Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1984 19 Gönguleiðir á Hornströndum og Jökulfjörðum eftir Snorra Grímsson með jarðfræðiskýr- ingum eftir Leif A. Símonarson jarðfræðing HORNSTRANDIR hafa löngum vakið forvitni manna og í Hom- strendingabók Þórleifs Bjarnasonar er sagt frá fólkinu sem byggði þær. Á hverju sumri leggja hundruðir manna leið sína til Hornstranda og vilja gjarnan hafa meðferðis þann mikla fróðleik sem í Hornstrendingabók er að finna en hún er svo viðamikið verk að erfitt er að taka hana með sér í langar og erfiðar gönguferðir. Til þess að leysa úr þessum vanda hefur út- gefandi Hornstrendingabókar, Bókaútgáfan Örn og örlygur hf., gefið út bók sem nefnist Göngu- leiðir á Hornströndum og Jökul- fjörðum. Höfundur bókarinnar er Snorri Grímsson en hann á ættir^ að rekja til Hornstranda og er einn af kunnugustu mönnum þar um slóðir. í bókinni segir hann frá helstu almennu gönguleiðum um Hornstrandir og Jökulfirði, tíndir eru saman fróðleiksmolar úr ýms- um áttum og þetta tengt frásögn- um Þórleifs í Hornstrendingabók. Það er gert með því að birta við- komandi blaðsíðunúmer í Hornstrendingabók á spássíum hinnar nýju bókar. Þess ber sérstaklega að geta að í hinni nýju bók eru jarðfræðiskýr- ingar eftir Leif A. Simonarson jarðfræðing og er af þeim mikill fengur. í bókinni er einnig fjöldi ljósmynda sem gera efni hennar skiljanlegra og aðgengilegra. Bókin Gönguleiðir á Horn- ströndum og Jökulfjörðum er 92 blaðsíður í þægilegu vasabroti. Hún er sett og prentuð hjá Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnarfelli hf. Sigurþór Jakbosson hannaði kápu. (Fréttatilkynning.) Breidholt: Staðsetningu bensínstöðvar mótmælt STJÓRN íþróttafélags Reykjavík- ur-Mjóddinni f Breiðholti, og mæl- ur hefur sent Borgarráði bréf þar ist til að stöðinni verði fundinn sem hún mótmælir fyrirhugaðri heppilegri staðsetning. staðsetningu bensínstöðvar á íþrótta- Og Útivistarsvæði í Suð- (ílr frélUUIkjnninpi) Grænland hefur ótrúlega margt að bjóða ferðafólki: stórkostlega náttúrufegurð, fjölskrúðugt dýralíf og skemmtilegt mannlíf. Flugleiðir hafa reglubundið leiguflug til Kulusuk um sumartímann, frá 18. júní til 30. ágúst, á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Brottför frá Reykjavík er kl. 11.30, en til Kulusuk er aðeins um 2ja tima flug. Til Reykjavflmr er síðan komið aftur kl. 19.30. Dagsferð til Grænlands er tilvalinn ferðakostur fyrir hópa, vinnufélaga og félagasamtök. Takið með góða skó, og gleymið ekki myndavélinni! FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu télagi ...» iflfa eignaSt ... » hver Giu deg margzn s« *£*55 ^ rekstri ,4a i oruggl^ > Zn £*■ ir vi» aðerpf^mðu jSSéisss ■ «■‘"7“" Jkerar “ jiipjnna og - ■ttaerugteo1 h*gt < Ja Vel hlta- ^^a fiölbreytw urva Laugavegi 34a-Sími 14165

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.