Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚNl 1984
Dagskrá 58. Meistaramóts
íslands í frjálsíþróttum
1. dagur, laugardagur 30. júni:
Kl.
14.00 Mótssetning. Formaður FRÍ,
örn Elösson.
14.05 400 m grind karla úrsllt —
stangarstökk — spjótkast
kvenna.
14.20 400 m grind kvenna úrslit.
14.30 Kúluvarp karla.
14.45 200 m hlaup karla — lang-
stökk karla.
15.00 Hástökk karla.
15.05 200 m hlaup kvenna undan-
ráslr.
15.15 Kúluvarp kvenna.
15.25 5000 m hlaup karla —
spjótkast karla.
16.05 200 m hlaup kvenna úrslit.
16.15 800 m hlaup karla.
16.25 800 m hlaup kvenna.
16.35 4X100 m boöhlaup karla.
16.45 4X100 m boöhlaup kvenna.
2. dagur, aunnudagur 1. júli:
14.00 110 m grind karta úrsllt —
hástökk karla — kringlu-
kast karla — langstökk
kvenna.
14.20 100 m grind kvenna undan-
rásir.
14.45 100 m hlaup kvenna undan-
rásir.
15.05 100 m hlaup karla undan-
rásir.
15.25 400 m hlaup kvenna undan-
rásir.
15.35 Kringlukast kvenna.
15.40 400 m hlaup karla undan-
rásir — þrístökk karla.
15.55 1500 m hlaup kvenna.
16.25 100 m grind kvenna úrslit
— slekkjukast.
16.45 100 m hlaup karla úrslit.
16.55 100 m hlaup kvenna úrslit.
17.05 1500 m hlaup karla.
17.15 400 m hlaup karla úrslit.
17.25 400 m hlaup kvenna úrsllt.
3. dagur, mánudagurinn 2. júli:
19.00 Langstökk fimmtarþrautar.
19.10 3000 m hindrunarhlaup.
19.40 4X400 m boðhlaup kvenna.
19.50 Kringlukast fimmtarþrautar.
19.55 4x400 m boöhlaup karla.
20.40 200 m hlaup fimmtarþraut-
ar.
21.15 Spjótkast fimmtarþrautar.
21.50 1500 m hlaup flmmtarþraut-
ar.
• islandsmethafarnir ( spjótkasti karla og kvanna, Einar Vilhjálmsson og íris Grönfeidt, voröa illa fjarri
góöu gamni um helgina. Þau varöa akki moö á meistaramótinu, þau stunda nú bæöi ssfingar af kappi í
Bandaríkjunum fyrir Ólympíulaikana i sumar.
Prír frjálsíþróttaspekingar spá um úrslit á meistaramótinu í frjálsíþróttum um helgina:
Spennandi og tvísýnni keppni
spáð í flestum greinum mótsins
islandsmeistaramótiö í frjálsíþróttum veröur haldiö á Laugardals-
velli nú um helgina, og hafst keppni klukkan 14 laugardag og sunnu-
dag, an klukkan 19 á mánudag. Á annaö hundraö þátttakendur eru
skráöir til keppni, og getur oröið um tvísýna og spennandi keppni aö
rseöa í flestum greinanna, þar sem margir af allra fremstu frjálsíþrótta-
mönnum okkar eru í útlöndum viö æfingar og keppni, einkum vegna
Ólympíuleikanna. Mótiö hefur mikla þýðingu þar sem landsliösnefnd
mun taka miö af frammistööu keppenda við val íslensku keppendanna
í Kalott-keppninni, sem fram fer í Reykjavík 17. og 18. júlí næstkom-
andi.
Vegna fjarveru toppmannanna
er mjög erfitt aö fullyröa fyrirfram
um hugsanlega sigurvegara, og í
því sambandi hefur Morgunblaöið
fengiö þrjá menn, sem fróöir eru
um frjálsíþróttir, tii aö spá um
væntanlega sigurvegara. Eru þaö
Örn Eiösson formaöur Frjáls-
íþróttasambandsins, Guöni Hall-
dórsson framkvæmdastjóri FRÍ og
Stefán Jóhannsson þjálfari Ar-
menninga.
• Siguröur P. Sigmundsson úr
FH. Honum er spáö sigri í 3000
metra hlaupinu af tveimur spek-
inganna — en Hafsteinn Óskars-
son mun aö öllum líkindum veita
honum haröa keppni.
Spretthlaup og
grindahlaup karla:
Þremenningarnir eru sammála
um sigurvegara í spretthlaupunum
þar spá þeir Gísla Sigurössyni tug-
þrautarmanni ÍR sigri í 100 m, Agli
Eiössyni UÍA í 200 m og Aöalsteini
Bernharössyni lögregluþjóni úr
UMSE í 400 m. Þeir spá einnig allir
Hirtl Gíslasyni KR ööru sæti í 200
m og Agli Eiössyni ööru sæti í 400.
Ósammála eru þeir um annan
mann í 100 metrunum, Guöni spáir
Agli því sæti, örn Einari Gunnars-
syni UBK og Stefán Guöna Tómas-
syni úr Ármanni.
Hörkukeppni er aö vænta í 110
metra grindahlaupi milli ÍR-ing-
anna Stefán Þórs Stefánssonar og
Gísla Sigurössonar. Guöni og Örn
spá Gísla sigri en Stefán nafna sín-
um. Aöalsteini spá þeir allir sigri í
400 metra grindahlaupi og Birgi
Jóakimssyni ööru sæti.
Lengri karlahlaupin:
Ein skemmtilegasta grein móts-
ins gæti oröið 5.000 metra hlaupiö
þar sem 21 keppandi er skráöur.
Hörkukeppni viröist ætla aö veröa
milli Hafsteins Óskarssonar ÍR og
Siguröar Péturs Sigmundssonar
maraþonhlaupara úr FH. Stefán
spáir Hafsteini sigri en Örn og
Guöni Siguröi Pétri. Allir spá þeir
hins vegar Hafsteini sigri i 3.000
metra hindrunarhlaupi og Gunnari
Birgissyni ÍR ööru sæti.
Spámennirnir þrír eru einnig
sammála um aö Gunnar Páll Jóa-
kimsson sigri í 800 metra hlaupi og
aö Magnús Haraldsson FH veröi í
ööru sæti. Spá þeir og Magnúsi
sigri í 1500 metra hlaupí og Gunn-
ari Birgissyni ööru sæti.
Stökkgreinar karla:
Hástökk viröist ætla aö veröa
tvísýn grein. Örn og Guöni spá
Stefáni Þór ÍR sigri og Unnari Vil-
hjálmssyni UIA ööru sæti, en Stef-
án spáir Þorsteini Þórssyni tug-
þrautarmanni úr ÍR sigri og aö
Gunnlaugur Grettisson ÍR, innan-
hússmeistarinn frá í vetur, veröi
annar.
Spámennirnir eru heldur ekkí
sammála um úrslit í langstökki.
Örn og Guöni álíta Stefán Þór sig-
urstranglegastan og aö Sigurjón
Valmundsson veröi annar, en Stef-
án spáir Kára Jónssyni HSK sigri
og Gísla Sigurössyni iR ööru sæti.
Þeir eru hins vegar sammála um
aö Kristján Gissurarson KR sigri í
stangarstökki og aö Gísli Sigurös-
son IR veröi annar, og einnig aö
Friörik Þór Óskarsson ÍR sigri í þrí-
stökki og Kári Jónsson annar.
Kastgreinar karla:
Höröust keppni veröur senni-
lega í spjótkasti, enda tvö lands-
liössæti í húfi. Unnari Garöarssyni
HSK er spáö sigri. örn telur Unnar
Vilhjálmsson hljóta annaö sætiö,
en Stefán og Guöni spá Óskari
Thorarensen IR þaö sæti.
Þremenningarnir eru alveg sam-
mála um aö Eggert Bogason FH
vinni sigur í kúluvarpi, kringlukasti
og sleggjukasti og aö Jón H.
Magnússon ÍR fyrrum methafi (
þeirri grein veröi í ööru sæti í
sleggjukasti. Spá þeir allir Pétri
Guömundssyni HSK ööru sæti í
kúluvarpi. Guöni og Stefán spá Ás-
grími Kristóferssyni HSK ööru sæti
í kringlukasti en Örn veðjar á
Garöar Vilhjálmsson UÍA.
Spretthlaup og
grindahlaup kvenna:
Sterkasti spretthlaupari islands
síöustu ára, Oddný Árnadóttir ÍR,
fær líklega talsveröa keppni frá
efnilegri Kópavogsstúlku, Svan-
hildi Kristjónsdóttur. Spámennirnir
þrír eru sammála um sigur Odd-
nýjar í 100 metrum, og örn og
Guðni spá Oddnýju sigri í 200
metrum, en Stefán spáir Svanhildi
þar sigri. Örn spáir Helgu Hall-
dórsdóttur KR ööru sæti í 200,
Guöni spáir Svanhildi því sætl og
Stefán Oddnýju.
Spámennirnir eru sammála um
sigur Helgu Halldórsdóttur í 400
metrunum og Stefán og Guöni aö
Rut Ólafsdóttir FH veröi önnur, en
örn spáir Valdísi Hallgrímsdóttur
UMSE þaö sæti.
Þeir eru einnig sammála um sig-
ur Helgu í báöum grindahlaupun-
um, 100 og 400 metra, enda met-
hafi i báöum. Valdísi spá þeir ööru
sæti í 400 og 100, aö undanskild-
um Stefáni, sem telur Bryndísi
Hólm ÍR hljóta annaö sætlö í 100
m.
800 og 1500 kvenna:
Þrír eru taldir sigurstranglegast-
ir í 800 metra hlaupinu. Guöni
veöjar á Súsönnu Helgadóttur FH
og aö Lillý Viöarsdóttir UÍA veröi í
ööru sæti. Stefán veöjar hinsvegar
á Lillý, en örn telur aö hin keppnis-
reynda Unnur Stefánsdóttir HSK
sigri og aö Súsanna veröi önnur.
Þremenningarnir eru jafn sam-
mála um sigur Lillýar í 1500 metr-
• Haftteinn óakaraaon ÍR-ingur.
Spekingarnir spá honum sigri (
3000 mstra hlaupi — og hann ætti
jafnvel aö eiga möguleika ( 5000
m hlaupinu.
unum og þeir eru ósammála um
úrslit 800 metranna. Spá þeir og
allir Hildi Björnsdóttur Armanni
öðru sæti í 1500.
Kastgreinar kvenna:
Örn og Guöni spá Birgittu Guö-
jónsdóttur HSK sigri í spjótkasti
og Bryndísi Hólm ÍR ööru sæti, en
Stefán vill snúa þessu viö. Allir spá
þeir hins vegar sigri Margrétar
Óskarsdóttur ÍR í kringlukasti,
Stefán og örn spá Soffíu Gests-
dóttur HSK annað sætiö en Guöni
telur aö Helga Unnarsdóttir UÍA
hreppi þaö sæti eftir haröa keppni.
i kúluvarpi eru þeir sammála um
aö Soffía sigri en Helga veröi önn-
ur.
Stökkgreinar kvenna:
Þórdísi Hrafnkelsdóttur UÍA er
spáö sigri af Erni og Guöna og aö
Bryndís Hólm ÍR veröi önnur, en
Stefán telur aö þessu veröi öfugt
farið. Sammála eru þeir þó um sig-
ur Bryndísar í langstökkinu og aö
Svanhildur Kristjónsdóttur UBK
veröi önnur.
Boöhlaupin:
Boöhlaupin hafa jafnan reynst
spennandi og skemmtileg og ef-
laust veröur svo einnig nú. i 4x100
metrum karla spá Guöni og örn fR
sigri yfir Ármanni, en Stefán hefur
trú á sínum mönnum og telur þá
koma fyrst aö marki. Þeir álíta hins
vegar allir þrir aö ÍR-ingar farl meö
sigur af hólmi í 4x400 karla, örn
spáir þar FH ööru sæti en Guöni
og Stefán UBK.
i boöhlaupum kvenna ætla spá-
mennirnir þrír einnig ÍR sigur í
4x100 og 4x400. Ósammála eru
þeir um hver hreppir annaö sætið í
4x100. örn hefur mesta trú á Ár-
mannssveitinni, Guöni á sveit UBK
en Stefán á HSK-sveitinni. Þeir
telja hins vegar allir aö FH hljóti
annaö sætiö í 4x400 metra boö-
hlaupi.
Nú er hins vegar eftir aö sjá
hversu sannspáir þremenningarnir
reynast, en mótiö hefst eins og fyrr
segir klukkan 14 á morgun laug-
ardag.