Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundssoh, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. » Gert út til bráðabirgða T> ráðabirgðalausn, ekki jjTJhægt að ná lengra, samanlögð staða útgerðar og vinnslu óbreytt, verðbætur röng leið, um of lagt á fisk- vinnsluna, bæði útgerð og vinnsla rekin með tapi, kjör sjómanna í lágmarki, vinna verður að framtíðarlausn. Þetta má meðal annars lesa úr svörum 5 manna úr röð- um stjórnmálamanna og hagsmunaaðilja innan sjáv- arútvegs við spurningum sem Morgunblaðið lagði fyrir þá ..." Þannig hófst frásögn Morgunblaðsins í gær af viðbrögðum manna við ákvörðun um fiskverð sem tekin var í síðustu viku. Enginn er ánægður, hvorki útgerðarmenn, sjómenn né stjórnmálamenn þó var ákvörðunin tekin af full- trúum þeirra allra og haldið er áfram að gera út að vísu til bráðabirgða ef marka má yfirlýsingar viðmælenda Morgunblaðsins og annarra. Hættulegasta aðgerðin sem gripið var til þegar fisk- verð var ákveðið að þessu sinni voru millifærslurnar. íslenska þjóðarbúið fær ekki staðið undir því að greiða verðbætur á fisk nema ein- hvers staðar sé til fé innan fjárhagskerfis sjávarútvegs- ins sem nota má innan at- vinnugreinarinnar til að jafna afkomuna. Því er ekki að heilsa núna að unnt sé að taka fé af einni fiskvinnslu- grein og færa til annarrar. Þrautaráðið hjá ríkisstjórn- inni var hið sama og þegar hún glímdi við fjárlagagatið, að leita til - erlendra lána- stofnana og brúa bilið með 100 milljónum króna frá þeim. Að vísu lætur Stein- grímur Hermannsson, for- sætisráðherra, í veðri vaka hér í blaðinu í gær, að Afla- tryggingasjóður hafi verið aflögufær um þessa fjárhæð og því sé hér verið að færa til fé innan sjávarútvegsins. Gísli Konráðsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfé- lags Akureyringa, segist hins vegar ekki sjá hvar af- lögufærir sjóðir séu innan sjávarútvegsins. Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, segir um stöðu útvegs og fiskvinnslu eftir fiskverðs- ákvörðun: „Þetta er bráða- birgðalausn á vandanum og það hvílir sú skylda á stjórn- völdum nú, að móta til fram- búðar stefnu i málefnum sjávarútvegsins ... Mér virðist einsýnt að það sé úti- lokað miðað við núverandi efnahagsaðstæður að tryggja rekstrargrundvöll fyrir alla.“ Telur Þorsteinn Pálsson nauðsynlegt að fylgja fastgengisstefnu en bætir við að hún leiði til þess að ekki sé „hægt að tryggja lélegustu útgerðunum rekstrargrundvöll". Hér er fast að orði kveðið eins og oft hefur verið fast að orði kveðið um nauðsyn þess að draga úr ríkisútgjöldum. í hvorugu tilviki vænta menn þó mikils af stjórnmála- mönnum þrátt fyrir stóru orðin, reynslan sýnir að bráðabirgðalausnirnar sigra oftast. Stjórnmálamennirnir geta sagt nú eins og oft áður að það sé síður en svo í fyrsta sinn núna sem gert sé út til bráðabirgða á Islandi. Auð- velt er reyndar að rökstyðja þann grun að margir útgerð- armenn vilji helst ekki ann- að en bráðabirgðalausnir því að sú leið sem Þorsteinn Pálsson ræðir um þegar hann vísar til „lélegustu út- gerðanna" felur einfaldlega í sér að þær verði látnar sigla sinn sjó og gera upp skuldir sínar hvort sem til er fyrir þeim eða ekki. Bráðabirgðalausnir af því tagi sem hér hefur verið gerð grein fyrir eyðileggja allar ríkisstjórnir að lokum. Ekki er neinn vafi á því að vafstrið í kringum fjárlaga- gatið í marga mánuði í byrj- un ársins hefur spillt áliti manna á ríkisstjórninni. Hún rekur ekki af sér slyðruorðið með því að grípa til bráðabirgðalausna á fleiri sviðum en við stjórn ríkisfjármálanna. „Það gengur ekki að láta reka á reiðanum með bráða- birgðaráðstöfunum enda- laust og menn verða auðvit- að að gera það upp við sig, hvert eigi að stefna," segir formaður Sjálfstæðisflokks- ins réttilega hér í blaðinu í gær. En hvenær ætla ríkis- stjórnin og stjórnarflokk- arnir að gera þetta upp við sig? Vanir menn. Þórður Pétursson iandar einum úr Kistuhyl með aðstoð veiðifélaga. Nokkuð vænn þese „Stórir hængar lofa góði — segir Þórður Pétursson við Laxá í Aðaldal „VEIÐIN hefur verið góð það sem af er, á land eru komnir hátt í 200 lax- ar,“ sagði Þórður Pétursson leið- sögumaður við Laxá í Aðaldal er Morgunblaðsmenn á ferð um Aðal- dal litu við hjá veiðimönnum við Þátttakendur eru á aldrinum 11—13 ára en fararstjórar og starfsmenn eru allt eldri og reyrfdari skátar. Sauðkrækingar eru lengst að komnir og félagar í Ægi frá Ólafsvík eru fjölmenn- Laxá. Þegar komið var að ánni var Þórður einmitt úti í á, við Kistuhyl neðan við fossa, og með einn á. Þórður þreytti laxinn fagmann- lega og landaði enda vanur lax- astir, en þeir senda 47 þátttak- endur. Mótið var sett með pomp og prakt í Herjólfsdal í gærkvöldi kl. 21 og verður síðan framhaldið veiðimaður , og ræddi síðan stutta stund við blm. áður en hann óð aftur út í hylinn. „Það er mikill fiskur hér i Kistuhyl. Af þeim 5 sem við höfum fengið í dag hafa 4 fengist hérna í hylnum," sagði Þórður. „Lax er farinn að fást uppi um alla á en það er óvenjulegt á Fjórðungsmót SSK í Eyjum : Um sexhundruð þátttakendur RÚMLEGA 600 skátar víðsvegar að af landinu komu til Vest- mannaeyja í gær en þar fer nú fram fjórðungsmót Sambands sunnlenskra skáta. Það eru skátar frá 19 félögum sem sækja mótið og auk þess eru skátar frá Noregi og af Keflavíkurflugvelli meðal þátttakenda. Bréf dr. Péturs Blöndal til Húsnæðisstofnunar: Hagstæðari lánakjör foi sem búa yfir menntun HÉR fer á eftir bréf dr. Péturs Blöndal til Húsnæðisstofnunar ríkisins varðandi lækkun vaxta á lánum frá 1978 og ennfremur svar framkvæmda- stjóra Húsnæðistofnunar, Sigurðar E. Guðmundssonar: Undirritaður yfirtók lán frá Hús- næðisstofnun ríkisins við kaup á fasteign á síðasta sumri. Lánið var tekið með 9,75% vöxtum og 60% verðtryggingu. Fyrir um það bil tveimur árum urðu miklar umræður um þessi lánskjör og benti undirritaður á opinberum vettvangi á það, að þessi lán væru með þau langþyngstu lánakjör, sem þá þekktust. Raun- vextir lánanna væru háðir verðbólg- unni, lækkuðu með aukinni verð- bólgu, en færu þó aldrei undir 4,2% hversu há sem verðbólgan yrði. í framhaldi af þeirri umræöu til- kynnti þáverandi félagsmálaráð- herra að þessi lánakjör yrðu sam- ræmd þeim kjörum, sem þá voru í gildi og gilda enn, þ.e. 2,25% vextir og full verðtrygging. Taldi ég þá málið komið í höfn. öllum slíkum lánum yrði breytt hjá háum sem lágum, menntuðum og ómenntuð- um. Nú rekst ég á það, þegar ég ætla að fara að greiða af þessu láni, að það er enn með gömlu góðu okur- vöxtunum og frétti jafnframt, að kjörunum er því aðeins breytt að skuldarinn sæki um það bréflega. Þessi regla hefur það í för með sér, að þeir, sem hafa menntun og þekk- ingu borga 2,25% vexti en hinir, sem ekki hafa menntun og þekkingu eða hafa ekki uppurð í sér til þess að skrifa hinni háu stjórn Húsnæðis- stofnunar ríkisins formlegt bréf, borga um 5% til 6% vexti. Skora ég á stjórn Húsnæðisstofn- unar ríkisins að hætta þessari mis- munun og breyta öllum þessum lán- um í núverandi betri lánskjör frá þeim tíma, þegar tilkynning kom um það frá ráðherra. Og ég vil ekki heyra, að tölvurnar leyfi ekki þessa leiðréttingu. Það er jú stjórnin sem ræður en ekki tölvan. Það er með öllu ófært að mis- muna fólki á þennan máta eftir því hvort það hefur tök á því að afla sér upplýsinga eða ekki. Hér er komið upp svipuð staða og var í sambandi við skyldusparnaðinn. Þar fengu þeir sem voru í námi skyldusparn- aðinn endurgreiddan en hinir, sem ekki höfðu menntun til þess að skilja útreikninga verðbóta (sem ekki eru einfaldir) voru hlunnfarnir með röngum útreikningi verðbóta um árabil. Sem kunnugt er velkist það mál enn fyrir dómstólum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.