Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAQUR 29. JÚNÍ 1984
Hestamót á Arnarhamri:
Gæðingar frá
Stóra-Hofi í
efstu sætum
ÞEGAR hestamannafélagið Höröur
heldur sitt árlega hestamót gerast
ávallt merkilegir hlutir. Að þessu
sinni var það veðrið sem kom
mönnum á óvart, því venjan hefur
verið sú að annað hvort hávaðarok
eða rigning en oftast þó hvort
tveggja í senn. Nú brá hinsvegar svo
við að veðrið var eins og best verður
á kosið, svo til logn, sem telst til
tíðinda á Kjalarnesi og glampandi
sól. Veðurfraeðingar höfðu spáð rign-
ingu þannig að menn voru flestir
með regnfatnað með sér og viðbúnir
hinu versta.
En það var boðið upp á fleira en
gott veður á Arnarhamri því fyrir
hádegi sýndu félagsmenn gæðinga
sína og eftir hádegi voru ungl-
ingar látnir spreyta sig, unghross
sýnd og kappreiðar í lokin.
Um gæðingana er það að segja
að A-flokks hestarnir voru að
manni virtist heldur betri en í
fyrra og ef samanburður einkunna
milli einstakra móta er marktæk-
ur má geta þess að einkunnir nú í
A-flokki voru nokkuð svipaðar og
hjá efstu hestum hjá Fáki í
A-flokki nú á dögunum og geta
Harðarmenn vel við unað að vera
jafningjar þeirra Fáksmanna eða
svona allt að því. Efst í A-flokki
varð Hylling 5575 frá Stóra-Hofi
annað árið í röð. Eigandi hennar
er Margrét Magnúsdóttir en knapi
á henni var Aðalsteinn Aðal-
steinsson. Einkunn Hyllingar var
Því miður alltof óalgeng sjón á hestamótum. En á Arnarhamri síðastliðinn laugardag nutu áhorfendur góða veðursins
í ríkum mæli. Ljósmynd Valdimar Kristinsson.
8,18. I B-flokki sigraði Eldur frá
Stóra-Hofi en eigandi hans er
Hreinn Ólafsson en knapi var
Garðar Hreinsson.
í unghrossakeppni sigraði Loki
frá Síðumúla en eigandi og knapi
var Haraldur Sigvaldason. í ungl-
ingakeppni sigraði Guðjón Mat-
hiesen á Tobba í flokki 13—15 ára
og í yngri flokki sigraði Hulda
Þórðardóttir og hlaut hún jafn-
framt Sportstyttuna sem er veitt
besta knapa mótsins.
Fjölmennt var á mótinu og fór
vel um mótsgesti þar sem þeir
flatmöguðu í áhorfendabrekkunni.
Meðan á mótinu stóð svifu átta
svifdrekar yfir mótsstaðnum og
skemmti fólk sér hið besta við að
berja þá augum. Eftir að móti
lauk reið stór hópur manna frá
Arnarhamri og í Mosfellssveit.
Virtist heimleiðin talsvert lengri
en kvöldið áður en þrátt fyrir það
skiluðu allir sér heim á skikkan-
legum tíma eftir ógleymanlegan
dag.
Hylling og Aðalsteinn á fullri ferð og fyrsta sætið í gæðinga-
keppninni var í höfn.
Sigurvegari í unghrossakeppninni, Loki frá Síðumúla, eigand-
inn„ Haraldur Sigvaldason, situr hestinn.
Hér er það Finnur Egilsson, mikill keppnismaður, sem hleypir
hesti sínum Sikli á flugskeið.
Vörður við Selvogs-
götu endurbyggðar
Sjálfboðaliðaferð á vegum Reykja-
nesfólkvangs og Ferðafélagsins
Ein af athyglisverðustu
gönguleiðum á Suðvesturhorni
landsins er hin svonefnda Sel-
vogsgata. Hún liggur frá Helga-
felli, skammt fyrir ofan Hafnar-
fjörð, og suður yfir Grindaskörð
og niður í Selvog. Hér fyrr á öld-
um, allt fram á þessa öld, var
hún farin af vertíðarfólki og bú-
andfólki sem þurfti til Hafnar-
fjarðar og Reykjavíkur. Svo
gengin er þessi leið, að spor
kynslóðanna hafa markað djúpa
rás ofan í helluhraunið á ýmsum
stöðum. Víða eru vörður með
Selvogsgötu, en á löngum kafla
eru þær hrundar. Nú er hins veg-
ar ætlunin að endurreisa þessar
vörður.
Stjórn Reykjanesfólkvangs og
Ferðafélag Islands hafa í sam-
einingu ákveðið að endurreisa
vörður á Selvogsgötu og hvetja í
þvi tilefni áhugasamt göngufólk
til að leggja hönd á plóginn,
hjálpa til að gera þessa
skemmtilegu gönguleið örugga á
ný. Ætlunin er að leggja af stað
í vörðuhleðsluferð laugardaginn
næsta, þann 29. júní, kl. 10.30.
Stjórn Reykjanesfólkvangs býð-
ur sjálfboðaliðum upp á ókeypis
rútuferð á vettvang, en annars
er öllum heimilt að koma á eigin
bílum.
Farið verður frá Umferðar-
miðstöðinni í Reykjavík klukkan
10.30 á laugardagsmorgun,
klukkan hálfellefu. Haldið verð-
ur sem leið liggur suður á Kefla-
víkurveg og beygt inn á Krísu-
víkurveginn. Um fimm kílómetr-
um frá gatnamótunum er af-
leggjari á vinstri hönd, þar byrj-
ar hinn nýi Bláfjallavegur, sem
enn er ekki fullkláraður alla leið.
Farið er inn á hann og ekið sem
leið liggur suður undir Grinda-
skörð, en þar er ætlunin að hefja
vörðuhleðsluna. Selvogsgata
liggur þvert á Bláfjallaveginn.
Reyndir hleðslumenn munu
verða til leiðbeiningar þeim
óvanari, þannig að lítil hætta
ætti að vera á því, að vörðurnar
verði rangt hlaðnar. Mjög mik-
ilvægt er að þær standi af sér
átök veðra, og frost og snjór
sprengi þær ekki í sundur. Þessi
leið ætti því að nýtast jafnt fyrir
gangandi fólk á sumrin sem og
skíðagöngufólk að vetrarlagi.
í Arbók Ferðafélags íslands
frá því 1936 segir svo um Sel-
Gullkistugjá suðvestan við Helgafell
vogsgötu, en Arbókin fjallaði um
nágrenni Reykjavíkur þetta árið:
„Gamli vegurinn úr Hafnar-
firði „austur" í Selvog liggur upp
með læknum og Setbergshlíð,
milli hennar og Gráhelluhrauns,
upp með Smirlabúðahrauni,
kippkorn fyrir „innan" Kaldárs-
el, beygir nokkru ofar „inn“ fyrir
Valahnúka og liggur svo þaðan
austur og upp mikla hraun-
breiðu upp á „fjallið", þ.e.
Reykjanesfjallgarðinn, milli
Lönguhlíðar og Bollans, um
Kerlingarskarð (500 m), fram
hjá Litla Kóngsfelli og fyrir end-
ann á Stórkonugjá (Þetta eru
allt örnefni frá Hafnarfirði og
upp yfir Grindaskörð). Heldur
hann svo sömu stefnu og fyrir
„sunnan“ fjallið, um Stóra-
Leirdal og Hvalskarð, fram hjá
Hvalhnúk og niður að Urðarfelli
á suðurbrún fjallsins; gangandi
menn geta þó farið beint niður
að Stakkavík. Einnig má ganga
þvert yfir Brennisteinsfjöllin.
Af Kerlingarskarði (og af
Grindaskörðum, þar rétt hjá) og
þó einkum af Bollanum og
Grindaskarðahnúknum, sem
segja má að séu mitt á milli
Hafnarfjarðar og Selvogs, er í
skíru veðri eitt hið fegursta út-
sýni hér á landi; yfir hraunbreið-
urnar fyrir „neðan" fjallið, til
Inn-nesja og Esjunnar og út um
allan Faxaflóa, á aðra höndina,
en á hina yfir hraunbreiðuna
miklu, sem flætt hefur milli
Brennisteinsfjalla og hinnar
miklu hraundyngju, suður frá
Bláfjöllum, er nefnist Heiðin
há(a), alla leið suður á fjalls-
brúnina og fram af henni í fjór-
um „fossum" og niður í byggð.
Yfir fjallsbrúnina sést langt út á
haf (Selvogssjó) í suðri, en
byggðin er að mestu falin af
henni."
Frekari landlýsingu má finna
í Árbókinni og er áhugasömum
bent á hana sér til fróðleiks, en
hún fæst á skrifstofu Ferðafé-
lags íslands, Öldugötu 3.
Reykjanesfólkvangur var
stofnaður árið 1975 og standa að
honum þessi sveitarfélög:
Garðabær, Grindavík, Hafnar-
fjörður, Keflavík, Kópavogur,
Njarðvíkur, Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Selvogur. Stjórn fólk-
vangsins er í höndum þessara
sveitarfélaga í samráði við Nátt-
úruverndarráð.
Fólkvangurinn er 300 ferkíló-
metrar að stærð og langstærsta
friðlýsta svæði sinnar tegundar.
Fólkvangslandið er í lögsögu
Hafnarfjarðar og Grindavíkur,
að mestu leyti innan Krísuvík-
urjarðar. Landslag fólkvangsins
er afar fjölbreytt, og þar er
meiri gróður en viðast hvar á
Reykjanesskaga. Landið er því
kjörið til útivistar og náttúru-
skoðunar.
Stjórn Reykjanesfólkvangs,
Ferðafélag Islands.