Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1984 „Á að taka einn leik- stjóra af lífi á ári?“ Rætt við Hrafn Gunnlaugsson, formann Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda Á nýafstödnum aðalfundi Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda kom fram mikil ánægja með frumvarp það um kvikmyndamál, sem mennta- málaráðherra befur lagt fram og er nú orðið að lögum. En meðal þeirra verkefna, sem sambandið hefur unnið að og gert er ráð fyrir í hinum nýju lögum, er kynning á íslenskum kvikmyndum erlendis á kvikmyndahátíðum og öðrum vettvangi, í samvinnu við kvikmyndasjóð. Þá fagnaði SlK því einnig, að menntamálaráðuneytið hefur nú í smíðum reglugerð, er lýtur að starfsemi erlendra kvikmyndafé- laga á íslandi. En stjórn SÍK hef- ur þegar, í samvinnu við mennta- málaráðuneytið og utanríkisráðu- neytið, átt viðræður við fulltrúa erlendra aðila, sem hyggja á kvikmyndagerð hér í sumar og kynnt þeim viðhorf sín til starf- semi þeirra hér á landi. Þessir er- lendu aðilar eru m.a. þeir sem standa að tökum atriða í næstu James Bond-kvikmyndina og franskir og þýskir kvikmynda- gerðarmenn, sem hyggja á gerð náttúrulífsmynda á íslandi I sumar. í Sambandi íslenskra kvik- myndaframleiðenda eru tíu kvik- myndafélög, sem hafa á síðustu þremur árum framleitt samtals fjórtán leiknar kvikmyndir í fullri lengd. Sambandið á fulltrúa í stjórn kvikmyndasjóðs og er aðili aö alþjóðlegum samtökum um kvikmyndaframleiðslu. Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndagerðarmanna skipa þau Hrafn Gunnlaugsson, formað- ur, Kristín Jóhannesdóttir, ritari og Þráinn Bertelsson, gjaldkeri. Blm. Mbl. átti tal við Hrafn Gunnlaugsson, formann SÍK á dögunum og spurði hann nánar álits á téðu frumvarpi og horfum islenskra kvikmyndagerðarmanna almennt, auk frétta af síðasta verki hans sjálfs, Hrafninn flýgur. Frumvarp sem beðið var eftir „Þetta frumvarp er það sem við höfum verið að bíða eftir öll árin,“ sagði Hrafn. „í því felst m.a. að tekjur kvikmyndasjóðs verða mið- aðar við söluskatt af sýningum erlendra kvikmynda, þannig að aðsókn að kvikmyndum og fram- leiðsla helst í hendur. Það er ekki óeðlileg viðmiðun, að mínu mati og hefur í för með sér að tekjur kvikmyndasjóðs þrefaldast frá því sem nú er, lauslega áætlað. Það gleður okkur mjög, að nú- verandi menntamálaráðherra skuli hafa látið þetta frumvarp verða að veruleika, en það átti stuðning í öllum flokkum. Annað, sem er afar mikilvægt í frumvarpinu, er að í því er ráð- herra veitt heimild til að setja reglugerð um störf útlendinga hér á landi, „kvikmyndalögsögu". Það er beggja hagur, að erlend kvik- myndafélög komi sér upp umboðs- mönnum hér á landi og greiði að- stöðugjald. Með því er ekki verið að bregða fæti fyrir neinn, heldur vilja útlendingarnir sjálfir hafa einhverjar reglur til þess að ganga að og fara eftir þegar þeir koma hingað og þetta tfðkast alls staðar. Þetta eru þau tvö atriði, sem skipta meginmáli í frumvarpinu," sagði Hrafn, „auk þess að sam- kvæmt því eiga Samband ís- lenskra kvikmyndaframleiðenda og Félag kvikmyndagerðarmanna fulltrúa í stjórn Kvikmyndasjóðs. SÍK er nú bráðum fjögurra ára og í því eru svo gott sem öll félög sem hafa gert leiknar myndir í seinni tíð. Hugmyndin að baki þess er sú, að það geti komið fram fyrir okkar hönd, sameiginlega og gætt hagsmuna fslenskrar kvik- myndagerðar í samvinnu við Kvikmyndasjóð. Skuldahali upp á þrjár og hálfa milljón „Aðsóknin að Hrafninn flýgur er ennþá undir 40.000 áhorfendum á íslandi og niðurstaðan er skuldahali upp á þrjár og hálfa milijón," sagði Hrafn. „Skýring- una tel ég að miklu leyti felast f því, að myndin var bönnuð bðrn- um innan tólf ára, á þeim forsend- um að það væri svo mikið blóð og ofbeldi f henni. Ég held að þetta bann hafi Hka fælt eldri kynslóð- ina frá því að fara á myndina. Dyraverðir hafa sagt mér að eldra fólk hafi látið sig vanta, þannig að bannið hafði víðtækari áhrif en séð varð í fyrstu. Mér finnst Hrafninn ekki vera ofbeldismynd. Menn eru vissulega vegnir, en það er ekki verið að velta sér upp úr óhugnaði og ég hef orðið var við, að fólk sem hefur veigrað sér við að fara á myndina, er hissa eftir á, því það bjóst við allt öðru. I mín- um huga var þessi mynd fjöl- skyldumynd og ekkert f henni ægi- legt á borð við nornina f Hans og Grétu, sem ætlar sér að steikja Hans litla lifandi og éta. Þegar spurt er hvað ég ætli að gera við skuldahala upp á þrjár og hálfa milljón, get ég svarað þvf til, að það sem heldur f mér voninni, er að dreifing á myndinni erlendis hefur gengið framar öllum vonum. Sænska Kvikmyndastofnunin sér um þá hlið mála og þegar hafa tekist samningar um sýningar í Bandarfkjunum, flestum Evrópu- löndum og Japan. „En dreifingarsamningar við er- lend kvikmyndahús eru fjárhags- legt happdrætti. Um er að ræða hlutfall af því sem myndin tekur inn í aðsókn, eftir að dreifingarað- ili hefur haft upp í kostnað. Þann- ig að þó að myndin verði sýnd víða og eigi ef til vill eftir að skapa ferðamannaiðnaðnum umtals- verðar tekjur, er ekki þar með sagt að ég sem framleiðandi fái neitt í minn hlut. Svo er það sjón- varpsmarkaðurinn, en um leið og mynd er sýnd í sjónvarpi, dregur verulega úr möguleikum á sýning- um á henni f kvikmyndahúsum viðkomandi lands. Hrafn Gunnlaugsson Þvf held ég að menn ættu að fara varlega f að segjast ætla að fjármagna íslenskar kvikmyndir með sölu erlendis. Metnaðarfullar myndir eða heimilisiðnaður „Hin blákalda niðurstaða er sú, að ég geri ekki neina kvikmynd á næstu árum og sú niðurstaða á ekki við um mig einan. Spurningin er, hvort stefnan á íslandi eigi að vera sú, að taka einn leikstjóra af lífi á ári. Og það er hætta á, að það verði þeir sem gera stærstu og metnaðarfyllstu verkin. Sem gæti þýtt, að öll metnaðarfull kvik- myndagerð legðist niður en við tæki einhvers konar heimilisiðn- aður. Ég er f þrfgang búinn að taka alla þá áhættu, sem einn maður getur tekið. önnur eins áhætta og þeir hafa tekið, sem hafa verið að gera þessar stóru myndir á undan- förnum árum, hefur ekki verið tekin í nokkrum öðrum nýiðnaði í landinu. Maður er drifinn áfram af hugsjón og áhuga á þvf að segja þessar sögur. En það kyndir eng- inn eld nema hann hafi einhverju að brenna. Ef til vill fer maður út í að skrifa — þá hættir maður þó ekki öðru en pennanum. Það freistar mfn alls ekki að gera einhverja hopp og hf-mynd. Eg myndi ekki gera mynd aftur nema af innri þörf og vegna þess, að ég sæi ekki aðra leið út úr tilverunni en að gera hana. Og ef ég gerði aðra mynd, myndi ég gera það miklar listrænar kröfur, að það væri ekki hægt að stfla upp á lftinn hóp áhorfenda hér heima. Ef stjórn hins nýja kvikmynda- sjóðs setur sér hátt listrænt mark og kvikmyndagerð fær nægan stuðning, er hugsanlegt að það skapi grundvöll fyrir áframhaldi. En það á eftir að koma í ljós,“ sagði Hrafn. Tækifæri til að læra af mistökunum „Hvað alla þá sem eru úti að læra varðar, þá er því að svara, að það er eflaust grundvöllur fyrir því að starfa við iðnaðarhlið kvikmyndagerðar hér; fræðslu- og auglýsingamyndir og léttvægar gamanmyndir. En það þarf geysi- legan vilja og trú fyrir ungan leik- stjóra, að ætla sér að gera leikna kvikmynd í fullri lengd. Úti í Svfþjóð hef ég séð lista yfir þá sem hafa gert slíkar kvikmynd- ir á sfðustu árum. Á þeim lista er mikill fjöldi, sem hefur aðeins gert eina mynd, sárafáir sem hafa gert tvær til þrjár, en 70% fram- leiðslunnar er f höndum þriggja til fjójpirra manna. Ur fjarlægð, áður en komið er út á vígvöllinn, horfa þessi mál öðru- vísi við. í fyrsta og jafnvel öðru verki fyrirgefst fólki næstum allt. Eftir það er spurningin hvort menn geti siglt sfnu fleyi heilu f höfn. En auðvitað liggur framtíðin í þessu unga fólki, vilja þess og trú. Það verður bara að fá tækifæri til að sanna sig, læra af mistökun- um og erfiðleikunum. Reynslan sameinast í Hrafninum Af mínum myndum held ég mest upp á Hrafninn og Blóðrautt sólarlag. Það er visst brjálæði í þeim, skrefið stigið til fulls og erf- iðleikarnir brotnir niður. Oðalið var pólitísk mynd, um bændur upp til sveita, sem búa við nokkurs konar átthagafjötra og geta ekki myndað með sér samtök. Það er þeirra harmleikur, en fram til þessa hafði því verið haldið fram, að harmleikurinn fælist f því að þurfa að yfirgefa hokrið og eymd- ina. Fyrir mér var gerð Oðalsins samviskuspurning um það að segja þá sorglegu sögu, sem ég hafði orðið vitni að sjálfur, oftar en einu sinni, þegar ég var bam í sveit. Óðalið er miklu meiri „róm- an“ en hinar myndirnar og efnis- lega finnst mér vænst um hana. Hitaveita Suðumesja: Mikið um gestakomur í Orkuverið í Svartsengi Vogum 26. júní. AÐ UNDANFÖRNU hafa verið tíðar komur ferðamanna í varmaorkuver Hitaveitu Suður- nesja í Svartsengi. Algengt er að erlendum aðilum, sem eru í op- Nýr Verslunarskóli: Safnast hefur tugur milljóna Fjáöflunarnefnd á vegum Versl- unarráðs íslands hefur í vetur safn- að fé til byggingar nýs skólahúss Verslunarskóla Islands. Nú hafa safnast um 10 milljónir króna og er lokaátak söfnunarinnar hafið. Ráð- gert er að safna alls um 13 milljón- um króna, sem eru um 10% af áætl- uðum byggingarkostnaði. Nýi Verslunarskólinn mun rísa við Ofanleiti í Reykjavík og verður skólahúsið alls 8170 fermetrar. inberri heimsókn hér á landi sé sýnd starfsemin, en einnig koma aðrir hópar. Nýlega komu um þrjú hundruð manns í orkuverið sama daginn. Vegna þess að fyrirtækið hefur ekki aðstöðu til að taka á móti hópum á hvaða tíma sem er, hefur verið ákveðið að gefa fólki kost á að skoða orkuverið á laugardögum og sunnudögum á milli kl. 13 og 19. Að öðrum kosti aðeins í samráði við stjórnendur fyrir- tækisins. í orkuverinu er myndband, þar sem sýnt er og sagt frá starfsemi fyrirtækisins, sem er stjórnendum fyrirtækisins til hægðarauka, svo þeir þurfi ekki að vera bundnir yfir leið- sögn á staðnum. E.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.