Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1984
7
Nýtt veitingahús
óskar eftir matreiöslumanni, framleiöslumanni, og vönu
aðstoöarfólki í sal, mjög góö laun í boði.
Tilboö sendist augl.deild Mbl. fyrir 3. júlí merkt: „EG —
123“.
MELKA — vinsælasta herraskyrtan á Norö-
urlöndum. 70/30 bómull/polyester. Veröiö
afar hagstætt — gæöin frábær.
Stæröir 36 til 46.
Auðveld í þvotti — þarf ekki að
strauja.
- #---------------------------
m
♦Ifmastemíur
ö' ¥ Höfum til afgreiðslu strax fánastengur úr
áli ílengdum6-8-10-12-14-16metra.
¥ Fánastengumar eru með öllum fylgihlutum,
hún, nál, línu og jarðfestingu.
* Uppsetning er auðveld, leiðbeiningar fylgja
með.
siam
Ólafur Kr. Sigurðsson HF
Suðurlandsbraut 6, sími 83499
Efnahagsstefna
sænskra jafnaðarmanna
&!«*•
Alþýðublaöiö boðar skattahækkanir
Fjórblööungur Alþýöuflokksins, Alþýöublaöiö, hefur undan-
farna tvö daga ritaö mikiö um efnahagslíf í Svíjóö. Aö mati
blaösins hefur átt sér staö umbylting til hins betra í atvinnu-
málum Svíþjóöar á þeim tveim árum sem jafnaöarmenn hafa
setið í stjórn. Þá skýrir Alþýðublaöiö einnig frá því aö kjör
launþega hafi einnig batnaö á sama tímabili. Um þessi skrif
er fjallaö í Staksteinum í dag, og bent á staðreyndir, sem
ganga þvert á þaö sem Alþýðublaðið heldur fram. j fáum
löndum er skattheimta meiri en í draumaríki íslenskra krata
og tíunda hvern dag eru þeir hækkaöir. Fyrir slíku berst
Alþýðublaöiö íslenskum launþegum og atvinnurekendum til
heilla!
Fyrirheitna
landið
Alþýðublaðið gerir að
umtabefni í leiðara í gær
efnahagsstefnu sænsku
stjórnarinnar undir forustu
jafnaðarmanna og er það
annar dagurinn í rðð sem
blaðið fjallar um þessi mál.
Með stórum og fogrum
oröum er stefnu skoðana-
bræðra Alþýðublaðsins í
Sviþjóð lýst og frá því sagt
hvernig atvinnulíf hefur
blómstrað og lífskjör batn-
að á þeim tveimur árum
sem þeir hafa setið við
völd.
f lofgjörð sinni um
sænsku ríkisstjórnina segir
Alþýðublaðið meðal ann-
ars: „Fjármálaráðherra
Sviþjóðar, KjelkOlof Feldt,
hefur sett sér það mark, að
halda verðbólgunni innan
við 4% á þessu ári. Þegar
hann taldi þessum mark-
miðum cgnað vegna þróun-
ar á launamarkaði lagði
hann fram tillögur um að-
haldsaðgerðir. Þær tóku
ekki mið af því, að rýra
skyldi kaupmátt launa-
fólks. Feldt vildi frysta
verðlag og vexti út árið og
koma á skyldusparnaöi. Þá
vildi hann að arðgrekkslur
fyrirtækja á næsta ári yrðu
frystar, og þær eingöngu
miðaðar við greiðsiur á
þessu ári. Hann vildi setja
þak á greiðslukortavið-
skipti, og skyklusparnað
vildi hann setja á fyrirtæki,
þar sem veltan er yfir 20
milljónir sænskra króna.
Slfkur skyldusparnaður
næði tíl 2.000 stærstu fyrir-
tækja Svíþjóðar. Með þess-
um aðgerðum taldi Feldt
að unnt yrði að draga veru-
lega úr peningamagni í um-
ferð og verðbólguáhrifum
þess.
Ekki gátu atvinnurek-
endur né verkalýðsforust-
an í Svíþjóð sætt sig við
þessar aðgerðir, en hluti
þeirra er enn til umræðu."
Skattahækk-
anir tíunda
hvern dag
Það hefur oft verið hálf-
grátlegt að fylgjast með
skrifum Alþýðublaðsins frá
því að það fór að rúmast 1
eldspýtustokki. Sama dag
og lofrullan um sænsku
jafnaðarmannastjórnina
birtist í Alþýðublaðinu, var
frétt í Morgunblaðinu, þar
sem skýrt er frá þeirri stað-
reynd að á síöustu tveimur
árum hcfur þessi sama
stjórn staðið fyrir skatta-
hækkunum tíunda hvern
dag. Þannig hefur drauma-
stjórn Alþýðublaðsins
hækkað skatta á launafólk
og rýrt kjör þess 63 sinnum
á aðeins tveimur árum.
Þessar upplýsingar
koma fram f skýrslu sem
gerð var á vegum Hægri
(lokksins (Moterata sam-
lingspartiet) í Svíþjóð. Þar
kemur einnig fram að f
rauninni hefur skattabyrð-
in þyngst enn meir, þar eð
laun hafa lækkað á þessu
sama tímabilL í skýrshinni
er því haldið fram, að
skattar hafi hækkað um
8,7%á síðasta ári, eða fjór-
um sinnum meira en öll
framleiðsluaukningin á því
árí.
Efnahagsstefnu af þessu
tagi vilja kratar innleiöa á
íslandi — efnahagsstefnu
þar sem 51,4% heildar
þjóðartekna renna í ríkis-
sjóð. Með auknum álögum
á launþega og atvinnu-
rekstur hyggjast þeir bæta
kjör almennings og renna
styrkarí stoðum undir is-
lenskt efnahagslíf.
Hugmynda-
auðgi jafnað-
armanna
f frétt Morgunblaðsins
er eftirfarandi haft eftir
þingmanni Hægri flokks-
ins, Carl Bildt: „Þeir 13
nýju skattar, sem innleidd-
ir hafa verið eftir valda-
skiptin haustið 1982, sýna
mikla hugkvæmni á þessu
sviði í landi, sem álíta
mætti, að hefði þegar inn-
leitt alla hugsanlega
skatta."
Af skrifum Alþýðublaðs-
ins má Ijóst vera að kratar
á íslandi líta vonaraugum f
neyð sinni til hugmynda-
auðgi skoðanabræðranna í
Svfþjóð. Og þeim er vork-
unn. Á undanförnum árum
hefúr Alþýðuflokkurinn
stöðugt minnkað og ef fer
svo sem horfir er hætta á
að hann rúmist í sama
eldspýtustokknum og
málgagnið. En hvernig þeir
ætla sér að reisa flokkinn
við með boðun skatta-
hækkana tíunda hvern dag
er með ölhi óskiljanlegL
Og við lestur Alþýðublaðs-
ins þakka margir sínum
sæla fyrir að Alþýðuflokk-
urinn skuli ekki vera
stærri en raun ber vitnL
Háskóli íslands braut-
skráir 275 kandidata
HÁSKÓLAHÁTÍÐ verður
haldin í Háskóiabíói á morg-
un klukkan 14 og fer þar
fram brautskráning 275
kandídata.
8,5. Athöfnin hefst með
því að Þorsteinn Gauti Sig-
urðsson, píanóleikari, leik-
ur Mephistovals nr. 1 eftir
Franz Liszt. Háskólarekt-
or, prófessor Guðmundur
Magnússon flytur ræðu og
síðan afhenda deildarfor-
setar prófskírteini.
Háskólakórinn syngur
nokkur lög undir stjórn
Árna Harðarsonar.
Kandídatarnir 275 skipt-
ast þannig: Embættispróf í
guðfræði 4, embættispróf í
læknisfræði 45, aðstoðar-
lyfjafræðingspróf 4, BS-
próf í hjúkrunarfræði 30,
BS-próf í sjúkraþjálfun 18,
embættispróf í lögfræði 33,
kandídatspróf í íslenskum
bókmenntum 3, kandí-
datspróf í sagnfræði 1,
kandídatspróf í ensku 1,
BA-próf í heimspekideild
35, próf í íslensku fyrir er-
lenda stúdenta 5, lokapróf í
byggingarverkfræði 7,
lokapróf í vélaverkfræði 7,
lokapróf í rafmagnsverk-
fræði 6, BS-próf í raun-
greinum 29, kandídatspróf í
viðskiptafræðum 32, kandí-
datspróf í tannlækningum
2, BA-próf í félagsvísinda-
deild 13.
Dr. Daniel Sigmund-
son í Bústaðakirkju
DR. DANIEL Sigmundson, próf-
essor í guófræói vió prestaskóla
lúterskra í St. Paul í Bandaríkjun-
um dvelur á íslandi þessa dagana
og flutti fyrirlestur á Prestastefnu.
Á laugardaginn kemur mun
hann ræða við presta og guð-
fræðinema og aðra þá, sem
áhuga hafa um þau mál, sem
efst eru á baugi í guðfræðinni í
Bandaríkjunum og starf kirkj-
unnar þar. Nú þegar hafa marg-
ir prestar stundað nám í há-
skóla þeim, sem dr. Daniel Sig-
mundsson kennir við og enn
fleiri hyggja á vesturferð þang-
að. Prófessorinn er vel þekktur
bæði innan Bandaríkjanna sem
utan, þar sem hann hefur víða
haldið fyrirlestra og bækur
hans hafa selst vel í mörgum
löndum. Verður fundurinn hald-
inn i Bústaðakirkju og hefst kl.
10.00 árdegis.
Dr. Daniel er af íslenskum
ættum og hefur komið hingað til
lands áður, bæði til að heim-
sækja ættingja og til að styrkja
tengslin við land og þjóð.
(FrétUtilkynning frá dómpróf&sti.)