Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 32
FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Ljósm. G.Berg. Hitabylgja á Akureyri Akarejri, 28. jéií. í GÆR OG dag hefur verið sannkallað „sólarlandaveður" hér á Akureyri, jafnvel óvenjulega gott á okkar mælikvarða hér norðan heiða. Hitinn var 21 gráða klukkan sex í gærkvöldi en blessuð hafgolan gefur hressandi andsvala nú um miðjan dag, þegar þetta er skrifað. Mjög mikil aðsókn er að sundlauginni og fólk nýtur þar sólarinnar léttklætt, eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Þá er fólk ekki síður á ferli f „göngugötunni" og við enda hennar á Ráðhústorginu, hefur ávaxtasali sett skemmtilega suðrænan svip á bæjarlífið f sumar. Hann gefur fólki gjarnan að smakka á suðrænum ávöxtum og er hinn skemmtilegasti í allri afgreiðslu og viðmóti. Sannarlega sumarauki að slfkum mönnum. Endurtryggingafélag Samvinnutrygginga gjaldþrota: Vélarvana djúp- rækjubáti bjarg- að út úr hafís Stórir ísjakar allt í kringum bátinn SKUTTOGARINN Sigurfari II SH-105 frá GrundarfirAi bjargaði í gær djúprækjubátnum Sigurði Pálmasyni HU-300 frá Hvammstanga undan Straumnesi þar sem hann hafði vegna vélarbilunar rekið inn í ís. Sex menn voru um borð. Að sögn skipstjórans á Sigurfara voru stórir ísjakar allt í kringum Sigurð Pálmason og urðu þeir að skjóta línu yfir í bátinn til að koma köðlum á milli þannig að hægt væri að taka hann í tog. Sigurfari náði bátnum út úr ísnum og hélt með hann inn til ísafjaröar. Blaðamaður Mbl. náði talstöðv- arsambandi við Gunnar Hjálm- arsson skipstjóra á Sigurfara í gærkvöldi um borð í Sigurfara þar sem hann var á leið til ísafjarðar með Sigurð Pálmason f togi. Hann sagði að leitað hefði verið eftir að- stoð við Sigurð f gegnum talstöð- ina. Þeir hefðu verið næst og þvf farið til aðstoðar. Sagði Gunnar að þegar þeir komu á staðinn, sem er um 32 mflur norðaustur af Straum- nesi, um klukkan 15 hefði báturinn verið kominn aðeins inn í fsinn. Sagði hann að báturinn hefði ekk- ert verið orðinn aðkrepptur en stórir fsjakar allt f kringum hann og ef ekkert hefði verið aðgert þá hefði sjálfsagt getað farið illa. Gunnar sagði að mikil hreyfing hefði verið á fsnum við fsröndina og hefðu þeir ekki komist á Sigur- fara að Sigurði. Hefðu þeir orðið að skjóta línu yfir f hann til að geta komið köðlum á milli og tekið hann í tog. Gunnar sagði að mikill fs hefði komið yfir þetta svæði undanfarna daga. „Þetta var hálf nöturlegt og lítið gaman að standa í þessu," sagði Gunnar Hjálmarsson skip- stjóri á Sigurfara II f lokin þegar hann var spurður hvernig það hefði verið að koma að Sigurði Pálma- syni þarna innilokuðum f fsnum. Skipin voru sögð væntanleg til ísa- fjarðar í nótt. Rainbow Navigation: Bandarísk sendi- nefnd kemur til viðræðna við ís- lensk stjórnvöld Fyrirsjáanlegt mesta gjaldþrot síðustu ára ÞRÍR EÐA fleiri embættismenn frá bandarískum stjórnvöldum munu dveljast hér á landi dagana 14.—18. júlí nk. til viðræðna við íslensk stjórnvöld um vöruflutninga banda- ríska skipafélagsins Rainbow Navig- ation Inc. fyrir varnarliðið. Samkvæmt upplýsingun. Morg- unblaðsins eru embættismennirn- ir frá bandaríska utanríkisráðu- neytinu, hermálaráðuneytinu, bandarísku siglingamálastofnun- inni og jafnvel fleiri aðilum. — segir skiptaráðandinn í Reykjavík EMT dótturfyrirtækja Sambands ís- lenskra samvinnufélaga, Endurtrygg- ingafélag Samvinnutrygginga hf., var tekið til gjaldþrotaskipta sl. föstudag. Skiptaráðandi telur að fyrirsjáanlegt sé „eitt umfangsmesta gjaldþrotamál hér á síðustu árum“. llm sfðustu áramót tryggingamálaráðherra félaginu skilastjórn að tillögu Tryggingaeft- irlitsins og lét skilastjórnin gera upp árið 1983. Niðurstaðan varð sú, að a.m.k. 23 milljónir króna vantaði upp á að félagið ætti fyrir skuldum. Taldi skilastjórnin enga möguleika á að félagið gæti staðið við skuldbind- ingar sínar og lagöi til að endur- tryggingafélagið yrði tekið til gjald- þrotaskipta. „Við sáum ekki leið út úr þessu,“ sagði Valgarð Briem, hrl., formaður skilastjórnarinnar, f sam- tali við blaðamann Mbl. f gær. „I þessu máli eru margir óvissuþættir og það gæti tekið nokkur ár að fá voru skuldir umfram eignir um 30 milljónir króna. Vegna „óvissuviðsk- ipta“ erlendis er talið að staðan sé að öllum líkindum enn verri. Hlutabréf í Hraðfrystihúsi Tálknafjarðar: Seldust á 326- földu nafnverði Samkvæmt þvi sem fram kom á aðalfundi félagsins fyrir skömmu er aðalástæða gjaldþrotsins talin sú, að fyrrverandi framkvæmdastjóri þess, núverandi fulltrúi f fjármáladeild Sambandsins, gerði 1978 stóra samninga viö endurtryggingafélög í London, sem reyndust ekki f stakk búin til að mæta skuldbindingum sínum. Samningarnir voru allir gerðir án samráðs við stjórn félags - ins, að sögn Hallgríms Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Samvinnutrygg- inga, er tók við framkvæmdastjórn endurtryggingafélagsins í mars 1983. Þá lét fyrri framkvæmdastjóri af störfum. ÖIl viðskipti Endur- tryggingafélags Samvinnutrygginga hf. hafa farið fram erlendis. Sam- vinnutryggingar eiga um 80% tveggja milljón króna hlutafjár i endurtryggingafélaginu. í nóvember f fyrra vantaði tíu milljón krónur til að félagið ætti fyrir skuldum. 16. janúar sl. skipaði HLUTABRÉF í Hraófrystihúsi Tálknafjarðar voru fyrir skömmu seld á nauðungaruppboði á eignum Kaupfélags Tálknafjarðar fyrir 855.000 krónur eða fyrir 326-falt nafnverð. Kaupendur voru eigend- ur Hraðfrystihússins, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun fuiltrúi Sambandsins hafa boðið á móti þeim. Hlutabréf í Hraðfrystihúsinu, sem er í einkaeign, hafa ekki ver- ið endurmetin lengi og nafnverð þeirra því lágt, en bréf Kaupfé- lagsins voru að nafnverði 2.620 krónur. Kaupfélag Tálknfirðinga var lýst gjaldþrota fyrir nokkru og eignir þess boðnar upp, þar á meðal umrædd bréf, en alllangt mun síðan Kaupfélagið keypti þau. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru umrædd hlutbréf 16% af hlutafé Hrað- frystihússins og var eigendum þess mikið í mun, að Sambandið næði ekki fótfestu innan fyrir- tækisins með þessum hætti, en fulltrúi þess mun hafa haft um- boð til að bjóða allt að 850.000 krónum í hlutabréfin. botn í það. Víst er að hlutaféð nægir engan veginn fyrir skuldum og eng- inn veit hvaða kröfur gætu enn kom- ið fram í dagsljósið." Skiptaráðandi i málinu er Ragnar H. Hall. Hann skipaði f gær Eirík Tómasson, hrl., bústjóra til bráða- birgða í samræmi við 12. kafla laga um gjaldþrotameðferð. Hefur Eirfki verið falið að tilkynna kröfuhöfum um gjaldþrotaskiptin og útbúa sam- antekt um málaferli, sem félagið á f erlendis, svo hægt sé að taka ákvörð- un um framhaldið, að því er Ragnar sagði í samtali við blaðamann Mbl. „Félagið hefur gert mjög stóra samninga við erlendar trygginga- félagasamsteypur, sem virðast hafa lent í ógöngum," sagði Ragnar. „Það er of margt óvíst í þessu máli til aö hægt sé að fullyrða nokkuö um af hvaða stærðargráðu þetta verður. Það er til dæmis óvíst hvort greiðsluskylda leiðir af þessum sam- ningum en þetta er fyrirsjáanlega umfangsmesta gjaldþrotamál hér á síðustu árum.“ Innköllun verður væntanlega ekki birt fyrr en bústjóranum hefur gef- ist tækifæri til að tilkynna þeim kröfuhöfum, sem þegar er vitað um, að félagiö hafi verið tekið til gjald- þrotaskipta. I stjórn Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga hf. eru m.a. Er- lendur Einarsson, forstjóri Sam- bandsins, sem er formaður stjórnar- innar og Valur Arnþórsson, stjórn- arformaður Sambandsins. Varnarliðs- þyrla bil- aði á Mýrum ÞYRLA frá Varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli bilaði í Knarrarnesi á Mýrum síðdegis í gær en þangað fór hún til að sækja sjúkling. öldruð kona, 89 ára gömul, á bæn- um Knarrarnesi á Mýrum veikist 1 gær og óskaði heilsugæslulæknir frá Borgarnesi, sem vitjaði hennar, eftir að þyrla sækti konuna en Knarrar- nesbærinn stendur á eyju við Mýrar. Slysavarnarfélag fslands óskaði eft- ir aðstoð Varnarliðsins og fór þyrla þaðan fljótlega af stað með lækni og sjúkraliða. Gekk flugið til Knarrar- ness vel að sögn Hannesar Hafstein, framkvæmdastjóra SVFf, þrátt fyrir að lágskýjað væri. En þegar konan var komin i sjúkrakörfu og um borð í þyrluna kom fram bilun í þyrlunni sem flugliðarnir gátu ekki gert við. Gerðar voru ráðstafanir til að fá aðra þyrlu frá Varnarliðinu til að sækja sjúklinginn en þá hafði Kefla- víkurflugvelli verið lokað. Var þá öll- um aögerðum frestað, flugliðarnir bjuggu um sig í svefnpokum í þyrl- unni en gamla konan naut aðhlynn- ingar sjúkraliða og læknis, sem komu með þyriunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.