Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ1984
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JOHN VINOCUR
Endi bundinn á deilu sem lamað hefur Evrópubandalagið í fimm ár:
Óvíst hve lengi
samkomulagið í
Fontainebleau endist
Svo sem frá hefur verið greint í fréttum náðu leiðtogar Evrópubanda-
lagsins (Efnahagsbandalags Evrópu) samkomulagi á fundi sínum í Fonta-
inebleau í Frakklandi á þriðjudaginn um lausn á deilumáli sem plagað
hefur bandalagið í fimm ár. Þeir halda því fram að lausnin muni efla
efnahagslega og stjórnmálalega einingu innan bandalagsins.
Agreiningurinn snerist um
framlag Breta til sameigin-
legra sjóða bandalagsins, en þeir
hafa talið það vera of hátt. Sam-
kvæmt samkomulaginu fá Bret-
ar endurgreiddar 800 milljónir
dollara (24 milljarða ísl. króna)
af framlagi sínu á þessu ári og
600 milljónir dollara (18 millj-
arða ísl. króna) af framlagi sínu
í fyrra. Þetta er minna en þeir
fóru fram á og hefur niðurstað-
an þegar sætt gagnrýni stjórn-
arandstæðinga og andstæðinga
Margrétar Thatchers innan
íhaldsflokksins.
Sjálf hefur Thatcher fagnað
samkomulaginu og það hefur
Francois Mitterrand, forseti
Frakklands, einnig gert, en hann
hefur sl. hálft ár verið oddviti
bandalagsins, en það er starf
sem leiðtogarnir skiptast á um
að gegna. Kvað Mitterrand úr-
slitin til þess fallin að auka sam-
stöðu bandalagsríkjanna.
Ágreiningurinn lamaði EB
Leiðtogar Evrópubandalags-
ins viðurkenna að deilurnar um
fjárlög þess hafi ekki orðið til
þess að auka álit þess. Þær bentu
til þess að leiðtogarnir settu
hagsmuni eigin ríkja ofar öllu
öðru og gætu ekki tekið afstöðu
til mála nema á grundvelli sér-
hyggju. Þetta hefur leitt til þess
að almenningur í aðildarríkjun-
um hefur lítinn áhuga á starfi
bandalagsins svo sem berlega
kom í ljós í kosningunum til
Evrópuþingsins á dögunum, en
kjörsókn var þá mjög dræm. Tal-
ið er að hin litla þátttaka kjós-
enda í Evrópukosningunum hafi
stuðlað að því að leiðtogarnir
lögðu sig nú alla fram um að
leysa ágreiningsefni sín.
Á fundi með fréttamönnum
voru leiðtogarnir varkárir í svör-
um þegar þeir voru spurðir
hversu lengi samkomulagið
mundi endast. Mitterrand kvað
nauðsynlegt að taka mið af tekj-
um bandalagsins og því væri
endurskoðun óhjákvæmileg inn-
an þriggja eða fjögurra ára.
Thatcher kvað samkomulagið
verða í gildi þar til ákveðið yrði
að breyta því.
Samkomulagið í Fontaine-
bleau felur einnig í sér að af
fullri alvöru skuli fara að ganga
frá umsóknum Portúgala og
Spánverja um aðild, en þau mál
og mörg önnur hafa verið sett til
hliðar vegna fjárhagsdeilunnar.
Mitterrand kvað þetta sérstakt
fagnaðarefni: Nú gætu Evrópu-
ríkin farið að einbeita sér að
þeim stjórnmálalegu markmið-
um sem bandalaginu voru sett
þegar það var stofnað fyrir rösk-
um aldarfjórðungi.
Óánægja Breta
Sem fyrr segir snerist ágrein-
ingurinn um framlög Breta til
sameiginlegra sjóða Evrópu-
bandalagsins. Bretar sögðust
ekki geta sætt sig við það að
þurfa að greiða hærri gjöld til
bandalagsins, en þeir fá aftur
frá því í formi styrkja o.fl., þeg-
ar tekið er tillit til þess að í sex
af aðildarríkjunum tíu eru þjóð-
artekjur hærri en hjá þeim.
Auk endurgreiðslna á hluta af
framlögum áranna 1983 og 1984
var um það samið í Fontaine-
bleau að á næstu árum fái Bret-
ar endurgreitt 66% eða tvo
þriðju af hreinum framlögum
sínum í sameiginlega sjóði EB,
en með hreinum framlögum er
átt við þann mismun sem er á
greiðslum bandalagsríkjanna og
styrkjum sem bandalagið út-
hlutar þeim, s.s. til að niður-
greiða landbúnaðarvörur.
Mitterrand var að því spurður
á fréttamannafundi á þriðjudag-
inn hver væri höfundur að því
samkomulagi sem náðist. Hann
vildi ekki láta það uppi en
minnti á að Bretar hefðu sóst
eftir að fá 80 hundraðshluta af
framlögum sínum endurgreidda,
en ekki fengið því framgengt.
Michel Vauzelle, blaðafulltrúi
forsetans, benti á að Bretar
hefðu einnig farið fram á að
endurgreiðslur þeirra yrðu
reiknaðar út á annan hátt en
samkomulagið kveður á um og
væri það annað dæmi um tilslök-
un þeirra.
Óvissa um framtíöina
Ástæðan fyrir því að óvissa
ríkir um hve lengi samkomulag-
ið í Fontainebleau mundi endast
er sú, að ekki er vitað hve lengi
tekjur bandalagsins hrökkva
fyrir útgjöldum, sem eru ærin.
Aðaltekjustofn EB er 1% af
virðisaukaskatti sem lagður er á
vörur og þjónustu í aðildarlönd-
unum og hefur nú verið ákveðið
að hækka framlag þetta í 1,4% á
næsta ári. Með því fást umtals-
verðar tekjur, en sú viðbót gæti
allt eins verið uppurin þegar á
árinu 1986, eins og Garret Fitz-
gerald, forsætisráðherra ír-
lands, lét í ljós ótta um.
Mitterrand áréttaði einnig að
samkomulagið væri tímabundið
og rynni út þegar ávinningurinn
af hækkun virðisaukaskatthlut-
ans væri allur. Þá yrði að semja
upp á nýtt við Breta. Margrét
Thatcher virtist ekki á sömu
skoðun og benti á að ákvarðanir
um fjárhagsmál bandalagsins
yrðu að hljóta samþykki allra
aðildarríkja og gaf í skyn að
Bretar myndu ekki fallast á
breytingar á samkomulaginu á
næstu árum.
Samkomulagið allra hagur
Á fyrri leiðtogafundum EB, í
Aþenu í desember í fyrra og
Brússel í mars sl., þar sem fram-
lög Breta voru aðalumræðuefnið,
gekk hvorki né rak og því voru
margir svartsýnir fyrir fundinn
í Fontainebleau. Margar ástæð-
ur eru fyrir því að leiðtogarnir
náðu nú samkomulagi.
Ein ástæðan kann að vera sú
að Margrét Thatcher, sem nú
glímir við verkfall kolanámu-
manna og hefur sýnt þeim
ósveigjanleika, vill ekki láta líta
á sig sem einhvers konar per-
sónugerving stífni og þráhyggju.
Hitt skiptir líka máli að endur-
greiðsla á 600 milljónum dollara
af framlagi Breta til EB frá 1983
Francois Mitterrand, forseti
Frakklands.
kemur sér afar vel fyrir ríkissjóð
Breta.
Þá er haft eftir ónafngreind-
um embættismanni EB, að
margir leiðtogar ríkja Evrópu-
bandalagsins hafi tekið viðvörun
frá Felipe Gonzalez, forsætis-
ráðherra Spánar, alvarlega.
Gonzalez mun hafa tjáð þeim að
frekari töf á inngöngu Spánar í
bandalagið (sem tengdist lausn
fjárhagsdeilunnar) kynni að
hafa áhrif á afstöðu Spánverja
til frekari samstarfs við ríkin í
Atlantshafsbandalaginu.
Loks er að nefna, að það átti
sinn þátt í að samningar tókust,
að samþykkt var að heimila
Vestur-Þjóðverjum að bæta
bændum í landinu það tjón sem
þeir hafa orðið fyrir vegna
hertra reglna bandalagsins um
framleiðslu á ladbúnaðarafurð-
um. Bændur þar fá á næstu
fimm árum endurgreidd 5% af
þeim virðisaukaskatti sem þeir
verða að standa skil á vegna sölu
á afurðum sínum. Fram-
kvæmdanefnd bandalagsins
hafði áður neitað að samþykkja
þetta og ef ekki hefði verið fallið
frá þeirri ákvörðun er talið ólík-
legt að Vestur-Þjóðverjar hefðu
fengist til að undirrita sam-
komulagið í Fontainebleau.
John Vinocur starfar hjá banda-
ríska dagblaðinu New York Times.
Séð til Viðeyjar
Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands:
Viðeyjarferö
Nú hefst ferðaröð sem við nefnum
„Umhverfið okkar“. Farið verður
um ákveðin svæði og þau skoðuð
undir leiðsögn náttúrufræðinga,
sögu- og örnefnafróðra manna.
Við þekkjum alla hluti í stof-
unni okkar, flesta hluti í garðinum
okkar, en næsta umhverfi þar
fyrir utan næsta lítið. Næsta um-
hverfi hefur þó áhrif á okkur og
álit annarra fer einnig eftir því í
hvernig umhverfi við búum.
Við væntum þátttöku fólks af
svæðunum sem við förum um og
annarra sem kynnast vilja þessum
stöðum. Allir eru velkomnir í ferð-
irnar hvort sem þeir eru félags-
menn eða ekki.
Fyrsta ferðin verður farin til
Viðeyjar á laugardag kl. 13.30 frá
Sundahöfn með Hafsteini Sveins-
syni og miðað er við að koma til
baka milli kl. 17.00 og 18.00. Þar
hefur náttúran sjálf séð um um-
hverfið um nokkurn tíma og mun
taka á móti okkur í sínum feg-
ursta skrúða. Rétt er að benda á
að ferðafélagið Útivist mun fara
daginn eftir, sunnudag, í ferð út í
Viðey, en þeir munu leggja
áherslu á að kynna sögu eyjunnar.
Þetta verður sannkölluð Viðeyjar-
helgi.
Með í ferðinni verða jarðfræð-
ingurinn Kjartan Thors og líf-
fræðingarnir Inga Svala Jónsdótt-
ir, Sigurður Snorrason og Hrefna
Sigurjónsdóttir.
Viðey er 1,6 km að flatarmáli og
hæst 32 m. Hún er langstærst af
eyjunum í sundunum og er
minnsta fjarlægð frá landi 700 m.
Eyjan skiptist nær því í tvennt, í
Austurey og Vesturey, og er mjótt
eiði á milli. Víða eru klettar í sjó
fram.
í Viðey finnast jarðlög af ýms-
um aldri. Móberg í suðurhluta eyj-
unnar er elst og er talsvert um
misgengi og innskot í því. Mislægt
ofan á móberginu er Reykjavík-
urgrágrýtið með bólstrum við
sjávarmál. Ofan á þessu eru svo
yngri jarðlög, m.a. strandmyndan-
ir.
Eins og allir vita er eyjan mjög
gróðurrík og eru túngróður, mó-
lendisjurtir og mýrgresi ríkjandi.
Þótt undarlegt megi virðast hefur
eyjan lítt verið skoðuð af líffræð-
ingum. Ingólfur Davíðsson athug-
aði gróðurfar eyjunnar og birti
niðurstöður sínar í Náttúrufræð-
ingnum árið 1939. Alls fann hann
125 tegundir, sem verður að teljast
mikið miðað við stærð eyjunnar.
Af fágætum tegundum má nefna
sæhvönn, krossgras, akurtvítönn
og laugabrúðu. Engin könnun á
gróðurfari eyjunnar hefur verið
gerð síðan, en í deiglunni er ein
slík, sem Náttúrufræðistofnun
mun gera fyrir staðarvalsnefnd.
Sú hugmynd að reisa álverk-
smiðju á Geldinganesi á sér ein-
hverja fylgjendur og þess vegna er
staðarvalsnefnd að láta gera
könnun á lífríki eyjanna og
strandsvæðisins hér í kring og upp
á Kjalarnes. Það er því mjög mik-
ilvægt að sem flestir kynni sér
Viðey út frá sérstöðu hennar hvað
varðar náttúru og gildi sem úti-
vistarsvæði.
Dýralíf hefur ekki verið kannað
sérstaklega en Náttúrufræðistofn-
un hefur einnig verið beðin af
staðarvalsnefnd að gera forkönn-
un á ofangreindu svæði. f því
augnamiði fór hópur manna út í
eyjuna 13. júní sl. og kannaði
fuglalíf (umferð er annars óheimil
fram til 20. júní). Alls sást 21 teg-
und og eru æðarfugl, sílamáfur,
kría, þúfutittlingur, hrossagaukur
og spói algengustu tegundirnar.
Lausleg athugun á skordýralífinu
benti til þess að það væri mjög
fjölskrúðugt. Fjörulíf hefur ekkert
verið kannað.
í ferðinni verður gengið út í
Vestureyna og farið í fjöru við eið-
ið. Jarðfræði, gróður og dýralíf
verða skoðuð á leiðinni. Ef tími
vinnst til verður farið víðar um
eyjuna.
Mælt er með að fólk hafi með
sér sjónauka og flóru.
Eyjan býður greinilega upp á
ansi margt fyrir áhugamenn um
náttúrufræði og eru Reykvíkingar
og aðrir hvattir til þess að koma.
Netanela syngur
í Háteigskirkju
SÍÐUSTU tónleikar sænsku vísna-
söngkonunnar Netanelu hér á landi
verða í Háteigskirkju annað kvöld,
laugardagskvöld, kl. 20.30. Netanela
skemmti m.a. tvívegis á Listahátíð
við frábærar undirtektir. Undan-
farna daga hefur hún ferðast um
landið og m.a. efnt til tónleika á
Akurcyri og á Húsavík.
Á tónleikunum í Háteigskirkju
annað kvöld mun Netanela m.a.
flytja Gospel-söngva, sem hún
hefur ekki flutt fyrr hér á landi.
Auk Gospel-söngva mun Netanela
syngja lög úr nær öllum heims-
hornum og öll á tungu viðkomandi
þjóðar.
Sænska vísnasöngkonan Netanela.