældalistanna í vetur í ensku útgáfunni „99 red balloons". Textinn fjallar um „stríðsráð- herra" sem halda að 99 svífandi blöðrur séu árásarlið frá fjar- lægum hnöttum og verjast þann- Nena tekur við blómum. Ellefu ára aðdáendur í Nena-bolum og með Nena-ennisband skoða Nena-úrklippur. Beðið eftir að dyrnar á tónleika verði opnaðar. hljómsveitin var orðin ný v-þýzk útflutningsvara. Önnur „fullorð- insblöð" hafa gert henni góð skil og miðar á tónleika hljómsveitar- innar, sem er á tónleikaferð um Evrópu, seljast eins og heitar lummur. Nena er gælunafn söngkon- unnar, en hún er aðalaðdráttar- afi hljómsveitarinnar. Hún hleypur um sviðið, hoppar um og hristir sig alla frá toppi til táar og gerir veinandi, klappandi krakkana alveg vitlausa. Hún heitir Gabriele Susanne Kerner fullu nafni og er 24 ára dóttir menntaskólakennara í Hagen. Hún er lærður gullsmiður en hefur meiri áhuga á söng. Hún flutti til Berlínar með kærastan- um, trommuleikaranum Rolf Brendel, fyrir rúmum tveimur árum, og þar uppgötvaði um- ig að heimurinn ferst, rústir standa bara eftir. Textahöfund- urinn, Carlo Karges, fékk hug- myndina á útikonsert með Roll- ing Stones í Berlín 1982. Miklum fjölda blaðra var sleppt lausum og hann velti fyrir sér hvað myndi gerast ef blöðrurnar svifu yfir múrinn til Austur-Þýska- lands og yfirmenn þar yrðu yfir sig hræddir og gripu til sinna ráða. En Nena er annars fullkom- lega ópólitísk. Nýja stóra platan hennar heitir „?“ og söngkonan segir að það sé af því að hún er alltaf í leit að einhverju nýju, annars verður lífið of leiðinlegt. Hún er kát, hress og krakkaleg. Það var ekki nema hálft hús á tónleikum hjá hljómsveitinni í fyrra í Volkshaus í Zurich (tón- leikar hjá Mezzoforte á sama stað síðast í mars voru mjög vel sóttir) en í vor mættu 11.000 að- dáendur á tónleika í íþróttahöll- inni í sömu borg. Yngri aðdáend- urnir komu í fylgd foreldra sinna, sátu til hliðar og klöppuðu í takt við músíkina, en hinir eldri stóðu í einni allsherjar þvögu fyrir framan sviðið og sveifluðu sér fram og aftur og teygðu hendurnar í átt að Nenu. Hún var klædd í þröngan, hlébarða-Ieikfimisgalla, rauða sokka og strigaskó. Hún settist varla niður og eftir tveggja tíma tónleika var hún klöppuð þrisvar upp. Allir gátu sungið 99 Luft- ballons í lokin og farið ánægðir heim, en það er auðvelt að taka undir orð enska gagnrýnandans sem skrifaði: „Stúlkan hefur mjðg góða rödd, en tónlistin er jafn ófrumleg og hljómsveitin sjálf.“ ab Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! Til leigu Verslunar- og/eða skrifstofuhúsnæði til leigu í nýju húsnæði nálægt Hlemmtorgi. Hið leigða er á tveimur hæöum ca. 185 fm með lag- erplássi. Er hentugt fyrir heildsölu. Húsnæöiö get- ur væntanlega verið laust 1. okt. nk. eða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar eru veittar í síma 38875 eða 38930 á virkum dögum frá kl. 13.00—17.00. Sarasota, Florida, USA Sarasota Surf og Racquet Club, 5900 Midnight Pass Road, Sarasota, Fl. 33581 Tökum á móti pöntunum fyrir sumarleyfiö 1984. Tvö lúxusherbergi og tvö baöherbergi í íbúöarblokk meö sundlaug og fjórum tennisvöllum. Staösett viö Mexí- kóflóa. Hvít sandströnd — ein af þeim fegurstu í heiminum. Skrifió og pantiö eöa fáiö upplýsingabæklinga. Sími 1-813-349-2200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.