Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 146. tbl. 71. árg. FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Genscher látinn yfkja úr ráð- herrastólnum? Bonn, 28. jiiL AP. Stjórn Helmuts Kohl hefur beðið hnekki við afsögn Otto Lambsdorffs efnahagsráðherra, sem sakaður er um mútuþægni, og vangaveltur um að Hans Dietrich Genscher verði lát- inn víkja úr stóli utanríkisráðherra hafa aukist. Die Welt, sem þekkt er fyrir áreiðanlegar heimildir úr stjórnarherbúðunum, segir i dag að áhrif Genschers í flokki sínum, FDP, sem beið afhroð í nýafstöðn- um kosningum til Evrópuþingsins, hafi minnkað. Segir blaðið að Franz Josef Strauss, forsætisráðherra Bæjaralands og leiðtogi Kristilega sósíalsambandsins (CSU), ágirnist enn stól Genschers. Hafi CSU ekki gert kröfu til sætis Lambsdorffs því flokkurinn vilji fá stól Gensch- ers 1985. Die Welt hefur það eftir „áhrifamiklum stjórnmálamanni" að „miklar breytingar" verði gerð- ar á stjórn Kohl á næsta ári, og að Genscher muni ekki halda ráð- herrastól eftir þær. Staða Genschers er enn óljósari eftir að hann lýsti því yfir í síð- ustu viku að hann myndi láta af formennsku í FDP í febrúar nk. Brotthvarf hans úr formannssæt- inu veikir stöðu hans í stóli utan- ríkisráðherra. Helstu leiðtogar FDP hafa hóað til fundar 9. júlí nk. til að ræða stöðu Genschers og gæti svo farið að hann yrði beðinn að draga sig í hlé fyrr en fyrirhugað er, en það þýddi að kalla þyrfti saman auka- þing flokksins. H ~rf 1 (S. >jr < p AP/Símamynd * "w a m Síkhar á harðahlaupum til gullna musterisins eftir að það var opnað að nýju. Detw. 28. j*.l ap 100 síkhar fangelsaðir Stjórnarhermenn, sem kemba sveitir Punjab í leit að Síkhar funda á morgun um mótmælaaðgerðir öfgamönnum síkha, tóku 100 síkha fasta, sem grunað- vegna árásarinnar á gullna musterið. Voru leiðtog- ir eru um hryðjuverk. Þá voru tveir sfkhaleiðtogar ar þeirra handteknir til þess að halda aftur af fangelsaðir á grundvelli laga er heimila allt að tveggja síkhum. Á undanförnum vikum hafa samtals 4.600 ára varðhald án réttarhalda. öfgamenn síkha verið settir á bak við lás og slá. Ræður Reagans og Heseltine: Nýr tónn vesturvelda í garð Sovétríkjanna London. 28. JónL AP. Stjórnmálaskýrendur segja að í ræðum Ronald Reagans Banda- ríkjaforseta og Michael Heseltine varnarmálaráðherra Breta kveði við nýjan tón vesturveldanna í garð Sovétríkjanna. E1 Salvador: Vatnsorkuver á valdi skæruliða Snn Snlrador, 28. júnl. AP. SKÆRULIÐAR náðu stærsta vatnsor- kuveri í El Salvador á sitt vald ( áhlaupi skömmu fyrir dögun, tóku fjölda gísla og bótuðu að leggja mann- virkin í rúst, að sögn formælanda þeirra. Skæruliðarnir náðu vatnsorkuver- inu, sem er í ánni Lempa, á sitt vald eftir sex stunda bardaga. Stjúrnar- herinn sótti liðsafla frá nærliggj- andi svæðum, en það dugði ekki til. Meðal gislanna er fjöldi stjórnar- hermanna. í samtali við útvarpsstöð í höfuð- borginni hótuðu skæruliðar að leggja mannvirkin í rúst ef stjórn- arherinn hætti ekki gagnárás sinni. Talsmaður stjórnarinnar segir hóp skemmdarverkamanna hafa hreiðr- að um sig í stöðvarhúsinu, sem þeir hyggist eyðileggja og valda þjóðinni þannig ómælanlegu tjóni. Jafnframt hótaði skæruliðahópur að ráða þrjá ráðherra af dögum ef ekki fyndist lausn á deilu póst- manna, sem verið hafa i verkfalli i mánuð. Roberto D’Aubuisson, leiðtogi stjórnarandstöðu hægri manna i Et Salvador, fundaði með hópi öldunga- deildarmanna í dag og bar þá m.a. af sér þær sakir að hann hafi verið við- riðinn ráðabrugg um að ráða sendi- herra Bandaríkjanna i E1 Salvador af dögum. Heseltine kvatti til aukins skilnings á vandamálum Kremlverja og sögulegum ótta þeirra við vesturveldin. Aukin gagnkvæmur skilningur og virð- ing væri grundvöllur betri sam- búðar og aukinna viðskipta. Vesturveldunum væri nauðsyn- legt að ræða meira við Rússa og hlusta á sjónarmið þeirra. Reagan tók mjög í sama streng í sinni ræðu, þar sem hann lagði ríka áherzlu á gagnkvæman skilning og meira samband stór- veldanna í millum. Fjallaði Reagan um þau svið samskipta stórveldanna, sem hnökralaus eru. Viðbrögð Rússa við ræðu Reagans komu ekki á óvart. Kvað flokksmálgagnið Pravda tillögur hans um leiðtogafund þeirra Chernenkos „kosningabrellu" er ætlað væri að slá ryki í augu bandarískra kjósenda, sem vildu þýðu í samskiptum stórveldanna. Áhrifamikill fréttaskýrandi Novosti-fréttastofunnar sagði ræðu Reagans hafa snúist um „aukaatriði", þar sem hann hefði ekki minnst á tillögur Rússa í vígbúnaðarmálum. Bandarískir og sovézkir emb- ættismenn eru að nýju teknir til við að ræða hugsanlega mögu- leika á að framfylgja tillögu Bandaríkjamanna á banni við framleiðslu efnavopna. Sjö skipverjar fórust AP/Símamynd. Bafdad, 28. jání. AP. SJÖ SKIPVERJAR á svissneska tankskipinu Tiburon fórust í árás fraka á skipið suður af Kharg-eyju, og fjöldi annarra slasaðist. Er þetta mesta manntjón i árás á skip á Persaflóa frá því stríð írana og íraka brauzt út. Skipið er enn í logum skammt frá Kharg, nærri sólarhring eftir árásina. franir eru sagðir búa sig undir auknar árásir fraka á skip við Kharg-eyju og hafa hótað hefndaraðgerðum. Til átaka kom á miðri víglínunni meðfram landamærum rfkjanna. Lýstu Irakar þar góðum árangri, m.a. að eyðilöð hefðu verið 29 skotbyrgi írana, fimm varð- turnar og tvær hergagnabifreiðar. Bandariska varnarmálaráðuneytið sagði að Kuwait hefði verið boðinn rafeindabúnaður til að styrkja landvarnir, að verðmæti 82 milljónir dollara. Sænskar þyrlur fá að lenda í Sovét- ríkjunum Stokkbólmi, 28. júní. Frá Olle Ekström frétUritara MbL Svíar og Rússar hafa gert með sér samkomulag er heimilar sænskum björgunarþyrlum að lcnda á sovéskri grund ef að- stæður við björgunarstörf krefj- ast þess. Samkomulagið kveður á um aukið samstarf milli ríkjanna tveggja er sjó- eða flugslys ber að höndum á Eystrasaltssvæð- inu. Er það komið til í fram- haldi af skipstapa við Dagö á Eistlandi 1980, en þá fengu sænsku björgunarmennirnir fyrst heimild til að fara inn á sovéskt yfirráðasvæði eftir sjö stunda bið. Einnig verður tekið upp sér- stakt telexsamband milli sænskra björgunarmiðstöðva og björgunarmiðstöðvarinnar í Leningrad, og verður vakt við tækin allan sólarhringinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.