Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ1984 Dýralæknar leigja Dýraspítalann ÞRÍR dýralæknar í Reykjavík hafa tekið Dýraspítala Watsons í Víðidal á leigu. Dýraspítalinn hefur ekki verið starfræktur sem slíkur í heilt ár en dýralæknarnir hyggjast opna hann 1. ágúst í sumar. Dýralæknarnir, Brynjólfur Sandholt, Árni Mathiesen og Árni Guðjónsson, höfðu tryggt sér hús- MR undirbýr framleiðslu fóðurs til fiskeldis MJÓLKURFÉLAG Reykjavíkur hef ur hafíð undirbúning að framleiðslu fóðurs til lax- og silungseldis. Að sögn Sigurðar Eyjólfssonar fram- kvæmdastjóra MR hefur fyrirtækið þegar aflað sér framleiðsluleyfís hjá þekktri fískifóðurverksmiðju. Sagði hann að beðið væri eftir viðbótarvél í fóðurverksmiðju MR og framleiðslan myndi síöan hefjast í haust Sigurður sagði að stofnkostnaður við fiskifóðurframleiðsluna yrði 3 til 5 milljónir sem væri margfalt minni stofnkostnaður en rætt hefði verið um að kostaði að stofnsetja sérstaka fiskifóðurverksmiðju í Eyjafirði. Það tilbúna fóður sem nú er notað til lax- og silungseldis hér á landi sagði Sigurður að væri að mestu leyti innflutt. Hráefnið væri hinsvegar að verulegu leyti innlent, það er fiskimjöl, að vísu sérstak- lega verkað. Hann sagði að mark- aðurinn fyrir slíkt fóður væri nú um eitt þúsund tonn en reiknað væri með að notkun þess margfald- ist á næstu árum með auknu fisk- eldi. ( t (_____ Tveir háttsett- ir yfirmenn Atl- antshafsbanda- lagsins í heimsókn TVEIR háttsettir yfírmenn Atlants- hafsbandalagsins, Sir William Stavel- ey, yfírmaður Atlantshafsbandalagsins á austanverðu Atlantshafí, og Sir John Fitzpatrick, yfírmaður fíughers Atl- antshafsbandalagsins á austanverðu Atlantshafí, komu hingað til lands í gær í eftirlitsferð um aösetur varnar- liðsins á Kefíavíkurflugvelli. í kvöld munu þeir borða kvöldverð með sendiherra Breta hér á landi og á laugardag munu þeir fara í skoð- unarferð til Þingvalla og víðar. Heimsókn þeirra lýkur á laugar- dagskvöld. næði í Reykjavik þar sem þeir ætl- uðu að opna dýraspítala. Brynjólf- ur sagði í samtali við Mbl. að þær fyrirætlanir hefðu breyst vegna þess að þeir hefðu fengið tilboð frá sjálfseignarstofnunni sem á og rekur Dýraspítala Watsons um leigu spítalans. Þeir hefði ekki tal- ið ástæðu til að leggja í kostnað við annað húsnæði og tæki úr því þeim hefði staðið þessi aðstaða til boða, en þeir hefðu einnig talið æskilegt að koma þessum spítala, sem gefinn var á sínum tíma tií landsins, í rekstur en hann hefði eingöngu verið notaður sem dýra- geymsla síðan dýralæknar hættu þar störfum fyrir einu ári. Brynj- ólfur sagði að þeir hefðu tekið spítalann á leigu til fimm ára. Hann yrði opnaður aftur 1. ágúst næstkomandi en tíminn þangað til yrði notaður til að laga þar til, mála og undirbúa opnunina. Vistmenn Hrafnistu í Þórsmerkurferð Fimmtudaginn síðastliðinn fóru um 150 vistmenn Hrafnistu í dagsferð upp I Þórsmörk. Árlega býður Hrafnista vistmönnum sínum í ferð sem þessa en þetta mun þó vera í fyrsta skiptið sem farið er í Þórsmörk. Fararstjórar í ferðinni voru frá ferðafélag- inu Útivist og var farið upp í Bása þar sem Útivist á skála. Á heimleiðinni var snæddur kvöldverður á Hvolsvelli. Vonast eftir skilningi stjórn- valda á næstu dögum eða vikum — Útvegsmannafélag Akraness frestar stöðvun skipa sinna © INNLENT Útvegsmannafélag Akraness ákvað á fundi sínum síðastliðinn þriðjudag, að fresta áður boðaðri stöðvun fískiskipa félagsmanna um óákveðinn tíma. Stöðvun hafði ann- ars verið boðuð þann 8. júlí næst- komandi. í samþykkt fundarins seg- ir meðal annars, að þessi ákvörðun sé tekin í þeirri trú, að aukinn skiln- ingur stjórnvalda á vandaraálum út- gerðarinnar komi í Ijós á næstu dög- um eða vikum, ekki árum eða ára- tugum. Fer samþykkt fundarins hér á eftir „Fundur haldinn í Útvegs- mannafélagi Akraness 26. júní 1984 hefur ákveðið að fresta áður boðaðri ákvörðun um stöðvun fiskiskipanna þann 8. júlí 1984. Við gerum þetta í þeirri trú að aukinn skilningur stjórnvalda á vandamálum útgerðarinnar komi í ljós á næstu dögum eða vikum, ekki árum eða áratugum. Stjórn- völd verða að gera sér grein fyrir því, að langlundargeð útgerðar- manna er ekki takmarkalaust. Við viljum leggja ríka áherslu á að útgerðaraðilar í landinu eru ekki að fara fram á styrki. Við erum eingöngu að fara fram á rekstrarskilyrði, sem veita mönnum möguleika til þess að halda áfram eðlilegum rekstri. Með sama rekstri útgerðar og undanfarin ár mun öll útgerð í landinu lenda í höndum ríkisins og ríkið mun verða stærsti og jafnvel eini útgerðaraðili landsins. Þetta hljómar vel í huga sumra, en við erum sannfærðir um að slíkt rekstrarform yrði þjóðinni ekki til framdráttar. Það er óþol- andi að raunverulegt eigið fé út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtækja skuli fara stöðugt minnkandi og endalaus eignaupptaka verði áfram staðreynd. Að lokum viljum við benda á nokkur atriði, sem ein- kenna sjávarútveginn í dag; •Aflahæstu skip eru rekin með 15 til 20% tapi af tekjum á ári. Á meðan viðskipta- og þjónustuaðil- ar útgerðar og fiskvinnslu hagnast um milljónir króna. •Skip og vinnslustöðvar eru til sölu en engir kaupendur finnast. •Lánafyrirgreiðsla fer þverr- andi samfara minnkun eigin fjár fyrirtækjanna. •Gífurlegt atvinnuleysi er yfir- vofandi í sjávarútvegi. •Sjómennskan heillar ekki lengur. Starfsskilyrði og laun eru betri í flestum öðrum atvinnu- greinum. •Aðsókn í sjómannaskóla landsins hefur stórlega minnkað. Menntuðum mönnum hefur því fækkað í greininni." Vestmannaeyjar: Tilraunaveiðar og -vinnsla á hrognafylltri suðuriandssfld Vestmannaeyjuin, 28. júní. ÞESSA DAGANA er hér verið að fara af stað með tilraunaveiðar og vinnslu á hrognafylltri suðurlands- sfld en talið er að mjög góður mark- aður sé í Japan fyrir heilfrysta síld- arhrygnu. Hafa Kanadamenn náð þar góðum árangri á þessu sviði. Gjafar VE 600, sem er 230 lesta bátur, hefur fengið leyfi til að veiða 200—300 tonn af suður- landssíld i þessu skyni og heldur báturinn væntanlega til veiða á morgun. Suðurlandssíldin hrygnir um miðjan júlí og telja kunnugir að mögulegt sé að stunda slíkar veiðar { allt að einn og hálfan mánuð á hverju sumri, verði slíkar veiðar leyfðar í einhverjum mæli og hagstæður markaður fyrir af- urðirnar opnist í Japan. Dr. Pétur Blöndal: Skorar á Húsnæðisstofnun að hætta mismunun í lánakjörum „Ef stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins telur sér ekki fært að verða við þessari áskorun minni, sæki ég hér með um breytingu á þessum kjörum fyrir mig einan. Lít ég þá á hagstæðari lánakjör sem forréttindi mér til handa vegna menntunar minnar og þekkingar. Vegna anna hef ég ekki getað skrifað þetta bréf fyrr og vænti þess, að ég verði ekki látinn líða fyrir þær annir og að ég fái lækkun vaxta frá 1. maf 1983 eins og ég hefði skrifað þennan bréfsnepil fyrir ca. tveimur mánuðum." Þetta kemur meðal annars félagsmálaráðherra þar að lút- fram í bréfi dr. Péturs H. Blöndal andi og breyta þvf öilum þessum til stjórnar Húsnæðisstofnunar ríkisins, dagsettu 11. maí 1984, þar sem hann skorar á stjórnina að hætta mismunun f lánakjörum vegna ákveðinna lána stofunar- innar frá 1978 er bera 9,75% vexti og 60% verðtryggingu f kjölfar yfirlýsingar þáverandi lánum aftur í tímann. í bréfinu segir hann ennfremur, að hann hafi yfirtekið eitt þessara lána við kaup á fasteign á síðastliðnu sumri og þá hafi komið í ljós, að þrátt fyrir yfirlýsingar ráðherr- ans séu þessi lán enn með okur- vöxtum og kjörunum sé aðeins breytt, sæki skuldarinn um það bréflega. Því sé staðreyndin sú, að þeir, sem hafa þekkingu og uppburði f sér til að sækja um breytingu kjaranna, greiða og hafa greitt 2,25% vexti en hinir 5 til 6%. I niðurlagi bréfs síns segir Pét- ur svo: „Meðfylgjandi er greiðsla kr. 5.779,75, en mér telst svo til, að það hefði ég þurft að greiða núna, þann 1. maí sl. ef ég hefði skrifað yður fyrr, í stað kr. 10.694,20. Vinsamlegast látið mig vita. ef mér ber að greiða ein- hverja vexti vegna þessa dráttar fram yfir gjalddaga eða ef út- reikningar mínir eru ekki réttir." I svari Sigurðar E. Guð- mundssonar framkvæmdastjóra Húsnæðisstofnunar til Péturs er honum gefinn kostur á umbeðinni lækkun frá og með 1. maf 1984, en ekki fram að þeim tfma. Geti hann þvf snúið sér til veðdeildar Landsbanka íslands, sem muni annast skuldabréfaskipti þar að lútandi. Ekkert svar er við þeirri áskorun Péturs, að öllum þessum lánum verði breytt til betri kjara aftur í tímann og þessi mismun- un leiðrétt. Sjá bréf dr. Péturs á midopnu. Til þess að hrygna sé hæf til frystingar fyrir Japansmarkað þarf hrognafylling að vera á bilinu 8 til 18%. í sýnum sem tekin voru í síðustu viku reyndist hrogna- prósentan vera 16,2 samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Viðari Elíassyni, verkstjóra í Vinnslustöðinni, en þar verður afli Gjafars unninn. Hefur Vinnslu- stöðin fengið sérstök tæki frá Kanada sem geta með ljósgeislum greint hrygnuna frá hængnum. Hrygna sem nær þeim mörkum f hrognafyllingu sem sett hafa ver- ið, verður heilfryst en hængurinn flakaður. Víst er að margir bfða spenntir eftir niðurstöðum þessara til- rauna því í þessu vinnslufyrir- komulagi er talin felast mikil verðmætaaukning í nýtingu síld- arstofnsins, nú þegar dökkar blik- ur eru á lofti á saltsíldarmarkaði okkar íslendinga. — hkj. Þrír bandarískir öldungadeildarþing- menn koma hingað ÞRÍR bandarískir öldungadeildar- þingmenn koma í stutta heimsókn hingað til lands 14. júli nk. Þeir sem koma eru Richard Lugar, William Roth og John Chafee. Eru þingmennirnir nú á ferðalagi um ýmis lönd og er ísland einn við- komustaður þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.