Morgunblaðið - 10.06.1984, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.06.1984, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 1984 69 Ránrottur og kanmubukkar TEMPRUÐU SKÓGABELTIN OG GRESJURNAR eru að öllum líkindum þau landsvæði sem urðu hvað harðast úti á öld mannsins. Maðurinn felldi skógana til þess að verða sér úti um eldsneyti og skapa rými fyrir jarðyrkju og búsetu. að ekki sé minnst á meng- unina, sem umsvif hans höfðu í för með sér. Hann plcegði gresjurnar til þess að gróðursetja á þeim eða gerði úr þeim beitarland fyrir bú- pening. Þessi svœði komust ekki aftur i nátt- úrulegt horf fyrr en löngu eftir hvarf mannsins og áður en það varð hafði hann útrýmt fjölda tegunda, sem áttu þar heimkynni sín. En nokkrar tegundir lifðu allar hremmingar af og það er frá þeim, sem dýr þau er nú lifa í tempruðu beltunum eru komin. Eftir öld mannsins hófst mikill uppgangs- tími hjá litlu dýri. sem ekki hafði dtt miklum vinsœldum að fagna hjá honum (a.m.k. ekki meðal bœnda sem var annt um uppskeruna sína). nefnilega kaninunni. Flestar stóru jurta- ceturnar og jórturdýrin dóu út með manninum. Hestar og uxar vegna þess að þeir voru of háðir manninum og dádýr og hreindýr vegna þess að búið var að eyða náttúrulegu umhverfi þeirra. Óvinir kanínunnar og keppinautar um faeðuna voru horfnir. Hún kom upp úr holunum sinum og í tímans rás tileinkaði hún sér ýmsa eigin- leika stcerri jórturdýra, eins og sjá má af myndinni af einum helsta afkomanda hennar „rabbuck“ (Ungulagus silvicultrix). ör víð- koma kanínunnar og miklir aðlögunarhcefi- leikar gerðu það að verkum, að nú er afkom- endur hennar að ftnna allt frá norðlcegum barrskógum til regnskóga hitabeltisins. Þessir afkomendur eru margra gerða; sumir minna þó nokkuð á forfeðurna, en flestir eru líkari þeim, sem áður skipuðu sess þeirra í náttúrunni. dádýrunum og skyldum tegundum. Helsta breytingin er fólgin iþví hvað útlimirn- ir hafa lengst. Frá því að vera lítið dýr. sem stökk holu úr holu á breiðum og sterklegum afturfótunum. varð kanínan að háfcettu hóf- dýri. En það var ekki fyrr en u.þ.b. 10 milljón árum eftir öld mannsins sem sú þróun varð að raunveruleika. Helsti óvinur .kanínubukksins" er rándýrið falanx og þótt langt sé nú um liðið. dylst eng- um hvert skepnan sú getur rakið cettir sínar. Liftimi kjötceta á jörðinni er ^tuttur" þ.e. u.þ.b. sex og hálf milljón ára. Enn ein tegund kemur i stað annarrar og i lempruðu beltunum tóku nagdýrin smátt og smátl sceti þeirra spendýra. sem tilheyrðu flokki rándýra Eins og allir vita. voru nagdýrin á öld mannsins jurtacetur. En eitt var það dýr, sem þá þegar var farið að hafa smekk fyrir kjöti; rottan. Þó að stcersti afkomandi hennar í dag, fal- anx. (Amphimorhodus cynomorphus) minni í fljótu bragði á hund. dylst uppruninn ekki við nánari athugun og á meðfylgjandi mynd má sjá. hvernig tennur rottunnar (t.v.) þróuðust frá því að vera dcemigerðar tennur nagdýrs. sem ncerist á jurtum. yfir í rándýrsskoltinn (t. h.). Afkomendur roltunnar eru i dag dreifðir um allar jarðir en falanx er algengasta tegundin i lempruðu beltunum. Hann er hópdýr og veiði- aðferðirnar eru ekki ósvipaðar þeim, sem úlf- urinn sálugi beitti. Eitt helsta fórnarlambið er kaninubukkurinn. rabbuck. Ránrotturnar velja veika eða seinfcera einstaklinga úr hópnum og elta þá uns þeir eru að niðurlotum komnir og eftirleikurinn auðveldur. Stærsta dýrið er afkomandi mörgæsarinnar VORTEX Suðurheimskautið er lífvana meginland, nema þá helst við jaðrana. En það sama verður ekki sagt um haftð sem umlykur það. Þar iðar allt af líft og þar á stcersta skepna jarðarinnar — vortex — heimkynni sín. Vortex (balenornis vivipera) minnir um margt á sjávardýr fortíðar- innar. En þó að sterklegur líkaminn virðist eiga margt sameiginlegt með hvalnum, fyrrum konungi heimshafanna, sem maðurinn útrýmdi löngu á undan sjálfum sér, þá er svo fyrir að þakka aðlögunarhcejfileik- um annarra tegundar — mörgcesarinnar. Þó að mörgcesin vceri fugl hafði hún löngu týnt niður fluginu og á flestan hátt aðlagað sig líft í sjó, ef undan er skilið að hún varð að fara á land til þess að verpa eggjum. Þannig hélst það þar til skömmu eftir endanlega útrýmingu hvalsins, að ein tegund mörgcesa þróaði með sér eiginleika til þess að halda egginu í líkama sínum uns unginn var fullþroska og klekja það síðan út I sjónum. Þar með voru síðustu tengslin við landið slitin, tegundin hafðist upp frá því eingöngu við í sjó og ný cettkvlsl sjávarfugla leit dagsins Ijós. Sérstaða þeirra í náttúrunni er augljós; þeir lifa í sjó, hafa heitt blóð og afkvcemin koma úr eggjum. Algengasta tegundin er porpin. Stenavis piscivora, sem hefur farnast svo vel, að hún hefur lítið sem ekkert breyst sl. 40 milljón ár. Eins og flestir þessara sjávarfugla S-íshafsins, er porpin ftskæta og goggurinn gerir henni kleift að fanga mun stærri ftska en ella. Vortex, risinn í fjölskyldunni, nærist hins vegar á svift og goggurinn hefur þróast I gríðarmikla svifsíu, líkan útbúnaði margra hvaltegunda áður fyrr. Margt býr í sandinum EYÐIMERKURHAKARLINN Hann er kominn af skordýraætum en hefur í tímans rás tileinkað sér hætti rándýra og nær- ist m.a. á litlum nagdýrum, sem hann sýnir mikla útsjónarsemi ( að elta uppi ( heimkynn- um sínum, eyðimörkinni. Við fyrstu sýn minnir eyðimerkurhákarlinn á risavaxna gulrót, vel tennta. Hann er með afar sterkan skrokk og fæturnir minna helst á grófgerða spaða, þannig að það er helst að sjá, að hann ^yndi" gegnum sandinn þegar hann ryður honum frá sér á ótrúlegum hraða — og ryðst inn (fylgsni smádýranna. En eitt helsta hjálpartæki hans við veiðarn- ar eru næmir fálmarar umhverfts nasavæng- ina. Eyðimerkurhákarlinn (psammonarus spp.) er bleikur að lit, hárlaus og eru fellingar á þykkum skrápnum. Hann verst hinum miklu hitasveiflum eyði- merkurinnar með þv( að grafa sig ( sandinn. þannig að aðeins nasir og augu standa upp úr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.