Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1984 17 ii fyrir sumarið" þessum tíma. Mest hefur veiðst hér á 1. og 2. svæði, það er í neðsta hluta árinnar en einnig hefur veiðst vel á svæði 5, það er á Hólmavaði neðra,“ sagði Þórður. Aðspurður um útlitið fyrir sumarið sagði Þórður: „Það eru farnir að koma stórir hængar og það finnst mér lofa góðu. Smálax- inn er ekkert farinn að láta sjá sig en hann kom snemma í fyrrasum- ar. Þetta hafa mest verið 9 til 12 punda fiskar en núna eru farnir að koma 15 til 18 punda hængar," sagði Þórður og var svo þotinn út í á. Morgunblaðið/Sigurgeir. til hádegis á sunnudag. Margt verður gert sér til gagns og gam- ans. Meðal annars verða skoðun- arferðir um Vestmannaeyjar, ratleikur, skyndihjálp verður kennd, hnútakennsla auk íþrótta og ýmiskonar leikja. Þátttakendur munu búa í tjöld- um í Herjólfsdal og verða þeir sjálfum sér nógir. Hjálparsveit skáta í Vestmannaeyjum mun kenna hinum ungu skátum bjarg- sig og sprang og á laugar- dagskvöldið verður stór varðeld- ur í Dalnum og er búist við að bæjarbúar fjölmenni þá í Herj- ólfsdal. Mikill handagangur var í Herjólfsdal í g«er þegar skátar voru að koma sér fyr- ir. Þar fer nú fram fjórðungsmót sunn- lenskra skáta og sækja það um 600 skátar. rréttindi þeirra, og þekkingu? Ef stjórn Húsnæðisstofnunar rikisins telur sér ekki fært að verða við þessari áskorun minni, sæki ég hér með um breytingu á þessum kjörum fyrir mig einan. Lít ég þá á hagstæðari lánakjör sem forréttindi mér til handa vegna menntunar minnar og þekkingar. Vegna anna hef ég ekki getað skrifað þetta bréf fyrr og vænti þess að ég verði ekki látinn líða fyrir þær annir og ég fái lækkun vaxta frá 1. maí 1983, eins og ég hefði skrifað þennan bréf- snepil fyrir ca. tveimur mánuðum. Meðfylgjandi er greiðsla kr. 5.779,75 en mér telst svo til að það hefði ég þurft að greiða núna þann 1. maí sl. ef ég hefði skrifað yður fyrr í stað kr. 10.694,20. Vinsamlega látið mig vita, ef mér ber að greiða einhverja vexti vegna þessa dráttar fram yfir gjalddaga eða ef útreikn- ingar mínir eru ekki réttir. Svar Sigurðar E. Guðmundssonar Erindi yðar í bréfi, dag. 11. maí sl., var fram lagt og fyrir tekið á fundi húsnæðismálastjórnar hinn 16. maí sl. f bréfinu er farið fram á lækkun vaxta á lánum frá 1978, er bera 9,75% vexti og 60% verðtrygg- ingu. Samþykkt var að gefa yður kost á umbeðinni lækkun frá og með 1. maí 1984, en ekki fram að þeim tíma. Getið þér því snúið yður til veðdeildar Landsbanka íslands er annast mun skuldabréfaskipti hér að lútandi. Þá skal yður ennfremur tjáð, að fyrir dyrum stendur vaxtabreyting á lánum Byggingarsjóðs ríkisins í samræmi við ný samþykkt lög frá Alþingi. Umferðarfræðsla fyrir börn á forskólaaldri UMFERÐARFRÆÐSLA fyrir börn á forskólaaldri hófst á vegum lögregiu, umferðarnefnda sveitar- félaga og Umferðarráðs, f Fella- skóla 22. júní sl. Umferðarfræðsia þessi, sem hefur verið árlegur viðburður í fimmtán ár, verður haldin í júní og júlf í öllum grunn- skólum Reykjavíkur og verður eins og áður segir fyrir fimm og sex ára börn. Umsjón raeð umferð- arfræðslunni hafa fóstrurnar Guð- rún Björgvinsdótir og Unnur Stef- ánsdóttir. Unnur sagði að hv.ert barn ætti kost á þvi að koma tvisvar í fræðslu sem væri í klukkustund í senn. Umferðarfræðslan fer Þessi litli snáði var mættur í um- ferðarfræðsluna með ffna hattinn sinn. fram með þeim hætti að farið er yfir einfaldar umferðarreglur, s.s. hvernig á að ganga yfir ak- braut og hvar er best að leika sér. Sýnd er umferðarkvikmynd og bðrnin fá verkefnablað til að vinna heima. Unnur sagði að þátttaka á námskeiðunum væri mjög góð sem endranær og ekki annað að sjá en að börnin hefðu mikinn áhuga á fræðslunni. Ennfremur sagði Unnur að í ágústmánuði yrði farið á Akra- nes, Selfoss, til Vestmannaeyja og víðar um Suðurland, þar sem samskonar umferðarfræðsla færi fram fyrir börn á grunn- skólaaldri. Úr umferðarfræóslutíma í Fossvogsskóla. Strákarnir halda á lofti verkefnum sem þeir unnu heima í tengslum VÍð fræðsluna. Mbl./Fri»þjófur Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri Félags íslenzkra iðnrekenda: Samhengi afurðaverðs og hrá- efnisverðs rofið með verðbótum Hér fara á eftir svör Ólafs Dav- íðssonar, framkvæmdastjóra FÍI, við spurningum Morgunblaðsins um hvernig staðið var að síðustu fisk- verðsákvörðun og stöðuna i sjávar- útveginum eftir hana. Svör Ólafs áttu að vera í blaðinu í gær ásamt svörum þeirra fimm manna sem birt voru á miðsíðu þá. Vegna þrengsla í blaðinu komust svör Ölafs ekki þar með og birtast því þess í stað í dag. Spurningarnar voru svohljóð- andi: 1. Hvað finnst þér um fisk- verðsákvörðunina og þær aðgerðir sem henni fylgja? 2. Eru milli- færslur í formi verðbóta rétt leið? 3. Hver er staða útvegsins, (veiða, vinnslu og sjómanna), eftir þessa ákvörðun? 4. Hvað tekur við um áramótin? 1. „Um fiskverðsákvörðunina sjálfa sé ég ekki ástæðu til að fjöl- yrða. Hún virðist vera nokkuð í takt við almennar tekju- og kostnaðarbreytingar um þessar mundir. Það liggur fyrir yfirlýsing ráðherra að þessi fiskverðsákvörð- un breyti ekki gengisstefnu stjórnarinnar. Frá sjónarmiði iðn- aðarins er stöðugleiki í efna- hagsmálum eitt þýðingarmesta atriðið í efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar og tiltölulega stöð- ugt gengi er einn mikilvægasti þátturinn í framkvæmd þeirrar stefnu. Það veldur okkur hins veg- ar áhyggjum um þessar mundir að ekkert lát er á hækkun á gengi dollars gagnvart Evrópumyntum. Þar sem dollarinn vegur mjög þungt, þegar meðalgengi íslensku krónunnar er ákveðið, þá veikir þetta samkeppnisstöðu iðnaðar- ins, sem á að verulegu leyti í sam- keppni við evrópskar vörur. Að því er fylgiákvarðanirnar varðar, þá virðist því miður vera um bráða- birgðaráðstafanir að ræða og menn munu því fljótlega á ný standa frammi fyrir því, sem þar er leitast við að leysa. Þetta hefur auðvitað oft verið gert áður en aldrei reynst vel og það eru því vonbrigði að enn skuli haldið áfram á þessari braut. Almenn efnahagsleg áhrif þessara ráðstaf- ana fara að miklu leyti eftir því, hvernig þær verða fjármagnaðar. Ráðherrar hafa lýst því yfir að leitast verði við að leysa málið innan sjóða sjávarútvegsins en þetta er þó enn mjög óljóst. 2. Verðbætur á einstakar teg- undir fela í sér að samhengi afurðaverðs og hráefnisverðs er rofið og slíkt hlýtur að hafa nei- kvæð áhrif á útgerð og fiskvinnslu í heild. Að því er aðrar atvinnu- greinar varðar, þá skiptir mestu hvernig þessar millifærslur verða fjármagnaðar. Hverskonar millifærslur til sjávarútvegs (eða annarra at- vinnugreina), hvort sem þær eru fjármagnaðar með sköttum eða lántökum, hafa afar neikvæð áhrif á efnahagsstarfsemi i landinu. Reynslan sýnir ótvírætt að slíkar millifærslur leysa engan vanda til lengri tíma litið. Þær skekkja starfsskilyrði annarra atvinnu- greina gagnvart sjávarútvegi og samkeppnisstöðu innlendrar iðn- aðarframleiðslu gagnvart er- lendum keppinautum. Þær skaða einnig málstað íslendinga á er- lendum vettvangi. Þar hafa ís- lendingar barist einarðlega fyrir fríverslun og því að dregið verði úr styrkjum til sjávarútvegs og ann- arra atvinnugreina í samkeppnis- löndum okkar. 4. Eins og ég nefndi áðan var fiskverðsdæmið að nokkru leyst með bráðabirgðaaðgerðum og verður því að taka máiið upp aftur um áramót. Ég vil bara endurtaka það sem ég sagði í upphafi, að festa og stöðugleiki í íslenskum efnahagsmálum skiptir sköpum fyrir allt atvinnulíf í landinu á næstu misserum og árum.“ # Ólafur Davíðsson taldi sig ekki hafa umboð til að svara þriðju spurningunni, enda væri hún ekki á hans sviði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.